Akranes - 01.05.1949, Page 13

Akranes - 01.05.1949, Page 13
Hlutafélag með 5 króna kapítali. Það var einhverju sinni, að Magnúsi barst i hendur danskt blað, þar sem aug- lýst var ágæti ljósmyndavélar, sem ekki kostaði nema 5 krónur. Magnús sagði spilafélögum sínum frá þessu gersemis tæki, er hann langaði mikið til að eignast. Það var þegar ákveðið að Magnús skyldi panta vélina, og til að byrja með var ráð- gert, að allir notuðu þeir vélina, ef þeir hefðu löngun til. Úr því varð nú minna, en Magnús notaði hana því meira upp frá þessu. Seinna var hugur Magnúsar bundinn GuSrún Thorsteinsen, kona Magnúsar. við drátthst og alls konar teikningar, sem stöðugt jókst með aldrinum. Teiknaði hann t. d. nokkrar myndir af Akranesi, og eru sumar þeirra til enn. Hann gerði ýmis kon- ar myndir og skraut. Þá fékkst hann nakk- uð við skreytingu við hátíðleg tækifæri og á skemmtunum í þorpinu. Þannig gerði hann einhverju sinni táknmynd fyrir templara, af trú von og kærleika, þar sem hann kom fyrir ljósaútbúnaði að baki. Þótti mikið til þess koma. Þá munu margir minnast skreytingar Magnúsar og Guð- mundar bókbindara á gamlárskvöld, alda- rnótaárið. Þá var framhlið kirkjunnar skreytt fagurlega með ljósum og mynd- skrauti, en söngflokkur söng frá kirkju- turninum. Nú skal aftur vikið að myndavélinni, sem Magnús pantaði. Hann fór fljótt að taka myndir með henni, en ekki leið á löngu þar til hann fór að brjóta heilann um endurbætur á henni. Gaf þetta undra- tæki honum óspart byr í seglin, því að ekki lét hann sér nægja neitt hálfkák eða kyrr- stöðu, heldur endurbætur og stöðuga framsókn, svo rík og raunsæ var listgáfa hans. Um og eftir árið 1890 var ekki mikið mn Ijósmyndasmiði hér á landi og ekki allir mikið lærðir. Var þessari nýung vel tekið og sátu margir fyrir. Fór Magnús að f ást nokkuð við myndasmíð og setti hér upp ljósmyndastofu, (þar sem nú er dráttarbrautin.) Tók hann allmikið af myndum og þótti vel takast. Teningunum kastáÖ. Engum var það ljósara en Magnúsi sjálf.um, að hugðarefni hans og hæfileikar fengu enga lifsnæringu við kaupskapinn, því að enginn kaupmaður var Magnús. Honum stóð hjarta nær að gefa og meta lítt til verðs það sem hann „átti“ og gat af hendi látið. Nú var hann búinn að fá myndavélina og farinn að taka myndir með henni. Færðist nú hugur hans smátt og smátt nær listinni, og að sama skapi fjarlægðist hann kaupmennskuna. Hann var nú alráðinn i þvi að segja upp stöðu sinni sem verzlunarstjóri og hvað sem við tæki, gefa sig ljósmyndunum og öðr- um hugðarefnum algerlega á vald. Þetta var Magnúsi alger nauðsyn, og mátti nátt- úrlega ekki seinna vera, ef hann ætti að njóta lífsins í veruleikunum í samræmi við óskir sínar og drauma, eða sjá árangur þeirra til gagns og gleði. Teningunum var kastað. Hann sagði upp fastri atvinnu, og sigldi til Kaupmannahafnar, áður en hann færi alfarinn af Akranesi, til þess að læra frekar í ljósmyndagerð og kynna sér nýjungar á þessu sviði. Þegar til Hafnar kom, komst hann til konunglegs hirðljósmyndara, er Elfeldt hét. Þar var hann í tvo mánuði við góðan orðstir. Þessi stutti námstími segir glöggt til um undir- búningsmenntun Magnúsar, er hann til þessa hafði einungis aflað sér af lestri er- lendra bóka, samhliða meðfæddum hæfi- leikum, sem voru einstakir. Áður en hann fór heim frá Höfn, keypti hann sér beztu tæki, sem þá var völ á, og fór nú heim glaður i bragði með