Akranes - 01.10.1951, Side 15
þar las hann feiknin öll af bókum. Eftir
tveggja ára fangelsisvist fékk hann botn-
langabólgu, og þótt hann vildi yfirleitt
hvorki heyra né sjá evrópiska lækna lét
hann þó til leiðast að leyfa liflækni vara-
konungsins að skera sig. Þessa breytni
skýrði hann þannig, að ef hann hefði ekki
látið að vilja læknanna hefði hann ef til
vill andast í fangelsinu, Indverjar kennt
Englendingum um dauða hans og það
hefði vel getað leitt til ófriðar. Skömmu
seinna var hann náðaður.
Fösturnar.
Meðan Gandhi bjó á Tolstoybænum í
Suður-Afríku hafði einn nemendanna
brotið alvarlega af sér, en óklei'ft reyndist
að hafa upp á sökudólgnum. Gandhi fann
þá upp á því að svelta sjálfan sig, þangað
til syndaselurinn kom og játaði brot sitt.
Síðar svelti Gandhi oft og mörgum sinn-
um bæði til þess að hreinsa sjálfan sig og
bæta fyrir sínar eigin misgerðir, en þó
einkum til þess að bæta fyrir afbrot ann-
arra. Árið 1924 brauzt gamla hatrið milli
Múhameðstrúarmanna og Hindúa út i
ljósum loga og margir voru drepnir. Til
þess að binda enda á þessi vandræði svelti
Gandhi sig í 21 dag, neytti aðeins vatns
og samt var sálarstyrkur hans svo mikill
að hann gat spunnið i tvær klukkustundir
á hverjum degi. Gagnið sem sveltingin
gerir skýrir Gandhi þannig, að þar eð
guð er einn andi, sem er í öllu og af anda
hans er hver mannssál einn agnarlitill
hluti, hlýtur sú þjáning, sem ég legg á
mig annars vegna af angri og kærleika,
að hafa áhrif á þær sálir, því allar sálir
búa í heimssálinni.
Pariar.
Þeir aumustu og fátækustu á Indlandi
voru pariar, sem ekki voru í neinni stétt,
þeir voru litilsvirtir af öllum. I Indlandi
voru þá 60 milljónir paria. Þeir máttu
ekki koma inn í musterin, ekki ganga i
skóla, ekki verða verzlunarmenn, þeir
máttu ekki einu sinni sækja vatn í brunna,
sem stéttirnar notuðu. Gandhi hafði mikla
samúð með þessum vesalingum, hann
sagði að þetta ástand væri skömm og
bölvun Indlands og hann gerði allt, sem
í hans valdi stóð til þess að tryggja þeim
mannréttindi. Sjálfur 1ók hann litla stúlku
af pariaættum í fóstur. Nú er þessi hat
ramma stéttaskipting afnumin og pariar
njóta sömu réttinda og annað fólk, og í
nýju ríkisstjórninni eru nokkrir ráðherrar
pariar.
Konan.
Indverska konan hafði verið undirokuð
og fyrirlitin. Stúlkur voru oft giftar þegar
Helgi S. Jónsson:
Jólaprédikun, sem ekki var flutt
I dag er jólunum sungið lof og dýrð um
gjörvalla veröld. Frá austri til vesturs
hljómar lofsöngur jólanna — undir lauf-
krónum pálmatrjánna, við jökla norðurs-
ins, á öldum úthafsins, þar eru haldin
jól ——
Ef hugur fylgir máli, þá er hugsunin
ein — dýrð sé honum, sem skóp vort alda
og áratal.
Engin saga er fegurri og friðsælli en
fyrsta jólasagan — saga um sveininn
umkomulausa, sem fæðist á ferðalagi,
fjærri sinni heimabyggð. Sveinninn er
vafinn reifum og lagður i jötu, svo orð
spádómsins mættu rætast, að Betlehem
væri ekki minnst meðal höfðingja Júda.
því þaðan mundi sá koma, er vera skyldi
hirðir Israel. —
Þá nótt voru fjárhirðar úti að gæta
hjarða sinna. Þeir voru mátulega fábrotnir
og djrggir i starfi sínu til að meðtaka hinn
stærsta boðskap, til að vera vitni og boð-
berar þess, er koma átti. Kringum þá Ijóm-
þær voru tólf ára gamlar einatt gömlum
mönnum. Þegar maðurinn dó máttu þær
ekki giftast aftur en urðu að lifa i fátækt
og neyð, stundum gerðust þær vændis-
konur til þess að geta dregið fram lífið.
