Akranes - 01.10.1953, Side 26
SÉRA FRIDRIK FRIÐRIKSSON:
STARFSÁRIN III.
Svo skyldum vér og komum stundvíslega saman kl 7 um morg-
uninn, allt þingið. Mig minnir, að það væri forscti Alþjóðastjórn-
arinnar, Dr. Paul de Gouttes, sem bar fram tillögu, ég man
ekki hvemig hún var orður, en hún hafði þau áhrif, að allir
féllust á hana, og bæði Frakkar og Þjóðverjar greiddu henni at-
kvæði sín með yfirlýsingu um ánægju sína. Það var auðfundið,
að öllum þingheimi var þetta léttir og fró. Frakkar og Þjóðverj-
ar tóku saman höndum, og fundi var slitið kl. rúmlega 7V2, svo
ekkert raskaðist í dagskránni. Lloyd Williams, höfuðsmaður, sá
secm talaði við mig um nóttina, gekk til mín og sagði: „Ég trúi
því nú, að þér hafið haft rétt fyrir yður í gærkvöldi." Ég er
í engum vafa um það,“ sagði ég. Þessi Williams höfuðsmaður á
eftir að koma við sögu mína næsta ár í Lundúnum. Við urðum
beztu vinir.
Dagamir í Velden verða mér ekki síður ógleymanlegir en
veran í Pörtschach. Það voru reglulegir sólskinsdagar. Samveran
við vini mína frá Danmörku, minn kæra vin frá Stúdentadög-
um mínum, Gunnar Engberg, og f'leiri, og fulltrúann frá SV.í-
þjóð, Remadotte prins og fjölskyldu hans, og fremur öllum öðr-
um dr. Karl Fries; það vom mér sannar nautnastundir. Þá má
ég svo telja fulltrúana frá Bandaríkjunum og Canada, sem buðu
mér daginn eftir þingið til samveru á ihóteli einu, og þar töluðum
við John R. Mott saman og rituðum upp minningar frá Stúd-
entamótinu í Cansas City 1914. Þar var Richard Morse, sem
ég held að hafi verið elzti maður fundarins og tignaður mjög af
öllum höfuðmönnum félagsskaparins. —
Þingið endaði fimmtudaginn 14. júní um kvöld. Ég hafði
hugsað mér að dvelja í Kamten vikutíma eða svo og talaði ég
því um það við húsbændur mína, að þau leigðu mér herbergið
í 8 daga.
Ég hafði hugsað mér að sjá mig um í Karnten og gekk þvi
einn dag til Pörtschach ásamt einum af skozku fulltrúunum,
sem hét Davið Dreghom, og fórum við fótgangandi. Á leiðinni
heimsótti ég bónda, sem ég hafði kynnzt i Pörtscach. Hann var
danskur og hafði búið þarna meira en 30 ár. H-ann sagði mér, að
'fyrir stríð hefði hann verið allvel efnaður og átt yfir 300 þús-
und krónur í bankanum, fyrir utan jörðina og góða áhöfn. Nú
bærist hann í bökkum, og bankaeign sín væri nú alveg einskis
virði. — Hann tók okkur vel og bauð okkur svaladrykk. Hann
varð mjög feginn að fá tækifæri til að tala um Danmörk.
Við komum svo til Pörtsdhach. Ég fór að skoða staðinn, þar
sem fundahúsið hafði staðið. Nú var þar slétt grund, og lágu
þar stórir staflar af gróðurreitagluggum, sem verið var að skila
til lánendanna. Ég hitti þar nokkra af drengjunum mínum, og
urðu þar með oss fagnaðarfundir. Ég fann þar á pósthúsinu all-
stóran böggul til mín. Það var stórt íslenzkt flagg, sem sent
hafði verið frá Kaupmannahöfn, eftir boði frá landstjóminni á
Tslandi, sem gjöf til Alþjóðastjómar K. F. U. M. í Geneve; átti
bað að vera komið á fundinn, en hafði tafizt svona á leiðfinni.
Ég sendi það svo til Geneve frá Vínarborg ásamt bréfinu til dr.
Karls Fries, sem áður er frá sagt.
Daginn eftir Pörtschaoh gönguna fór ég með litla vini mín/um
með jámbrautarlest til Klagenfurt, höfuðborgarinnar í Karnten.
Bærinn hefur um 30.000 íbúa. Þar er latínuskólinn, sem litli
vinur minn gekk í. Þar var lögð mikil ræ'kt við latínunámið, og
bálflangaði mig til að heilsa uppá rektorinn og láta honum í
ljós aðdáun mina á latinukennslu þeirra, en ég kom mér ekki að
bV: og fannst, það væri einhver fordild í því. Svo gekk ég að
skoða mig um, meðan skólatímar stóðu yifir. Svo á tilsettum tima
mættumst við vinirnir á stöðinni, og ég veitti máltíð á veitinga-
húsi rétt við stöðina, og héldum við svo heim. Hann var mjög
glaður yfir ferðalaginu.
