Akranes - 01.10.1951, Side 10
HVÍ ER HLJÓTT UM SLIKA MENN?
Enn um skáldið (framhald).
Það eru nægar sannanir fyrir því, að
séra Stefáni Thorarensen hafi verið margt
til lista lagt. Gáfaður maður og menrit-
aður, afburðasöngmaður og ágætt skáld,
athafnasamur bóndi og framfaramaður
hinn mesti. Þótt allt þetta léki í höndum
hans og léti honum vel, bendir ýmislegt
til, að prestskapurinn og kristinsdóms-
málin hafi þó staðið hjarta hans næst.
Á þetta ’bendir m. a., að hann yrkir svo
að segja ekkert annað en sálma, annað
hvort frumsamda eða þýdda. Það litla sem
til er eftir hann af öðrum kveðskap, sýnir
þó ótvírætt form og fegurðarsmekk i bezta
lagi, og bendir óumdeilanlega til þess að
hann hefði getað ort ýmislegt fleira og
auðgað þannig bókmenntir vorar, t. d. að
ýmsum ágætum perlum úr erlendum
skáldverkum, ef hann hefði lagt þar hönd
að.
I bundnu ináli liggur svo að segja ekk-
ert eftir séra Stefán, nema hið ágæta kvæði
„Eg man þá tíð“, er hann þýddi svo fram-
úrskarandi vel. Einnig þýddi hann kvæði
úr Pétri makalausa eftir Möller.
Þá hefur séra Stefán verið mjög vel
heima í erlendum sálmakveðskap, fornum
og nýjum, eins og sjá má af bréfi til Grims
Thomsen, sem hér verður prentað i fyrsta
sinn. Einnig hefur hann ort nokkrar gam-
anvósur um soldán og páfa, og um Þorleif
Repp. Verður allt þetta prentað hér, þar
sem það er svo lítið að vöxtunum, og sumt
af því aldrei prentað áður, og annað orðið
í fárra höndum. En allt ber þetta ljóst
vitni um hæfileika séra Stefáns á þessu
sviði.
Hér kemur fyrst kvæði Runebergs:
1. Eg man þá tíð, í minni’ hún æ mér er.
Þá ársól lífsins brann mér heitt á vanga.
Og vorblóm ungu vakti’ í brjósti mér,
sem velkja náði’ ei hretið enn hið stranga.
Á moldinni maðkurinn skriður
og mjakar sér blindur um fold,
en þvi næst hann grafhjúp sér gjörir
og gröf niðri í þögulli mold.
En vordag einn sólin hann vekur,
þá veit hann að lokum sinn mátt.
Sem fiðrildi vængjað hann flýgur
með fögnuði í vorloftið blátt.
Og fiðrildið blævængjum blakar
þá blómkrónur angandi við.
Nú skynjar það foldina friðu,
en forðum hið lokaða svið.
Og máske vér lesum þar liking,
af lifinu mynd sé oss gjörð,
í sögunni um fiðrildið fagra,
sem forðum var maðkur á jörð.
2. 1 sakleysinu sæll ég lifði þá.
Líkt svásri morgungolu’ í dalnum lágum.
Og hrein var gleðin, ljós sem himins há,
og harmar léttir, eins og dögg á stráum.
3. Mér virtist gleðin vera á hverjum stað,
og veröld hlæja, borin engla mundum:
1 blænum milda, í bunulæk, er kvað,
ég bamrödd þekkti og leiki saman bundum.
4. En brátt þú, vorið fagra, flýðir þraut
og framar aldrei vermir hjartans inni.
Á hverju vori í lundi lifnar skraut,
en lífsins blóm, — ei nema einu sinni.
5. Og blómin fölna, enginn tjáir töf; —
þótt tárin döggvi synjar rót um gróður.
Og bliknuð skygnast blöð, sem eftir gröf
og beygist stöngull köldu að skauti móður.
6. Æ, þessar stundir hverfa harla skjótt,
í heimi jafnan seldar von og iðju.
En þar sem leiðin fari er svo fljótt,
Hví fölnar gleðin þá á skeiði miðju?
7. Eg stari þig, mín liðna æfin, á,
sem ástkært land af hafi ég sé að kveðja.
Æ, nautn og gleði skín á bamsins brá,
en bamið vex, og prófin hörð að steðja.