Síðan Indland varð sjálfstætt njóta kon-
urnar sömu réttinda og kynsystur þeirra
í Evrópu. I rikisstjórninni eiga konur sæti
og sendiherrann í Moskvu er kona, systir
Pandit Nehru. Réttindi konunnar er annað
dæmi um mannréttindabaráttu Gandhi.
Trú og lífsskoðun.
Okkur undrar, að maður, sem öllum
öðrum fremur hefur lifað eftir og barist
fyrir kenningum Jesú skuli ekki hafa
viljað kalla sig kristinn. Hann hafði lært
meira af kristindómnum en hann kærði
sig um að viðurkenna og beztu vinir hans
voru kristnir trúboðar.
Um skoðanir sínar á trú sagði Gandhi:
„Einhver leyndardómsfullur máttur er til
sem streymir gegnum allt og ber allt uppi,
þennan mátt getum við ekki skýrt, hann
er meiri en skilningur okkar ræður við.
Allt í kringum mig sé ég að allt breytist
og deyr, en mig grunar, að bak við allar
breytingarnar, fæðingu, vöxt og dauða,
búi Mfskraftur, sem er óumbreytanlegur.
Þennan lifgjafakraft kalla ég guð. Er hann
góður eða illur, eða hvorugt? Ég segi að
hann sé góður, því mitt í dauðanum birtist
lífið, mitt í lyginni sannleikurinn, mitt i
myrkrinu ljósið. Af þessu dreg ég að guð
sé lífið, sannleikurinn og ljósið. Hann er
aði dýrð og englar frá himnum sungu
þeim boðskap jólanna: „Yður er í dag
frelsari fæddur. — Yður öllum, sem vakið
við skyldustörf yðar,“ — ekki einungis
þeim, sem vaka yfir sauðum og fiski, —
heldur þeim, sem vaka yfir kærleika og
mannúð — jafnframt störfunum við dag
legt brauð.
Hirðarnir ifóru rakleitt til Betlehem og
fundu barnið, vafið reifum og liggjandi í
jötu---------
Þetta er undur fögur og fábrotin saga
um fátækan svein, sem átti engin jarð-
nesk gæði, en þó var koma hans boðuð
með teiknum á himni og jörð og sögð fyrir
i spádómum sjáendanna, og blessuð af
öllum ókomnum öldum. Það hriktir í sögu-
spjöldunum við komu þessa drengs. Eng-
inn hefur valdið meira umróti, enginn
hefur valdið meiri kvöl, enginn meiri and-
legri fullnægingu og friði en þessi um
komulausi sveinn, sem fæddist í fjárhús-
inu fyrir 1950 árum.
kærleikur, en til þess að sálin geti komist
í samband við guð verður hún að hreinsast
og losna við alla eigingirni. Takmark lífs-
ins er að sálin verði hreinsuð og frelsuð
svo hún að lokum sjái sannleikann og
sameinist guðdómnum eins og fljót, sem
rennur til sjávar og sameinast hafinu.
Þetta kalla heilögu bækurnar Nirvana.
Gandhi varð þeirrar gleði aðnjótandi,
að sjá það sem hann hafði barist fyrir alla
ævi heppnast. 15. ágúst 1947 lýsti enski
forsætisráðherrann Atlee þvi yfir að Ind-
land væri sjálfstætt riki. Þá gerðist það
dásamlega, sem var áður óþekkt í mann-
kynssögunni, tvær þjóðir sem höfðu hat-
ast i 200 ár skildu í bróðerni. það var í
anda Gandhi. Ári siðar var hann myrtur,
morðinginn var ofstækismaður, sem fannst
Gandhi vera orðinn of hægfara eftir því
sem árin liðu.
Þegar Gandhi dó var haldin minning-
arathöfn í Westminster Abbey. Við það
tækifæri var eftirfarandi bæn beðin: Við
þökkum þér guð fyrir Mahatma Gandhis
vitnisburð um sannleikann í fjallræðunni,
fyrir það sem hann lagði í sölumar fyrir
þá fátæku og útskúfuðu, fyrir hversu ó-
þreytandi hann var sem sáttasemjari, fyrir
vilja hans til að þjást, án þess að baka
öðrum þjáningar, fyrir viðbjóð hans á
valdi og fyrir að hann sannaði persónu-
lega læknandi mátt hins fómfúsa kær-
leika, fyrir að hann allt til dauðans var
sannleikanum trúr eins og sannleikurinn
kom honum fyrir sjónir.
AKRANES
123