Akranes - 01.10.1953, Síða 5
Ilm jólin í norilcnzkri sveit
Fyrir einum 60 árum.
Herra ritstjóri.
Alúðarþakkir fyrir allt gamalt og gott.
— Ég minnist þess nú, að við leiftursam-
fundi i Reykjavík í sumar, varstu svo
elskulegur að biðja mig um eitthvað i jóla-
hefti þíns ágæta rits, „AKRANESS “ Ég
mun hafa svarað góðu til, ef ég man rétt.
Hitt er svo annað mál, hvernig það verð-
ur um efndirnar. En — „reyna má það,“
sagði karlinn, þegar hann var spurður um
það, hvort hann treysti sér til að stökikva
yfir Þjórsá. — Með þínu leyfi langar mig
til að rabba dálítið við börnin, en það hefi
ég svo oft áður gert, bæði fyrr og slíðar.
Jól í norðlenzkri sveit fyrir 60 árum
voru með öðrum svip en jól sunnlenzkra
kaupstaðarbarna á því Herrans ári 1952.
Fyrir jólin vorum við, sveitabörnin, starf-
bundin, eins og þið, kaupstaðabömin, nú
á þessum dögum. En ólíku er þó saman að
jafna. Þið gangið í skóla og lærið margt
skemmtilegt, en skólanám er mikið starf,
ef það er vel rækt. En okkar starf í þann
tíð var ekki beinlínis skemmtilegt, en það
var að — prjóna. Prjóna allan liðlangan
daginn sölusokka og vettlinga frá morgni
til kvelds, dag eftir dag. Á tóskapmxm
byggðust skuldaskilin um nýárið og út-
tektarvonin fyrir jólin. Fjárráðin voru
lítil hjá almermingi á þeim árum. Með
jólaföstubyrjun var okkur, krökkunum,
sett fyrir að hafa prjónað vissan para-
fjölda af sölusokkum og vettlingum fyrir
jólin. Verðlaunum var okkur heitið. Við
attum að fá eina sokka eða sem svaraði
verði þeirra, ef við lykjum ætlunarverk-
inu á tilsettum tíma. Þetta var stórkostlegt
tilboð í augum okkar. Það var sannarlega
til einhvers að vinna, að fá að kaupa fyrir
60—80 aura til jólanna og mega ráða sjálf
hvað við keyptum. — Ekki skorti kappið
og álhugann ,þegar við byrjuðum á ætl-
unarverkinu og sannast að segja var alveg
furðulegt, hve lengi kappið entist. Hagn-
aðarvonin kynnti undir. Auðvitað duttu
letiköst í okkur öðru hvoru, en þá var ýtt
við okkur. Fullorðna fólkið fékkst til þess
og hafi það þökk mina fyrir allan eftir-
feksturinn. Við lærðum að nota timann.
Við sáum heldur ekki neinn slæpingshátt
fyrir okkur. Allir voru í eins konar kapp-
hlaupi við tímann. Markið var, að koma
sern mestu af á sem stytztmn tíma. Það
var lóðið. Vinnukapp fullorðna fólksins
smitaði okkur bömin. Við stóðumst freist-
mgarnar furðu vel og fram yfir allar von-
ir. Erfiðast reyndist okkur að halda okkur
að verki, þegar gott var veður og færi,
°g eins, þegar við tókum að þreytast á
kveldin. Blessaður húslesturinn á kveldin.
J*á var okkur bannað að prjóna, en stund-
tun sofnuðum við undir lestrinum og var
það látið afskiptalítið. Skiljanlega var fögn-
uðurinn mikill, þegar dregið var upp úr
lykkjunum á seinasta sokknum skömmu
fyrir jólin. Þá var kaupstaðarferðin —
ÁKRANES
jólaferðin — fyrir höndum og þá kom að
því, að ákveða hvað kaupa skyldi fyrir
sokkana. Það var ekki með öllu vanda-
laust. „Kvöl á sá, er völ á,“ segir máltæk-
ið. Smákerti töldum við öll sjálfsagt að
kaupa og eins dálítið af rúsinum. Ef aur-
arnir entust til meiri kaupskapar, þá
keyptum við oftast ný spil, en oft urðum
við að láta það vera. Þá létum við gömlu
spilin duga, en „nýjuðum“ þau upp. Þið
spyrjið nú, ef til vill: „Hvernig fóruð þið
að þvi?“ Ég skal segja ykkur það og kenna
ykkur aðferðina, böimin góð. — Við feng-
um okkur tólgarmola og bárum á spilin
báðum megin. Síðan tókrnn við toglagð
— þið vitið auðvitað, hvað tog er? — og
nerum spilin með honum. Hvílikum
stakkaskiptum spilin tóku, maður lifamdi.
Nú, við sáum ekki betur, en að þau væru
orðin ný aftur! — Við tókum svo spilin
og ófum þau innam í fallegt bréf, læstum
þau niður og geymdum til amnars jóladags.
