Akranes - 01.10.1953, Síða 23
svo nýtt hús út við núverandi Heiðar-
braut, 6,4X7 m, en auk þess inngangs-
skúr við norðurgafl. Þetta er timburhús,
byggt ofan á steinsteyptan kjallara. Gamla
húsið er bakhús, en bæði standa þau enn i
dag og eru notuð til íbúðar.
Klöpp er eitt þeirra býla, sem byggð
voru á kirkjulandinu og fylgdi allstórt
land sem að mestu leyti var notað til kart-
öfluræktar. Lengi höfðu þau Klapparhjón
einnig nokkrar kindur og hirtu allt sitt
vel, hygg ég því, að þau hafi búið snyrti-
lega í sveit og farið vel með skepnur sín-
ar. Hér stundaði Jón sjó- og landvinnu
jöfnum höndum, en siðari árin þó ein-
göngu landvinnu.
Sumir munu ef til vill hafa talið, að
Jón á Klöpp hafi verið fremur mislvndur
og lundstirður. Ef til vill hefur eitthvað
verið til í þessu, en ekki svo, að orð væri
á gerandi, það þykist ég vel geta dæmt
um, því lengi stundaði hann vinnu hjá
okkur félögum. Bæði voru þau hjón hinar
prúðustu manneskjur, trygg og vinföst.
Eina dóttur áttu þau bama, Herdisi, er
áreiðanlega var augasteinn þeirra, enda
afbragðsstúlka á alla lund og foreldrum
slinum mjög góð dóttir. Herdís giftist aldr-
ei; hún var hér mörg ár hjúkmnarkona á
vegum Hjúkrunarfélags Akurnesinga.
Hún var einnig um mörg ár verzlunar-
stúlka við kjötverzlanir i bænum og leysti
þessi störf af hendi með framúrskarandi
samvizkusemi og dugnaði. Herdis var
stofnandi Ungmennafélags Akraness og
góður og starfssamur félagi þar, t. d. við
skurðgröft og jarðræktarvinnu félagsins,
sem og öll hugðarefni þess. Herdís var
lengi við saltfiskverkun og sýndi þar sem
annars staðar, að hún var vikingur til
vinnu, framúrskarandi trú og dygg.
Jón á Klöpp andaðist 19. nóvember
1943. Herdís 1. ágúst 1944, en Valgerður,
28. júlí 1949. Valgerður arfleiddi systur-
dóttur Jóns, Rannveigu Árnadóttur að eft-
irlátnum eigum sinum. Á hún því bæði
húsin nú, en áður leyfðu þau Rannveigu
og manni hennar, Björgvin Stefánssyni
að byggja á lóðinni, hið næsta við Klöpp.
Þar í milli var einlæg vinátta.
Þegar þau mæðgin flytja í hið nýja hús,
er það í manntalinu kallað Stóra-Klöpp,
en hið gamla Litla-Klöpp. Síðan hefur
þetta fólk búið i gamla húsinu:
Agnar Bragi Guðmundsson, f. 11. okt.
1875, að Refsteinsstöðum í Víðidal í Húna-
vatnssýslu. For: Guðmundur Frimann
Gunnarsson, ættaður af Vatnsnesinu, hálf-
hróðir Ölafar skáldkonu á Hlöðum, og
kona hans Ingibjörg Árnadóttir 'frá Kirkju-
hvammi á Vatnsnesi. Systkini Braga voru
7» sem til aldurs komust. Þau fóru öll til
Ameríku og eru dáin.
Bragi óslt upp hjá foreldrum sínum til
11 ára aldurs. Agnar Bragi kvæntist konu
þeirri, er Guðrún hét Sigurðardóttir
Hjálmssonar af Hafnaætt.
Þau hjón byrjuðu búskap á Hnjúkum
á Ásum, og voru þar li tvö ár, þá fóru þau
að Smyrlabergi í sömu sveit og voru þar
í þrjú ár. Þá fóru þau að Fremsta-Gili í
Langadal og bjugg.u þar í 14 ár. Þar byggðu
þau steinhús og gerðu á jörðmni miklar
umbætur. Reistu sem sagt allt úr rúst.
Þaðan var haldið að Blöndubakka, rétt hjá
Blönduósi, þar voru þau i tíu ár, en síðan
á Blönduósi i tvö ár.
Þaðan fluttu þau svo hingað á Akranes
1935, fyrst að Tjörn, en svo að Klöpp og
voru þar í tvö ár, en fluttu þaðan til
Reykjaviíkur, þar sem þau áttu heima síð-
an. Konan er dáin, fyrir nokkrum árum,
og Bragi andaðist 2. desember síðastiiðinn.
Hann taldi sig hafa verið mikinn láns-
mann i lífinu, haft mikið barnalán og
átt óvenjulegan lifsförunaut.“ Ef ég hefði
verið jafnoki hennar," segir Bragi, „hefði
þetta þó allt verið enn betra, og við gert
enn meira gagn.“
Þessi börn þeirra hjóna eru á lífi:
1. Guðmundur Frímann, búsettur á
Blönduósi, kvæntur Sigurunni Þor-
finnsdóttur, og eiga 3 börn.
2. Sigurbjörg Ásta, gift Einari Bach-
mann, rafvirkja. Þau áttu 2 höm,
skildu samvistir. Þau fóru vestur um
haf og þar er hún enn, en Einar er
korninn heim aftur.
3. Ingibjörg Kristín, gift Aðalsteini And-
réssyni. Þau eru búsett í Reykjavík og
eiga 2 börn.
4 Sigtryggur Levii, kvæntur Þórunni Ste-
fánsdóttur. Þau eiga tvö börn, en hann
átti og eitt áður en hann kvæntist.
5. Hannes Hafstein, kvæntist Gróu Dag-
mar. Þau búsett í Reykjavák og eiga
3 börn.
6. Guðmann Svafar, kvæntur Þórunni
Þórðardóttur. Þau eru búsett á Blöndu-
ósi og eiga 2 dætur.
7. Aðalsteinn Bragi, stýrimaður, kvæntur
Steinunni Jónsdóttvu:. Þau búsett í
Reykjavík og eiga 6 börn. Eitt bam átti
hann og áður en hann kvæntist.
8. Edvald Ari, bílstjóri í Reykjavik,
kvæntur Rögnu Magnúsdóttur. Þau
eiga 3 drengi.
Skömmu eftir síðustu aldamót var mik-
il harka í póliííkinni ekki síður en nú, og
höfðu sumir þá mikinn átrúnað á foringj-
um flokkanna og fylgdu þeim á hverju
131
AKRANES