Akranes - 01.10.1951, Page 28
79. Hábær 2. — Bræðratunga.
Árið 1884 byggir Eyjólfur Sigurðsson
bæ, rétt fyrir sunnan Hábæ, er sá bær
líka nefndur Hábær, en löngu seinna
Bræðratmiga.
Eyjólfur var sonur Sigurðar Bjarnason-
ar snikkara i Reykjavík, og Guðríðar
Eyjólfsdóttur, fæddrn- í Melshúsum á Sel-
tjamamesi 10. marz 1850. Móðir Guð-
ríðar var Sigríður Ásmundsdóttir frá
Elánarhöfða. Albróðir Guðríðar var Jón
Eyjólfssön, faðir Hjartar Jónssonar á
Reynimel, föður Jóns Hjartarsonar kaup-
manns í Reykjavik og þeirra systkina.
Guðríður, móðir Eyjólfs, var bráðgreind
kona, stilfær og hagmælt. Eyjólfur fluttist
hingað að Heynesi með móður sinni, þegar
á 1. ári. Þar og í Bráðræði ólst hann síðan
upp til 16 ára aldurs. Þá fór hann til
Guðmundar Jömndssonar í Dægru og var
þar i næstu 4 ár. Þaðan fór hann sem
vinnumaður til Helga á Sýruparti og var
þar í tvö ár.
Kona Eyjólfs var María Auðunsdóttir,
Nikulássonar, en Auðunn þessi var bróðir
Guðríðar, móður Nikulásar i Brekkukoti.
Auðunn mun hafa átt heima hér á
Nesinu. — María þessi mun að meiru
eða minna leyti hafa alist upp hjá frú
Þórunni Stephensen á Heynesi.
Eyjólfur og María bjuggu fyrst í Lykkju
og síðar í Tjöm. Þau áttu 4 böm, þrjú
þeirra misstu þau mjög ung. Tvö þeirra
dóu ásamt móðurinni, úr mislingum, í
sömu vikunni 1882. Hún dó 27. júní, og
var þá aðeins 30 ára gömul.' Aðeins eitt
bamanna — Jón — komst til fullorðins
ára, og andaðist á Bjargi — úr berklum —‘
25 ára gamall.
Árið 1889 tekur Eyjólfur fyrir ráðskonu
Hallberu Magnúsdóttur frá Hrepp. Bjuggu
þau síðan saman og áttu 11 böm. Hallbera
var fædd i Efri-Hrepp 1. sunnudag í Góu
1866.
Eyjólfur stundaði aðallega sjó framan
af, en hafði jafnan eitthvað af skepnum
og nokkra kálgarðarækt eins og fleiri á
Skaga. Árið 1907 eða átta mun hann hafa
fengið sér hestvagn og tekist á hendur
vegaverkstjóm og varð fljótlega vegaverk-
stjóri hér d nágrenninu. Árið 1906 reif
hann torfbæinn og byggði snoturt timbur-
hús með kjallara undir. Eftir það mun
það hafa gengið undir nafninu Bræðra-
tunga.
Eyjólfur var einn af þeim, sem í upp-
vextinum varð að gera sér gott af því að
skrifa í snjóinn. Hann var allvel greindur
og hafði mikla löngun til að lesa og las
mikið þegar hann gat komið því við.
Eyjólfur var hagmæltur en fór mjög dult
með það. Hallbera var dugleg kona. Þessi
voru börn þeirra Eyjólfs og Hallbem, er
til aldurs komust:
1. Valdimar. Fyrri kona hans, Rannveig
Þórðardóttir frá Leirá. Þeirra böm:
Þórður, Ársæll og Jóna. Síðari kona
Anna Jónsdóttir frá Hákoti. Þeirra
synir, Geir og Jón.
2. Felix, kvæntist Magnhildi Jónsdóttur
Auðunssonar. Þau eignuðust 1 son
Ragnar. Felix andaðist 22. des. 1948.
3. Leó, kvæntur Málfríði Bjarnadóttur,
ættuð úr V. Skaptafellssýslu. Þeirra
börn: a. Ragnar, b. Bjarnfríður, c.
Hallbera, d. Jón Leós.
4. Arthúr, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur,
— hún var systir Jóns kaupmans i
Ásbyrgi. —Þeirra börn: Maríus, Eyjólf-
ur, Jóna, Þorgerðm' og Fanney.
5. Eyvör, gift Þorsteini Vilhjálmssyni
frá Tungufelli. Þeirra synir Vilhjálm-
ur og Jóhann.
6. Helgi, (alinn upp hjá Guðnýju á Litla-
bakka) kvæntur Ragnheiði Jóhanns-
dóttur. Þeirra synir: Stefán Jóhann
og Hilmar Þorgnýr.
7. Jón, kvæntur Júlíönu Jónsdóttur verk-
stjóra Rögnvaldssonar. Þeirra kjörbarn
Hrafnhildur. Áður en Jón kvæntist
átti hann fjóra syni.
Jón og Helgi, synir Eyjólfs eru búsettir
í Reykjavík, en hér eru búsett, Eyvör,
Valdimar, Leó og Arthúr.
