Akranes - 01.04.1954, Qupperneq 8
EDVARD HARELDSEN, yfirkennari:
- LÍFjSSKOÐUN -
HAMINGJULEITIN er eilíf, en eng-
inn höndlar hamingjuna í þeirri
mynd, sem hann leitar herrnar. Ástæð-
an til þess er sú, að maðurinn er aldrei
algerlega ánægður, í sál hans er kvala-
stunga eftir sverð sársaukans. Þeim mun
hrifnæmari, maðurinn er gagnvart fegurð
lífsins, þeim mun meira finnur hann til
ósamræmis og sársauka, sem einnig fylgja
lífinu. Aðeins með tilstyrk ástarinnar get-
ur maðurinn veitt innsta eðli sínu útrás,
en þeim mun meira sem maðurinn elsk-
ar, þeim mun meira þjáist hann, því ástin
er bæði nautn og þjáning í senn, þján-
ingin er fylgifiskur einmanaleikans og
hugsunarinnar um dauðann. Þeim mun
meiri þekkingar sem maðurinn aflar sér,
þeim mun óvissari verður leyndardómur
sannleikans. Á þekkingarbrautinni verð-
um við fyrir því sama og ef við göngum
eftir regnboganum, sem við sjáum úti
við sjóndeildarhringinn, hann hörfar stöð-
ugt. Aðeins hjargföst trú á einhvem guð-
dómlegan tilgang bak við gátur og gjörðir
lífsins getur brúað djúpið milli þrár og
vonbrigða. Án trúar verður endir alls ör-
vænting. Engin siðmenning hefur til þessa
haldið velli hafi hún hætt að trúa á guði
sína. Þetta kemur til af því, að sé trúrmi
að fullu hafnað, hafna menn um leið
hugsjónum, sem skópu menninguna og
virða að vettugi innblásturinn í listinni,
sem trúnni er tengd með ósýnilegum bönd-
mn. Allir þessir máttarstólpar menning-
ariimar þola ekki árásir kaldrar gagnrýni
og höfmm vantrúar. Slík gagnrýni og
vantrú er nú á góðum vegi með að grafa
undan menningu vorri, að svo miklu leyti,
sem hún byggðist á kristnum hugsjónum.
Þessar hugsjónir hafa að visu oft verið
lítilsvirtar, aldrei hafa þær orðið að al-
gerum veruleika, enda væru þær þá ekki
hugsjónir lengur, oft hafa menn gerzt svik-
arar við þær, en þrátt fyrir allt þetta hafa
þær sett svip sinn á löggjöf okkar, listina,
hugsanir okkar, mat okkar á góðu og illu,
tilfinningar okkar og hegðun. Vísindin
eiga ekki sök á þessu, því að sannleikur-
inn er hluti af guðdómnum, heldur hin
falska túlkun vísindanna. Vaxandi van-
trú og efnishyggja hafa í geði margra
skapað algera afneitun á trú þeirri og sið-
gæði, sem menning vor byggist á og hef-
ur vaxið upp af. Eftir því sem þekking á
eðlisfræðinni eykst og vald mannanna yfir
náttúrunni gerir tækniþróunina eins hrað-
tíga og raun ber vitni, missa margir trúna
á andlegum verðmætum og hugsjónum,
sem þau skapa. Eins og áður er sagt eiga
vísindamennirnir ekki sök á þessu, þvert
á móti, margir vísindamenn viðurkenna,
að öll þekking þeirra leiðir aðeins til nýrra
leyndardóma og birtir nýjar gátur og
sennilega verði aldrei hægt að skilja eðli
og tilgang tilverunnar.
— SEINNI GREIN —
Heimurinn yrði heldur ekkert skemmti-
legur þegar búið væri að skýra alla leynd-
ardóma og um leið fjarlægja alla þá feg-
urð, sem þeim fylgir. Alla tið munu verða
uppi menn, sem eru miklu gáfaðri en
allur fjöldinn og vilja því ekki lúta þeim
siða- og félagslögmálum, sem aðrir hafa
myndað. Þessir menn verða svo greind-
ir og óbundnir venjum, að þeir skapa
riýja siðmenningu, er líkjast mun þeirri,
sem Huxley lætur sig dreyma um í „Fögr-
um og nýjum heimi“, en sem okkur finnst
nú ómannleg.
Siðalögmál bjóða fólki að sýna fómar-
lund og ást til náungans, þau krefja menn
um það, sem er óþægilegt og kvalafullt.
