Akranes - 01.05.1949, Síða 20
samar og alvarlegar. Minningar Bethesdadaganna voru dregnar
fram og sérstaklega frá skilnaðarkvöldinu góða. — Það var
mér sérstök gleði að Olfert Richard hafði tekið á sig langa leið
til þess að vera með mér þetta kvöld. Allt þetta varð stórfelld
gleði fyrir mig.
Ég hafði aldrei verið fyrr á þessum stað, þvi að 1908, er ég
fyrsta sinni var í sumarbúðum K.F.U.M., voru þær að vísu
haldnar í Jægerprís, en á öðrum stað, hinum megin við skóginn.
á æfingasvæði hermannanna, en það svæði höfðum vér þá feng-
ið Jánað eins og frá er skýrt í „Starfsárum“ mínum. Það var
1908, en 1909 hafði K.F.U.M. keypt þetta svæði, sem nú áttum
vér. Það var hinn fegurstí staður, og þar hafði verið reistur stór
og fagur skáli; lá rétt bak við hann afar mikill skógur, er heyrði
til Jægerpríshallarinnar. Það vai veiðihöll Friðriks konungs 7
og þar bjó kona hans, greifafrú Danner. Nú er þar minningar-
safn um þau hiónin.
1 kringum skálann og fyrir framan hann eru sléttar grasgrund
ir, víðir og stöku tré á stangli. —
Eftir samkomukvöldið fóru allir gestir heim til sín, en ég varð
þar eftir með flokknum og átti mjög skemmtilega daga.
Ég óskaði mjög þá dagana, að vér heima mættum með timan-
um fá einhvern slíkan sumarverustað fyrir drengina, og gekk
ég oft einn út i skóginn til þess að tala við Guð um þetta málefni
— Ég sá nú ekki miklar horfur á því þá.
Eftii' sumarbústaðadvölina fór ég yfir á Fjón. Þar er stór-
felldur sumarstaður fyrir kristilegar samkomur og ágætt krist.i-
legt sumarhótel. Það liggur við ströndina á Stóra-Belti og lands-
lag þar í kring hið fegursta. Þetta heitir Nýborgarströnd. Um
þessar mundir var þar haldið stórt norrænt studentamót. Ég
hygg að þar hafi verið saman komnir um 400 stúdentar frá öll-
um Norðurlöndum. Formaður mótsins var prófessor Valdemar
Amundsen, sem þá var einna frægastur guðfræðingur í Dan-
mörk, síðar biskup.
Einn í forstöðunefndinni var Sveinbjörn Högnason, er þá
stundaði guðfræðinám við Hafnarháskóla og var mjög glæsi-
legur ungur maður. Ég var boðinn á síðustu daga mótsins. — Ég
kom þangað um kvöld, og fékk ijúfar móttökur. — Næsta morg-
un hitti ég sjáiandsbiskup, dr. Ostenfeld, og hann tók mér svr
hjartanlega, að mér þar eftir þótti ailtaf vænt um hann. Hann
spurði mig um margt frá Islandi og um starf mitt þar. Allt í
einu sagði hann: „Þarna kemur þá bezti vinur yðar!“ — Ég
sá Ricard koma álengdar. Ég sagði: „Hvernig veit biskupinn
það?“ — „Jú, það segir hann sjálfur.“ Richard var að koma frá
járnbrautarstöðinni í Nýborg. Það urðu fagnaðarfundir. Richard
átti að tala um kvöldið fyrir studentunum.
Kl. 9.30—10.30 skiptist þingheimur í biblíulestrarflokka.
Flestir af flokkunum höfðust við úti þar í hinum stóra lystigarði
stofnunarinnar. Sólin skein í heiði og veðrið var 'blítt og stillt.
Richard sagði við mig: „Við erum ekki innskrifaðir í neinn flokk.
Eigum við ekki að ganga út á ströndina og skemmta okkur sam-
an á meðan.“ Ég var meir en fús til þess. Við gengum svo sam
an með fram skógarjaðri iystigarðsins. Alit i einu ma-tum við
student, einum úr forstöðunefndinni. Hann heilsar og snýr sér
svo að mér og sagði: „Er yður ljóst, að prófessor Amundsen mun
ávarpa yður við miðdagsborðið og biðja yður að tala til student-
anna.“ — „Nei, það vona ég að hann gjöri ekki,“ sagði ég. „Ég er
alveg óundirbúin og ófær til þess.“ — „Já, hann sagðist ætla að
gjöra það. Ég vildi láta yður vita það,“ sagði hann og fór sina
leið.
„Hamingjan hjálpi mér,“ sagði ég við Richard. „Ég hef ekkert
markvert að segja og verð mér til skammar!11 — „Þér fer vist
kannske þannig, þegar þér er skipað að tala svona, að þó dettur
þér ekkert i hug nema einhver markleysa. En svo þegar þú ert
seztur niður aftur, þá ryðjast inn á þig allar þær góðu hugs-
amr, sem þú hefðir átt að segja.“ — „Já, einmitt!" sagði ég.
