Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 10

Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 10
SNÆBJÖRN JÓNSSON: Qlegmt smÁkvmði AÐ fáum árum hér frá má halda aldar- afmæli lang-vinsælustu bókarinnar, er um Island hefur cerið rituð. Duf'ferin lá- varður ferðaðist um landið sumarið 1856, með Sigurð L. Jónasson fyrir fylgdarmann. Sigurður Lárentius Jónasson (f. 7. apríl 1827, d. 27. júlí 1898) var lengi skrifari í utanrikisráðuneytinu danska, bókavörð- ur Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og forseti hennar um mörg ár. En til Sigurð- ar kvað Einar Hjörleifsson Kvaran þessa vísu: Sigurður, þökk fyrir sérhverja stund, er saman við undum, hvað þú varst ávallt hreinn í lund, og hnyttinn — og vondur stundum. Árið eftir (1857 kom út bók Dufferin’s um ferðalagið, og nefndi hann hana Lett- ers form High Latitudes (Bréf frá norð- gum breiddarstigum), enda þótt það séu vitaskuld látalæti, að bókin sé bréfasafn. Eitt af þvíí, sem hún hefir áorkað, er að gera nafn Sigurðar Jónassonar ódauðlegt; og gott er til þess að vita, að enda þótt hann enti daga ísna suður í Danmörku, hefir þó að lokum hafnað á Islandi ein- tak það, er lávarðurinn, sá frægi maður, sendi honum af ferðasögu þeirra. Hannes Jónasson dýralæknir eignaðist það í Kaup- mannahöfn á námsárum sínum, og eftir hann erfði Sigmður sonur ihans bókina. Vonandi eignast Landsbókasafnið hana að lokum. Þrem árum síðar en Dufferin (1859), komu hingað ýmsir nokkuð nafnkvmnir menn. Það sumar urðu samskipa hingað þrír rithöfundar, er allir skrifuðu ferða- sögur sínar, allar nokkuð markverðar. Þess- ir menn voru Charles S. Forbes, David Mackinlay og Andrew James Symington — sá eini, sem hér verður nokkuð frá sagt. Maður þessi var allgott skáld — og þó á meðal hinna smærri i enskum bókmennt- um. Kona hans var einnig skáld og rit- höfundur, og má vel vera að hennar orð- stír hafi verið meiri. Ekki er með öllu ófróðlegt að geta þess, að á meðan Bretar höfðu hér hersetu, í heimsstyrjöldinni síðari, var hér í liði þeirra sonarsonur þessara hjóna, vínkaupmaður frá Portú- gal, maður nokkuð við aldur, sennilega ekki langt undir sextugu. Sá, er þessar línur ritar, kynntist honum talsvert og hefir einnig heyrt frá honum nokkrum sinnum siðan. Hann var ljúfmenni mikið og vildi öllum vel. Bók sina (sem hann hefir tileinkað tengdaföður sínum, lærdómsmanni mikl- um) nefnir Symington Pen and Pencil Sketches of Farö and lceland. Hún er preintuð á London 1862, en forleggjaramir eru Longman Green, sem á nítjándu öld gáfu út margar bækur um ísland, sumar þeirra harla merkar. Þeir hafa nú verið forleggjarar i 229 ár, eða síðan 1724, og eru enn á meðal hinna fremstu á Englandi. Hafði höf.undur þessa greinarkoms um margra ára skeið viðskipti við þá og telur sér það heiður að hafa eignast suma af nú- verandi forstöðumönnum firmans að vin- um. Telja má að bók Symington’s sé í fremri röð ferðasagna frá Islandi, og hún er fyrir margra hluta sakir skemmtileg. I henni er fjöldi góðra myinda, og hefir hann sjálfur dregið flestar þeirra. Hann kynntist hér ýmsum hinna fremstu menntamanna, er þá voru uppi með þjóð- inni, og þess ber bók hans góðar og mikl- ar menjar. Það er ekki minnst þetta, sem gerir hana hugðnæma og athyglisverða. Á meðal þessara manna voru síra Ölafur Pálsson dómkirkjuprestur (sá er þau Krist- ján Jónsson og sjelega meyjan heyrðu flytja guðs orð), Jón Árnascn landsbóka- vörður, og Gísli skáld Brynjúlfsson, er þá sat hér á þingi í fyrsta sinni (þingmaður Skagfirðinga), rúmt þrítugur að aldri, en þá þegar löngu nafntogaður maður. Af þessum ága:tismönnum