Akranes - 01.05.1949, Qupperneq 21
AKPANESS
Gjafir og greiðslur til blaðsins,
sem það þakkar innilega.
Þorsteinn Ámason smiður Keflavik, 50 kr.
Guðjón Rögnvaldsson bóndi Tjöm i Biskupstung-
um, 200 kr. f. 1948 og 1949. Stefán Ámason
yfirlögregluþjónn Vestmannaeyjum 100 kr. Páll
Eyjólfsson Vestmannaeyjum, go kr. Gísli Sigur-
geirsson verkstjóri Hafnarfirði, go kr. Þorgrimur
Sigurðsson skipstjóri Rvk., 100 kr.. Halldór Fjall-
dal Keflavík, go kr„
Flotvarpan.
hefur verið reynd af bátuin héðan af Akranesi.
Mun mega segja að hún hafi virzt gefa fremur
góða raun, en vera of veik til að halda nokkru
magni. Verður tilraunum haldið áfram, og nú
með nylon-vörpu, sem verið er að útbúa.
Gatnagerð.
Nú hafa vetið gerðir nýir satnningar um að
halda götunum í bænum vel hefluðum að stað-
aldri. Má jtegar sjá þess nokkur bata merki og
verður svo vonandi éfram. Þá mun enn i sumar
verða haldið áfram frekari gangstéttagerð, en
l>að er það sem leggja verður höfuðáherzlu á.
Ekkert er eins nauðsynlegt fyrir gangandi fólk,
um leið og það santhliða hefur gagngerð áhrif til
fegurðarauka og þrifnað í bænum. Er þörfin t. d.
mjög rik á að leggja gangstétt með Hafnarbraut,
vestur á Ránargötu og upp að Bíóhöll. Einnig
ofanverða Vesturgötu frá bamaskólanum. Þá
verða gerðar ýmsar breytingar til batnaðar á
Vegamótatorgi.
Hafnargerðin.
Því verki verður fram haldið í suntar og er
þegar hafið. Einnig standa nú yfir samningar uin
karakaup á ný. Ilafa þeir samningar tekizt og
mun fljótlega verða lagt af stað með það heim.
Síldin í sumar.
Héðan munu bátar enn leggja til sildveiða
fyrir norðurlandi. Vonandi verður árangurinn
meiri en undanfarin ár.
Stórbruni.
Hinn 16. maí s. 1. varð hér mikill bruni, er
eldur kom upp i íshúsi Haraldar Böðvarssonar &
Co. Brann til kaldra kola vestasti hluti hússins,
þar sem í var vinnusalur og frystiklefar. Áfast
húsi þessu var og matvörubúð fyri'rtækisins, sem
líka brann. Var þetta mikið og tilfinnanlegt tjón
fyrir oigendur og bæjarfélagið í heild. Þegar eftir
brunann var hafizt handa um nýja byggingu,
og er unnið að endurbyggingu með atorku. Vélar
hússins skemmdust litið og er þvi hægt að halda
við frosti i þeim hluta hússins, sem ekki brann.
Sjálfs er höndin hollust.
Nokkrir dugnaðarmenn hafa nýlega keypt
hingað tvo báta, er þeir fyrst og fremst ætla að
stunda á fiskveiðar sjálfir. Þegar valinn maður
er i hverju rúmi og þeir eru samhentir, geta
hlutimir ekki gengið nema vel, nema eitthvað
meira en minna sé beinlinis bogið við þjóðfélags-
reksturinn í heild.
Fyrri báturinn heitir GlaSur og eru eigendur
hans: Gunnar Ásgeirsson, Jóhannes Jónsson og
Jón Þ. Sigurðsson.
Hinn heitir Leifur, og eigendur hans: Sigurjón
Kristjánsson skipstjóri og Hjalti Benónýsson vél-
stjóri.
Dánardægur.
Sigriður Lárusdóttir Ottesen á Vindhæli and-
aðist hinn 9. maí s. 1..
Þórður Erlendsson, lengi i Galtarholti, andaðist
hinn g. maí s. I.
Hallfriður Ólafsdóttir í Efstabæ, andaðist þar
1. júní. Hún var fædd á Brekku i Skagafirði 18g7.
Oddur Gislason á Hliði andaðist hinn 12. júni.
Hann var fæddur og upp alinn á Hliði, og dvaldi
á Akranesi allan aldur sinn. Hann stundaði sjó
á opnum skipum. Oddur var mjög hæggerður
maður, stilltur og prúðmenni hið mesta.
Hátíðahöld 17. júní.
Hér var þessa dags minnst og fór það vel fram.
Sóknarpresturinn sr. Jón M. Guðjónsson messaði
i kirkjunni. Fjölmenn skrúðganga gekk um bæinn
og staðnæmdist við bamaskólann. Þar fluttu ræður
Magnús Jónsson skólastjóri og Pétur Ottesen al-
þingismaður. Ragnar Jóhannesson skólastjóri las
upp og kynnti einnig atriði. Ungar stúlkur
sungu og léku undir á guitara. Friðrik Hjartar
skólastjóri stjómaði fjölda-söng. Karlakórinn Svanir
söng nokkur lög undir stjórn Geirlaugs Árnasonar.
Sá söngur var miklum mun betri en ég bjóst við.
Hann sýndi ótrirætt að félagið verður að halda
áfram og koma fram opinberlega með fullkomna
söngskrá. Kraftamir eru sýnilega til og samræmi
er hægt að fá svo að frambærilegt sé. Ungir menn
og miðaldra geta á engan hátt betur varið fri-
tima sinum en að þroska sinn innri mann — og
annara — með þvi að láta tónaregn þessarar göfugu
listar flæða að staðaldri yfir vorar harðsviruðu
sálir. Að hætta við svo búið, er synd gagnvart þeim
sjálfum og þeim, er þennan bæ byggja. Þó syndga
bæjarbúar enn meira, ef þeir meta að engu við-
leitni þeirra sem miklu orka í sambandi við þessa
fögru list.
