Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 24
og eigenda Isafoldarprentsmiðju, vildu
þeir enga samninga gera fyrr en sá ágrein-
ingur hefði verið jafnaður. Eftir nokkurt
þref varð það að samkomulagi milli Sveins
Björnssonar Jónssonar, að umboðsmaður
frá danska prentaraíélaginu færi með
þeim til að kynna sér málavexti. Þessi
danski prentari hét Viggó Christensen
Hann varð síðar mjög þekktur maður á
stjórnmála- og fjármálasviði Danmerkur,
eftir að hafa breytt eftimafni sínu og
kallað sig Bramsnes. Hann varð þingmað-
ur fjármálaráðherra og loks aðalbanka-
stjóri þjóðbankans í tvp áratugi eða meir.
Það ýtti mjög á eftir Ágúst að taka
þessu tilboði um vinnu, að fá frítt far
heim fyrir fjölskylduna, og svo hitt, að
yfir vöfði herskyldan, sem ómögulegt var
að komast imdan. Ágúst segir hreinskiln-
islega, að það hafi því ekki verið heim-
þrá, heldur þetta, sem réð úrslitum i mál-
inu .
Samningarnir milli Prentarfélagsins og
Björns Jónssonar enduðu þann veg, fyrir
milligöngu V. Christensens, að þessir heim-
komnu prentarar hefðu heunild til að
vinna í Isafoldarprentsmiðju átölulaust,
jafnframt þvi sem þeir yrðu samþykktir
fullgildir félagar í Hinu íslenzka prentara
félagi. Tók þetta samningsþóf nokkra daga.
Heima á ný.
Ágúst langaði ekkert heim, og var nú
eiginlega ekkert viss um að hann kynni
vel við sig. Honum fannst allt vera sem
næst í sama farinu, að vísu hafði bærinn
eitthvað stækkað og fólkinu fjölgað. Hon-
rnn þótti bæjarlífið fábrotið, fólkið þung-
lamalegt í tali og framkomu. — Honum
fannst það vanta fjör og glaðværð. Félagar
og kunningjar voru dauðir, giftir eða
fluttir burt, og þótt tíminn væri ekki
nema 1 o ár, sem hann hafði verið i burtu,
fannst honum hann vera orðinn hálfgerð-
ur útlendingur. Honum hefur fundizt
hann vera orðinn hálfgerður heimsborg-
ari, hvað að ýmsu leyti má til sanns vegar
færa.
Á Hafnarárxmum mótaðist Ágúst mjög
af jafnaðarstefnunni, sem þá var mjög að
ryðja sér til rúms. ÞÓU hann kæmi heim,
breytti hann ekkert um skoðun, heldur
studdi þá hér heima, sem höfðu svipaðar
skoðanir og hugðare'fni í félags- og kaup-
gjaldsmálum. Gerðist hann því þegar á-
kVeðinn starfs- og stuðningsmaður þessara
mála, bæði í prentarafélaginu og verka
mannafélaginu Dagsbrún, sem stofnað
var árið eftir að Ágúst kom heim. Átti
hann meira að segja mikinn þátt í stofnun
þess og vann þar mikið langa tíð, enda
kosinn af þessum féiögum til margvís-
iegs starfs og trúnaðar.
Ágúst barðist á þessum vettvangi af
heilum hug, sem m. a. má marka af því,
132
að hann stofnsetti ásamt Pétri G. Guð-
mundssyni fyrsta málgagn verkamanna
hér á landi, Alþýðublaðið gamla, árið
1906. Þetta frumkvæði þeirra i blaðamál-
inu þótti þeim þó ekki mæta nægum
skilningi þeirra, sem unnið var fyrir, þvi
að vegna fjárskorts og skilningsleysis urðu
þeir að hætta við útgáfuna eftir ár eða svo.
Sitt hvað frá spönsku veikinni.
Árið 1918 var Ágúst Jósefsson skipaðui
heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík. Til þess
tíma var þetta embætti ekki til, enda
honum fengið i hendur sérstakt erindis-
bréf. Áður höfðu þó tveir menn haft á
hendi þetta starf að nokkru leyti, þeir
Júlíus Halldórsson, læknir, og Árni Ein-
arsson, kaupmaður.