Eyjólfur andaðist 6. ágúst 1922. Var
Felix lengi eftir það hjá móður sinni, og
i raun og veru fyrir búinu. Hallbera and-
aðist 17. ágúst 1935.
Áríð 1930 kaupir Þorgeir Jónsson frá
Búrfelli Bræðratungu og býr þar lengi
með móður sinni Valgerði, hjá þeim voru
og fleiri börn Valgerðar.
Valgerður í Bræðratungu var Guð-
mundsdóttir, Sigurðssonar, Bjarnasonar
frá Auðsstöðum í Hálsasveit. Sigurður var
bróðir Eiríks á Þursstöðum. Móðir Val-
gerðar var Steinunn Þosteinsdóttir frá
Hurðarbaki, (systir Þórðar á Leirá og
þeirra systkina). Valgerður var fædd á
Auðsstöðum 23. okt. 1868, giftist Jóni
Þórðarsyni frá Máfahlíð. (Þórður þessi
Þórðarson, var bróðir Jóns í Norðtungu).
Þau Valgerður bjuggu á Búrfelli í Hálsa-
sveit í 25 ár. Jón var mesti gagnsmaður.
Mann sinn misti Valgerður 1925 og flutti
það sama ár hingað á Akranes og átti hér
heima siðan. Hún andaðist 30. okt. 1948.
Valgerður var kjarkmikil kona, ákaf-
lega dugleg og svo vinnusöm, að sjaldan
mim henni hafa fallið verk úr hendi.
Böm Jóns og Valgerðar vom þessi:
1. Sigurður, bóndi á Refsstöðum í Hálsa-
sveit, kvæntur Guðbjörgu Guðmimds-
dóttur.
2. Margrét, hér á Akranesi, ógift.
3. Guðmundur, kvæntur Hildi Jónsdótt-
ur, ættaðri frá Seyðisfirði. Þau eru
búsett á Akranesi. Guðmundur er út-
lærður garðyrkjumaður frá Danmörku
og vinnur hér á vegum bæjarins.
4. Ásmundur, kvæntur Fjólu Borgfjörð.
Þau eru búsett í Reykjavik og eiga eina
dóttur, Valgerði.
5. Guðmunda gift Ragnari Benediktssyni,
þau em búsett i Vestmannaeyjum.
Þeirra börn: Valgerður, Benedikt Grét-
ar og stúlka óskirð.
6. Þorgeir, netagerðamaður fyrmefndur,
búsettur hér á Akranesi.
7. Þorbergur, skipstjóri, líka búsettur hér,
á Heiðarbraut 18, kvæntur Jónu Jóns-
dóttur, ættaðri úr Reykjavík. Þeirra
börn: örn, Jón og Valgerður.
Epnfremur misstu þau Jón og Valgerður
þrjú börn.
Árið 1945 mun Bræðrtunga hafa farið
1 eyði, en það sama ár byggir Þorgeir nýtt
steinhús norðar í Bræðratungu-lóðinni,
þar sem þau Valgerður og Margrét bjuggu
sáðan meðan Valgerður lifði. Árið 1947
seldi Þorgeir svo hið gamla Bræðratungu-
hús Kjartani Kristjánssyni frá Flankastöð-
um á Miðnesi, en hann færði húsið upp
fyrir Garða, þar sem það stendur nú.
Bræðratunga var nr. 11 við Akurgerði.
80. Austurvellir 1.
Það hús er líklega byggt seinni partinn
á árinu 1884, því virðing á þvi fer fram
9. febr. 1885. En sá sem byggði, Magnús
smiður Vigfússon, hefur líklega ekki flutt
í það fyrr en um vorið 1885. Þar bjó Magn-
ús ekki lengi í bili, því eftir að hann missti
fyrri konu sína, Halldóm Sigurðardóltir,
10-7. 1888 losnaði um hann. Fór hann þá
að fást við smiðar upp um sveitir, m. a.
á Gmnd í Skorradal. Um eins árs skeið var
Magnús ráðsmaður hjá Eiinu Vigfúsdóttur,
sem þá bjó í Amþórsholti og var orðin
ekkja og giftist henni 1891. Þau hætta
búskap í Amþórsholti 1895, voru á Hvitár-
völlum og Grímsstöðum í Anaakíl næstu
3 árin en flytja þaðan hingað að Austur-
völlum. Þaðan flytja þau að Jörfa í nýtt
hús er þau byggðu 1907.
Hús það sem Magnús byggði upphaflega
á Austurvöllum 1884 var 9x7 álnir, port-
byggt, með miklu risi, og lágum kjallara
undir. En þegar Magnús kemur ofan að
aftur, byggir hann viðbótarbyggingu á
Austurvöllum.
Um Magnús og Elínu konu hans má
lesa nánar í 11 -12. tbl. 1944, og sáðar verður
þeirra getið á Jörfa.
Það er alvanalegt að nöfn breytist nokk-
uð frá upphaflegri gerð, stundum oftar en
einu sinni. Þannig var það um Austur-
velli og Suðurvelli, að um tíma eru þessir
bæir i manntalinu nefndir: Austurvöllur
og Suðurvöllur.
Framhald.
136
AKRANES