Einn af dögunum, sem ég dvaldi á mótinu í Pörtscach, hitti
ég mann einn, óðalsbónda Egger. Hann leitaði mig uppi, af því
að ég var Islendingur; hafði hann fengið að vita hjá einhverjum,
að einn Islendingur væri þar á mótinu. Hann kvaðst vera í fé-
laginu „Islando Freunda," og bauð hann mér heim til sín eftir
að þingið í Velden væri endað. Hann gaf mér heimilisfang sitt
og bað mig að láta sig vita, hvenær ég gæti komið; svo skrifaði
ég frá Velden og fékk svar, að ég skyldi fara til Villach og þaðan
með járnbraut til Spittal, bæjar upp í Alpafjöllum við ána Drava,
og mundi hann taka þar á móti mér.
Er tiltekni dagru-inn kom, ifór ég til Spittal og var óðalsbónd-
inn þar á stöðinni og tók mér opnum örmum. Stigum við síðan
á vagn og ókum yfir Dravafljótið. Það er stórt fljót og straum-
hart, og svo lá leiðin upp afar mikla brekku, og lá i ótal bugðum
eins og í Kömbum upp á Hellisheiði. Svo komum við loks upp á
brúnina; tók þar við allbreið slétta, sem að ofan var girt feikn-
miklum barrskógum, en upp yfir þá gnæfðu hrikalegir og fann-
hvítir Alpatindar. Á sléttunni nær því miðri stóð reisulegt Óð-
alssetur. Þar bjó herra Egger. Þaðan var dýrðleg útsjón yfir á
fjöllin hinumegin við Drava. Móðir óðalsbóndans stóð fyrir bú-
in, þvi að hann var ókvæntur. Ég átti þar ágætan dag, en næsta
dag ók hann með mig niður til Spittal, og þar tók hann bíl, og
heimsóttum við ýmsa staði þar í afdölum fjallanna, komum að
gömlu, niðurlögðu klaustri, og var þar yndislegt að ganga um
bæði úti og inni. Því miður man ég ekki nafn staðarins og skrif-
aði ekkert niður hjá mér, þVi eð þá var það alls ekki í huga minn
komið, að ég myndi nokkum tíma skrifa þessa sögu; en hrika-
myndir landslagsins mótuðust þannig hjá mér, að ég sé þa:r enn
fyrir mínum innri augum: Hina þröngu dali, háar brekkur,
gnæfandi tinda, stirðar ár og fjallalæki, en ekki mikið af reglu-
legum hamrabeltum, nema lielzt í djúpum þvergiljum, og stöð-
ug umskipti af háum grasigrónum snarbrötttum höfðum og þétt-
um skógarreinum. Það hefur stundum gripið mig þrá eftir þess-
um slóðum. Eftir nautnaríka daga fór ég aftur niður til Velden,
og skildum við óðalsbóndi Egger með góðri vináttu. Það varð
mér til gleði að fá nokkrum árum siðar heimsókn óðalsbóndans
hingað til Reykjavikur og geta sýnt honum dálítið hér um kring.
Hann hafði gaman af að koma upp að Kaldárseli og upp á Helga-
fell, þar sem hann varð mjög hrifinn af hinni stórfengilegu út-
sjón yfir Faxaflóa og hinum víðáttumikla og fagra fjallahring.
Honum fannst mikið til um hraunbreiðurnar og gíginn í Búrfelli.
Hann var sérlega ljúfur maður. Áður en við skildumst þarna upp
í Karnten, gaf hann mér það ráð, að ég skyldi búa á Hótel „Kais-
erin Elisabeth,“ er ég kæmi til Vínarborgar, og sagði ég hon-
um, að ég mundi fara niður þangað eftir þrjá daga. Hann bað
mig að bera kveðju til baróns von Jaden og frúar hans, sem væru
miklir vinir sinir.
Síðan á tilsettum degi eða kvöldi, réttara sagt, kvaddi ég Veld-
en og þar með Kárnten á leið til Vinarborgar. Það var í mér sökn-
uður að yfirgefa þessar kæru slóðir. Einkum tók ég nærri mér að
kveðja litla „latneska" vininn minn, sem var orðinn mér svo
irunilega kær, en því miður man ég ekki nafn hans og hef ekki
getað rifjað það upp fyrir mér. Þegar ég spurði foreldra hans um
gjaldið fyrir þessa 8 daga, sem ég hafði haft herbergið eftir þing-
ið, svöruðu þau, að borgað hefði verið 7000 krónur hina 4 þing-
dagana um sólarhringinn, og þar sem ég hefði verið þeim svo kær
gestur og drengnum svo góður, ætluðu þau ekki að taka hærra
gjald og ætti ég þVi að borga 56 þúsundir fyrir átta dagana. Ég
sagði að það kæmi ekki til mála, og vildi ég fá að borga 14 þús.
fyrir daginn og borgaði 112.000. Það voru ekki nema ein króna
og 40 aurar á dag i íslenzkum peningum. Ég rétti lilta vini mín-
um bréf og sagði, að hann skyldi opna það, er ég væri farinn.
AKRANES
134