Akranes - 01.10.1951, Page 26

Akranes - 01.10.1951, Page 26
Ólafur B. Bjömsson: HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 77. Georgshús (framhald). Til Böðvars kaupm. Þorvaldssonar, 31. desember 1902. Renna ár renna aldir að úthafi eilífðar endalausu. Ár þetta á enda er nú runnið og kveður okkur. á kvöldi þessu. Hvarfla fyrir sjónir í huga mínum endurminningamar margvislegar. Minnist ég þess hve margra ég naut ánægjustunda að arni þínum. Kom ég að morgni og um miðjan dag kom ég að aftni og eins var þá: hjart var og hreift að borði þínu, þar gestrisni íslenzk gekk um beina. Því vil ég þakka þér af hjarta fyrir árið á enda runnið og um leið ljúfum huga óska þér góðs og gleðilegs nýárs. Gleðst ég af því að Guð þér veitti pontu í hendinni og fékk sér í nefið. Gekk Ágúst því næst til dyra, en þegar þangað kom, taldi hann sig þurfa að ganga inn gólfið aftur til að athuga eitthvað frekar. En á því augnabliki, sem þetta tók, and- aðist þessi sami maður. Þetta var vitan- lega óráð. Sú var ekki líkhrædd. Hjá flestum, sem þama vom, hvarf öll likhræðsla fljótlega. Það var venja að kveikja á litlum oliulampa í líkstofunni, þegar farið var að skyggja. Lampinn hékk á vegg út við glugga. Einu sinni var Ágúst mannvit bæði og mjölið fróða, enn þó meira að hann þér gaf það gulli er betra: göfuga konu. Ykkur hjónum auðnan fylgi meðan lind leitar til sjávar, ykkar auðnusól alltaf hækki, jafnt sem hárin á höfði grána. Þrýtur kvæði, en þess ég bið að verði orð þau að áhrinsmáli. Óður þagnar, en áftur ég segi: góðan dag og gleðilegt nýár. Ellisif* Helgadóttir, /. 3. júní 1830, dúin 15. júlí 1903. Hinn bjarti röðull runninn er að beði, sem rann svo lengi um fagran ævidag, og gleðin horfin, harmur býr i geði og huga vorum dapurt sólarlag. Jó, röðull er að ránarbeði hniginn og runnið skeiðið, hlaupið fullkomnað, en fyrir handan dauða er dagur stiginn, með Drottni býr hún nú í sælusað. * Ellisif þýðir eiginlega Elisabet. Hún var móð- ir Steinunnar Hayes, fyrsta ísl. kristniboðans, Jó- reiðar frá Miðfelli, og Ragnheiðar, sem lengi var hér í Deild (sjá 9.—uo. og 11.—12. tbl. 1930.) gengið fram hjá líkstofunni og leit þá þar inn til þess að vita, hvort kveikt hefði verið. Þegar hann lýkur upp stofunni, var þar ekkert ljós. 1 sama hili heyrir hann þrusk í herberginu, þeim megin sem 8—1 o lík lágu, fannst honum sem grylti í eitt- hvað á hreyfingu. Þá kallaði Ágúst höst- uglega, hver þarna væri. „Það er bera ég, hún Þóra. Ég er að leita að koddaveri, sem líklega hefur slæðst hingað.“ „Þvi kveikt- irðu ekki manneskja, heldur en að vera að grufla eftir koddaverinu innan um lík- in?“ sagði Ágúst. Hún sagði, að sér hefði nú ekki hugsast það, en hún væri búin að finna verið. Hún merkur var og mætur heiðurssvanni, ei metnað bar en sýndi trú og dyggð, hin bezta aðstoð ávallt sinum manni með óslítandi, fölskvalausri tryggð. Og bömum sínum bezta móðir var hún og benti þeim ó dyggðarinnar leið, og velferð þeirra brjósti fyrir bar hún og bæta vildi jafnan þeirra neyð. í verkum prúð og vönduð mjög í orði ei vinum sinum bróst hún nokkra stund, og mælti fátt en fremur var á borði, því fénýtt glys ei var að hennar lund. Oft getu framar gáfu hennar mundir, hvað gerði hin hægri, vinstri spurði ei hót, það voru hennar æðstu unaðsstundir, ef öðrum gat hún miðlað raunabót. I brjósti kærleik bar til allra manna og breytni hennar ávöxt sýndi þann, af hjarta unni hinu góða og sanna og huggast lét i trúnni á frelsarann. Þvi bjargföst trú i brjósti hennar lifði, sem birtu sló á hverja lífsins þraut og sem ei jafnvel sjálfur dauðinn bifði, með sálarfrið hún varp sér í hans skaut. Nú dýpstu þakkir dætur flytja móður, þin dýra minning gleði veitir, þvi að þótt þú dæir lengur lifir hróður, sem lést þú eftir margra brjóstum í. Þegar Jón fer frá Georgshúsi, kaupir og kemur þangað frændi hans Jóhann Björns- son frá Svarfhóli í Stafholtstungum. Jó- hann varð hreppstjóri hér eftir Jón Sigurðs- son 1904 og hélt því starfi til dauðadags 2. janúar 1921. Jóhann var framúrskar- andi vel gefinn maður og góður drengur. Hygginn og duglegur formaður og sjósókn- ari og hinn mesti aflamaður. Jóhanns hef- ur verið allrækilega getið i 8. tbl. 2. árg. og mun síðar verða getið í þessum þátt- um. Kona Jóhanns var Halldóra Sigurðar- dóttir frá Neðra-Nesi í Stafholtstungum, — systir Margrétar á Sámsstöðum og þeirra systkina. — Halldóra var einstök kona að gæðum og göfgi, trölltrygg, ör- lát og elskuleg. E>að mátti segja um hana eins og kynsystur hennar hina fornu, að að hún reisti skála sinn um þjóðbraut þvera. Þar áttu margir húsaskjól, mátti og segja að í þeirra tíð væri áframhaldandi gistihús., þótt eigi rækju þau hjón þar eiginlegt gistihv'is. Þeir sem bágt áttu og voru sjúkir áttu öruggt skjól og alla aðstoð þar sem Halldóra var. Sparaði hún hvorki tíma, fé né fyrirhöfn til þess að Mkna,eða lækna á einhvern veg. Börn þeirra Jóhanns og HaMdóru voru þessi: 134 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.