Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 6
1927, var samþ. svofelld tillaga frá Jóni E.
Bergs veinssyni:
„Fundurinn telur mjög æskilegt, að
stofnað verði sem fyrst Björgunarfélag
íslands, sem helzt nái yfir allt landið
eða hafi deildir í öllum landsfjórðung-
um, og telur rétt, að erindreka Fiskifélags-
ins í björgunarmálum verði falið að vinna
að félagsstofnuninni og koma henni á fót.“
Þessi tillaga beindi málinu nú inn á
nýja braut. Frá rikisstofnun til almennra
félagssamtaka alls lands‘fólksins. Mun Jón
E. Bergsveinsson hafa átt allan, eða manna
mestan þátt í því, að horfið skyldi að þessu
ráði, sem orðið hefur svo gagngert, á-
hrifaríkt og farsælt fram á þennan dag.
Á þessum grundvelli hóf Jón nú undirbún-
ing að stofnun björgunarfélags. Ákvað
hann að efna til almenns fundar um mál-
ið, og fékk forseta Fiskifélagsins og for-
mann skipstjórafélgsins Aldan að gang-
ast fyrir fundinum.
VII.
Björninn unninn, —
félagið stofnað.
1 desember byrjun 1927, var boðað til
umrædds fundar til þess að ræða björg-
unarfélagsmálið, en til hans hafði verið
boðað með sérstöku boðskorti, auk þess
sem hann var auglýstur í dagblöðunum.
Fimdarstjóri var kosinn Kristján Bergsson,
forseti Fiskifélagsins og ritari Geir Sig-
urðsson, skipstjóri, sem einnig var í stjóm
Fiskifélagsins. Málshefjandi var Jón E.
Bergsveinsson, sem gerði grein fyrir öllu
undirbúningsstarfi, og sagði frá hliðstæðu
starfi i öðrum löndum. Fleiri tóku til
máls, sem allir studdu áframhald og frek-
ari aðgerðir, en að lokum var samþ. til-
laga Guðmimdar landlæknis um að kjósa
5 manna nefnd, til að gangast fyrir stofn-
un björgunarfélags, er næði til alls lands-
ins og semja lög fyrir hið væntanlega fé-
lag. 1 nefndina voru kosnir: Jón E. Berg-
sveinisson, Guðmundur Bjömsson, Geir
Sigurðsson, Þorsteirin Þorsteinsson, Þórs-
hamri og Sigurjón A. Ólafsson.
Nefndin hélt marga fundi og starfaði
vel, en boðaði svo til stofnfundar Slysa-
varnafélags Islands, er var settur og hald-
inn i Bámbúð í Reykjavík, hinn 29. jan-
úar 1928, kl. 3 e. h. Setti Guðmundur
Björnsson, formaður nefndarinnar fund-
inn og gerði grein fyrir störfum nefndar-
innar, m. a. frumvarpi til félagslaga, er
lagt var fram á ‘fundinum, og samþ. i
einu hljóði. Því næst var kosin stjóm fyr-
ir félagið. Lagði Benedikt Sveinsson til
að hina fyrstu stjórn skipuðu þeir, sem
verið hefðu í undirbúningsnefndinni. Und-
an því baðst Jón E. Bergsveinsson, sem
ekki taldi rétt að kjósa sig til þessa starfs,
Þorsteinn Þorsteinsson, var forseti
S.V.F.l. 1932—1938.
.____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________2
þar sem hann væri erindreki í þessum
málmn. 1 hans stað var svo stungið upp
á Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra. Voru
þessir menn því kjömir í einu hljóði í
stjóm:
Guðmundur Björnsson, landlæknir, for-
seti, Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri,
Magnús Sigurðsson bankastjóri, Sigurjón
A. Ólafsson og Geir Sigurðsson, skipstjóri.
Áður en fundi lauk höfðu 128 gerzt fé-
lagar, 114 karlar og 14 konur, þar af 25
ævifélagar.
VIII.
Fyrstu störf, — brýnustu
verkefnin.
Eftir stríð og langan aðdraganda var
nú stofnað 'félag á íslandi til þess að vinna
að slysavörnum, en aðal slysahættan var
þá talin vera i sambandi við sjósókn og
siglingar, sérstaklega skipsströnd við hina
víðáttumiklu strönd landsins, svo og á
leiðum og lendingum hinna smærri skipa,
í sambandi við fiskiróðra.
Jón E. Bergsveinsson var þegar ráðinn
erindreki félagsins og gegndi þvi starfi til
1949-
Eitt af fyrstu og aðal verkefnum félags-
stjórnarinnar var að útvega hentug og
haldgóð björgunartæki, eftir því sem fjár-
hagur félagsins leyfði.
Skömmu eftir stofmm félagsins, varð á-
takanlegt sjóslys, er botnvörpungurinn Jón
forseti strandaði á Stafnestöngum. Þar fór-
ust 15 menn, en 10 varð bjargað. Þetta
stórkostlega slys ýtti undir öflun hinna
beztu björgunartækja, sem völ væri á, sér-
staklega brimróðra-björgunarbáts. Var
Jóni Bergsveinssyni þegar falið að at-
huga um slíkan hentugan bát og staðsetn-
ingu hans.
Þá var annað, sem stjómin lagði hug og
hönd á að koma í framkvæmd, að stofna
sveitir út um land og útvega sér umboðs-
menn sem víðast.
Bjöm Hallgrímsson í Sandgerði stofn-
aði þar fyrstu slysavamadeildina, sem
stofnuð var í júnímánuði 1928, með 77
félögum, en hún hlaut nafnið Sigurvon.
önnur sveit var stofnuð um haustið i Flat-
ey á Breiðafirði, af Bergsveini Ólafssyni,
nú augnlækni í Reykjavik, með 34 fé-
lögum. Samþykkti stjómin að gera nú
það, sem hægt væri, til þess að stofna
deildir víðar i kaupstöðum og sjávarþorp-
um í nágrenni Reykjavíkur. Gekk þetta
mjög vel, því að ekki skorti áhuga og elju
stjómar og erindreka félagsins, og þessari
málaleitan vel tekið af öllum, sem til var
leitað.
Félagið hóf nú strax útgáfu Árbókar,
með fréttum frá starfinu, hvatningu og
leiðbeiningúm um slysavamir, og kemur
árbókin út enn.
Þegar á fyrsta starfsári félagsins kom-
AKRANES
42