Ágúst fékk því eldskírnina í þessu em-
bætti, að eiga á fyrsta starfsári sinu í
hinum nýja verkahring, að vera ráðs-
maður þeirra ráðstafana, sem gera þurfti
i hinum stóra bæ, er sú pest gekk yfir,
sem skæðust hefur verið um marga tugi
ára, eða jafnvel aldir.
Sóttin fór svo geist yfir, að á fyrstu
vikum nóvembermánaðar 1918 mátti
segja, að mikill meirihluti bæjarbúa væri
rúmfastir, eða þá, ef bezt var, sárlasið
fólk á róli innan dyra. Sárfáar hræður
sáust á ferli á götunum, flest gamalt fólk,
og sumt lasburða að sjá. Talið var, að um
10 þúsund manns hafi verið búið að taka
veikina um miðjan mánuðinn.
Þegar í upphafi var séð, að hér var um
ógurlegan vágest að ræða. Skipaði stjórn-
arráðið þvi þegar, hinn 9. nóv., nefnd
manna lil að annast og koma skipulagi á
þá hjálp, sem við yrði komið að veita.
Formaður nefndarinnar var skipaður Lár-
us H. Bjarnason hæstaréttardómari, en
hinir voru: Ólafur Lárusson próf., settur
borgarstjóri og Gísli Jsleifsson skrifstofu-
stjóri í stjórnarráðinu.
Allir spitalar voru sífellt fullir af sjúkl-
ingum. Einstaklingar og einstæðingar,
svo og skipshafnir af aðkornuskipum, voru
Frá sjúkrastofum
Barnaskólans. —
Kvennadeild.
illa settir. Einnig varð fjöldi heimila í
hinum mestu vandræðum vegna fólkseklu
og hjúkrunarskorts.
Nefndin skipti bænum í hverfi og skip-
aði hverfisstjóra tíl eftirlits. Skyldu þeir
fylgjast nákvæmlega með líðan fólks i
sinu hverfi og veita ósjálfbjarga fólki óum-
flýjanlega bráðabirgðahjálp eftir föngum.
Læknar bæjapins voru og beðnir að til-
kynna nefndinni, hvar brýnnar hjálpar
væri þörf. Það kom sér vel, að því er snerti
þetta starf Ágústs, að hann veiktist með
þeim fyrstu og var aðeins lítillega lasinn
i nokkra daga. Þegar Ágúst kom til starfs
á skrifstofu nefndarinnar hittíst einmitt
svo á, að þar komu eftirlitsmennirnir, hver
eftir annan og sögðu hinar hörmulegustu
féttir af ástandinu, bæði hvað snerti þján-
ingar fólks, skort á allri aðhlynningu og
og nauðsynjum. Hinu sama báru skýrslur
læknanna vitni.
Af öllu þessu var snemma ráðið að taka
Miðbæjarbamaskólann og gera hann að
sjúkrahúsi fyrir fólk, sem ekki komst að
á spitölum bæjarins og ekki gat fengið
nauðsynlegustu hjúkrun í heimahúsum.
Var Ágúst Jósefsson skipaður ráðsmaður
þessa nýja spítala allan tímann, sem hann
starfaði.
Nefndin hafði því nóg að gera á þess-
um hörmungatímum. Þeir sem á ferli voru
gengu milli vina og kunningja til aðstoðar,
og margir gáfu sig fram við nefndina ti'
hjálpar, þar sem þörfin væri mest. Var
þannig reynt að bæta úr neyð fólks eftir
beztu getu, með þvi að senda heimilunum
mjólk og matvæli, kol og olíu o. fl. Fyrst
i stað átti nefndin örougast með hjúkrun
vegna manneklu á heimilunum.
Meðan sóttin var í algleymingi var
ástandið beinlínis geigvænlegt. Fáir lækn-
ar uppistandandi, og nær allar brauða- og
mjólkursölubúðir lokaðar. Sjúkrahúsin
yfirfull, læknar og hjúkrunarfólk örþreytt
af erli og næturvökum. Gamalt fólk, og
margt af því sárveikt, stóð timunum sam-
an í lyfjabúðunum og fyrir utan þær og
AKRANES