Akranes - 01.10.1951, Qupperneq 8
dómurinn, vizkan, krafturinn, heiðurinn,
dýrðin og lofgjörðin.“ 1 kristinni táknfræði
er ýmist fylgt upptalningu Jesaja eða
Opinberunarbókarinnar, en upphafsstafir
heitanna á latínu, sem dregnir eru í hverj-
um stjörnuarmi segja til um, hvað átt sé
við.
Þá er einnig til tíu arma stjarna, tákn
hinna tíu postula, sem ekki sviku frels-
arann eða afneituðu honum, — og tólf
arma stjaman, tákn hinna tólf postula.
Páll postuli segir, að stjama beri af
stjörnu í ljóma. Svo er einnig um stjöm-
urnar sem kristin tákn. Þær bera hver
af annarri með því að tákna undursam-
lega leyndardóma og helga hluti og at-
burði, og hvert stjörnutáknið felur í sér
sinn sérstæða leyndardóm.
Þrenningartáknin.
I fornkirkjunni var ekki svo mikið um
tákn heilagrar þrenningar, sem maður
gæti látið sér detta í hug, svo mikið atriði
sem þrenningarlærdómurinn hefur orðið
í kirkjunni siðar. Kristur hafði sjálfur
rætt um hinar þrjár persónur, föðurinn,
soninn og heilagan anda, en heitið „þrenn-
ing“ (trinitas) um hinar þrjár persónur
er fyrst notað af Tertullian i byrjun þriðju
aldar.
Eitt af elztu táknum heilagrar þrenn-
ingar í kristninni er að finna í klefa þeim
í katokompunum, sem kenndur er við
heilaga Priskillu. Þetta tákn, sem siðan
hefur verið notað allt til þessa dags, er
„jafnhliða þríhyrningurinn.“ Eitt hom
hans er látið snúa upp. Eins og heitið
„jafnhliða" ber með sér eru allar hliðamar
þrjár jafnlangar, og öll homin em þá
einnig jöfn. En hinar þrjár hliðar og eins
hin þrjú hom mynda eina heild. Hver
hlið eða hvert hom táknar eina persónu
guðdómsins, en heildin er þó óskipt og
ein, guðdómurinn sjálfur. Síðar varð það
venja að tengja hring-formið og þríhym-
inginn saman á einhvem hátt. Hringur-
inn er tákn eilífðarinnar. Ástæðan til
þess, að hringurinn er tákn eilífðarinnar,
er vafalaust sú, að hann er án upphafs
og enda eins og eilífðin. — Að tengja
hringinn og þríhyminghm saman var
gert til þess að tákna að þrenningin væri
eilíf.
Smárinn er einnig tákn þrenningarinn-
Sú saga er sögð, að heilagur Patrekur,
vemdardýrlingur Iranna hafi eitt sinn
notað smárann sem tákn heilagrar þrenn-
ingar. — Heiðingjamir kröfðust þess í
reiði, að hann sannaði fyrir þeim, hvemig
það gæti átt sér stað, að faðir, sonur og
heilagur andi, þessar þrjár persónur, gætu
verið eitt. I fyrstu varð trúboðanum erfitt
um svar. En þá kom hann auga á smára,
sem óx þar skammt frá. Hann tók upp
einn smárann og hað mótstöðumenn sína
að segja sér, hvort hann héldi á einu
blaði eða þremur. Ef blaðið væri eitt,
bað hann þá að skýra hversvegna blöðk-
urnar væm þá þrjár og jafnstórar. Ef blöð-
in væru þrjú, skyldu þeir skýra, hvernig
á því stæði, að þau mynduðu eina heild.
— Andstæðingar hans urðu að viðurkenna,
að það gætu þeir ekki skýrt. „Ef þið skiljið
ékki svo eifaldan hlut sem smárinn er,
hvemig getið þið þá búist við að skilja
leyndardóm helagrar þrenningar? spurði
Patrekur.
Tákn föðursins, fyrstu persón-
unnar í heilagri þrenningu.
Fyrir þúsund árum hafði engin tilraun
verið gerð til þess að mála eða meitla
mynd föðursins, fyrstu persónurnar í heil-
agri þrenningu. Hinir fyrstu kristnu menn
trúðu því, að orðin í II. Mós. 33.20: Þú
getur eigi séð auglit mitt, því að enginn
maður fær séð mig og lífi haldið; — og
einnig orðin í Jóh. 1.18: Enginn hefur
nókkru sinni séð Guð, — ættu jafnt við
um myndir af Guði — sem um vem hans
sjálfs.
Fyrir átta eða níu öldum var hið al-
menna tákn föðurins hönd, sem rétt var
fram úr skinandi og björtu skýi. Táknið
var nefnt „manus dei“, eða guðs-höndin.
Stundum var hendin útrétt og stóðu geisl-
ar af hverjum fingri. Hugmyndin um
hönd Guðs átti við óteljandi ritningarstaði
að styðjast, svo sem t. d. sálm. 98.1: Hægri
hönd hans hjálpaði honum og hans heil-
agi armleggur. — Til eru mismunandi
form af tákni þessu. Tvö eru algengust,
hið latneska og hið gríska.
