Akranes - 01.10.1953, Side 25

Akranes - 01.10.1953, Side 25
nieð 114 al. porti og brotnu þaki, stein- límdur kjallari er undir öllu húsinu 3. al. hár. Afastur inngangsskúr er við húsið, í húsinu er múrpípa og 1 eldavél, þar eru tvö herbergi niðri, auk eldhúss og forstofu og geymsluklefa, á lofti eru 3 herbergi.“ 400 fenmetra lóð fylgir húsinu, sem er velræktaður kartöflugarður, og er lóðin metin á 200 kr. Þessi eru börn þeirra Uppkots hjóna: 1. Jón, f. 24. júní 1884, fór 15 ára gamall á skútu, Harald frá Akranesi. Hann stundaði sjómennskuá 35 ár, en varð þá að fara alfarinn í land vegna maga- kvilla, sem þjáði hann. Jón fluttist héðan alfarinn til Reykjavíkur 1916 og hefur átt þar heima síðan, ókv. Jón er hið mesta prúðmenni, trúr og traustur. 2. Þuríður, f. að Kistufelli í Lundareykja- dal 22. maí 1885, Þuríður fluttist frá Uppkoti árið 1908 og giftist það sama ár Ágúst f. 26/1.—1869 Guðmunds- syni frá Skjaldarkoti á Vatnsleysu- strönd, Ivarssonar, Jónssonar frá Syðsta-Vatni í Skagafirði. Móðir Ágústs og kona Guðmundar, föður hans, var Katrín Andrésdóttir frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, systir Magnúsar Andréssonar, prófasts á Gilsbakka og þeirra systkina. Ágúst og Þuríður bjuggu frá 1910 í Halakoti á Vatnsleysuströnd. Þuríður missti mann sinn í nóv. 1941, en bjó þar enn með þremur bömum sínum. Þessi eru börn Ágústs og Þuríðar: a. Guðmundur Valdimar, kvæntur Guð- finnu Kristjánsdóttur frá Amarstöðum í Flóa. Þau eiga tvo sonu: Kristján og Ágúst Sævar. b. Halldór, bóndi á Minni-Vatnsleysu, kvæntur Eyþóru Þórðardóttur frá Stóru-Vatnsleysu. Þeirra börn eru fjög- ur: Andrea Ágústa, Þórður Haukur, Lilja Sólrún og Þórunn. c. Jón Kristinn, bifreiðastjóri í Skipholti á Vatnsleysuströnd, kvæntur Katrínu Theódórsdóttur úr Reykjavik. Þeirra synir: Ágúst og Hjalti. d. Guðmundur, útgerðarmaður í Garð- húsum á Vatnsleysuströnd, kvæntur Guðríði Þórðardóttur frá Stóru-Vatns- leysu. Þeirra börn 4: Þórunn Kristin, Lilja Júlía, Andrés Ágúst Þorkell og drengur óskírður. e. Guðmundur Ragnar vélstjóri ókv. f. Steingrímur Magnús, bifreiðastjóri, ókv. g. Katrín Sigrún, ógift. Ágúst Guðmundsson hefur verið greind- ur og fróðleiksmaður og búið yfir óvenju- lega ríkri frásagnargleði. Hann var af- burða duglegur formaður og heppinn sjó- sóknari og góður bóndi. Hann hefur rit- að greinagóða þætti af Suðumesjum, er ÁKRANES komu út i bókarformi 1942. Þuriðrn- er hin mesta dugnaðar og myndarkona, enda er tahð, að heimili þeirra hafi verið fyrir- mynd um flezt. í upphafi þátta sinna segir Ágúst m. a.: „Ég byrjaði búskap með konu minni hér 1910. Hún heitir Þuríður Halldórsdóttir, ættuð úr Borgarfirði. Höfum við eignast 8 börn og eru sjö á lífi, sex drengir og ein stúlka. Er hún yngst, 15 ára. Hafa þau öll verið hjá mér til þessa og eru öll efni- leg. Vín hefur aldrei komið í mín hús. Kona mín er efnileg og góð kona, hana tel ég mér stærsta happ. Hér settumst við að á eyðibýli, húsalausu og var köld að- koma. Nú hef ég byggt upp öll hús sæmi- lega. Fæ af túninu um 200 hestburði, hefi girt það og sléttað allt, sem áður var þýft og sendið og hef góða matjurtagarða.“ Af þessu litla broti má sjá, að þau hjón hafa verið þarna duglegir landnámsmenn og ekki setið auðum höndum. Einnig, að þau hafa lifað þama gæfusömu, gagnlegu lífi og alið upp marga nýta borgara. 1 því efni eru góð heimili undirstaðan. 