Útsvör á Akranesi lækka sem
næst um 350 þús. kr. í ár.
Álögð útsvör verða nú 1.9 milljón krónur í stað,
um 214 milljón kr. í fyrra.
Þvi miður er það enginn leikur orðinn fyrir
bæinn, að sníða sér stakk eftir vexti, þar sem stór
hluti útgjaldauna er bundinn með löggjöf frá
Alþingi.
Skulu hér nefndir nokkrir liðir, sem eru óhreyf-
anlegir:
1. Framfærslumál .............. kr. 140.000.00
2. Lýðhjálp og tryggingar ....... — 360.000.00
3. Menntamál .................... — 223.000.00
4. Löggæzlumál ................ — 101.000.00
Þá koma nokkrir liðir, sem meira og minna eru
lögboðnir eða ekki hægt að komast hjá i vaxandi
þéttbýli, svo sem:
Þrifnaðar- og öryggismál ............ kr. 240.000.00
Heilbrigðis- og skipulagsmál .... — 2g.000.00
Svo er sá liðurinn sem öll afkoma bæjarins,
velferð og vonir bj-ggist á, sem er:
Framlag til hafnarbóta ............ kr. 300.000.00
og þarf sjálfsagt að vera það um mörg ár enn, ef
vel á að vera.
Eins og þessir fáu liðir bera með sér eru árleg
útgjöld bæjarins þannig komin í um 1.4 milljón,
i svo að segja óhagganlegum skorðum frá ári til
árs.
Fyrsti innfæddi kvenstúdent
á Akranesi.
Ungfrú Sigriður Árnadóttir, á Vesturgötu 61,
varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri á
þessu vori. Hiin var i máladeild og hlaut aðal-
einkunina I. 6,93 stig. Hún var hin 6. í röðinni
af 37, sem próf tóku við þá deild skólans.
Ungfrú Halldóra Briem er hins vegar fyrsta
stúlkan frá Akranesi, sem tekið hefur stúdents-
próf. Hún lærði siðan arkitektúr, er gift kona í
Sviþjóð, en er nú stödd hér á landi með 4 börn
sín. Um leið og blaðið óskar Sigriði Árnadóttur
til hamingju með þetta ágæta próf, bíður það frú
Halldóru velkomna heim, og óskar þeim báðum
og aðstandendendum þeirra allra heilla.
Á Grænlands-miðum.
Leiðangrar hafa nú verið gerðir út til fiskveiða
við Grænland i sumar á stærri og smærri skipum.
Af Akranesi fóru aðeins tveir tryllubátar áhang-
andi Súðinni. Á öðrum bátnum voru eigendurnir
Halldór Sigui-ðsson frá Sigurstöðum og Guðjón
Friðbjarnason frá Skarðsbúð, og með þeim Sveinn
Guðbjarnason og lsak Eilifsson. Á hinum bátnum
var Kristinn Gislason i Geirmundarbæ, eigandi
bátsins og með.honum Ársæll Eilifsson héðan, og
Guðmundur Karlsson úr Reykjavik.
Vonandi farnast þeim vel í þessum leiðangri,
en sagt er, að þeir sem á undan fóru vestur, hafi
þegar orðið varir við mikinn fisk.
Háskóli íslands.
Það eru meira en 100 ár siðan Jón Sigurðsson
flutti á Alþingi tillögu um þjóðskóla, „er veitti
svo mikla mennlun sérhverri stétt, sem nægir
þörfum þjóðarinnar." 1 þessu sem öðru voru orð
hans og tillögur gjörhugsaðar, þá eins og fyrr
og síðar i samræmi við þarfir þjóðarinnar og
það sem koma skyldi. Framkvæmd þessarar til-
lögu dróst þó æði lengi, þvi Háskóli fslands var
ekki stofnaður fyrr en á aldarafmæli forsetans,
< - "in' 1911. Þess er því skammt að biða að
„þjóðskóli" Jóns Sigurðssonar verði 40 ára gamall.
Ýmsir hafa haldið, að svo lítil þjóð sem íslend-
ingar eru, gæti hvorki fjárhagslega né menntunar-
lega haldið uppi háskóla með viðunanlegum á-
rangri. 1 norrænum fræðum ætti enginn háskóli
að þurfa að taka Háskóla Islands fram. Ef svo
er ekki, auglýsir hann fyrst vanmátt sinn. Um
önnur fræði, ætti fremur að orka tvímælis, eða
mega deila, þótt eigi sé ástæða enn til að vera
hnugginn út af þeirri hættu. Vér stofnum eigi
heldur eða rekum háskóla til að fyrirbyggja að
islenzkir námsmenn sæki einhverja háskólamennt-
un til annara landa eða viðbótarþekkingu við það,
sem þeir hafa öðlast hér heima. Það er — í hófi
— sjálfsögð nuuðsyn, sem ekki má niður falla.
Hitt er svo annað, — og sem vakað verður yfir, —-
að þessi æðsta menntastofnun fámennrar, fá-
tækrar þjóðar, beri hátt, hreint og djarflega merki
menntunar og manndyggða, þvi án hinna dýru
ávaxta vizkunnar, er menntumn næsta litils virði.
Forsiðumynd af háskólanum gerði Sigurður
Guðmundsson ljósmyndari, en myndin af safnhús-
inu er tekin úr Minningarriti Landsbókasafnsins.
Fljótlega mun nokkuð nánar vikið að Landsbóka-
safninu hér i blaðinu.
A K R A N E S
69