óbilandi trú á framtíð- ina. Hann bjó sig undir að flytja frá Akra- nesi til Reykjavíkur, þar sem hann hafði ákveðið að setja á fót ljósmyndastofu, er hann síðan rak um tugi ára við vaxandi vinsældir og viðurkenningu. Á réttri hillu. Árið 1900 var um margt öðruvisi um- horfs í Reykjavík en nú. Magnús var eignalaus maður og því fyrst i stað og lengi fram eftir við ótal erfiðleika að etja. Hann var samt öruggur og ákveðinn i þvi að sigra, en mætti víða misskilningi og litilli samúð. Þá lá enn ekki allt laust fyrir list- mönmnn af „Guðs náð“, hvað þá „fúskur- um.“ Meðan Magnús var á Akranesi, kynnt- ist hann Aasberg skipstjóra hjá Samein- aða, er siðar urðu aldavinir. Aasberg fannst það ekki lífvænlegt fyrir Magnús að gerast ljósmyndari i Reykjavík, eins og þá var þar högum háttað. Hann ráðlagði honum miklu fremur að gerast þar rakari. Rakari, já vitanlega gat Magnús tekið sér allt fyrir hendur. Hann var jafnvígur á hvað sem var. Nei, fyrst hann hætti við það, sem hann hafði nauðugur fengizt við um 15 ára skeið, og hlotið almennar vin- sældir fyrir, þá v.ar nú ekki hægt að hverfa að neinu öðru en því, sem hjarta hans stóð næst. Ráðleggingar Aasbergs höfðu því engin áhrif, þótt af velvilja væru gefnar. Hann fluttist nú til Reykjavíkur og setti þar á fót ljósmyndastofu, eins og áður er sagt. Nú hófst hið eiginlega lifsstarf hans, sem var í senn mjög margþætt og merkilegt. Magnús hafði næmt auga fyrir fegurð landsins og stórfengleik, og gerði með góðum árangri, tilraunir til að opna augu landsmanna fyrir þeirri fegurð og tign, einnig útlendra manna. Hann tók sér fyrir hendur að ferðast til fegurstu staða landsins og taka myndir af þeim. Hann var og einnig fyrsti maður hérlend- is, sem tók upp þá nýjung að lita ljósmynd- ir. Þá varð hann þekktur maður fyrir stero- skopmyndir sinar, sem urðu mjög vin- sælar utanlands og innan. Samhliða gerði hann skuggamyndir, sem sýndar voru er- lendis og einnig hér heima. Var Maghús þannig brautryðjandi á þessum sviðum með glæsilegum árangri, þar sem hvort tveggja fór saman landkynning og aukinn listþroski almennings. Á þeim tímum voru ferðalög oft erfið hér á landi, þar sem ekki var um ann- að að ræða en fara ríðandi eða gang- andi og milli fjarða á opnum bátum. En frá sjónarmiði hugsjóna- og listamanns er ekkert erfiði of mikið, ef í áttina miðar. Myndavél úr „margaríns“kassa. Það var einhverju sinni, er Magnús lagði í eitt slikt myndatökuferðalag með Aasberg skipstjóra, að hann gleymdi ljós- myndavélinni sinni. Magnús varð þessa ekki var fyrr en skipið var komið út fyrir eyjar. Honum þótti illt að förin yrði til ónýtis, en taldi vitanlega tilgangslaust að telja raunir sínar fyrir skipstjóranum. Seinna í ferðinni barst þetta þó eittlivað i tal milli þeirra, og átaldi Aasberg hann fyrir að segja sér ekki um þetta, þegar er hann varð þess var, því að þá hefði hann snúið aftur, til þess að Magnús gæti nálg- ast myndavélina. Af þessu litla atviki sjáum við tvennt. Annars vegar, hve þeir Magnús hafa verið góðir vinir og hins vegar, hve timarnir eru breyttir. Því að vart mundu slikir snúningar geta átt sér stað nú. Næsta höfn var Isafjörður og fór Magn- ús þar i land, þvi að ekki þurfti hann að halda lengra án myndavélarinnar. Honum þótti illt að vera vinnu- og ráðalaus íyrir þetta óhapp og fór nú að hugleiða, hvernig AKRANES 61

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.