hefir slira Ólafur Pálsson lagt mestan og merkastan skerf til bókarinnar. Hann var bæði merk- ur maður og mikilhæfur, hafði tekið ágætt próf við háskólann í Kaupmannahöfn, var gott skáld, athafnasamur gáfumaður. Hann var fæddur 7. ágúst 1814 (d. 4. ágúst 1876), sonur síra Páls Ólafssonar, þess er 'fórst með Þórarni sýslumanni öefjord og Benedikt Þórðarsyni á Mýrdalssandi í Kötluhlaupinu 1823; en móðir hans var Kristín (hin eldri) dóttir síra Þorvalds skálds Böðvarssonar í Holti. Síðari hluti bókarinnar er í rauninni að miklu leyti eftir sira Ólaf, þýðingar úr íslenzku á ensku og úr ensku á íslenzku. Hinar fyrri eru aðallega þjóðsögur, talsvert safn — líklega fyrsta safn islenz'kra þjóðsagna á ensku, þvi að hið fyrra safn þeirra Powell’s og Eiríks Magnússonar kom ekki út fyrr en tveim árum SÍðar. Og ekki var þjóð- sagnasafn Jóns Ámasonar hið mikla kom- ið út þegar Symington var hér. Vitaskuld hlýtur Symington að hafa heflað enskuna á þessum þýðingum dómkirkjuprestsins; enskan á þeim er með ágætum, svo að það er með öllu óhugsandi að sira Ólafur hafi getað ritað hana svo vel er hann þýddi. Þó er það ljóst, að hamn hefir verið mæta- vel að sér í enskri tungu; það sannar bréf frá honum prentað í þessari bók og ritað í flaustri 20. nóv. 1861. Á því mundi Sym- ington ekki hafa leyft sér að gera veru- legar breytingar. Það sem síra Ólafur þýðir á íslenzku, eru kvæði eftir frú Symington, og eru þau kvæði liíka prentuð þarna á frummáliinu. Hann breytir um hátt, eins og þá, og miklu lengur, var siður íslenzkra skálda er þau þýddu Ijóð. Að því fráskildu eru þýðing- arnar góðar, á kjarnyrtu og svipmiklu máli. LFpp í megintexta bókarinnar eru tek- in kvæði á íslenzku — þjóðsöngurinn, „Eldgamla Isafold,“ með þýðingum á ó- bundið mál, þýtt línu fyrir línu, og þýðing Gísla Brynjúlfssons á kvæði einu eftir Burns (Scots, wha hae wi’ Wallace bled), en hún hafði áður verið prentuð í Norður- fara þeirra Jóns Thoroddsens. Þar með er þá komið að því, sem yfir- skrift greinar þessarar lýtur að, og er því allt meginmál hennar ekki annað en for- máli fyrir ‘fáum línum. Eins og áður segir, kynntist Symington Gísla hér í Reykjavík, og hefir án efa orð- ið hrifinn af gáfum hans og glæsileik, mælsku og lærdómi. Gísli hefir — með réttu — verið talinn til höfuðskálda nítj- ándu aldar, enda þótt nú á allra síðustu tímum hafi verið gerð tilraun til þess að þegja hann í hel. Fjöldi stórskálda hefir drýgt þá synd, að birta sem skáldskap þau ljóð, er lítill eða enginn lífsneisti var í. Þetta gerðu slik afburðaskáld sem Words- worth, Tennyson og Matthias. Þetta gerði Gíísli líka, sem vitaskuld gat við engan þessara jafnast, þó að snillingur væri. En það sem öðrum fyrirgefst, það á nú að reiknast honum til dauðasyndar. I>etta er líkast þvi, er heimskir menn 'fordæmdu rímm'nar (nú þora þeir það ekki lengur, en lítt munu þeir hafa vitkast) fyrir þau lýti, sem þagað var um í öðrum greinum skáldskapar. Á meðal þess, er telja má Gisla til ágæt- is, eru ýmsar þýðingar hans úr erlendum málum. Kvnni lians af Symington sumar- ið 1859 hafa líklega orðið þess valdandi, að hann þýddi laglegt smákvæði eftir þenn- an kunningja sinn. Nefnist það Snjórinn, og hefir eins og fleira, orðið utanveltu þegar ljóðmæli Gí.sla voru gefin út, og var þó tekið með í þau ýmislegt, er að ósekju hefði mátt hafna. En kvæðið er prentað ,i Þjóðólfi 24. ágúst 1863. Þar er það nú flestum hulið. Því er rétt að það geymist einnig á öðrum stað, unz ljóðmæli Gísla verða gefin út að nýju. Þetta litla kvæði er þannig: 118 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.