Akranes - 01.10.1953, Qupperneq 28
AKRANESS
Gjafir og greiðslur til blaðsins,
sem það þakkar innilega:
Séra Guðbrandur Biörnsson, fyrrv. prófastur
100 kr. Valdimar Ölafsson, sjóm. Bolungarvík
íookr. Stefán Stefánsson, kaupm. Siglufirði 150 kr.
Friðrik Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgamesi
200 kr. Amgr. Fr. Bjamason, kaupm. fsafirði 130
kr. Gisli Sighvatsson, bóndi í Garði suður 500 kr.
Magnús Blöndal, bóndi Grjóteyri i Kjós 150 kr.
Ingólfur Flygenring alþm. Hafnarfirði 200 kr.
Valtýr Þorsteinsson, útgm. Akureyri 200 kr. Axel
Sigurðsson, veitingamaður, Rvík 300 kr. Sigurður
Simonarson, múrarm., Akranesi 100 kr.
Hjónabönd:
21. nóv ungfrú Sjöfn Hólmfriður Jónsdóttir
Kirkjuhvoli, og Daði Eiðsson, sjómaður, frá Skarði
í Höfðahreppi í Suður-Þing.
21. nóv. ungfrú Lóa Guðrún Gísladóttir, frá
Naustakoti á Vatnsleysuströnd og Geir Valdi-
marsson, trésmiður, á Skagabraut 37.
28. nóv. ungfrú Ragna Halldórsdóttir, Vestur-
götu 19, og Oddur Dagbjartur Hannesson, neta-
gerðarmaður, s. st.
4. des. ungfrú Selma Annette Sörensen, frá
Balsfjord i Noregi, og Gunnlaugur Magnússon,
bifreiðastjóri, Vesturgötu 25.
Síra Jón M. Guðjónsson, gaf öll brúðhjónin
saman.
Sjókrahúsinu gefinn vísir að
bókasafni:
í tilefni af þvi að Rotaryklúbbur Akraness hafði
haldið 300 fundi hinn 13. nóvember s. 1., gaf
klúbburinn sjúkrahúsinu um 200 hindi góðra bóka,
sem vísi að bókasafni.
Ættu fleiri félög og einstaklingar í bænum að
gera slíkt hið sama, þá yrði þess ekki langt að
biða að þetta kæmi að verulegum notum fyrir
sjúklingana .
Skemmtanir:
Það sér margvíslega á að húsakostur til skemmt-
anahalds hefur batnað. Er hið nýja samkomuhús
mikið notað fyrir alls konar skemmtanir og mann-
fagnaði ýmissa félaga í bænum. Þá hefur hótel-
stjórinn, Ingimar Sigurðsson, gert sér far um að
fá hingað skemmtikrafta úr Reykjavík til þess að
auka fjölbreytnina.
Samhliða þessum umbótum hvað húsakosti við-
kemur, ber alveg sérstaklega að meta og þakka
Ingimar fyrir alla reglusemi og aðlaðandi um-
gengni bæði á hótelinu og samkomusölunum, einn-
ig alla snyrtimennsku i sambandi við allar veit-
ingar. Hér er um stórt menningarspor að ræða,
enda hefur það ekki látið sig án vitnisburðar i
skemmtanamenningu okkar.
Dánardægur:
Guðmundur Gunnarsson á Steinsstöðum andað-
ist í Sjúkrahúsi Akraness 7. október s. 1. á nítug-
asta aldursári.
Guðmundur var greindur og geðþekkur maður,
trölltryggur og vænn maður, hleypidómalaus og
ótrúlega samstígur samtið sinni í hugsun, þrátt
fyrir háan aldur og breytt viðhorf frá hans æsku-
dögum. Guðmundar verður hér rækilegar minnst,
a. m. k. í sambandi við Steinsstaði.
30. okt andaðist á sjúkrahúsinu hér, frú Þóra
Þorvaldsdóttir, frá Jörfa, en hún var f. i Amþórs-
holti i Lundareykjadal 7. des. 1888. Þóru hefur
lítillega verið getið hér áður. Hennar mun og
síðar getið hér i sambandi við Jörfa.
Blómasjóður Akraneskirkju
kaupir kirkjugripi.
Frá stofnun þessa sjóðs hefur áður verið getið
hér í blaðiuu. Stjórn sjóðsins hefur gert ýmislegt
til þess að afla honum tekna fram yfir hið upp-
haflega stofnframlag á sextugsafmæli sr. Þor-
steins Briem.
Kirkjunefnd safnaðarins, sem hefur sjóðinn með
höndum, lét gera eftirtalda muni, sem afhentir
voru kirkjunni til afnota i haust:
1. Tvær ljósasúlur, búnar til af Vilhelm Bech-
mann myndskera í Reykjavik.
2. Hökull, áteiknaður af frú önnu Jónsdóttur, en
saumaður af frá Ruth Steinsson hér í bæ. Staf-
imir á höklinum eru saumaðir af frk. Mar-
gréti Jónsdóttur, Kirkjuhvoli.
3. Altarisklæði, áteiknað af frú önnu Jónsdóttur,
saumað af frk Helgu Guðjónsdóttur og Mar-
gréti Níelsdóttur.
4. Rikkilín, saumað af frk. Valdísi Böðvarsdóttur.
Öll vinna við ofantalda muni, var unnin án
endurgjalds.
Ný verzlun enn:
I kjallara hússins að Vesturgötu 46 var hinn 10.
okt. s. 1. opnuð verzlunin HULD. Eigendur fyrir-
tækisins eru frúmar Herdís Sigurðardóttir og
Stefanía Sigurðardóttir. Munu þær aðallega verzla
þarna með vefnaðarvörur og tilbúinn fatnað, káp-
ur, kjóla ofl.
Bátur bggður í Dráttarbrautinni.
Samvinnufélagið Guðfinnur í Keflavík hefur
samið um smiði á 55 tonna mótorbát við dráttar-
brautina hér, og verður fljótlega tekið til við smíð-
ina.
Almennur fundur um bindindis-
mál,
var haldinn hér í Bióhöllinni 22. nóvember s. 1.
Þar flutti Péur Ottesen alþm. ávarp, og Guðinund-
ur Hagalín rithöfundur erindi. Var hjá báðum
margt vel sagt um ástand og horfur í bindindis-
málum hjá þjóðinni nú. Ennfremur var upplestur,
sýnd var kvikmynd og leikþáttur. Auk þess töl-
uðu nokkur orð að upphafi, Sigurður Guðmunds-
son umdæmistemplar, og að lokum, Ölafur B.
Björnsson. Að fundi þessum stóðu: Umdæmis-
stúka Suðurlands og stúkan Akurblóm, Akranesi.
Húsfyllir var, yngri og eldri bæjarbúa. Skemmt-
un þessi var mjög athyglisverð og lærdómsrík,
enda mjög vel tekið af öllum þeim, er þama voru.
Hafa margir óskað þess að slíkri fræðslu yrði ár-
lega haldið uppi á svipaðan hátt og hér var gert.
136
AKRANES