Akranes - 01.04.1954, Qupperneq 12
OLDUROT ISLENZKRAR HENNINGAR
ISLENZK MENNING og íslenzk bænda-
menning hafa öldum saman verið eitt
og hið sama að kalla. Þegar minnzt er
á gamla íslenzka menningu, detta flest-
um í hug torfbaðstofur, grútarlampar, Is-
lendingasögur, Passíusálmar og rímna-
kveðskapur. Orðsins list var dýrkuð af
öllum, sem listunnendur gátu talizt og
sú dýrkun gerði þjóðina að þjóð sagna,
söngva og sögu. Vitanlega hafa það ekki
verið nema tiltölulega fáir menn, sem
völdu lestrarefni handa þjóðinni og má
tvímælalaust telja það fyrirkomulag menn-
ingunni mikils virði. Smekkleysingjar
höfðu engan tillögurétt í bókavalinu og
urðu því að gera sér að góðu að hlusta
misþunnu hljóði á klassiskar bókmennt-
ir við koluljósið á kvöldin og taka þátt í
umræðum um þær eftir því sem vit þeirra
leyfði. Þessi sterka andlega forusta nokk-
urra bænda, hvað bókaval snerti byggð-
ist fyrst og fremst á því, að bændastéttin
hefur löngum átt mun fleiri afburðamönn-
um á að skipa heldur en hún á nú og liggja
til þess eðlilegar orsakir. Meðan þjóðin
laut Dönum og átti hvorki íslenzkt stjóm-
arráð né háskóla, hlutu þeir menn, sem
hefðu, hvað vit snerti, verið bomir til
fræðistarfa og æðstu leiðsagnar í þjóð-
félaginu, að láta sér lynda að reka bú og
lesa bókmenntir á löngum vetrarkvöldum,
sjálfxnn sér og öðrum til gagns og skemmt-
unar.
Þekking hefur löngum verið nokkuð
torfengin hér á landi, þannig að þeir, sem
hennar hafa viljað afla hafa þurft að leggja
talsvert á sig til þess að geta gert það. Slíkt
ástand skapar áhuga á þekkingu og um
leið markvissari þekkingarleit heldur en
hægt er að gera ráð fyrir, þar sem fræðslu-
lög ákveða hvað læra skuli og öllum er
búinn sami grautur í sömu skál hvað náms-
efni snertir fyrstu skólaárin. Er það eitt
út af fyrir sig nóg til þess að deyfa og
jafnvel slökkva þekkingarlöngunina hjá
mörgum bömum.
Þegar íslenzk meiming breyttist úr
bændamenningu í bæjarmenningu, sem
enn er raunar naumast fast mótuð, hlutu
miklar menningarlegar breytingar að verða
því samfara. Með aukinni velmegun juk-
ust einnig möguleikamir til þess að kanna
fleiri stigu í hinu mikla vegakerfi menn-
ingarinnar. Orðsins list var nú ekki leng-
ur allsráðandi. Heimar myndhstar opn-
uðust þjóðinni fyrir atbeina snillinga, tón-
listin varð mikilvægur þáttur í lífi hvers
einasta manns, sem nokkuð kunni að meta
hana. Leiklistin hófst til vegs og virðing-
ar, kvikmyndahús drógu til sín fjölda fólks
og loks eyðilagði útvarpið að fullu gömlu
kvöldvökumar á heimilunum, en veitti
fólkinu í staðinn alls konar fróðleik og
skemmtiefni, sem engir myndu nú vilja
án vera.
*--------------------------*
Eftir
ÓLAF GUNNARSSON
frá Vík í Lóni.
*--------------------------*
Samtímis þessu urðu störfin, sem unn-
in eru í þjóðfélaginu æ fjölbreyttari og
möguleika'fjöldinn þannig margfalt meiri
en áður. Hagleiksmaðurinn var nú ekki
lengur bundinn við einhverja spýtu og
vasahnífinn sinn ef hann langaði til að
gera góðan grip. I verkstæðmn og verk-
smiðjum var farið að búa til haglega gerða
hluti og veitti slíkt mörgum fullnægingu
í starfi, sem ekki var um að ræða áður.
