Akranes - 01.10.1951, Page 9

Akranes - 01.10.1951, Page 9
íusálmum Hallgríms Péturssonar, og skýr- ir hún hvað í tákninu á að felast: Guðs var máttleg mildin prúða Moises þá steininn sló út til allra Israels búða ágætt svalavatnið dró, hressti þyrsta, þjáða, lúða, þeim svo nýja krafta bjó. Og nú heimfærir hann þetta upp á Krist og friðþæginguna: Þá sjálfur Guð á sonarins hjarta sínum reiðisprota slær, um heimsins áttir alla parta út rann svalalindin skær; sálin við þann hrunninn bjarta blessun og nýja krafta fær. Oft stendur hús á bjarginu og á þá táknið að benda til niðurlags fjallræðunn- ar, þar sem Jesús kemur með líkinguna um húsin tvö, annað á bjarginu, hitt á sandinum. Táknið átti þá jafnframt að benda á, að kristnir menn skyldu byggja líf sitt á klettinum, Kristi, orðum hans og fyrirmynd. — örninn. örn með geislabaug um höfuð og þrjá geisla i baugnum, er tákn Jesú Krists. Gömul erfikenning heldur þvd fram, að örninn geti náð æsku sinni aftur, þegar hann er gamall orðinn. Er hann eldist og honum fer að förlast sýn, flýgur hann svo hátt upp í himininn sem hann má, segir sagan, og horfir í sólina. Þá lætur hann sig svífa hratt til jarðar, rennir sér þrisvar niður í uppsprettu af kristaltæru vatni. Er hann kemur upp úr í þriðja sinn, hefur hann fengið fulla sjón aftur og æsku sína hefur hann endurheimt. — Þannig reis Kristur upp til nýs og dýrlegs lífs, er hann hafði legið þrjá daga í gröfinni. Þannig losnar maðurinn undan valdi syndar og sektar, er hann lætur skírast til nafns heilagrar þrenningar. „Sjá hið fyrra er farið, og allt er orðið nýtt.“ önnur saga segir, að kvenörnin fljúgi með unga sína móti skinandi sól. Þeim af ungunum, sem ekki þola að horfa móti birtunni, fleygir hún til jarðar og þeir fórtímast. Hina tekur hún að sér, vemdar þá og gætir þeirra. E>essi saga bendir til þess, að arnartáknið eigi einnig að minna á þá kenningu, að þeim, sem ekki geta litið ásjónu guðssónarins ótta- laust við endurkomu hans, verði varpað í myrkrið, en hinir, sem fyrir trú sina og verk á jörðinni geti óhræddir mætt augna- ráði hans, sé veitt innganga til eilífa lifs- ins. Ljósastikan. Á hverju altari kristinnar kirkju er ljósastika, oftast fleiri en ein. Ljósið á ljósastikunni er tákn Drottins, hans, sem sagði: Ég er ljós heimsins, (Jóh. 8.12). — En Ijósastikurnar eru mjög mismunandi að lögun og armar þeirra mismunandi margir. En armafjöldi ljósastikunnar hef- ur sitt að segja í táknfræðinni, eins og nú mun frá greint. Séu armar ljósastikimnar tveir, er þeim ætlað að benda til tvenns konar eðlis guðssonarins, mannlegs eðlis annar, guðlegs eðlis hinn. En eins og arm- arnir tveir eru greinar á sama stofni, þannig er og guðssonurinn Kristur og mannssonurinn Kristur ekki tvær per- sónur — heldur ein. Þriggja arma ljósastikm- eru einnig al- gengar. Þær eru jafnframt tákn þrenn- ingarinnar. Hver armur táknar eina per- sónu, en heildin er ein, eins og guðdóm- urinn er einn. Fimm arma ljósastikan skal minna á- horfandann á hin fimm sár Krists á kross- inum. Þau er auðvitað sárin i höndum og fótum eftir naglaförin og hið fimmta siðu- sárið. Sex arma ljósastikan hefur tvenns konar táknræna merkingu. Annars vegar á hún að tákna sex daga sköpunarverksins eins og sex arma stjarnan áður, hins vegar, — og liggur sú táknræna merking nær, þar sem ljósið á ljósastikunni er Kriststákn, — þær sex stundir, er Kristur leið á kross- inum. Sjö arma ljósastikan er tákn kirkj- unnar sjálfrar. Talan sjö er ein helgasta talan í Gyðingdómi og síðar í kristni. Það gefur ofurlitla hugmynd um helgi þessarar tölu að ryfja upp nokkur atriði er sýna samband hennar við hina heilögu sögu trúarinnar: Sköpunarsagan