Akranes - 01.10.1953, Page 27

Akranes - 01.10.1953, Page 27
En hann hafði ekki í sér þolimnæði til þess, og þegar hann sá, að í þvi var hundraðþúsundkróna seði'll, hoppaði hann upp í loft- ið með gleðiópi. Mamma hans sagði: „Svona stóran pening hefur hann aldrei eignast. Nú held ég, að hann geti 'fengið mikið af eggjum og öðru.“ Þetta voru nú engin ósköp, aðeins 10 kr. ísl. En maður var nú milljónamaður í austurrískum krónum. — Eftir góðar kveðjur ók ég svo til stöðvarinnar og fylgdi vinur minn mér þangað. Síðan fór ég með næturlest til Vínarborgar og kom þangað um morgmxinn. Eg tók mér bíl og ók til hótels- ins, sem Hr. Egger hafði vísað mér á. Það var stórt og mikið hó- tel. Þegar ég kom inn í forsalinn talaði ég við dyravörðinn og fékk herbergi. Þegar ég hafði skrifað nafn mitt og aðrar upplýs- ingar og sýnt vegabréfið, þá sagði dyravörðminn: „Þér eigið hér bréf,“ og fór ofan í skúffu og rétti mér bréfið. Ég var alveg hissa; hver gat vitað, að ég væri kominn til Vínarborgar og að ég mimdi velja þetta hótel til að búa á. — Bréfið var frá barón von Jaden, og bauð hann mig velkominn og kvaðst mimdu koma kl. 6 um kvöldið og taka mig út til miðdegisverðar. Svo fékk ég stórt og fallegt herbergi. Það var auðséð, að það hafði verið mjög fínt áður. Veggtjöldin, gólfteppin og húsmunir báru með sér vottum forna vegsemd; nú var allt fremur snjáð og bar vott um hnignun af völdum stríðsins. — Ég ræsti mig og hafði fataskipti og fór í viðhafnarföt mín, prestafrakkann, sem eru fullgild d hvaða viðhafnar samsæti sem vera skyldi. Ég borð- aði góðan hádegisverð og tók mér svo 'fyrir hendur að skrífa bréf og hvíla mig, til þess að búa mig undir komu barónsins. É,g bæði kveið fyrir og hlakkaði þó til að heilsa fornum kunn- ingja barónessunni, sem ég hafði lítillega kynnst sem ungri stúlku í Reykjavík, Ástu, systur skólabróður míns Helga jarðfræðings Péturs. Svo kl. 6 kom baróninn, roskinn maður og ekki sérlega mikill fyrir mann að sjá. Ég hafði búist við vagni og einkennis- búnum ekli, en hann kom gangandi og kvaðst vilja sýna mér um í borginn, þvtí kl. sjö væri matmálsthni. Við gengum ;svo langa vegi og sáum margt. Hann var ljúfmenni mikið og há- nienntaður maður og sérlega fróður um Island og Norðurlönd yfir höfuð. Það var mikil skemmtun að tala við hann. Siðast sýndi hann mér keisarahöllina, þó aðeins hallargarðana og var auðséð, að þar inni hafði fyrrum verið mikilfenglegt líf. Svo komum við að veitingahúsi rétt hjá keisarahöllinni. Þar geng- uni við inn. Þar voru margir, mjóir en langir salir, og borð eftir þeim endilöngnm. Það var ékki mjög hátt undir loft, og loftið var hvelfing. Menn sátu við borðin og voru að matast. Svo kom- um við inn í einn sal, þar var þétt skipað báðmnegin við borðið. Allir stóðu upp og heilsuðu baróninum. Hann heilsaði á móti og leiddi mig að borðsenda og lét mig setjast þar og settist við vinstri hlið mína. Ég sá, að það var autt sæti hægra megin við mig. Svo stóð baróninn upp og kynnti mig fyrir gestunum. Þeir stóðu upp og hneigðu sig í kveðjuskyni. Svo kynnti hann mér þá, er sátu kringum borðið, og ávarpaði þá um leið með nafni. Ég varð hálfringlaður. Þetta voru allt tignarmenn. Þar voru greifar, höfuðsmenn, ofurstar og þar frameftir götunum. Ég held, að ég hafi aldrei verið í jafn tignu samkvæmi. Allir voru samt í hversdagsfötum og mjög blátt áfram að sjá. Baróninn sagði mér, að þetta væri „klúbbur“ þeirra og mötuðust þeir þar saman á vissum dögum, karlmenn aðeins, en svo sagði hann í heyranda hljóði, að hann ætti á hverri stundu von á konu sinni, sem ætl- aði að borða með þeim í dag, vegna þess að landi hennar væri hér kominn sem gestur þeirra. Hinir tóku með fögnuði undir, að það væri þeim mikill sómi að hafa barónessuna í samkvæmi þeirra. f þvi gekk barónessan inn, og reis upp 'fagnaðarkliður. Hún var smekklega búin, en viðhafnarlaust. Hún var forkunnar- fríð kona og mjög virðuleg i framgöngu og fasi, en þó mjög blátt áfram. Hún rétti ýmsum höndina, er hún gekk inn með borðinu, og stóð sá upp og hneigði ,sig og kyssti á hönd hennar, og titlaði bana: „Gnádige Baronin!11 Svo er hún kom upp að borðsendan- um, heilsaði hún mér á íslenzku og settist við hlið mína í auða AKRANES