Akranes - 01.05.1949, Blaðsíða 17

Akranes - 01.05.1949, Blaðsíða 17
barn Sigtryggs og Halldóru, sem enn eru á lífi. — Þessi voru börn Sigtryggs og Halldóru í Kárabæ: 1) Ásmundur, 2) Guðmundur, 3) Kári, 4) Hallfríður Steinunn, 5) Aldís, 6) Þórdís, 7) Hallfriður Steinunn, önnur og 8) Aldís önnur. Gísli Daníelsson kemur að Kárabæ 1891. Þá er Halldóra þar og Þorsteinn Daníelsson fyrrnefndur. Árið 1889 er Gísli i Sjóbúð. Einnig var hann í Nýjabæ og víðar. Hann mun hafa verið ættaður af Snæfellsnesi og komið þaðan með Stef- áni Bachmann og fleirum, sem þaðan fluttust rétt eftir 1880. Gísli kaupir bæinn af Halldóru og flytur þangað, eins og áður er sagt, með móður sinni, Margréti Jónsdóttur. Bæði voru þau mæðgin fædd í Miklaholtssókn. 1 desember 1891 er Gísli talinn 29 ára, en Margrét móðir hans 63 ára. Margrét deyr 7. marz 1918, og er þá talin 81 árs. Gísli var lærður skósmiður, en stundaði iðnina ekki að staðaldri. Gísli fékkst við margt, stundaði sjó á opnum skipum, átti jafnaðarlegast nokkrar kindur og hafði nokkra garðrækt, og var um skeið pakk- húsmaður hjá Lofti Loftssyni og Þórði Ásmundssyni. Bústýra Gísla um fjölda ára var Sigríður Ölafsdóttir, Jóhannes- sonar frá Bræðraparti. Gísli átti engin börn. 1912 mun Gísli hafa keypt Heimaskaga og flutt þangað. Þar var hann i nokkur ár. Það ár (1912), er Sigurður Jónsson og Þuríður i Kárabæ með 11 börn sín. 1915 kemur Þorvaldur Ölafsson að Kára- bæ og er þar i nokkur ár. En 1919 er Gísli og Sigriður aftur komin að Kárabæ og eru þar alla ævi síðan. Gísli deyr 18. desember 1934. (F. 2/4—1862 á Lága- felli í Miklaholtssókn). Sigriður deyr 19. janúar 1936, (f. 18/10—1873 hér á Akra- nesi). Sigríður var stillt og prúð kona. Hún lærði saumaskap i Reykjavík og fékkst hér eitthvað við sauma. Hún var og lengi í fiskvinnu og vaskaði t. d. lengi fisk. Gísli liyggði litinn timburbæ í Kárabæ arið 1902, og stendur hann enn. Gisli Danielsson var algerlega ómennt- aður maður, svo sem ekki var tiltökumál a þeim tima. Hann var gætinn, hygginn og sæmilega greindur. Nýtinn var hann og samhaldssamur á hvað eina, er að gagni mátti koma, næstum um of spar- samur við sjálfan sig. Hann var nákvæm- ur og reikningsglöggur, þó- var hann bón- góður, og átti til að vera rausnarlegur. Eftir því, sem þá gerðist, var hann talinn ijáður og iánaði peninga fremur en leggja þá á banka. Ekki lánaði hann fé með okurvöxtum og var ekki eftirgangssamur um innheimtur, sérstaklega ef þröngt var fyrir dyrum. Gísli var trygglyndur þeim, er hann vildi halda kynnum við. Yfir- leitt var hann kátur og smó- kýminn, umtalsfrómur og óáleitinn. Hann var vandaður maður til orðs og æðis, og hús- bóndahollur, þeim er hann vann. Hann var ráðhollur þeim, er til hans leituðu og þótti vænt um, er svo bar við. Ekki var hann atkvæðamaður í neinu eða sérstakur atorkumaður til vinnu. Iðinn var hann og enginn augnaþjónn. Gísli hafði áhuga fyrir hóflegum fram- förum byggðarlags sins. Talaði oft um, að hann þyrfti að láta það sjást á borði, þó að ekki gæti hann verið svo stórtækur í þeim efnum, að um munaði. Nefndi hann helzt hafnarbætur í þessu sambandi, en aldrei varð þess vart, að hann kæmi þeirri hugsun sinni í framkvæmd. Hann talaði oft um, að ekki mætti bústýran sín fara á vonarvöl, þó að hann félli frá á undan henni. Mun hann hafa arfleitt Sigríði að eignum sinum. Þetta var all- mikið fé eftir því sem þó gerðist og stóð víða. Heimtist það misjafnlega enda var ekki alls staðar ríkt eftir gengið. Það mun hfa skipzt milli systkina Sigríðar, Þor- valdar Ólafssonar hér í bæ og Elínar Ólafsdóttur í