Akranes - 01.10.1951, Page 21
mitt læri. Drógu svo poka með annarri
hendi, en tíndu i hann mola með liinni.
Ef eftir stórum mola var að slægjast, var
oft vaðið upp d mitti. Þegar svo var komið
mátti segja, að drengirnir væru votir frá
hvirfli til ylja. Hér var til mikils að vinna
og ekki af sér dregið.
Lífið í Reykjavík um þetta leyti.
Á Þessum árum var Reykjavík ekkert
annað en dálitið fiskiþorp. Bæjarmenn
voru yfirleitt mjög fátækir og úrræði fá.
Landvinnan var lítil og sjómennskan eina
athvarf uppvaxandi æskumanna. Þá var
það og enn til siðs að fara í kaupavinnu til
bænda í ýmsum sveitum landsins. Þar
fékk fólk gott búsílag, því að kaupið vat
venjulegast greitt með kindum, smjöri og
öðrum afurðum bóndans, sem ekki sdzt
við sjóinn kom að góðu haldi.
Allmargar verzlanir voru í bænum og
nokkrir iðnaðarmenn. Allvíða að var þá
leitað til Reykjavikur um viðskipti. Stærstu
verzlanirnar voru enn í eigu útlendinga
svo sem eftirfarandi nöfn benda til: Brydes
verzlun, Fischers-verzlun, Zimsens-verzl-
un, Knutzons-verzlun, Smiths-verzlun,
Thomsens-verzlun. Nú eru allar þessar
verzlanir, lendur þeirra og lóðir, orðnar
eign innlendra manna.
Frá Lækjarósi (Kalkofnsvegi) var sam-
felld malar- og sandfjara vestur fyrir
Grófina, en fyrir austan þetta svæði og
vestan var stórgrýtisurð og klappir í sjó
fram. 1 Grófinni var útróðra- og uppsáturs-
staður fyrir skip og báta þeirra sjómanna.
sem áttu heima í Grjótaþorpinu og þar í
grend.
Sjómenn og verkamenn lifðu þá mjög
fátæklegu og fábreyttu lífi. Nokkrir áttu
lítinn bæ og ofurlitla lóð í kringum hann,
var þessari lóð oft skipt í kálgarð og fiski-
reit. Þeir fengu lán hjá kaupmanninum
og lögðu inn fiskinn hjá honum, en þurrk-
uðu hann sjálfir með skylduliði sínu.
Miðbærinn (Kvosin) var þá varnarlaus
fyrir sjávargangi, bakkinn var svo lágur,
að ef stórstreymt var og hvasst með brimi,
flæddi sjórinn á land upp og bar þá á
land þara, þöngla og sjávarmöl, jafnvel
upp rmdir Austurvöll. Þegar langvarandi
rigningar gengu, kom fyrir, að Tjörnin
og lækurinn flóðu yfir alla bakka, svo að
illfært var milli austur- og vesttu-bæjar.
Af þessari tvöföldu flóðahættu varð oft
mikið tjón og erfiðleikar, því að kjallarar
fylltust oft meira og minna, og í stór
streymi féll raunverulega út og að í þeim.
Götur voru engar í bænum um þessar
mundir í þeirri mynd, sem nú er. Þegar
miklar rigningar gengu eða snjóbleyta
var, urðu menn að vaða forina og elginn,
ef fara þurfti milh húsa. Helztu vegabæt-
urnar voru þær, að þurfamenn voru látnh'
bera á handbörum möl og sand úr fjörunni
til þess að láta í verstu vilpurnar. Rennu-
steinar voru við nokkrar götur, og var
alls konar sorpi og rusli frá húsunum
hent í þá. Við og við voru svo uppgjafa-
karlar látnir moka óþverranum úr þeim
i hjólbörur og flytja hann niður í fjöruna.
Þessir menn voru kallaðir rennumokarar
og þótti óvirðulegur titill.
Til götulýsingar voru notuð steinolíu-
ljósker, sem fest voru á stólpa eða húshorn
hér og þar i bænum. Höfðu næturverðir
þann starfa á hendi að fylla á ljóskerin,
hreinsa lampa- og ljóskerjaglösin.
Brunnar eða vatnspóstar voru á ýmsum
stöðum í bænum, og höfðu bæði karlar og
konur atvinnu við að bera vatn i fötum
heim í húsin. Við vatnsbólin var því ofc
margt um manninn, hávaði og jafnvel
rifrildi. Margt aíf vatnsbercmum var harla
sérkennilegt fólk, bæði að búnaði, og i
ýmsum háttum, og flest liafði það eittlivert
auknefni, svo sem: Sæfinnur með sextán
skó, Gunna grallari, Kristján krummi,
Álfrún i Sundi, Gvendur vísir, Jón smali,
Jón boli ofl..
Nú var Ágúst farinn að vinna.