sætið. Svo var maturinn borinn inn. Það var einhver súpa með kálmeti og kartöflum blandað í. Það var enginn fisk- eða kjöt- réttur á eftir, heldur einhver brauðréttur líkt og ábætir. Baróninn sagði, að ég ætti að fá kjötrétt, en ég afþakkaði það. Eftir borð- haldið var rétt úr sér og talað saman í öðrum sal. Það voru margir, sem tóku mig tali mjög ljúfmannlega. Að endingu spurði barón- inn mig, hvort hann ætti ekki að fá bíl til heimferðarinnar, en ég kaus heldur að ganga, og fylgdu þau hjónin mér til hótelsins. Þau buðu mér svo heim til sín í síðdegiska'ffi, og kvaðst baróninn koma kl. 2 og sækja mig. Næsta dag var ég svo hjá þeim. Þau bjuggu í hluta af stóru húsi, alein, því að frúin sagði mér, að þau 'hefðu ekki ráð á að halda þjón né vinnustúlku. Barónessan bjó sjálf til kaffið á íslenzkan hátt, og var það mjög ljúffengt. Þau sýndu mér iðnstofu húsbóndans. Hann hafði búið til stólana sjálfur; hann var lista trésmiður og hafði einnig skósmíðaverk- færi, því að hann gjörði við skó þeirra. Barónessan sagði mér, að allir þessir aðalsmenn, sem voru við borðhaldið daginn áður, væru bláfátækir, hefðu orðið að selja eignir slínar og hefðu ekki ráð á að halda hús og borðuðu úti. Þessi veitingastaður hefði 'fyrir stríðið verið mjög sóttur af hirðmönnum og háum aðli. Nú kæmu þeir þangað í fátækt sinni, og þar inni héldu þeir þeim tignar- nöfnum, sem þeir áður höfðu haft, en annars hefðu þeir ofan af fyrir sér með ýmsu starii cg hefðu sín borgaralegu nöfn, þvi allir aðalstitlar hefðu verið strikaðir út með lögum. Hún sagði mér, að maðurinn sinn skrifaði sig ekki lengur baron von Jaden, heldur docktor von Jaden, því það væri hann, og nú væri hann justitiarus í hæstarétti. Hún sagði mér frá neyðinni á stríðsár- mmm, og hefðu þau hjónin komizt betur a'f en margir aðrir vegna hjálpar þeirrar, sem þau við og við hefðu fengið frá frænd- um og vinum hennar heima i Reykjavík. — Ég dáðist að þvi, hve vel þau og þeir aðalsmenn, sem ég kynnt- is, báru hin breyttu kjör. Meðan ég dvaldi í Vínarborg, naut ég mikillar gleði í samveru þeirra hjónanna, var þrisvar boðinn út til miðdegisverðar með þeim, og baróninn kom oft að taka mig út að sjá söfn og annað merkilegt, t. d. gamlar knkjur, og var mér svo ljúfur. Ég fór líka auðvitað rnikið um á eigin hönd og naut lífsins. Ég fór oft inn í hina miklu og merkilegu dómkirkju, st. Stefánskirkjuna, og s'koðaði hana og átti margar góðar til- beiðslustundir þar inni. St. Stefánskirkjan er byggð í fögrum gotneskum stíl með feikna háum turni, 137 metra á hæð. Kirkj- an sjálf er a'far há og hinir háu gluggar mikil listaverk. En það er jafnvel um hábjartan daginn hálfrökkur þar inni; þar eru mörg ö'lturu, og brenna þar fjöldi vaxljósa. Niðurinn frá hinum stóra bæ ber,st ekki þangað inn, og er þar því kvrrð og ró. Og hún varð ennþá dýpri, þegar einhver var að leika á orgel, og bárust ómarrnr um hvelfingar kirkjunnar og fylltu allt rúmið með sefandi, fróandi hljómum, sem um leið lyftu sálinni upp í ómælishæðir heilagrar hrifningar og gleði. Ég átti margar slík- ar hrifningar- og einverustundir, sem ennþá koma upp einhvers staðar neðan úr djúpi undirvitundarinnar og verða aftur svo raunverulegar, eins og ég stæði inn í hálfrökkri hinnar mikil- fengu kirkju og nyti þessa alls, jafnvel á enn dýrlegri hátt en þá. — Barón von Jaden sýndi nýjar aðrar merkilegar kirkjur, og varð ég hrifinn af þeirri lotningu, sem ég sá, að hann sýndi, þegar við gengum fram hjá altari, þar sem tákn hins mikla leyndardóms hins sí-nálæga guðdóms, frelsara vors, var geymt. — Þvi meira, sem ég kynntist þessum göfugu hjónum, þvi meira dáðist ég að þeim, að homnn fyrir prúðmennsku hans og lær- dóm og yfirlætisleysi, að henni fyrir fegurð hennar og fram- göngu og ljúflyndi í tali og háttum. Ég var með sjálfum mér hreykinn af að vera samlandi hennar og fannst það sómi fyrir Island að eiga slíka dóttur, sem með fölskvalausri ást til sins. gamla ættarlands jók á hróður þess í hinu nýja fósturlandi sínu. Mig langaði oft til að bjóða þeim til miðdegisverðar á hóteli mínu en kom mér aldrei að því, og hef þó oft séð eftir hugleysi mlínu. Framhald í nœsta blaði. 13S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.