Akranes - 01.04.1954, Síða 11
eða með fyllri rökum en rektor Háskól-
ans — sem áður hafði getið sér nær frá-
bæran orðstír í þessu máli. Og hann har
jafnframt fram þá tillögu um lausn máls-
in.s, er vel ætti það skilið að verða hróp-
uð af húsþökunum til allra þjóða heims,
nú þegar þær standa vígbúnar hver gegn
annari, til þess að þær mættu af henni
læra. Munu þess sorglega fá dæmi að slíkt
veglyndi komi fram þar sem tvær þjóðir
deila; það var sama eðlis og það er Bretar
sýndu er Búar lágu gersigraðir fyrir fót-
um þeim 1902. En ávöxtinn af því veg-
lyndi ,sinu vitum við að Bretar uppskáru
þegar þeir voru sjálfir illa staddir tólf ár-
um síðar. Eftir er nú að vita hvort þjóðin
telur sér efnalega fært að samþykkja hina
stórbrotnu tillögu Alexanders Jóhannes-
sonar, en skemmtilegt væri það, og höfð-
mgsskap á hún að sýna þegar Danir skila
handritum okkar, hvenær sem það verður
'— þann höfðingskap, er eftirminnilegur
niegi verða.
Danir vita það nú, að aldrei að eilífu
falla Islendingar frá þeirri kröfu sixmi, að
handritunum verði skilað. Og hver Is-
lendingur verður að gera sér það ljóst, ef
hann hafði ekki áður gert það, að fáist
ekki þessu réttlætismáli framgengt i hans
tíð, þá ber honum að fela niðjum sínum,
kynslóð fram af kynslóð, að berjast fyrir
málinu unz fullur sigur er unninn. Við
skulum forðast allt óðagot og írafár. Það
er ekki aðalatriðið að þú og ég sjáum hand-
ritin koma heim, heldur hitt, að ekki sé
hvikað í málinu og að við hvorki segjum
né gerum neitt það, er ekki sé drengjum
sæmandi. Feður okkar og afar urðu að
berjast fyrir verzlunarfrelsi og stjórn-
frelsi þjóðarinnar. Hví skyldu ekki böm
okkar og bamabörn berjast fyrir endur-
heimt handritanna — ef á þarf að halda?
Til þessa höfum við verið aðgerðalitlir,
sökum þess, að alltof margir höfðu þá
trú, að lítilla aðgerða mundi þörf. Danir
skipuðu nefnd í málið og hún vann merki-
legt starf, en þó að vonum gallað sökum
þess að það var of einhliða og ekki öll
málsatriði tekin til greina. Þegar hún hafði
birt skýrslu sína, bar okkur, eins og Alex-
ander Jóhannesson benti á, að skipa ís-
lenzka nefnd, er umbætti verk hinnar.
Þetta á enn að gerast og verður nú vænt-
anlega gert. Margt er það annað sem
gera þarf, og einkum verðum við að sjá
til þess, að danska þjóðin almennt fái að
vita rök málsins. Með engu móti megum
við saka dönsku þjóðarheildina um það,
að réttur okkar er hingað til fyrir borð
borinn; það væri ómaklegt og sem betur
fer mun engin hætta á að þetta verði gert.
Fólkið í Danmörku veit í rauninni ekkert
um málið, og sé það frætt um eðli þess
og gang, er lítill efi á þvi, á hvorn veg-
inn almenningsálitið í landinu muni snú-
ast, því að almennt eru Danir öfgalausir
akranes
menn og sanngjamir. Handritin em þeim
enginn helgidómur og geta vitaskuld aldr-
ei orðið, en efalaust að Islendingar mundu
af fúsum hug taka á sig þau útgjöld, að
láta ljósmynda þau af handritunum, sem
Danir teldu sér mega að gagni verða.
Danskir háskólakennarar og bókaverðir
stagast á lagarétti Dana til handritanna.
Fyrir ólöglærðan mann er það naumast
að skera úr um það atriði. En sé þessi
réttur þeirra til, þá skilst leikmanni að
með engu móti geti hann verið annað en
hreinn bókstafsréttur. Á siðferðisrétti get-
ur hann með engu móti verið grundvall-
aður, og þá blasir sú spurning við, hvort
bókstafsréttur án nokkurrar stoðar sið-
mæts grundvallar, geti verið þess verður
að halda honum fram nú á dögum. Skiln-
ingur á lagaréttinum hefir tekið talsverðri
breytingu og miklum þroska á síðastliðn-
um aldarhelmingi. Nýlega er komin út
ensk bók um þetta efni, sem vakið hefir
mikla athygli. Einn af frægustu dómur-
um Englendinga, Lord Justice Denning,
flutti um hana útvarpserindi í febrúar í
vetur. Bókin nefnist English Law and the
Moral Law, en höfundur hennar er dr.
A. L. Goodhart, rektor í Oxford, „without
doubt one of the greatest academic law-
•yers of our time“ (eflaust einn hinn mesti
lögfræðingur, sem nú er uppi). Er rétt að
geta hér þessarar bókar (Stevens, 12S.
6d.), ef einhver kynni að vilja sjá hvern-
ig þar er litið á siðferðisréttinn og bók-
stafsréttinn. Ekki væri neitt á móti því.
Við skulum vera við því búnir að verða
að fara með handritamálið yfir alþjóðleg-
an vettvang og eigum ekki að hika við
að gera svo ef á þarf að halda.
En þó að við játum það, að á grundvelli
fákænsku sinnar sé danska stjórnin víta-
laus af tilboði sínu, þá fer því órafjarri
að okkar eigin landar í Kaupmannahöfn
hafi sloppið vítalaust við málið. Er þó
raunalegt að verða að segja slíkt, og mjög
er nú um skipt frá þvi sem fyrr var um
landa við Eyrarsund. Ég á þar ekki við
þann grun, sem svo mikið hefir látið á
sér bæra hér heima, enda þótt blöðin
hafi varast að auka á hann, að sameignar-
hugmyndin, og þar með hugmyndin um
danskan varðmann i Beykjavík og islenzk-
an í Kaupmannahöfn, kunni að einhverju
leyti að vera af íslenzkum toga spunnin
og þó að sjálfsögðu til orðin í Danmörku.
Sú hugmynd er svo óskapleg, að eins og
móðurmorð var ekki til í rómverskum lög-
um, svo ætti einnig slík hugmynd að vera
óhugsandi á meðal Islendinga. Hér er átt
við hitt, að íslenzkir menntamenn í Kaup-
mannahöfn gengu svo langt, að gera fund-
arsamþykkt, sem vítti okkur fyrir að gera
það ekki að álitamáli, að selja íslenzkan
frumburðarrétt. „Enginn bað þig orð til
hneigja, illur þræll, þú máttir þegja“,
kvað skáldið. Ef menn þessir voru svona
ræktarlitlir við ættjörð sína (enda þótt
flestir muni þeir bita hennar brauð, jafn-
vel úti í Kaupmannahöfn) að þeir vildu
taka það til álita að selja helgidóminn
(eða voru máske ráðnir í þvi), þá áttu
þeir þó að gæta þess velsæmis að þegja
um hugrenningar sínar. En þeir kusu nú
hitt, og það á ekki að gleymast. Þetta mætti
verða okkur bending um að hollast sé að
kippa nú algerlega að sér hendiimi um
alla námsstyrki til Danmerkur meðan
handritamálið er óleyst. Það er okkur til
óþurftar að vera að ala þar menn til þess
að vega aftan að okkur. Æskumenn okk-
ar geta alveg eins vel aflað sér menntun-
Framhald á síSu 66.
47