Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 7
ust tvö áhugamál félagsins heil í höfn,
er það festi kaup á fyrstu fluglínustöð-
inni, með línubyssu,1 björgunarstól, ásamt
öðrum tilheyrandi tækjum, og var ákveðið
að setja hana upp á Stafnesi. Hitt var
kaup á björgunarbát, sem staðsettur skyldi
vera í Sandgerði, sjálfsagt allt miðað við
hina tíðu strandstaði, frá Reykjanesi til
Garðskaga. Sama dag og björgunarbátur-
inn kom til landsins, bárust félaginu hin-
ar fyrstu stórgjafir, er þau hjón, frú Guð-
rún Brynjólfsdóttir og Þeirsteinn Þor-
steinsson, skipstjóri í Þórshamri, gáfu fé-
laginu þennan fyrsta björgunarbát með
öllum tilheyrandi útbúnaði. Einnig gaf
Marius Níelsen skipamiðlari í Kaup-
mannahöfn ’félaginu 5000 danskar kr.
Á fyrsta aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var 10. marz 1929, er forseti félags-
ins, Guðmundur Bjömsson ekkert hik-
andi, er hann talar um verkefni félags-
ins og framtíðarstarf. Auk aðalstarfs og
skyldu félagsins telur hann ennfremur
þetta, sem félagið verði að styðja og hafa
vakandi gætur á: „Allskonar lendinga-
hætm-, vita (þar á meðal radióvita), sjó-
merki, hafnarmerki, veðurspár, eftirlit
með fiskiskipum, hentugasta lag og gerð
hreyfilbáta og fiskibáta yfirleitt. Þá mun
og félagið gera sitt til að efla sundkuxm-
áttu sem mest má verða og kenna út frá
sér beztu aðferðir við lífgun drukknaðra".
Af því sem hér er sagt, má sjá, að félagið
hefur þegar verið stórhuga, og ekkert talið
sér vera óviðkomandi, sem bjarga mátti
mönnum og bægja frá hvers konar slys-
um.
Hið mikla hátíðaár Islands 1930, varð
einnig happaár í sögu Slysavarnafélagsins.
Það ár eignaðist félagið annan björgunar-
bát, „Herjólf", sem staðsettur var við
Eyðið i Vestmannaeyjmn. Hitt var það, og
engu minna happ, að einmitt þetta sama
ár tóku íslenzkar konur að hefja sjálfstætt
skipulagt starf innan félagsins, en það er
kunnara en frá þurfi að segja, hve það
hefm- allt til þessa dags verið unnið af
mikilli fómfýsi, kærleika og með miklum
árangri.
I tilefni af 5 ára afmæli félagsins í
janúarlok 1933 hóf það nýjan þátt í út-
breiðslustarfinu, með því að fá útvarpið
til þess að helga starfi félagsins eina kvöld-
vöku i útvarpinu. Töluðu þar ýmsir karlar
og konur á vegum félagsins, og var þess-
tun hætti lengi haldið eftir það.
IX.
Félagið færir út kvíarnar.
Árið 1931 varð fyrsta stóra björgunar-
ar félagsins, er slysavamadeildin „Þor-
bjöm“ í Grindavík bjargaði 38 mönnum
af franska togaranum „Cap Fagnet“, er
strandaði nálægt Grindavík í stórviðri og
brimi. Þá sýndi það sig tvennt í senn: Að
akranes
björgunartæki félagsins voru gagnleg og
mikils virði, og að hinir hraustu, hug-
djörfu menn í sveitum félagsins vom verki
sínu vaxnir, og spöruðu ekki líf eða limu
til þess að bjarga, er voða bar að höndum.
Það er heldur ekki að efa, að þessi giftu-
samlega björgun vakti athygli utanlands
og innan, og hefm átt verulegan þátt í
vinsældum félagsins, útbreiðslu og auknu
starfi.
1 árslok 1936, eftir tæplega 9 ára giftu-
drjúgt starf, voru félagsmenn orðnir
8376, í
42 karlmannadeildum með 5083 fél.
16 kvennadeildum með 2634 —
5 unglingadeildum með 659 —
Þá voru eignir félagsins metnar á rúm-
lega 250 þús. kr., en árlegar tekjur fé-
lagsins vom þá 40—50 þús kr. Þá átti
félagið 36 björgunarstöðvar, auk björg-
unartækja á 30 bryggjum. Starf félags-
ins var mikið og giftudrjúgt, má í þvi
sambandi nefna, auk þess sem áður er
getið, að á árinu 1936, tókst að bjarga 118
manns 'frá drukknun, m. a. fyrir aðgerðir
Slysavarnafélagsins.
Á stjómarfundi 12. okt. 1936 var á-
kveðið að færa enn út kviamar, með því
að hefja slysvamir á landi, en Jón Odd-
geir Jónsson, skátaforingi, hafði óskað þess
að mega mæta á fundinum, til þess að
ræða við stjómina um stofnun sérstakr-
Frú GuSrún Brynjólfsdóttir
ar slysavarnasveitar. Var þegar samþ. á
þessum fundi, að fela Jóni Oddgeir rann-
sóknir og undirbúning að slíkum slysa-
vömum. Er öllum kunnugt það mikla og
gifturíka starf, sem á þessu sérstaka sviði,
hefur verið unnið síðan.
Árið 1938 markar enn stórt spox i starf-
semi félagsins, er björgunarskipið „Sæ-
björg“ kemur til landsins og hefur gæzlu-
og björgunarstarf.
Hér var aðeins minnzt á starf kvenn-
anna á vegum félagsins. Starf þeirra hef-
ur verið ótrúlegt, sivakandi og vinnandi
að hinum ýmsu verkefnum. Þær hlusta
— eins og bezti læknir — eftir nýjum
verkefnum, nýjum vandamálum, sem
greiða þurfi úr og leysa. Þeim var sama
hvort um stórt eða smátt var að ræða, en
þær tóku aðeins meira á, eftir þvi sem
vandinn var stærri og vandleystari. I
þeirra hópi þekkir enginn úrtölur eða
undanbrögð, heldur sigurglaða sékn að
hinu hæsta marki, sem þær efast ekki um
að leysa megi, með Guðs hjálp og góðra
manna, sem hafa hjartað á réttum stað.
Þær hófu baráttuna fyrir skipbrotsmanna-
skýlimum, og hafa sjálfar komið þeim
upp viðsvegar um landið. Þær hafa gefið
stórfé til björgunarskipa, björgunarflug-
véla, auk þess, sem þær hafa gefið beint
i félagssjóð Slysavamafélagsins.
Qnmlir sjómenn
heiðrnðir
Sjómannadagsráð hefur tekið upp þann ágæta
sið að sæma aldraða sjómenn heiðursmerki, —
silfurstjömu, — fyrir langt og vel unnið starf. Á
sjómannasunnudaginn urðu tveir heiðursmenn hér
á Akranesi aðnjótandi þessa heiðurs, Benedikt
Tómásson skipstjóri, sem nú er búinn að fást við
sjó á öllum tegundum skipa, og með hvers konar
veiðarfærum í samtals 64 ár, en hann fer enn
á sjó hverju sinni er gefur. Einnig Ölaf Gunn-
laugsson vélstjóra, sem búinn er að vera vélstjóri
samfleytt í um 40 ár.
43