I latneska tákninu em þumalfingur,
vísi'fingur og langatöng útrétt, en baug-
fingur og litli fingur krepptir. Útréttu
fingumir þrír skyldu benda til þrenning-
arinnar, en hinir tveir krepptu, til tvenns
konar eðlis sonarins, guðlegs og mannlegs.
— Venja var einnig að höndin væri um-
lukt af geislabaug og í honum þrír geislar.
Geislabaugur táknar heilagleik, og geisl-
arnir þrír guðdóminn. — Hönd með þrem
útréttum fingmm, þumalfingri, vísifingri
og löngutöng er einnig algengt tákn bless-
unar og þannig héldu prestar áður hend-
inni er þeir blessuðu yfir söfnuðinn.
Gríska táknið manus dei, er talsvert
frábrugðið. Vísifingurinn er útréttur. —
Hann skal tákna bókstafinn jóta á grísku,
sem er hinn sami og J. Langatöng er
kreppt, þannig að hún myndar c. Þumal-
fingur er lagður yfir baugfingur þannig,
að bókstafur sá myndast, sem á grísku
heitir khi (k) en lýtur út sem x. En litli
fingur er krepptur svo hann myndar c.
JC stafir vísifingurs og löngutangar em
í fomgrísku tákn fyrir nafnið Jesús, en
XC, tákn heitisins Kristus. — Gríska tákn-
ið manus dei var tákn blessunarinnar svo
sem latneska táknið gat einnig verið, og
var hugmyndin, sem að baki lá, sú, að
Guð hefði blessað heiminn með þvi að
gefa honum son sinn, Jesú Krist.
Tákn guðssonarins, Jesú Krists.
Tákn frelsarans eru mjög mörg. Mörg
þeirra eru runnin frá „katakompunum11
svonefndu. Það eru jarðgöng, sem fundist
hafa í nánd við Róm, Neapel, Mílanó,
Syrakúsu og Alexandríu. Jarðgöng þessi
voru grjótnámur, en urðu síðar grafhvelf-
ingar og leifum framliðinna var komið
þar fyrir í smáklefum, en þessum klefum
var síðan lokað með steinplötum, og á
þeim er að fínna elztu minjar kristinnar
myndlistar. Sumir eru grafklefar þessir
frá því um 72 e. Kr., en þá eru söfnuðir
Páls postula enn starfandi, en hinir síð-
ustu frá því 410. Mörg þekktustu kristnu
táknin eru til okkar komin frá katakomp-
unum, og eru þau ýmist hoggin í stein eða
máluð á hann.
Eitt af algengustu táknunum og fyrir
margra hluta sakir hið sérkennilegasta er
pelikaninn, sem fómar sjálfum sér. Hann
er tákn friðþægingarinnar og eitt af vin-
sælustu Krists-táknunum til forna. Fugl-
inn opnar brjóst sitt með beittu nefi og
fæðir unga sína á blóði sjálfs sin. Ýmsar
skýringar eru til viðvíkjandi þessu tákni
og hver sé ástæðan til þess, að það hafi
orðið Krists tákn. Ein er á þá leið, að
þegar hungur sverfi að pelikanfuglunum,
fórni kvenfuglinn sjálfum sér ungum sín-
um til lífs. Svo hafi og Kristur dáið til
þess, að vér mættum lifa. önnur skýring
er þessi: Óvinur pelikananna er höggorm-
urinn. Hann hefur bitið ungana og orðið
bani þeirra. Móðirin harmar dauða þeirra,
og í ofurharmi sínum særir hún sjálfa sig,
en blóð hennar rennur yfir ungana og
vekur þá til lífsins aftur. Þannig svarar
þetta tákn til friðþægingarinnar, lausnar-
innar frá dauða og djöfli, eins og hún
hefur einnig verið nefnd og skýrir orð
postulans, „að vér erum eigi leystir með
íforgengilegum hlutum, silfri né gulli, frá
fánýtrí hegðun, heldur með dýrmætu blóði
Krists.“
Bjargið, (kletturinn) er einnig Krists
tákn. Það byggist á orðunum í I. Kor. 10.4:
Því að þeir drukku af hinum andlega
kletti, sem fylgdi þeim, en kletturinn var
Kristur. — Tákn þetta er með ýmsu móti.
Stundum er það stórt bjarg, sem stendur
eitt sér, og skal þá benda til hugmyndar-
innar i sálmi 18.2: Drottinn, bjarg mitt
og vígi, athvarf mitt. — Venjan er þó sú,
að ofan á bjarginu stendur krosstákn. —
Kristur og kenning hans er mönnunum
andleg svalalind. Hornum má líkja við
klett þann er Móse sló vatn af í eyðimörk-
inni. Þá samlíkingu þekkjum vér frá Pass-
116
AKRANES