Reykjavik. Um mörg undanfarin ár hefur gömul kona, Hallfríður Narfadóttir, búið i bænum, og er þar enn. 5 6. Barð — Hólkot. Bærinn gekk undir báðum þessum nöfn- um. Hans er fyrst getið í manntalinu í janúar 1872 og hefur því verið byggður 1871. Hann stóð rétt fyrir norðan Traðar- bakka og i því landi. Þar byggði fyrst Einar Snorrason, sem bjó þar meðan hann lifði. Að honum látnum féll þar byggð niður. Kona Einars Snorrasonar var Halldóra Hallgrimsdóttir. í fyrrnefndu manntali er Einar talinn 31 árs, en kona hans 26 ára. Þar er þá hjá þeim Hallgrímur sonur þeirra, 2 ára. I febráar 1871 eru þau hjón- in í Lambhúsum. Árið 1870 eru þau á Grund. Þau giftust 20. nóv. 1869. Sporri faðir Einars í Hólkoti mun vera ættaður austan úr Rangárvallarsýslu. Hann fer að búa á Þórisstöðum í Svínadal 1845, með Sigríði Jónsdóttur frá Vatns- hömrum i Andakil. Þessi Sigríður var um skeið vinnukona hjá Guðmundi Þorvalds- syni í Háafelli í Skorradal og munu þau hafa átt saman son, er Þorsteinn hét og kenndur við Þórisstaði Þorsteinn kvæntist Sigríði Bjarnadóttur frá Kalastöðum. Þeirra synir, Búi á Hóli, faðir Eyjólfs Búasonar og þeirra systkina. Jón, smiður og hestamaður, Þorsteinsson, faðir Sig- urðar Jónssonar —- nú í Tryggvaskála — og systkina hans. Börn Snorra og Sigríðar voru: 1) Sigtryggur, bóndi á Þórisstöðum eftir foreldra sina, kvæntur Kristbjörgu Jónsdóttur (Þau systkinabörn). 2) Sigriður, kona Jóns Pálssonar söðla- smiðs í Brennu. 3) Elísabet, átti Hannes, bróður Jóns í Brennu. Þau fóru til Ameríku. Áður en Snorri kvæntist Sigríði mun hann hafa átt tvo syni með Guðríði Ein- arsdóttur (sjá 1. tlb. 1946). Annar þeirra var Einar í Hólkoti, en hinn hét Jón. Einar Snorrason varð ekki langiífur. Hann drukknaði 23. nóv. 1880, (með Halldóri snikkara). Tveir synir Einars Snorrasonar og Halldóru eru enn á lífi, þeir Jón Einarsson rakari, Grettisgötu 62 í Reykjavík, og Guðmundur, sem lengst af hefur búið í Hafnarfirði. Eftir lát manns síns fer Halldóra að Höfn i Melasveit og er þar í nokkur ár. Síðar var hún nokkur ár á Kirkjuvöllum með sonum sínum. Þessi voru börn Einars og Halldóru 1 Hólkoti: 1) Hallgrímur. Hann kvæntist norður i Miðfirði konu þeirri, er Sigríður hét, en fluttist siðan til Hafnarfjarðar og stundaði þar sjómennsku á togurum. Það er langt síðan Hailgrímur missti fyrri konu sína. Þau áttu saman tvo syni, Halldór og Jónatan; eru báðir á lífi, búsettir í Hafnarfirði. Hallgrimur kvæntist í annað sinn, konu þeirri, er Sigurborg heitir Jóhannesdóttir, frá Klettstíu í Norðurárdal. Þau áttu sam- an einn son er heitir Jóhannes Nordal Hallgrímur var bráð vel gefinn at- gerfismaður og góður drengur. Hann mun vera dáinn fyrir rúmu ári. 2) Guðmundur, f. í Hólkoti 22. júli 1872. Eftir að faðir hans dó, mun Guðmund- ur hafa verið i Lambhúsum til ferm- ingaraldurs. Eftir það var hann á ýms- um stöðum, hér á Skaga, m. a. lengi á Grund. Einnig uppi í sveit. Árið 1904 fluttist Guðmundur með móður sína til Hafnarfjarðar. Hann mun hafa stundað sjómennsku um 55 ára skeið á skútum og togurum. Árið 1907 kvæntist Guðmundur Svein- björgu Guðmundsdóttur, ættaðri af Seyðisfirði. Þeirra börn: Einar og Maria, efnis börn, sem bæði dóu í æsku, og Teitur málarameistari í Reykjavík. Hans verður síðar getið i þessum þáttum í sambandi við húsið á Heiðarbraut 20, sem hann byggði. Það var einhverju sinni, er hér var lítið um atvinnu, að Guðmundur tók sér far til Englands á togaranum Apríl, með Hjalta Jónssyni, til að leita sér þar að at- vinnu. Þegar Guðmundur sté á land i 65 • AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.