Akranes - 01.04.1954, Page 5
hins bláfátæka barnmarga klerks, sem
öllu vildi offra fyrir þessa hugsjón sína,
líf og framför landa sinna.
Einhver hefði nú sjálfsagt gefizt upp
eftir slíkar „þakkarkveðjur“ úr ýmsum
áttum, en það var nú aldeilis ekki. f stað
þess hefur nú síra Oddur útgá'f'u mánaðar-
rits um Slysvamamál. Ritið hóf göngu
sína i janúar 1892, og komu út af þvi 12
blöð, en ekki hafði hann lengur bolmagn
til þess að halda þvi úti, því að stuðnings-
mennirnir hafa verið fáir.
f Sæbjörgu kemur Oddur víða við um
þau mál, sem hér hafa áður verið nefnd,
og víkur meira að segja að verbúðum og
klæðnaði sjómanna og sængurfatnaði.
Að lokum bugaðist síra Oddur, sjálf-
sagt fyrir andróður og skilningsleysi á
þessu mikla lífsstarfi hans, og fyrir fá-
tæktar sakir, en tekur sig upp — nálega
sextugur — með mikla ómegð, og fer til
Vesturheims. Þar stundaði hann prestskap
og lækningar meðan hann lifði, en hann
andaðist 10. janúar 1911.
V.
Virk störf og nýjar raddir.
Ekki varð hið mikfa starf og barátta
síra Odds V. Gíslasonar tif einskis fyrir
slysvamamál hinnar ísfenzku þjóðar. Ekki
leið á löngu þar til þessum málum er
hreyft á alþingi, því að á þinginu 1899
eru samþ. lög um litinn þátt í þessa átt.
Árið 1903 gengur alþingi enn lengra, því
að þá em samþ. lög um eftirlit með þil-
skipum, þar sem gert er ráð fyrir, að
hvert skip verði skoðað, af þar tif kjöm-
um mönnum, áður en þau leggi úr höfn
í fyrsta sinn á hverju almanaksári. Hin
lögin, sem ekki voru síður mikilsverð,
voru um slysatryggingu skipverja á þil-
skipum.
Eftir hið hörmuiega Ingvarsslys á Við-
eyjarsundi 1906 er farið að tafa um björg-
unarbát fyrir Reykjavík, og samskot haf-
in í þvi skyni.
Árið 1912 urðu mikil sjósfys á skút-
um. Hinn 8. apríf það ár, flutti Guðmund-
ur Bjömsson landlæknir erindi um mann-
skaða á íslandi. Þar ræddi hairn þetta
mikla vandamál almennt. Hve stórkost-
legar þessar fómir væm, borið saman
við aðrar þjóðir. Hve mikil þörf væri hér
fyrir björgunarbáta o. fl. Þá var stofn-
að Fiskifélag fslands, og skorar Guðmund-
ur á það og alþingi að skerast hér í leik-
inn. Fyrirlestri landlæknis var vel tekið
og vakti mikla athygli. Blöðin ræddu þetta
mikla vandamál og hvöttu til aðgerða.
Alþingi samþ. og á næsta þingi lög „um
eftirlit með skipum og bátum og öryggi
þeirra“.
I Vestmannaeyjum hefur lengi verið
stærsta verstöð landsins, og þaðan ein á-
hættusamasta sjósókn. Það mun hafa ver-
Jón E. Bergsveinsson.
ið árið 1914, sem því var hreyft, hvort
ekki mundi vera hægt að fá björgunar- og
gæzluskip til Eyja. Nú komu styrjaldar-
árin, og mun ekkert hafa orðið ágengt í
þessa átt, fyrr en 1918, er málið er tek-
ið upp að nýju, og stofnað Björgunarfé-
lag Vestmannaeyja. Forgöngu málsins
mun hafa haft Karl Einarsson, bæjarfó-
geti og alþingismaður Vestmannaeyja, á-
samt ýmsum fleiri dugnaðarmönnum þar,
sem studdu þetta mál þá og síðar af lifi
og sál. Réðst félagið í — með stuðningi
ríkisins — að kaupa frá Danmörku haf-
rannsóknarskipið „Thor“. Skipið hóf störf
sin við Eyjar seint í marzmánuði 1920.
Kom þetta starf að miklu gagni, auk þess
sem það var hin mikilsverðasta hvatning
öðrinn landshlutum, svo og alþingi og rík-
isstjórn að sinna þessum málum meira
en verið hafði.
