Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 4
gera hana. Það þykir sennilegt að hún
hafi verið um 42. álna löng og 18 álna
breið vestast en 16 álnir við kórdyrnar.
Hún var byggð í rómönskum stíl með
hringbogum yfir dyrum og gluggum, og
efnið grágrýti og tálgusteinn. Af þessari
kirkju sjást nú engar leifar ofanjarðar, en
undirstöður hennar fundust 1865—66, er
byrjað var á endurreisn kirkjunnar, sem
stendur í dag.
Um miðja 12. öld gerast merkir viðburð-
ir í norskri kirkjusögu. Árið 1152 kemur
Nikulás Brekespare kardináli til Noregs
og erkibiskupsstóll er þá settur í Niðarósi,
fyrir Noreg, en áður höfðu áslenzkir og
norskir biskupar haft erkibiskupinn í
Lundi að yfirboðara. f hinu nýja um-
dæmi Niðaróss-erkibiskupsdæmis voru tíu
biskupsdæmi, tvö á fslandi, eitt í Færeyj-
um, en Hjaltland, Orkneyjar, Suðureyjar
og Mön voru einnig í þessu nýja umdæmi,
auk hinna norsku. Nú var Kristkirkja Öl-
afs kyrra orðin erkibiskupskirkja, en þó
stórum ósjáiegri en t. d. biskupakirkjum-
ar í Osló, Stafangri, Björgvin og Orkneyj-
um. Þótti því eigi annað hlýða en að dóm-
kirkjan í Niðarósi yrði byggð að nýju og
miklu veglegri en aðrar kirkjur.
Nikulás kardínáli kvað á um töiu presta
við dómkirkjumar og skyldu þeir ekki vera
'færri en tólf og eiga hver sitt aitari í dóm-
kirkjunni og við hámessu skyldu þeir
sitja í kór, í tveimur stólaröðum. Þessir
prestar eða „kórsbræður“ völdu biskupa
og erkibiskupa og voru eins konar ráðu-
nautar þeirra. En í gömlu kirkjunni í
Niðarósi var ekki rúm fyrir þá í kómum
og þvi siíður fyrir hin 12 ölturu. Þess
vegna var nú hafizt handa um kirkjubygg-
inguna, en nú var það ekki konungur,
sem byggði heldur kirkjan sjálf.
Líklega hefur Nikufás Brekespeare lagt
á ráðin um tilhögun nýju kirkjunnar, en
framkvæmdir allar hafði erkibiskupinn.
Var ákveðið að hin nýja höfuðkirkja skyldi
vera krosskirkja og skyldi hin gamla kirkja
fátin standa og verða kór í nýju kirkjunni
en þar vestur af skyldi koma þverhús og
loks aðalkirkjan sjálf, eða „langhúsið“ sem
svo er kallað. Þverhúsið var 74 álnir milli
gafla, en langhúsið 52. álna langt og 32.
álna breitt, og skift í þrjú „skip“ með
súlnaröðum. Norðan við langhúsið var
reist skrúðhús, 27N 9V2 alin.
Kirkjan skyldi byggð í rómönskum stíl
með hálfhringsbogum yfir gluggum og dyr
um. Stendur þverhúsið ennþá að nokkru
leyti og skrúðhúsið mun vera að heita
má óbreytt frá fyrstu gerð. Þessir tveir
hlutar kirkjunnar miklu em því það elzta
í kirkju þeirri, sem stendur í dag.
Það er líklegt að byrjað hafi verið á
kirkjusmíðinni í tíð hins fyrsta norska
erkibiskups, Jóns Byrgissonar (1152—57).
Svo mikið er víst að eftirmaður hans,
hinn viðkunni biskup Eysteinn Erlends-
son, sem var af islenzkri ætt, vígði á fyrsta
biskupsári sínu eina kapelluna 'í þverhús-
inu, og helgaði hana Jóhannesi skírara.
En meginhluti kirkjunnar reis í embætt-
istíð Eysteins (1161—88). Lauk hann
byggingu þverhússins 1170, notaði róm-
anska stílinn. En árið 1180 fer Eysteinn
til Englands og kynnist þar hinum nýja
ensk-gotneska stíl og verður svo hrifinn
af honum, að hann ákveður að nota hann
við framhald kirkjubyggingarinnar og
gera hana miklu veglegri en áformað hafði
verið í fyrstu. Skrúðhúsið hefur verið í
smíðum þegar breytingin var gerð, því að
veggir þess eru i rómönskum stíl, en got-
neskur oddbogastíll á hvelfingunum.
Og nú var afráðið að rí'fa hina gömlu
kirkju Ólafs kyrra, sem átti að verða ytri
kór eða „langkór" nýju kirkjimnar og
byggja hann upp aftur í gotneskum stil
og talsvert breiðari en áður, þannig að
„miðskip“ nýja kórsins varð jafnbreitt
gömlu kirkjunni. En innst var byggður há-
kór, áttstrendur, og altarið látið standa yf-
ir gröf Ólafs helga, en i einni af súlimum
í kring er Ólafsbrunnurinn 18^ alin á
dýpt.
Þvf fór fjarri að kirkjan væri fullger er
Eysteinn biskup féll frá. En hann hafði
gert endanlega áætlun um smíði hennar og
telst kirkja þessi þvi hans verk fremur en
nokkins annars einstaks manns. Af orð-
um Snorra, sem áður er að vikið, má ráða
að kirkjan hafi verið fullgerð er hann var
á ferð i Niðarósi, en það var árið 1220.