Allt þetta hlaut að hafa þær afleiðing-
ar, að listanautnin yrði ekki lengur bund-
in við orðsins list eina, heldur hlutu hin-
ar nýju systur hennar að laða marga til
sin. Eins og allir vita þarf alltaf f'leiri en
listamanninn sjálfan til þess að skapa lista-
verk, hann verður alltaf að vita, að ein-
hverjir muni skilja og meta list hans, ann-
ars lifir listsköpunarlöngunin ekki til
lengdar, heldur visnar og deyr eins og
blóm, sem gleymzt hefur að vökva. Af
þessu hlaut að leiða, að gamla dálætið
á skáldumnn minnkaði, þar eð nú var úr
fleiru að velja en áður, þar með er ekki
sagt, að listaáhugi þjóðarinnar ha'fi dofn-
að neitt almennt.
Því hefur verið haldið fram og við þvi
varað, að sorpbókmenntir séu að eyðileggja
menningu þjóðarinnar auk lélegra kvik-
mynda. Ekki verður þvi neitað að sorp-
bókmenntir, eins og lélegar bókmenntir
eru nú almennt kallaðar, hljóta að for-
heimska fólkið frekar en hitt, en það eru
þær ekki einar um. Við skulum nú fyrst
gera okkur ljóst hvemig stendur á því að
lélegar bókmenntir eiga eins miklu braut-
argengi að fagna og raun ber vitni. Aðal-
ástæðan er sú, að fjölda fólks skortir nú
andlega leiðsögn, sem áður naut herrnar
hjá bráðgreindum bændum, sem einnig
voru menntamenn. Fólk, sem hefði verið
alla ævi í vinnumennsku áður fyrr, og
hlotið alla sína andlegu forsjón hjá hús-
bændunum, vinnur nú í stórri verksmiðju
eða á skipi, en þar er sambandið við hús-
bænduma allt lausara en áður gerðist og
ekkert nema í vinnutíma, en hann hefur
aldrei verið ætlaður til bókalesturs. Leið-
arvísir um bókaval er vandfimdinn. Út-
varpið flytur oft í viku tilkynningar um
að þetta eða hitt sakamálatímaritið sé kom-
ið út, en hefur ekki aðra skipulega bók-
menntakynningu. Blöðin skrifa sjaldan rit-
dóma, sem almenningur getur áttað sig
á, eru umsagnir þeirra um bækur frekar
viðurkenning fyrir því, að einhver bók
sé komin út og hafi verið send ritstjórn
blaðsins en ritdómar. Þá hefur aukin
fræðsla í barna- og unglingaskólum ekki
náð tilgangi -sínum nema að nokkru leyti.
Vegna þess að öllum er ætlað sama náms-
efnið án tillits til hæfileika, fær fjöldi
barna leið á skólanáminu og er sú stund
kærust þegar því lýkur. Fólk, sem yfir-
gefur skólann sinn með slíku hugarfari er
ekki líklegt til að hefja menningarmerk-
in sérstaklega hátt. Kennslan í flestum
skólum landsins er um of miðuð við mörg
og ströng próf, en er of fjærri þeim anda,
sem gamla lýðháskólahreyfingin leiddi til
öndvegis á sínum tíma, og sem á fullan
rétt á sér í hvaða menningarþjóðfélagi
sem er.
I kennarastétt völdust lengi vel meiri
úrvalsmenn en vænta mátti í samanburði
við þá aðstöðu, er kennarar höfðu í þjóðfé-
laginu, stafaði hið mikla mannaval kenn-
arastéttarinnar vafalaust fyrst og fremst
af því, að kennaraskól-anám var styttra
og því viðráðanlegra fyrir efnalitla menn
en háskólanám og auk þess áttu háskóla-
borgarar ekki eins margra kosta völ þá og
nú. Á seinni árum hefur þetta breytzt og
eru nú sumir kennarar lítt lífsreyndir,
þegar þeir hefja nám í kennaraskóla og
skortir yfirsýn yfir menningarsögu þjóð-
arinnar og þekkingu á atvinnulifi henn-
ar. Meðan ekki er hert á þeim kröfum,
sem gerðar eru til kennaramenntunar og
þó einkum kennaraskapgerðar má búast
við því, að sumir kennarar geti alls ekki
gegnt því mikla hlutverki, sem bændurn-
ir gegndu í gamla daga að vera andlegir
leiðtogar langt út yfir lestrarkennslustund-
ir og reikningstima.
Þá er óhætt að minna á hina margvís-
legu menningarstrauma, sem Hafnarstúd-
entar færðu þjóðinni fyrr á árum, en sem
nú eiga enga örugga heimflytjendur leng-
ur. Ástæðan er eðlileg. Áður en Háskóli
48
A K R A N E S