„Ég kann nú ráð við því,“ sagði hann. „Nú skulum við leika
hérna. Ég er prófessor Amundsen og þú ert þú sjálfur. Svo sef
ég þér orðið, og svo segir þú eitthvert bull, og svo skalt þú setjast
þarna á þúfuna og þá koma allar hinar snjöliu hugsanir 02
orð, sem þú svo getur notað í dag.“
Við hlóum og hann byrjaði i málróm Amundsens: „Herra
Pastor Fr. Friðriksson frá Islandi ætlar nú að ávarpa söfnuðinn “
Svo hneigði ég mig og sagði: „Háttvirtu studentar!“ — „Bravó.
Bravó!“ hrópaði Richard, „heyrt, heyrt!“ og svo klappaði hann.
Ég hélt svo áfram hlægjandi og hann klappaði. — Rétt í þessu
kemur student með sænska húi'u út úr húsinu og hneigði sig og
sagði afar hátíðlega: „Jag skulle frága from prófessor N. N. om
Herrerna vilda vá mera stilla, ty vi liava Bibeltimme dár
inne.“
Við löbbuðum hálf sneyptir þaðan og áfram meðfram lundin-
um. Svo er við vorum komnir langt þaðan, þá byrjuðum við
aftur á leiknum, á sama hátt. Kemur þá ekki norskur student
út úr lundinum og segir á norsku líkt og hinn, nema ekki í al-
veg eins fóguðum róm. — Við urðum ennþá lúpulegri, og flýtt-
tun okkur langt út fró lundinum. — Ég skellihló, þegar við vor-
um komnir nógu langt burtu. Mér fannst þetta svo „kómiskt“. —
Ég sagði: „Að hugsa sér að við þessir velæruverðu eldri herrar,
að við fórum og truflum þessa ungu stúdenta i biblíulestri
þeirra." —
Svo varð ekki meira úr æfingunni, og við miðdagsborðið varð
ég að segja eitthvað og fá svo aftur allt það ágæta, sem ég nefði
átt að segja. —
Það var nú svo, að þegar við Richard vorum saman, þá réðum
við okkur ekki fyrir æskufjöri, sem greip okkur. — I löng ár
höfðum við heldur ekki séðst.
Vinirnir sögðu líka, að Richard væri aldrei eins kátur og létt-
ur í lund eins og þá, er hann vissi að ég væri i nánd. Þetta hélzt
í þau ár sem við gátum með millibilum verið saman. En auð-
vitað höfðum við einnig oft alvarlegar trúnaðarstundir. —
Það þótti mér sárt, að ég fann að vinátta Joakims greifa
Moltke og Richards var ekki eins og hún hafði verið. Það var
kominn einhver kuldi og misskilningur þeirra í milli og féll mér
það þungt, því að báðir voru mér einkar kærir og ieit ég upp
til beggja. Þar á móti var Ernst greifi Moitke fúllur af góðvild
bæði gagnvart mér og Richard. Eg endurnýjaði vináttuna við
hann og fann að hann var eins ljúfur og glaður í trú sinni eins
og hann var 1908, er ég fyrst kynnist honum sem 15 ára latínu-
skólapilti í Aarup ( sjá Starfsárin II. bls. 54).
Maður nokkur kemur til sögunnar; hét hann Öve Winding og
var tannlæknir í Holbæk. Ég hafði kynnst honum á fyrri ferð-
um mínum, er hann var nýorðin student. Bróðir hans hét Hol-
ger Winding, og voru þeir tviburar og svo líkir að athygli varð
að hafa til þess að þekkja þá í sundur.
Holger var um Jiessar mundir austur á Indlandi sem kristni
boði í Santalistan. öve var kvæntur mikilli dugnaðarkonu. Þau
störfuðu mikið fyrir kristindómsmál. öve kom til Khafnar, er
hann frétti að ég var kominn til Danmerkur. Hann bað mig að
koma til Holbæk og tala þar í K.F.U.M. og um leið að vera
skirnarvottur hjá sér við skírn fyrsta sonar sins. Ég sló ekki
liendinni ó móti þeim heiðri og á lilsettum tíma kom ég þangað
út. Það var seint í júlímánuði. Drengurinn var skírður í kirkju
og nefndur Hans Kruse Winding. Koma þeir feðgar mjög við
sögu mína síðar. — Guðsmóðir sveinsins, sú er bar hann tii
skirnar var hin nafnkennda Comtessa Knuth, greifadóttir, er
helgað hafði líf sitt starfinu i K.F.U.K., kristilegu félagi ungra
kvenna, stórmenntuð og dugmikil kona, fór mikið orð af henni
og starfi hennar. Mér þótti mjög vænt um að kynnast slíkri
konu og hefur kunningsskapur sá lialdizt fram á þenna dag. —
Þar úti i Holbæk-héraði bjó prestur einn sem ég þurfti að
finna, því áð hann var í stjórn heimatrúboðsvina og einn af
máttarstoðum hinnar stórfelldu kristindómsstefnu og kirkju-
legu stefnu í Danmörku. Hann hét séra Gad og var nafntogað-
68
AKRANES