En gamla langhúsið hafði verið byggt í
rómönskum stíl og var ákveðið að endur-
byggja það í gotneskum stíl og gera það
breiðara og lengra en áður. Mun þetta
hafa verið gert á árunum 1248—1300. Svo
að segja má, að kirkja sú, sem nú stend-
ur, hafi orðið til á árunum 1152—1300.
En mikið af því myndskrauti, sem áður
var í kirkjunni, er nú horfið þaðan.
Kirkjan núverandi eru 162% álna löng
og þverhúsið 81 alin á breidd. Veggirnir
eru afar þykkir, þvli að hleðslur úr höggn-
um steini eru bæði utan og innan, en fyllt
á milli með möl og kalki. Er það kallað
kistumúr. Rómönsku múrarnir i kirkju-
veggjunum eru alin þykkari en þeir got-
nesku. Súlnahöfuðin, sem prýddu alla
kirkjuna voru haglega skorin úr tálgusteini
og tréskurður, einkum í hákómum og lang-
kómum, afar vandaður. En listaverkin
'höfðu smátt og smátt safnast ifyrir á miklu
lengri tima en kirkjubyggingin sjálf var
að rísa, og þess vegna gætir þar enn fleiri
stílbreytinga. Til dæmis um, hvilíkir lista-
fjársjóðir hafa verið í kirkjunni, skal nefnt,
að árið 1762 voru þar 3361 úthöggnar
súlur, flestar úr hvítum marmara og 343
mannsandlit. Og hafði kirkjan þó verið
rúin ýmsu þá. 316 gluggar vom á kirkj-
unni.
Gjafir streymdu til kirkjubyggingarinn-
ar úr ýmsum áttum, eigi aðeins frá Nor-
egi og Svíþjóð heldur og úr fjarlægari lönd-
um. Fjöldi pílagríma komu til Niðaróss
og hóparnir hófu sálmasönginn er þeir
komu á brún Feginsbrekku, en þaðan sér
yfir Niðarós. Páfinn leyfði að selja afláts-
bróf til ágóða fyrir kirkjuna og er það
elzta, sem vitað er um, frá 1292.---
En dómkirkjan í Niðarósi á sér sögu
skins og skúra. Árið 1328 brann hún og
eyðilagðist þá allt trévirki og „sömuleið-
is margir steinstöplar og klukkur, súlur
og steinbogar uppi og niðri, og margir dýr-
gripir.“ Var þá heitið á allan landslýð að
leggja fram fé til kirkjubyggingar og gáf-
ust miklar gjafir, segir í islenzkum ann-
álum, og hefur vafalaust verið leitað sam-
skota hér á landi. En erkibiskupinn, sem
átti að sjá um endurbygginguna mun hafa
verið miður ráðvandur, því að hann dró
sér óspart af samskotafénu og endurbygg-
ingin tók langan tíma. Árið 1432 laust
eldingu niður í kirkjuna og hún brann
mikið, en þá var Áslákur Bolt erkibiskup
og komst kirkjan í samt lag á 11 árum.
Bolt krýndi Karl Knútsson Sviiakonung í
.kirkjunni árið 1449, og var það fyrsta kon-
ungskrýning í þessari kirkju, sem enn er
krýningarkirkja Noregskonunga, og var
Hákon núverandi Noregskonungur krýnd-
ur þar síðast. — 1 tið hins síðasta kaþólska
erkibiskups í Noregi, Ólafs Engilbrektsson-
ar, brann kirkjan enn, en hann lét gera við
hana og breytti ýmsu innanhúss.
Eftir siðaskiptin fór kirkjunni að hnigna.
Árið 1552 var turninn orðinn svo fúinn,
að ekki þótti þorandi að hringja klukkun-
um. Og 1564 varð stríð milli Dana og
Svia og Svíar lögðu undir sig Þrændalög
og settust að í Niðarósi. Segir sagan að hið
sænska riddaralið hafi notað kirkjuna fyrir
hesthús. Og er Sviíarnir hurfu á braut aftur
höfðu þeir á burt með sér skrín Ólafs
helga, sem staðið hafði yfir háaltari kirkj
unnar, en þreyttust von bráðar á að bera
kistuna og grófu hana því í Stjórdal. En
lík Ólafs var flutt til Niðaróss aftur, og
lagt í múraða gröf. En hjálm Ólafs og
spora höfðu Svíar með sér og eru þessir
gripir enn til sýnis á Nordiska Museet í
Stokkhólmi. En hitt er annað mál hvort
þeir eru ósviknir.
Vald hinnar kaþólsku kirkju var brotið
á bak aftur og fólkinu skipað að fyrirlita
kirkjuskraut og helga dóma. Það bjargaði
dómkirkjunni frá algerri eyðileggingu að
hún var gerð sóknarkirkja í Þrándheims-
bæ árið 1585, þvlí að óhjákvæmilegt var
að halda kirkjunni við úr því að hún var
notuð að staðaldri. Og söfnuðurinn greiddi
henni kirkjugjöld. En það var aðeins lang-
kórinn gamli, sem notaður var fyrir söfn-
uðinn. Hið mikla langhús var orðið þak-
laust og þóttu engin tök á að halda því við.
Og undir aldamótin 1600 var farið að
Framhald á síSu 137.
112
AKRANES