Fyrr mátti ekki spila á jólunum, þar sem
ég átti heima. Þetta gerðum við jafnan
rétt fyrir jólin og það var eitt af aðalund-
irbúningi okkar undir jólin, en fullorðna
fólkið átti heldur annríkara. Allt varð að
þvo og hreinsa fyrir jólin. Hús og föt, föt
og hús. Sífelldir þvottar og svo allur brauð-
baksturinn. Einn dagur var tekinn til
laufabrauSsgerSar. Það var sannkallaður
hátíðadagur á heimilunum á Norðurlandi
og er það enn. Sunnlenzk böm þekkja vist
ekki laufabrauðið. Ég sárvorkenni þeim.
— En „sinn er siður í hvoru landi“ — og
jafmvel landshluta. — Með laufabrauðs-
deginum náði jólatilhlökkunin hámarki
sínu. Þann dag vomm við krakkarmir vilj-
ug að snúast fyrir fullorðna fólkið. Við
vorum iðin við laufabrauðsskurðinn og
vönduðum okkur fjarska mikið. Kappið
var, að hafa skorið fallegustu kökuna. —
Allt var nú að verða svo jólalegt. Allt
hreint. Jólakaupskapnum lokið. Kertin og
rúsímnmar lokaðar niðri í púltum hjá spil-
unum. En öðru hvoru þurftum við þó að
lyfta upp lokumum á púltunum okkar,
rétt til þess að finna blessaða lyktina og
horfa á kertin. Það hefðum við nú ekki
átt að gera. Það varð til þess, að ein og
ein rúsina hrökk upp í okkur. Við áttum
svo bágt með að neita okkur um að finna
„blessað bragðið,“ þegar við sáum rúsín-
umar, en það hafði sinar afleiðimgar. Það
lækkaði nefmilega óþægilega mikið í poka-
skömmunum. Við þvti varð samt ekkert
gert, — og bráðum komu svo blessuð jól-
in. Aldrei á öllu árinu vorum við viljugri
að klæða okkur en á aðfangadagsmorgun-
inn. Þá var hangikjötið soðið og amnar
reyktur jólamatur tekinn niður úr rót-
inni, svo sem brimgukollar og magálar. Ég
man það glöggt, að vatn kom fram í munn-
inn, er við sáum allt þetta sælgæti.
Aðfangadagurinm var lengi að líða. Við
krakkarnir biðum þess óþolinmóð, að það
rökkvaði. Við vorum alltaf að hlaupa út,
til að lita eftir dagsbrúninni, — hvort
hún væri ekki horfin, — hvort ekki væri
dagsett. Gamla fólkið sagði nefnilega, að
jólin kæmu ekki fyrr en upp úr dagsetr-
inu. Það stóð líka alltaf heima, að piltarn-
ir voru búnir að ljúka útiverkum, þegar
hinzta dagsbrúmin hvarf. Þá var okkur
krökkunum snarað i sparifötin og skömmu
seinma hafði allt fólkið prúðbúist. Ljós
voru kveikt í hverjum krók og kima.
Hvergi mátti skugga bera á. Mest var þó
Ijósadýrðin í baðstofunmi. Víða í sveit-
um logaði á 20—30 kertum á hverri jóla-
nótt. Kertin voru úr tólg og steypt heima.
Ég man ekki betur, en að þau loguðu vel.
Þau voru brædd á spýtu, oddmjóa i ann-
an endann, er stungið var inní þar til gerð
göt á þiljunum hring í kring í baðstof-
unni. Vitanlega voru þetta frumstæðar
kertapípur, en þær dugðu vel.
Aðalhátíðarstundin var jólanæturlestur-
inn. Víðast hvar las húsbóndinn. Væri
hamn góður lesari og ég tala nú ekki um:
góður söngmaður lika, þá var stundin hríf-
andi. Sá, er lesturinn las, sat vemjulega
við dúkað borð, alsett ljósum. Ég man eft-
ir eimum jólanæturlestri, sem hreif mig
djúpt. Ég efast um, að ég hafi nokkuru
sinni orðið hrifnari eða snortnari við
nokkra guðsþjónustu heldur en þá. —
Mér gleymist víst aldrei hrifning fólks-
ins, ekki sizt á meðan á söngnum stóð.
Undan lestri var sunginn sálmurinn:
„Kom, blessuS stundin blíS og góS.“ Ég
reyni ekki að lýsa fögnuðinum, sem gagn-
tók okkur. Það get ég ekki, enda er ekki
unnt að lýsa slíkum augmablikum. Það
er aðeims hægt að lifa þau.
Eftir lesturinn kom svo maturinn, —
jólamaturinn. Hverjum manmi var skammt
að út af fyrir sig. Margar laufabrauðs-
kökur, hangikjötsbiti, bringukollur og væn
flís af magál. Það var engin leið til að
borða allan þennan mikla mat í einu,
emda hefði það þótt óviðeigandi. Menn lok-
uðu þetta „sælgæti" niður í hirzlum sín-
um, og hver þótti mestur, sem gat treynt
sér agnarögn af jólamatnum sem allra
Framhald á síSu 139
113