Þau eru í andstöðu við holdið, sem aðeins
sækist eftir þægindum. Þau heimta að
eigingiminni sé visað á bug. Gleðin, sem
þau skapa vegur upp á móti fómunum
sem þau heimta. Sú tilfinning að hafa
gert skyldu sína, fylgir með djúpri ánægju,
sem skapar frið í sálinni. Siðpniður mað-
ur, skapar þægilegt andrúmsloft í kring-
um sig og eykur góðvildina. Sjaldan verða
slíkir menn á vegi okkar, en það er slik
fullkomnun, sem stefna ber að. Ef vitið
eitt ætti að ráða myndu mannleg skap-
gerðareinkenni, sem við metum mikils
og köllum skyldurækni, tilfinningu gagn-
vart frelsinu, og fegurðin, sem birtist í
góðverkunum hverfa smátt og smátt og
gleymast unz menningin hryndi að
grunni.
Hafni menn trúnni á guðdómlegt vald
og tilgang handan við allt sem er sýni-
legt ennfremur trúnni á líf eftir dauðan,
verður aðalatriðið að krækja sér i eins
mikinn auð þessa heims og kostur er á.
Sé kenningin um gott og illt aðeins eitt-
hvað, sem menn hafa fundið upp og þess7
vegna hlýtur að hafa takmarkað gildi, því
þá að láta slæma samvizku hafa áhrif á
sig. Sé frjáls vilji ekki til og heldur eng-
ín ábyrgð, því þá að láta sektarmeðvit7
und fara illa með sig. Án guðs verða
æðstu verðmæti mannanna eins og frelsi,
réttlæti, sannleikur og miskunnsemi ekki
meira virði en ávisim, sem engin innstæða
er fyrir. Við þurfum ekki á nýrri trú að
halda heldur endurnýjun og auknum
styrk hinna eilífu og óumbreytanlegu hug-
sjóna. Miskunnsemi breytist aldrei. Eðli
sannleikans breytist ekki þótt sjóndeild-
arhringur hans stækki. Hefur kristindóm-
urinn tapað vegna þess að menn viður-
kenna nú, að jörðin sé hnöttótt og him-
inhvolfið óendanlegt? Fegurðin breytist
ekki þótt dýpt hennar aukist, eftir þvi
sem sálin þroskast og á hægara með að
veita viðtöku verðmætum, sem eru hluti
af guði sjálfum. Mannkynið hefur átt i
baráttu og hefur stigið vixlspor, það hefur
átt í átökum, farið villt vegar og beðið ó-
sigra, en meðan á öllu þessu hefur staðið
hafa áðurnefndar hugsjónir verið leiðar-
stjörnur, þær hafa verið glóð í geði göfugra
manna og í hjörtum hins nafnlausa fjölda.
„De ædles æt dör aldrig ud“, segir Grundt-
vig. Aðeins fyrir atbeina slíkrar trúar og
hugsjóna, sem risið hafa úr öskustónni og
komizt í kynni við vísindin, sem nú ráða
heiminum getum við litið til framtíðar-
innar óttalitið. Vísindin ein út af fyrir
sig eru tvieggjað sverð, sem nota má bæði
til góðs og ills og öfl þau, sem vísinda-
mennirnir hafa leyst úr læðingi eru nú
orðin svo ægileg að gervöllu mannkyn-
inu stendur stuggur af þeim. Þessar stað-
reyndir gera humanismann að lífsnauð-
syn.
Hvaða gildi hefur þá lífið. Þetta stutta
líf, sem hverfur eins og skuggi, þessi leik-
sýning, sem við verðum að leika hlut-
verk í, stórt eða lítið eftir atvikum en án
þess að vera spurð til ráða sjálf. Við spyrj-
um nokkra hinna vitrustu og renydustu
manna, sem uppi hafa verið um hugsan-
ir þeirra, reynslu og niðurstöður. Hvort
lí'fið hafi fært þeim kæti, gleði, ánægju og
hamingju eða kvalir, þjáningar og von-
brigði, siðan getið þér reynt að bera reynslu
yðar og lífsblæ saman við þeirra, þótt
mælistokkurinn verði eitthvað minni sak-
ar það ekki svo mjög. Prédikunarbókin,
sem er ein hin svartsýnasta, sem skrifuð
hefur verið endar á þessum orðum: „Hin-
ir dauðu eru hamingjusamari en þeir, sem
lifa, en hamingjusamastir allra eru þeir,
sem aldrei fæddust“. Sókrates, sem ann-
ars var mjög lifsglaður maður segir: „Djúp-
ur og draumlaus svefn er eftirsóknarverð-
ari en hinn mesti hamingjudagur". Sofo-
kles: „Bezt af öllu er að hafa ekki fæðst,
næstbezt að deyja ungur“. Holberg: „Mest-
an hluta ævinnar hef ég lifað í sambýli
við sjúkdóma og áhyggjur og haft við-
bjóð á því sem heimurinn annars metur
mest. Eina huggunin er sú að lífið er
stutt og vonin um betra lí'f bærist í hrjóst-
um manna“. Goethe: „Dauðinn opnar hlið-
ið, sem liggur til annars lífs. Sá sem ekki
AKRANES
44