VI.
Lausnin færist nær.
Hér hefur aðeins áður verið minnzt á
stofnun Fiskifélags Islands 1911. Þar komu
björgunar- og slysvarnamál oft til um-
ræðu, t. d. á aðalfundum og Fiskiþingum,
en einnig í málgagni félagsins, Ægi, enda
voru fyrstu ritstjórar hans, Matthías Þórð-
arson og Sveinbjöm Egilsson, miklir á-
hugamenn um slysavarnamál alla ævi.
Sama máli gegndi og um ýmsa ágæta for-
ystumenn félagsins. Þrátt fyrir allt þetta
dróst nokkuð enn rnn ákveðin almenn fé-
lagssamtök í þessu skyni. En á aðalfundi
Fiskifélagsins 14. febrúar 1925, kemst
verulegur skriður á málið. Auðvitað voru
það hin ægilegu slys, sem rumskuðu oft
við mönnum, þótt minna yrði jafnan úr
framkvæmdum en vera bar og smnir
ætluðust til. Rétt áður en þetta var, höfðu
tveir togarar farizt með allri áhöfn á Hala-
miður. Vom þessi hörmulegu slys auð-
vitað rædd á þessum fundi, og á hvem
hátt væri líklegast að vinna að slysvöm-
um. Bar Sigurjón Ólafsson skipstjóri þá
fram tillögu um að kjósa 5 manna nefnd,
til þess að koma fram með ákveðnar tillög-
ur fyrir næsta Fiskiþing. I nefndina vom
kjörnir Sigurjón Ólafsson, Sigurjón A. Ól-
a'fsson, Sveinbjöm Egilsson, Benedikt
Sveinsson og Geir Sigurðsson.
Nefnd þessi vann mikið og merkilegt
starf til undirbúnings allsherjar endan-
legri lausn til frambúðar. Er sýnilegt, að
nefndin hefur tekið starf sitt alvarlega og
ekki kastað til þess höndmn. Hún hélt
mjög marga fundi, og skilaði ýtarlegu
áliti, sem prentað ér i skýrslum Fiskifé-
lagsins fyrir árin 1924—1925, bls. 70—
109. Hér er ekki hægt að rekja þetta álit,
en eftirfarandi fyrirsagnir á köflum á-
litsins gefa hins vegar nokkra innsýn í
starf og tillögur nefndarinnar, en þær em
sem hér segir:
1. Um skipasmíð hér á landi.
2. Um byggingu og kaup nýrra skipa.
3. Um innkaup á gömlum skipum frá
útlöndum.
4. Um nánara eftirlit með öryggi og út-
búnaði skipa.
5. Um að lögskipað sé að hafa rekakkeri
á skipum.
6. Um farþegaflutning með skipum.
7. Um björgunarskip.
8. Um vitamál.
9. Um veðurspár.
10. Um veðurstöðvar.
11. Um útvarp.
12. Um miðunarstöð.
Það er ekki vafamál, að þessi yfirgrips-
miklu störf og álit nefndarinnar, hafi átt
einn mestan þátt í því, sem verða vildi
hin næstu ár í slysavamamálum.
Á 8. Fiskiþingi 1926, var þetta álit rætt
ýtarlega og komið fram með ýmsar til-
lögur til frambúðar, svo sem „Björgunar-
sjóð Islands“ o. fl. Að lokum samþ. þetta
þing tillögu frá Hermamri Þorsteinssyni,
fulltrúa Austfirðingafjórðungs, að leggja
nú þegar fram gooo krónur til útbreiðslu
björgunarstarfsemi.
Til þessarar tillögu má vafalaust rekja
það, að þegar á þessu ári, 1926, ræður
stjóm Fiskifélagsins Jón E. Bergsveins-
son, yfirfiskimatsmann, erindreka félags-
ins í björgunarmálum. Var þegar ákveðið,
að hann færi til útlanda til þess að kynna
sér sem bezt allt, er að þessum málum
lýtur. Jón aflaði sér mikilla gagna um
þetta efni í ýmsum löndum, auk þess
sem hann tók að vinna að rækilegri
skýrslusöfnun mn skipsströnd og drukkn-
anir hér við land.
Á aðalfundi Fiskifélagsms 14. marz
akranes
41