Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 9
SVERRIR HARALDSSON :
— f hnust/ þegnr bríðin feddi —
lítur á lífið með hliðsjón af þessu verður
aumkvunarverður gestur á dularfullri
jörð“, Voltaire: „Flugurnar eiga að vera
fæða köngulönna og maðurinn sorga og
sársauka". Sóren Kirkegaard: „öll jarð-
nesk tilvera er ein tegund sjúkleika“.
Þannig mætti lengi íelja. öllum öðr-
um fremur hefur Buddha hugsað svart-
sýnina niður í kjölinn og rökstutt tilveru
hennar. En þrátt fyrir það þótt allir þess-
ir vitru menn hafi gert sér ljóst að lífið
sé ekki þess virði að því sé lifað, og við
sem smærri erum þekkjum augnablik þeg-
ar uppistaða og ívaf er grátt, finnum við
af ásköpuðu hyggjuviti, að algerlega rangt
hlýtur að vera að hæða lífið á þann hátt,
sem þessir menn hafa gert. Persónulega
finnst mér það alltaf hera vott um and-
lega fátækt eða diembni þegar fólk kvart-
ar um gagnsleysi lífsins.
Sannarlega er mikil sorg, sársauki og
eymd í lífinu, bæði sú sem enginn getur
að gert, og sú, sem menn valda sjálfir,
lifið heldur sjaldan það sem það lofar og
eftir miklar lífsnautnir kemur alltaf tóm-
leiki og vonbrigði. Þeir, sem skynja gleggst
fegurð og hamingju lífsins eru líka við-
kvæmastir gagnvart fátækt þess, neyð og
slysum. Og samt verðum við að halda fast
við það, að okkur ber skylda til að gleðj-
ast yifir lífinu svo biturleiki og vonleysi
fái ekki síðasta orðið. Meðal æskunnar og
hjá einstaka eldra manni finnum við eðli-
lega og sanna lifsgleði.
„Dejligst af alle glæder
er glæden ved slet ingen ting,
ikke for noget der kan eller vil,
glæden for intet, glæden for alt,
glæden, fordi du er til.
Þegar á allt er litið eru lífsgleðilindira-
ar margar og óþrjótandi, hversu lengi má
ekki bergja gleðiveiga úr klassiskum bók-
menntum, göfugri tónlist og myndum.
En við þurfum ekki að fara lengra en til
náttúrunnar og sjá hið fagra i hinu smáa,
i fuglshreiðri, blómi, pílutré eða lítilli
tjörn, já jafnvel í hægum hreyfingum ána-
maðksins er fegurð náttúrunnar fólgin.
Margir sækja líka dýpstu gleði og and-
leg hressingarlyf í skaut náttúrunnar.
Hverjum manni, sem ekki vill biða ó-
þörf skipbrot í lífinu er nauðsynlegt að
þroska með sér hæfileikann til þess að
sjá humor í því sem gerist. Margar sorg-
ir manna eru heimatilbúnar, stafa af hé-
gómagimd manna, heimsku og ótakmark-
aðri eigingirni. Menn ættu að rifja upp
fyrir sér öðru hvoru þau eilífu sannindi,
að eftir nokkur ár eru þeir aðeins til sem
minning i hugum nokkurra fárra manna
og ef til vill ekki þægileg minning hvað
þá meira. Rétt er að gleðjast yfir því smáa.
Hyggjum að leikjum bamanna og hinni
cðlilegu og einlægu gleði, sem hirtist í
þeim. Hugsum okkur að við séum böra
arranes
/ haust, þegar hríðin œddi
og hamingjan grét
í brjósti hins máttvana manns,
en nákaldur vindur nœddi
og nísti til bana gróður lands,
er söngfuglinn suður var flúinn
og sölnuðu blómi á jörðu
vafði hinn kaldi vetur
viðjar úr frosti hörðu.
Þá sá ég þig, blessaða barnið,
méð brennandi tár,
fjörlaust með föla kinn,
en frostið og feigðarhjarnið
fjötruðu saklausan huga þinn.
Þú elskaðir bláloftið bjarta
og beiðst eftir sól og vori,
er kæmi rneð ódáinsangan
og ilmjurt í hverju spori.
Þó eldri ég vœri að árum
og oft hefði kuldinn
heltekið hjarta og lund,
mér birtist í titrandi tárum
tregandi harmur á þessari stund.
Er sé ég hjá saklausu barni
söknuð og harma slíka,
veit ég að við, erum bræður,
vinur, því grœt ég líka.
•:---------■——----------------——
að leikjum á hinum mikla leikvangi, sem
við köllum jörð.
Við skrdum ekki láta gera okkur að leik-
hnetti ytri afla, sem við ekki ráðum við.
Alls konar óþægileg öfl vilja ná valdi á
okkur, en við skulum varðveita innri ró
og frið og láta öflin sigla sinn eigin sjó
eftir því sem við verður komið.
Sá sem vill öðlast innri frið og ró verð-
ur að þjálfa sig í sjálfsstjóm. Hann má
ekki láta eftir öllum hvötum sínum. Margt
sem hugurinn girnist er lítils virði t. d
áfengið, sem aðeins veitir augnahliks sælu,
en síðan sorgir. Löngun manna til mál-
þófs og jafnvel rifrildis er skaðleg engu
síður en þrá margra til þess að tala illa
mn aðra. Hvort tveggja er lítilmótlegt og
jafnframt heimskulegt því að þeir lifa
lengst sem með orðum eru vegnir.
Loks má líta á lífið eins og skóla og
það er ekki lélegasta lífsskoðunin. — Scola
/ vor, þegar vonir fengu
vœngina aftur,
sem kuldinn kramdi og braut,
en brosandi blómin nutu
hins bjarta dags eftir liðna þraut,
og þiðnuðu fannir úr fjöllum,
svo fjörugir lœkir sungu.
En gróður á grœnum völlum
gréri á sumri ungu.
Þá barst til min, blessaði drengur,
á blíðsumardegi,
hlátur þinn, hreinn og skær,
þvi húmið hrelldi ei lengur
og himinsins blámi var fagurtær.
Þú lékst þér með leggi og skeljar
i Ijómandi sólarskini.
Eignast hafðirðu blómin
öll fyrir beztu vini.
Ég hreyfst af hamingju þinni
og hlœjandi kœti.
Ungur í annað sinn.
Atvik frá æskudögum
öðluðust líf við hlátur þinn.
Er lít ég hjá litlu barni
leiki og gléði slíka,
veit ég að viS erum brœður,
vinur, þvi hlœ ég líka.
animaram — skóli sálarinnar eins og
spekingurinn Plotin komst að orði. I þeim
skóla er aðalatriðið að gera skyldu sína,
læra leksiuna sína vel, vitandi vits að líf-
ið er ekki leikur heldur sjálfsstjóm og að-
lögun að því sem koma skal, þótt það séu
hörð lög. Geti menn ekki lært þessa leksiu
komast þeir ekki upp í næsta bekk en verða
að sitja eftir. 1 hinum harða skóla lífsins
hafa löðrungar ekki verið numdir úr lög-
um. Mér finnst lífið ekki hafa orðið til-
gangsleysi heldur strangur skóli. En gegn-
um baráttuna eygi ég samhljóm sení stíg-
ur upp frá djúpinu til efstu stjama.
„Og derfor elsker jeg verden
trods al dets nöd og strid,
for mig er verden skön endnu,
som í skabelsens ungdomstid“.
Ö. G. þýddi.
L
45