I>egar Ágúst var kominn á 10. ár, þóttist
hann stór og stæltur og hraustur, þrátt
fyrir lélegt fæði og klæði. Hann langaði
þvi til að vinna að einhverju leyti fyrir
mat sinum. Sumarið 1883 varð liann fyrst
vikadrengur á „Hótel Alexandra“ í Hafn-
arstræti (nú nr. 16). Veitingamaðurinn
var danskur og hét Jespersen. Þarna líkaði
honum vel að vera. Þegar hann kom á
morgnana, fékk hann kaffi og brauð og
stundum miðdegisverð, en annað var kaup-
ið ekki.
Næsta vor var hann um tíma hjá Schier-
beck landlækni, aðallega til þess að sækja
vatn til heimilisþarfa í Prentsmiðjupóst-
inn. Fyrir það fékk hann morgunmat.
Þetta sumar fékk hann oft vinnu við fisk-
breiðshi og ýmsa snúninga fyrir kaup-
menn. Ágúst fannst, að hann þyrfti að
vinna, til þess að bæta kjör þeirra og hús-
næði, komast áfram sem það var kallað.
ÖIl námsárin.
Á þessum árum var engin skólaskylda
í Reykjavík, og heldur ekki ókeypis skóla-
kennsla. Foreldrarnir rrrðu sjálf að sjá
um að börnin lærðu, ef þeim var það keppi-
kefli. Ágúst var komið fyrir að stafa og
notaði kennarinn Nýjatestamentið sem
kennslubók. Hann langaði mikið til að
lærá að lesa og stundaði námið því vel,
og var gamla konan ánægð með árangur
inn. Bókakostur var þá áf skornum
skammti, þó komst Ágúst yfir nokkuð af
sögu- og ljóðabókum og rímur.
Hann hafði einnig mikinn hug á að
læra að skrifa, og útvegaði mamma hans
honum fagurlega skrifað stafróf, en einnig
voru á því blaði spakmæli og mannanöfn.
Þessi undirbúningur kom Ágúst að góðu
haldi, er hann á 11. ári komst í barnaskól-
ann.Hann settist í fyrsta bekk, lærði lestur.
skrift, reikning, spurningakver og bibliu-
sögur, leikfimi og söng. Honum þótti gam-
an að vera í skólanum og var alltaf með
efstu börnunum við raðanir.
Ekki var Ágúst nema einn vetur i skól-
anum og lauk þvi menntabrautinni í Þess-
um fyrsta bekk. Því að þótt hann langaði
mjög mikið til að verða aðnjótandi frek-
ari menntunar, voru þau sund lokuð vegna
efnaleysis. Þótt skólagjaldið fyrir þennan
eina vetur væri ekki hátt, einar 20 kr.,
var það þeim alveg ofvaxið að greiða það.
Það greiddi hann næsta vor á þann hátt,
að bæjarfógetinn tók það af kaupi, sem
hann átti að greiða Ágúst fyrir vinnu við
að losa saltfisk úr frönsku fiskiskipi, sem
rak á land, en skipið og farmurinn var
selt af bæjarfógetanum sem strandgóss.
Vegna löngunar til lærdóms, reyndi
Ágúst á allar lundir að halda áfram sjálfs-
námi, og veitti móðir hans honum tilsögn
og leiðbeiningar. Ágúst varð í þessum efn-
um sem öðrum að treysta algerlega á sjálf-
an sig. Þetta jók viljafestu hans og þá skap-
gerð að komast áfram, og láta ekki meira
en góðu hófi gegndi í minni pokann fyrir
einum eða neinurn, sérstaklega, ef þeiv
létu skína i það, að þeir væru honum
meiri menn.
Á eyrinni.
Tólf ára gamall fór hann að ganga til
allra verka á eyrinni, en þá stunduðu
þessa vinnu ungir sem gamlir, piltar og
stúlkur. Vinnutiminn var 10 stundir og
oft lengri, og mat og kaffi varð að gleypa
í sig á sem stytztum tíma. Timakaup
drengja og stúlkna var 10-15 aurar eftir
aldri, örlitið hærra í salt- og kolavinnu.
Vinnulaunin voru greidd með vörum í
viðkomandi verzlun, en peningar fengust
ekki nema til kaupa á bráðnauðsynlegustu
lyfjum.
Það gefur auga leið, að oft var þetta
erfið vinna og of löng fyrir óharðnaða
unglinga,ten aldrei heyrði Ágúst vorkunn-
ai'orð i garð þeirra, þótt þeir væru að því
komnir að hníga niður örmagna af þreytu.
Þetta var ríkjandi hugsunarliáttur í þá
daga. Þá var enginn með heilabrot um
heilsuvernd eða neitt slíkt, sem að koma
í veg fyrir ofþjökun unglinga.
íþróttir og leikir.
Ekki var um iþróttir að ræða í líkingu
við það sem nú tíðkast. Eitthvað mun
leikfimi þó hafa verið kennd við skólana.
Þar á móti voru iðkaðir ýmsir leikir, og
gönguferðir drengja var mikið um.
A K R A N E S
129