Akranes - 01.10.1953, Side 19
Ól. B. Björnsson:
II. KAFLI.
SAGA HWMISUIM SKARISKEIDAR
Landnám í öðrum hreppum.
Landnáma segir, að maður nokkur írsk-
ur að kyni hafi fyrstur byggt i Botni í
Hvalfirði og heitið Avangur. Hún segir
einnig, að þá hafi verið þar svo stór skóg-
ur, að Avangur hafi smíiðað hafskip af,
„ok hlóð þar sem nú heitir Hlaðhamarr."
Avangur átti son, er Þórleifur hét. Dóttir
hans var Þuríður, er átti Þormóð Þjóstar-
son á Álftanesi. Hans sonur var Börkur,
faðir Þórðar, föður Auðunar í Brautarholti.
Þá segir Landnáma, að Kolgrímur hinn
gamli, sonur Hrólfs hersis, hafi numið land
allt frá Botnsá til Kalmansár og búið að
Ferstiklu. Kona hans var Gunnvör, dóttir
Hróðgeirs hins spaka. Þau áttu afkomend-
ur.
Fyrir sunnan Laxá í Leirársveit og til
Kalmansár, nam land Finnur (önnur gerð-
in segir Fiðr) hinn auðgi Halldórsson,
Högnasonar frá Stafangri. Kona hans var
Þórvör, dóttir Þorbjamar frá Mosfelli
Hraðasonar (Hroðasonar). Þau bjuggu að
Miðfelli. Af þeim er kominn Brandur
biskup Sæmundsson og Skógverjar.
„Hafnar-Ormr nam lönd um Melahverfi
út til örriðaár ok Laxár, ok inn til Anda-
kílsár, ok bjó í Höfn. „Hans son var Þor-
geirr höggvinkinni, faðir Þónmnar, móð-
ur Jósteins, föður Sigorðar, föður Bjarm-
héðins." Þorgeir var hirðmaður Hákonar
konungs Aðalsteinsfóstra.
Ekki virðist það geta staðizt að taka svo
til orða um ytri mörk landnáms Hafnar-
Orms: til Urriðaár og Laxár. Miðað við
það, sem áður segir um landnám Finns
að Miðfelli, virðist liggja í augum uppi,
að ytri mörk landnámsins hefðu átt að
vera Laxá, því að eðlilegast er að hugsa
«ér samkv. framansögðu, að Finnur hafi
átt land milli Laxár og Urriðaár.
Enn segir Landnáma, að tveir bræður
hafi búið !í landnámi Finns og Orms. Hróð-
geir hinn spaki í Saurbæ, en Oddgeir að
Leirá. Hér er heldur ekki allt með feldu,
því að eftir því sem áður segir, hlýtur
Saurbær að hafa verið í landnámi Kol-
gríms gamla, enda kemur það líka vel
heim við það, að kona Kolgríms er ein-
mitt dóttir Hróðgeirs í Saurbæ. Þar segir
einnig, að Finmur og Ormur hafi keypt
þá í brott, þvli að þeim hafi þótt þrönglent
þarna. Segir ennifremur, að þeir bræður
hafi þá numið Hraungerðishrepp í Flóa,
og að Hróðgeir hafi búið í Hraungerði,
en Oddgeir í Oddgeirshólum.
Samkv. Landnámu, hafa því fyrstu
ÁKRANES
byggð býli í Leirár- Mela- og Hvalfjarð-
arstrandarhreppum aðeins verið þessi:
Botn í Hvalfirði, Ferstikla, Saurbær, Mið-
fell, Höfn og Leirá. Þrátt fyrir þetta þótti
Finni og Ormi þröngbýlt og ýttu frá sér.
Ekki er það efamál, að á þessu svæði
byggjast mjög fljótt mörg býli, stærri og
smærri, sem eru við líði enn í dag. Það
er t. d. vitað, að Melar byggjast snemma
og fleiri bæir um Melasveit, svo sem
Narfastaðir, Ás, Belgsholt, Fiskilækur og
Skorholt, enda nefnir Landnáma þegar
Melahverfi.
Snemma verða þessi býli til á Hvalfjarð-
arströnd, þvtí að þau koma við Harðar
sögu og Hólmverja: Brekka, Þyrill, Neðri-
Botn og Sandur (Miðsandur). Einnig eru
Kalastaðir byggðir snemma. Þá býr land-
námsmaður í Katanesi, en það var þá i
landnámi Bresasona. 1 Harðarsögu koma
og fyrir eftirtalin örnefni: Álftaskarð, fjall-
vegur frá Brekku yfir í Svínadaí. Blá-
skeggsá, sjálfsagt til orðið í samhandi við
Þorvald Bláskegg. Brandsflesjar, skammt
austan við Kalmansá, en þar var drepinn
Brandur Þorbjarnarson kolls, „undan Mið-
felli.“ Dögurðames, nú Þyrilsnes eða
Harðarnes. Geldingadragi, sem er háls
milli Svínadals og Skorradals. Hegluskarð,
upp frá Þyrli, Síldarmannagötur, Svína-
sandur, örnefni fyrir utan Brekku og ön-
undarhóll, örnefni milli Brekku og Mið-
sands, en ]iar á önundur á Brekku að vera
heygður.