3. Guðrún, gift Elíasi Lyngdal, kaup- manni í Reykjavík, Stefánssonar í Hraungerði i Álftaveri, Einarssonar og konu hans, Sigríðar Bárðardóttur frá Hemlu í Álftaveri. Báðar systurnar Þuríður og Guðrún munu hafa verið eitthvað við nám í Reykjavik árið 1908. Börn Elíasar Lyngdals og Guðrúnar eru þessi: a. Kristinn Guðjón Lyngdal, kaupmaður, ókv. b. Stefán Sigurður Lyngdal, kaupmaður, kvæntur Herdísi Sigurðardóttur, fóst- urdóttur Guðjóns Sigurðssonar og Þór- dísar Jónasdóttur konu hans d Straum- firði. Þeirra dætur: Svala og Elsa Guð- rún. c. Magnhildur, Lyngdal, fyrri maður hennar var Ásbjöm Þorkelsson, lát- inn, sonur þeirra heitir Hörður Þorkell. Síðari maður Magnhildar er Gunnar Hestnes, vélstjóri frá Isafirði. Þau eiga eina fósturdóttur, sem heitir Guðlaug. Guðrún er hin myndarlegasta hús- móðir, en mun vera fremur hlédræg og kærir sig ekki um að láta bera mikið á sér. öll bera þau systkini í brjósti hlýhug til Ákraness, þar sem þau ól- ust að mestu upp. Þess skal getið, að Magnús Einars- son á Hrafnabjörgum, faðir Kristinar, var í Uppkoti árið 1890, en fór eftir það til Áma sonar síns í Ólafsvík og andaðist þar 1892. Bjama, sonar Magn- úsar vona ég, að hægt verði að geta um síðar í þessum þáttum, en ef ég kemst með frásögn þessara þátta að Innra- Hóbmi, Höfn og Hrafnabjörgum, sem ætlunin er, mun ég geta Magnúsar sérstaklega nánar, þvl að svo vill til, að í mínum höndmn er greinagott ævisöguágrip Magnúsar og Bjama son- ar hans. Halldór í Uppkoti var alvanur öllum störfum til sjós og sveita. Hann reri hér á opnum skipum, var á skútum, átti hlut i mótorbát og var um nokkur ár á honum. Halldór var þrifinn og snyrtilegur maður, hygginn og hagsýnn. Kristín kona hans var hin mesta myndar húsmóðir og ágæt- asta kona og talin vel greind. Árið 1914 kaupir Helgi Jónsson frá Kirkjubóli Uppkotsihúsið af Halldóri. Helgi var f. 14/3.—1864, Jónsson, f. 4/4.—1830 á Fiskilæk, Jónssonar, Ólafssonar á Fiski- læk. Kona Jóns og móðir Helga var Val- gerður Eyjólfsdóttir Ásgrímssonar prests í Stóradal undir Eyjafjöllum, Pálssonar klausturhaldara Jónssonar og prófasts í Hörgsdal á Siðu. Kona Ásgríms prests var Ástríður (f. um 1770, d. 3. júlí 1834) Lýðsdóttir, sýslumanns Guðmundssonar. Kona Helga d Uppkoti var Guðrún Sæ- mundsdóttir, Sigurðssonar og konu hans Ragnheiðar Kjartansdóttur. Þau bjuggu fyrst á Kirkjubóli, en síðar á Litlubýlu. Helgi í Uppkoti og þau hjón voru fyrst um eins árs skeið í húsmennsku í Görðrnn. Bjuggu síðan í þrjú ár á Tyrfingsstöðum,. en lengst af á Kirkjubóli í Innri-Akra- neshreppi. Eftir að þau fluttu í Skagann voru þau í eitt ár í Geirmundarbæ, en keyptu svo Uppkot eins og áður segir, og bjuggu þar meðan þau lifðu. Börn þeirra Helga og Guðrúnar eru þessi: 1. Ragnheiður f. 18/11.—1894, fyrri maður hennar var Sigurbjörn Jóns- son frá Bergi, Ásbjörnssonar. Þeirra dóttir: Guðrún Helga, gift Garðari Páls- syni. Þeirra börn: Páll, Grétar, Haf- steinn og Skúli. Ragnheiður og Sigurbjöm voru stutt saman, því að hann andaðist tiltölu- lega ixngur á Vífilsstöðum. Síðari mað- ur Ragnheiðar var Jóhannes Eiríksson frá Horni i Skorradal. Þau bjuggu í Sandgerði á Miðnesi og þar andaðist Jóhannes 1951. Þeirra börn: a. Sigulrjón Ágúst, kvæntur Lau'feyju Guðmundsdóttm' frá Fáskrúðsfirði. b. Bergey Pálsdóttir, gift Bjarna Sigurðs- syni úr Þingeyjarsýslu. Þau búa í Sandgerði. Þeirra böm: Ragnheiður og Jóhannes. c. Laufey, gift Inga Þór í KeflaVák. 2. Valgerður Sigurrós, bjó lengi með Þór- arni Þórarinssyni frá Skálatanga. Þeirra börn: a. Sigríður Ásta, starfsstúlka við símann hér. b. Hilmar Njáll, kvæntur Kristbjörgu Þórðardóttur Suðurgötu 38, Ásmunds- sonar. Þeirra sonur, Þórður Hafsteinn. Framhald á síSu 141. 133

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.