8. Þótt vonaraugum ljómi landasýn
og laun, er bíði mín, á sigurdegi:
Við bæinn litla’ og blómarjóðrin min,
Þars bam er lifði, jafnast neitt fær eigi.
9. Þó skal ei kvartað, — aftur aldrei snýr
Sú unaðs-tíð, sem fram er liðin hjá mér.
En, bemskudaga minna minning dýr,
á meðan lifi ég,’ vik þó aldrei frá mér.
10. Mér enn þá leið hef lokið þegar við,
kann liknarhönd að verða þreyttum boðin.
Og vera má, að bamsins foma frið
mér flytji’ og drauma vorsins haust-kvöld-
roðinn.
n.Þá mun ég bjúgur stafinn studdur á,
um staði skygnast, þar sem hvílir öldin,
og vappa broshýr barmi grafar hjá,
sem bam hjá vöggu minni fyrr á kvöldin.
Gamanvísur.
(Lbs. 4252—66. Kvœðasafn í 15 bindum,
m. h. Halldórs Jónssonar í Miðdalsgröf).
Að vera páfi er vænt í Róm
hans verður buddan aldrei tóm,
hann vínin beztu velur sér:
Vera páfi kýs ég mér.
Nei, hvemig læt ég, hann er grey,
því hann fær aldrei koss hjá mey,
í bælinu einn hann ekur sér;
ekki hentar páfinn mér.
En soldán gamli sælli er þá,
hann svanna grúa fríðan á,
og kippir þeim i sæng hjá sér,
æ, soldán vera kýr ég mér.
Nei, nei, hann er þó skorpið skinn,
því skeyti hann hót um kóraninn,
hann aldrei vintár sýnir sér,
soddan ekki geðjast mér.
Ef láni beggja lenti ég í,
ég læt það vera og sleppi því,
að hálfum páfa held ég mér
og hálfan soldán í ég fer.
Því smell nú kossi mær á mig
svo munnur soldáns finni þig;
og hellið bræður ótæpt á
svo í mér kunnið pófann sjá.
Reppsvísur.
(Lbs. 3489 — 1109 8vo).
Þér sem um heiminn eins og elding j)jótið
í álfadansi svifið yfir grjótið
og steitið ei við steini’ hinn stælta héra fót,
á Isafold hinn eini, sem ekkert stenzt á mót.
Herra Repp, Hellisheiði langa,
herra Repp gimist nú að ganga.
Góði Repp.
Því flý ég nú i neyð á yðar bænir,
ég nota mér, hvað tryggur j)ér og vænir
mér reyndust æ í raunum, er rikast mér við lá.
Eg geng sem á glóð eða baunum, að geti ég
fengið sjá
yður Repp, ó að ég mætti líta
yður Repp, óður en fjallið livita
farið Repp.
Eg vildi yður óskum beztu kveðja,
og að ég mætti lika nokkuð gleðja
á morgun mjög ég j)rói að mættu talast við,
þér fjörmaðurinn frái, æ, fljúgið nú, ég bið.
Herra Repp, hratt sem örskot þjótið,
herra Repp, bænum mínum móti.
Mikli Repp.
Neðan við vísurnar stendur þetta:
Þessar Reppsvísur eru eftir séra Stefán
Thorarensen á Kálfatjörn. Til eru margar
fleiri, bæði eftir Matthías Jochumsson,
Valdimar prest Rriem o. fl.
Nokkur bréf.
1 Landsbókasafninu eru örfá bréf frá
séra Stefáni. Tvö þeirra eru til Gríms
Thomsen, annað þeirra um bækur og
skáldskap, en hitt, sem þingmanns þeirra
Suðxn-nesjamanna. Fyrra bréfið verður
birt hér í heild, en aðeins útdráttur úr
hinu. Enn eitt bréf er þar til frá lionum
til Rrynjólfs á Minna-Núpi, og verður það
líka birt í heild. Einnig er þar stutt bréf
frá honum til Fr. C. Dahl próf. í Kaup-
mannahöfn, um ýmislegt i sambandi við
músik.
Kálfatjörn, 15. apríl 1872.
Háttvirti herra Dr.
Ég má fyrirverða mig fyrir pennaletina,
og það svo, að ég hélt að ég kæmi mér
ekki til að skrifa yður framar, ef ég sæi
ekki að þá fyrst hefðuð þér fulla ástæðu
til að halda mig vera hið vanþakklátasta
„kikvendi“ sem gengi á tveim fótum.
118
A K R A N E S