Sturlungasaga gerist á árunum frá um
íioo og nokkuð fram yfir miðja þrettándu
öld. Þar koma nokkrir bæir við sögu í
þessu landnámi, svo sem: Leirárgarðar,
Ás, Narfastaðir og Kalastaðir. Þá er og
komin byggð í Svínadal.
Melar verða fljótt stór staður og höfð-
ingjasetur um margar aldir. Er kirkja þar
áreiðanlega byggð snemma, mikil og vönd-
uð og á miklar eignir i jörðum og gang-
andi peningi, svo og mikinn og dýran
kirkjubúnað. Höfn og Leirá eru og mikl-
ar jarðir, og þar búa oft valdsmenn og
höfðingjar miklir. Þá hefur Botn verið
stór og góð jörð, sérstaklega meðan henni
var ekki skipt. Einnig Kalastaðir, áður
en Kalastaðakot byggðist úr þeirri jörð,
en það verður ekki fyrr en eftir 1600, og
er þá byggt i fjárhússtæði frá Kalastöðum.
Saurbær virðist fljótt hafa orðið aðal-
jörðin, en ekki Ferstikla, sem þó er land-
námsjörðin. Er líklegt, að snemma hafi
þar komið kirkja, vel búin og efnuð. Mun
þetta ætíð hafa þótt góð jörð, enda land-
rými mikið og gott. Þar hafa setið ýmsir
ágætir klerkar. Margar fleiri góðar bújarð-
ir eru á þessu landsvæði, þótt þær sem hér
hafa verið nefndar, beri af ýmissa hluta
vegna.
Fiskigengd, útræði og siglingar.
Nafnið Hvalfjörður bendir tii, að
snemma hafi gengið þangað mikill hval-
fiskur, enda eru til um það gamlar og nýj-
ar sagnir. Þar eru einnig örnefni, sem ein-
dregið benda til að þangað hafi snemma
oft og lengi verið mikil fiskigengd. Má
þar til nefna nafnið Sildarmannagötur.
Það er og vitað, að mikið útræði var stund-
að af jörðum báðu megin fjarðarins, með-
an nokkurn fisk var að fá í Hvalfirði. Þar
voru og óvenjulega góð skilyrði til fisk-
veiða. Galtarvikurdjúp var talið bezta fiski-
mið í Hvalfirði, sannaðist það og enn,
þegar síldin gekk S fjörðinn. Þar var og
víða gnægð af skelfiski til beitu, en það
hefur löngum þótt „tálbeita.“ Lengi, og
nokkuð fram yifir síðustu aldamót, var sótt
beita í Hvalfjörð frá öllum verstöðvum í
sunnanverðum flóanum.
öruggustu heimildina um útræði frá
jörðum við Hvalfjörð frá fyrri tímum er
að finna í jarðabók Árna Magnússonar frá
1706.
Við eftirtaldar jarðir í kring um Hval-
fjörð stendur svo: „Heimræði er jafnan,
þá fiskur er í Hvalfirði“: Frá Þyrli, Litla-
Sandi, Mið-Sandi, Brekku, Bjarteyjarsandi,
Hrafnabjörgum, Ferstiklu, Saurbæ, Kala
stöðum, Katanesi, Klafastöðum, Innri-
Galtarvik, Ytri-Galtarvík, Gröf.
Við eftirtaldar jarðir út með Hvalfirði
og áfram vestur með ströndinni stendur
hins vegar svo í fyrrnefndri heimild:
„Heimræði árið um kring“: Tyrfings-
staði, Innra-Hólm, Þaravelli, Gerði, Más-
staði, Skála-Tanga, Vík, Miðhús, Staðar-
höfða, Heynes, Kjaranstaði, Ytra-Hólm og
Kross.
Sunnan Hvalfjarðar er getið um heim-
ræði frá eftirtöldum jörðum: Brautar-
holti, Kjalarnesi, öðru nafni Nes, Mýrar-
holti, Amarholti, Sambæ, Hjarðarnesi,
Herjólfsstöðum, Neðra-Hálsi, Hvammsvik,
Hvítanesi, Þrándastöðum og Skorhaga.
Auk þeirra býla, sem áður hafa verið
nefnd í landnámi sunnan Skarðsheiðar, er
heimræði á þessum tíma frá eftirtöldum
jörðum Innsta-Vogi, Ósi, Hvítanesi, Bekan-
stöðum, Arkarlæk og Kjalardal. Ennfrem-
ur Ási i Melasveit (a. m. k. haust og vor),
Melum vor og sumar, Belgsholti vor og
127