gerist á sjö dögum, hváldardagurinn talinn með, sjö voru höfin, sakramentin, gjafir andans, orð Krists á krossinum; sjö voru iðrunar- sálmarnir, sjö voru stjörnur Pleiades, en það töldu fyrri tíðar menn vera himininn, sjö voru lampamir fyrir hásæti Guðs, sjö voru innsigli Hfsbókarinnar, dauðasynd- irnar, dyggðirnar, miskunnarverkin, lúðr- arnir, sem blásið var í, þegar múrar Jerico borgar hrundu, böð Naamans, er hann læknaðist af líkþránni, sjö voru öxin í draumi Faraós, og sjö voru kýrnar, o. s. frv. o. s. frv. Dæmin eru því sem næst óteljandi. — En í daglegu lifi okkar er talan sjö engu síður merkileg. Til þess að benda á eitthvað nærtækt mætti t. d. taka það, að frumtónarnir eru sjö, áttundin svonefndu, og eins frumHtirnir. En hvers vegna þessu er svo farið, fáum við auð- AÚtað ekki skýrt. — Sjö arma ljósastikan er sem fyrr segir tákn kirkjunnar fyrst og fremst, en jafnframt i kaþólskum sið tákn sakramentanna sjö, en þau er það mörg í kaþólsku kirkjunni eins og kunn- ugt er. Sé ljósastikan átta arma eins og stund- um á sér stað eru tveir yztu armamir ýmist hafðir stærri eða minni. — Hinir armarnir sex tákna þá hina sex daga sköpunarverksins, en hinir tveir kvöld- máltiðarefnin, brauðið og vínið og eru shkar ljósastikur einkum notaðar, þegar altarissakramenti er haft um hönd. Fiðrildið. Það kemur e. t. v. í fljótu bragði undar- lega fyrir, að fiðrildi skuli vera tákn upp- risunnar og þess, að maðurinn öðlist eilíft Mf fyrir Jesúm Krist. Ef vér íhugum þetta tákn nánar og merkingu þess, mumnn við fljótlega skilja, hvers vegna það hefur alla táð notið shkra vinsælda og er allt fram til þessa dags svo afgengt i kristinni myndlist. Saga fiðrildisins er svo sem kunnugt er úr náttúrufræðinni í þrem þáttinn, og svo hefur kristin trú einnig litið á, að líf mannsins væri. Fiðrildið byrjar lif sitt á jörðunni sem maðkur, er blindur og lítt sjálfbjarga, þræðir ókunna slóð og kann sér vart forráð. — Svo ósjálf- bjarga er og maðurinn andspænis hrika- öflum náttúrunnar og ráðgátum lífsins. Hann veit ekki hvaðan hann kom eða hvert för hans eiginlega er heitið. — Næsti þáttur í Mfi fiðrildisins er það, að maðk- urinn gerir utan um sig hjúp, leggst í dá og sýnist með öllu lífvana. Svo lýkur og Hfi mannsins á jörðu hér, að hann er graf- inn og ekkert lif sýnist búa með honum. — En þriðji þátturinn í lífi J'iðrildisins er sá, að einn vordag sprengir það grafhjúp- inn og flýgur óhindrað út í geyminn móti ljósi og fegurð. — Svo fer og fyrir mann- inum; hann ris upp til nýs og bjartara lifs af gröf sinni og Jesús Kristur opnar honum dýrðarheima himinsins. Mörg fögur tákn eru til, sem snerta upprisuna en fá fegurri en þetta. Einar M. Jónsson, sjúkhngur, sem átt hefur við mikla vanheilsu að stniða árum saman, en var byrjaður á guðfræðinámi sem ung- ur maður, hefur ort ljóð, sem hann nefnir: tJr bók náttúrunnar. Þar dregur hann fram þessa Mkingu um fiðrildið og mann- inn. Og er full ástæða til. að benda á það kvæði og boðskap þess. Oft leynist undur- samlegur vísdómur að baki þvi einfald- asta og óbrotnasta í lífinu, því, sem menn horfa fram hjá vegna þess hversu sjálf- sagt og algengt mönnunum finnst það. Náttúran sjálf á sina eigin dásamlegu táknfræði. Kvæðið: Or bók náttúrunnar er á þessa leið: I faðmi sér náttúran felur hið fjölbreytta, margþætta líf, en veröldin bjarta það vekur og veitir því örugga hlíf. Þar hók er oss bömunum opin mn blómskrýddar hæðir og tún. Á lítilli þúfu er letur, þar lesa má skaparans rún. Og litfagrar myndir vér lítum, er lesum vér hókina þá, af fossum og dhnmbláum fjöllum, og fróðleik hver blaðsíða á. AKRANES 117

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.