Akranes - 01.05.1949, Síða 12

Akranes - 01.05.1949, Síða 12
■J^Pj^ARGIR mikilhæfir listamenn þjóðar vorrar liggja enn óbæt. r hjá garði. Undarlega hljótt hefur t. d. verið um nafn Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara. Til hans hefi ég lengi hugsað, en búizt við að samstarfsmenn hans, eða þeir, sem þekktu hann bezt, myndu bregða birtu yf- ir hið merkilega lífsstarf hans og fjölþættu listgófur. Því miður hefi ég ekki aðstöðu til að gera þessu verkefni þau skil, sem ég vildi, og samboðið væri minningu þessa mikil- hæfa manns. En þar sem út lítur fyrir, að biðin muni verða löng eftir að aðrir geri þessu skil, ræðst ég í að segja nokkuð frá þessum afbragðsmanni. Fjölhæfur Magnús Ólafsson var fæddur 10. maí 1862, að Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu. For- eldrar hans voru: Ólafur jarðyrkjumaður Jónsson, síðar lyfjafræðingur — Ólafur mun vera fyrsti Islendingurinn, sem tók hér próf og fékk slík réttindi — í Stykkis- hólmi og Þórbjörg Magnúsdóttir frá Skál eyjum á Breiðafirði. Systir Ólafs, föður Magnúsar, voru þær Sigríður, móðir Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra. Maria, móðir sr. Jóhanns Lúthers að Hóhn- um í Reyðarfirði, og Sesselja móðir þeirra skáldkvennanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Þorhjörg móðir Magnúsar var dóttir þeirra Magnúsar Einarssonar bónda í Skáleyjum, — bróður Eyjólfs dbrm. í Svefneyjum — og konu hans, Sigríðar Einarsdóttur, systur Þóru, móður Matthí- asar Jochumsonar skálds, og Guðmundar prófasts á Breiðabólsstað. Magnús kvæntist ungur Guðrúnu Jóns- dóttur Thorsteinsen, bókb. Árnasonar Thorsteinsen sýslumanns í Snæfellsnes- sýslu, hinni merkustu konu. Hún lézt í Reykjavík árið 1926. Mjög ungur fluttist Magnús með for- eldrum sínum til Stykkishólms, sem þá var einn af merkari verzlunarstöðum landsins. Þar voru kaupmenn innlendir og erlendir og fleira „fyrirfólk“ og þó nokkur menntunar- og menningarbragur á ýmsu. Þess mun fljótt hafa orðið vart, að Magn- ús var góðum gáfum gæddur og hafði mikla löngun til náms og ýmis ltonar heila- brota. Hann var nokkurn tíma til náms hjá hinum einkennilega gáfumanni sr. Jens Hjaltalín á Setbergi. Fannst sr. Jens svo til um gáfur Magnúsar, að hann taldi frá- leitt að honum gæfist ekki tækifæri til lærdómsiðkana. Þótti honum t. d. mikið til um reikningsgáfu hans og taldi hann mikið efni í stjörnufræðing. Þessi nasasjón af menntun ýtti mjög undir ímyndunarafl Magnúsar og löngun til að komast yfir meiri og staðbetri þekk- ingu. Það átti nú ekki að verða bein braut, fremur en oft áður hjá mörgum islenzkum efnismanni, því nú missti Magnús báða foreldra sína með skömmu millibili. Allir draumarnir og vonirnar, sem voru nú búnar að fá vængi, urðu nú skyndilega að engu, og heimilinu var þegar skipt upp. Börnin voru mörg og flest ung, og a. m. k. í sumum tilfellum réði hending ein, hvar þau lentu. Menntaþrá Magnúsar og hæfileikar voru hins vegar svo miklir, að þessi litli vísir til mennta, varð honum drjúg undir- staða, sem hann var síðan allt lífið að auka listamaður og byggja ofan á. Hann nam danska tungu svo vel, að hann talaði hana sem innfædd- ur. Af sjálfsdáðum nam hann þýzku svo vel, að hann gat lesið sér til gagns um hvaða efni sem var, sama eða svipað mátti segja um ensku. Þessi málakunnátta Magnúsar opnaði honum dyr að mörgum hugðarefnum hans og settu hann raun- verulega á bekk með menntuðustu mönn- um og fremri mörgum, sem sótt höfðu marga skóla. Enda var sagt um Magnús að „fletta mætti upp i honum eins og leksikon.“ Magnús kvæntist fremur ungur, og áð- ur hafði hann eignast son. Honum var því ekki lengi vært við draumóra listelskrar sálar. Kaldur veruleikinn kenndi honum, að hann yrði fyrst og fremst að vinna fyrir brauði sínu og sinna. Af list lifði enginn hér ú landi, slíkt hugarflug og fánýti yrði ekki látið í askana fremur en áður fyrr. Magnús Ijósmyndari Ólafsson. Hér er genginn góður maður götuna föðurhúsa til, hann sem ætíð hýr og glaður hverjum manni gerði í vil. Listagáfu sá hlauc sanna, sýna þetta verkin hans: — festi í myndun fyrstur manna fegurð alla móðurlands. Þú hinn horfni, ei þótt auði eða völdum réðir þú, margur eflaust mun hinn snauði minning þína blessa nú. Aldrei vissi eg aumra kveini eyru lokuð vera þín. Vinur ljóssins hjartahreini, heill þar drottins sól þér skin. í Sn. ]. j j Hann varð því fyrst og fremst að ganga þessa braut skyldunnar. Hann hafði feng- ist nokkuð við verzlunarstörf í Stykkis- hólmi, en árið 1884 eða 5 mun hann hafa ráðizt sem verzlunarmaður til Thomsens- verzlunar á Akranesi, en þar var þá verzlunarstjóri Páll nokkur Jóhannesson. Svo ungur tók Magnús við forstöðu verzl- unarinnar, að hann varð að sækja um konungsleyfi til þess. Það má hiklaust fullyrða, að fyrir „inn- an borð,“ — þ. e. við verzlunarstörfin, —- hafi Magnús ekki verið á réttri hillu. Þótt hin víðtæka þekking hans og staka sam- Magnús Ólafsson Ijósmyndari. vizkusemi gerði hann að fyrirmyndar- manni í þeirri stöðu, sem rómað var af yfirmönnum, sem og viðskiptavinum. önnur störf á Akranesi. Magnús Ólafsson hafði í ríkum mæli til að bera alla þá hæfileika, sem sótzt er eftir til starfa í þágu almennings. Óvenju- lega vel menntaður, þótt ekki væri hann skólagenginn. Hann skrifaði mjög fagra hönd og var góður reikningsmaður, góð- gjarn, prúður og samvinnuþýður, söng- maður og listamaður i margar áttir, traust- ur og samvizkusamur. Hann var lengi í hreppsnefnd og um skeið oddviti hennar. 1 sóknarnefnd var hann og stuðnings- maður kirkju og kristindóms enda trú- hneygður mjög. Hann var virkur þátttak- andi í Æfingarfélaginu, sem var merki- legt skemmti- og menningarfélag. Einnig var hann í bindindisfélagi, sem stofnað var áður en Góðtemplarareglan hóf starf- semi sína hér á landi. Hann var hrókur alls fagnaðar á svo skemmtilegan og eðli- legan hátt, ekki sízt fyrir sína fjölþættu listamannshæfileika. En samhliða prúður alvörumaður. Til marks um hina fjöl- þættu hæfileika Magnúsar má geta þess, að hann aðstoðaði læknana ósjaldan við meiri háttar læknisaðgerðir. 60 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.