Akranes - 01.04.1954, Side 3
T þjóniistu lífsins
- Þýðing þjóðnytjastarfs í 2 5 ár -
i.
Hinn mikli skattur.
I HINU harðbýla landi og ofviðra-
sömu vetrum hafa menn oft orðið úti
á öllum öldmn. Þeir hafa farizt í fjall-
göngmn, ám og vötnum. Fram til síð-
ustu ára, ha'fa þó slysin orðið tíðust við
sjávarsíðuna, þar sem ótrauðir merm ýttu
ur vör til fiskfanga á smáfleytum, oft-
ast við örðuga og áhættusama lendingu,
en fá eða engin úrræði þekkt til að verj-
ast slysmn.
I hlutfalli við höfðatölu þjóðarinnar,
stunduðu ótrúlega margir sjó meira og
uiinna á ýmsum árstíðum. Það voru ekki
aðeins menn, sem húsettir voru við sjó-
mn, heldur viðsvegar úr sveitum lands-
ms. Mannskaðamir hjuggu því stór skörð
1 úrvalslið sveitanna eigi síðm- en þeirra,
sem bjuggu í bæjum og þorpum.
Slysin eru tið, og stórkostlegust vegna
þess, að í hvert sinn hnígur úrvalalið
°ft svo, að heilar sveitir eru særðar hol-
undarsári.
Árið 1628 drukknuðu 11 menn á Akra-
uesi. 1685 var stórkostlegur mannskaði
a Suðm-nesjum, „mundu menn ei þá slík-
an orðið (hafa). Fórust á Stafnesi 7 skip:
3 teinæringar, 4 áttæringar, var þar á
hið valdasta verfólk úr Norðurlandi, 60
menn að tölu, af hverjum einir 2 kom-
ust lífs. Rak þá upp 47 lik nóttina eftir,
ÁKRANES
sum í Garði, sum á Miðnesi. Voru þeir
allir jarðsettir við Utskálakirkju á einum
degi, og vom gerðar að þeim þrjár graf-
ir og vom lagðir 42, hver við annars
síðu, en formennimir í hinar tvær. —
— FYRRI GREIN —
Ölafs B. Björnssonar.
Voru þeir allir, sem þar létust, kóngs for-
menn, nema Ólafur Þorsteinsson lesta-
maður frá Hólum. Forgengu og sama dag
3 skip i Garði, eitt í Hafnarfirði, 4 tein-
æringar i Vestmannaeyjmn. Fómst af
þeim skipum 50 manna, og á Eyrarbakka
teinæringm-“ (Mælifellsannáll).
Stórkostlegir mannskaðar urðu oft, svo
sem árin: 1700, 1752, 1854, 1867 og 1884,
svo aðeins örfá ár séu nefnd.
1 25 ára minningarriti Slysavamafé-
lagsins em drukknanir taldar sem hér
segir:
1881—1890 drukkna 762
1891—1900 670
1901—1910 664
1911—1920 661
1921—1930 685
Á þessum fimm áratugum hafa þvi
drukknað hér 3442 menn, eða að meðal-
AKRANES
XIII. árg. april—júní 1954. — 4.—6. tbl.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
AfgreiSsla: MiÖteig 2, Akranesi,
PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H.F
tali 69 menn á ári. Áramunur er mik-
ill. 1887 drukknuðu 124, 1897 125. 1906
124 og 1922 111. Sum ár eru tölurnar
miklu lægri. Árið 1892 dmkknuðu 35,
1902 25, 1909 40 og 1929 36, en þetta
munu beztu árin.
Hér hafa aðeins verið taldir þeir, sem
hafa dmkknað á þessu timabili, en af
slysförum yfirleitt fómst 4200 manns.
Nema drukknanir því rúmlega % af
öllum slysfömm. Sé gerður samanburð-
ur á fjölda slysa við önnur lönd, kemur
i ljós, að þau eru um það bil þrefalt tið-
ari hér en viða annars staðar.
II.
Einstaka raddir.
Ef til vill hafa einstakir formenn, eða
aðrir framsýnir menn heima í héruðun-
mn hvatt menn í orði til að búa vel skip
sín og brynja gegn hættum á sjónum.
Þó svo hafi verið, hefur þar vart verið
um að ræða nein tæki.
Það, sem hins vegar sést fyrst á prenti
um þetta efni, er í ritum Lærdómslista-
félagsins árið 1789, og eftir hinn nafn-
fræga eldprest Jón Steingrimsson, og
nefnist: „Um að ýta og lenda í brimsjó
fyrir söndum, með því sem þar til þén-
ar“. Sira Jón var sjálfur mikill sjósóknari
og því vel kunnugur hinni hættusömu
brimóttu suðurströnd landsins. Hann tal-
aði þvi af reynslu, og hefur eins og hans
var von og visa, viljað láta aðra lands-
menn njóta sinna leiðbeininga, svo sem
þörfin hefur verið rik um slysavamir þá,
ekki síðrn- en nú.
Um hálfri öld síðar birtist svo önnur
ritgerð um slysavamir. 1 Búnaðarriti Suð-
uramtsins húss- og bústjómarfélags 1839.
Hún er eftir Þórð Jónsson hreppstjóra
og dannebrogsmann á Bakka á Seltjam-
amesi og víðar, föður Einars prentsmiðju-
stjóra í Reykjavik. Ritgerðin nefnist: „Fá-
einar formannareglur áhrærandi sigling-
ar, fiskveiðar og fleira þar að lútandi,
handa ungum formönnum** 1.
Ritgerð þessari fylgdu viðaukar og at-
hugasemdir eftir nokkra merka menn,
39