Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 13

Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 13
íslands var stofnaður námu flestir íslenzk- ir stúdentar við Hafnarháskóla, einnig þeir, sem lögðu stund á humanistisk fræði. Til Hafnar bárust og berast enn alls konar tnenningarstraumar úr öðrum Evrópu- löndum og jafnvel öðrum heimsálfum. Þegar utanferðum humanistiskra stúd- enta lauk að mestu leyti, sneru þeir sér flestir að norrænu námi í Háskóla Is- lands og hlutu þar menntim, sem var mjög haldgóð hvað islenzk fræði snerti, en jafnframt fóru þeir á mis við margt, sem ekki varð beint sótt í kennslustundir en lá í loftinu meðal ungi'a háskólaborg- ara. Afleiðingin af þessu er m. a. sú, að okkur skortir nú aðgengilegar bókmennt- ir um helztu menn samtíðarinnar og þær stefnur, sem efst eru á baugi. Fræðslu- greinar um slík námsefni er að finna i gömlum íslenzkum tímaritum en sjald- gæfar í hinum nýrri. Þá virðist blaða- mannastéttin og hafa verið betur mennt í hlutfalli við almenning en hún er nú, en samt skal þess minnzt, að oft er að þeirri stétt vegið ómaklega um þessar mundir og þess ekki gætt sem skyldi, að sitt hvað er að gera dagblað þannig úr garði, að telja megi að því menningar- auka eða vanda til viku- eða mánaðar- rits. Ekki er samt því að leyna að íslenzku dagblöðin skortir enn tilfinnanlega meira menningarefni, sem ávallt sézt í kjallara- greinum erlendra dagblaða. tJr þessu fæst ekki bætt fyrr en dagblöðin hafa efni á að greiða úrvalsefni á svipaðan hátt og gert er í öðrum menningarlöndum, og starfsskilyrði blaðamanna verða bætt, en þau eru að mörgu leyti léleg í samanburði við starfsskilyrði erlendra blaðamanna. — ★ — Ljóðskáldin í ölduróti menningarinnar. Eins og áður er getið, gat ekki hjá þvi farið, að dálæti þjóðarinnar á ljóðskáld- tun breyttist nokkuð þegar listunnendur fengu úr mörgu að velja, enda hafa þau ekki verið i eins miklum hávegum höfð og áður var, nema hvað þau fá fleiri krón- Ur í skáldastyrki. Skáldastyrkir eru hins- vegar ekkert mat á vinsældir skálda, enda fá nokkrir menn skáldastyrk á hverju ári, sem þjóðin veit annars ekki að eru til. Ég hef ekki hugsað mér að skrifa grein um ljóðagerð almennt, en vil aðeins minn- ast á tvö ung ljóðskáld og tvo fyrirrenn- ara þeirra, sem einna hæst hafa gnæft á þessari öld. Ungu ljóðskáldin eru Þor- steinn Valdimarsson og Gunnar Dal, eldri skáldbræður þeirra Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson. Davíð Stefánsson er eina skáld þessarar aldar, sem hlotið hefin- heiðursheitið þjóð- skáld og það að verðleikum. Kvæðin hans akranes þarf ekki að benda á sérstaklega. Þjóðin er fyrir löngu búin að veita þeim beztu viðurkenninguna, sem ljóð geta fengið. Þau eru sungin um allt land. Enginn Is- lendingur, sem hlotið hefur meðal-greind eða meira er svo illa að sér, að hann kunni ekki eitthvað eftir Davíð. Þegar Davíð kveð- ur sér hljóðs, hvort sem er í bundnu máli eða óbundnu hlusta allir. Honum var það nokkur styrkin- að fyrstu kvæðabækumar hans voru komnar út áður en Islendingar hættu almennt að lesa kvæði. Má þvi segja að hann standi á gömlum merg, þar eð hann var orðinn frægur áður en hugar- farsbreyting þjóðarinnar varð eins geysi- leg og í ljós kom síðar. Tómas Guðmundsson átti að mörgu leyti ekki eins hægt um vik. Að eðlisfari var hann ekki eins stórbrotinn og Davíð en hann hefur samt marga þá kosti, sem gera menn að góðskáldum. Fyrstur íslenzkra skálda fór Tómas að yrkja falleg ljóðræn kvæði um höfuð- borgina. Islenzk skáld höfðu þá öldum saman ort um þá sælu, sem þeim var hug- stæðust nefnilega sveitasælima. Tómas sýndi það hugrekki að ráðast inn á ótroðna braut og gerast bæjarskáld. Reykvíkingar kunnu að meta ljóð hans, þeim þótti hólið um höfuðstaðinn gott, og í þakklætisskyni veittu þeir honum ferðastyrk, svo að hann gæti kynnzt fleiri borgum. Tómas óx nokk- uð við ferðina en ekki mikið, og brátt varð hann fómarlamb breyttra tíma. Stríðsár- in færðu honum hærri ritlaun en hann hafði átt að venjast. Hann var ásamt Magnúsi Ásgeirssyni gerður ritstjóri Helgafells, sem upphaflega var menning- artímarit og jafnframt var honum falið það hlutverk að yrkja revíuljóð og gerast þýðandi. Allt þetta hlaut að beina Tómasi frá miklum viðfangsefnum, enda fór svo að hann varð að láta sér bæjarskáldsheitið nægja og hætta að vonast eftir þjóðskálds- titlinum. Eigi að síður verður hans vafa- laust minnzt í islenzkri bókmenntasögu um alllangt skeið. Hann ruddi nýja braut í íslenzkri ljóðagerð og það er ekki nema að nokkru leyti hans sök, að ekki varð meira úr honum en orðið er. Hann hef- ur viljandi eða óviljandi goldið ölduróts- ins, sem verið hefur í íslenzkri menningu. Á árunum 1940—50 kvaddi enginn af- burðamaður sér hljóðs á skáldaþingi. Merkir atburðir i sögu þjóðarinnar gerð- ust á þessum árum, en ekkert ljóðskáld hefur reist þeim þann minnisvarða, sem Hklegur sé til að standast tímans tönn. Telja má það all raunalegt, að þjóð, sem fræg er fyrir söngva og sögu skyldi ekki eiga neinn til þess að fagna sjálfstæðinu með kvæði, sem orðið gæti eign þjóðar- innar á sama hátt og ræða Einars Þver- æings þegar varað var við afsali lands- réttinda og Passiusálmar Hallgríms þeg- ar mest þrengdi að. En nú hafa tvö ung skáld kveðið sér hljóðs, sem líklegt má telja að komist í þjóðskáldaröð, ef annað er ekki þegar kom- ið það. Annað skáldið er Þorsteinn Valdi- marsson, sem með bók sinni Hrafnamál, sem út kom seint á árinu 1952 sýndi, að óvenjulegur maður var á ferðinni. Þor- steinn á í ríkum mæli þann tilfinninga- hita, sem meðal annars getur gert menn að miklum skáldum. Það er enginn efi á því, að hann þarf að yrkja. Viðfangs- efnin leita á hann með þeim krafti að ekki verður rönd við reist. Þorsteinn er engan veginn ánægður með hlutina eins og þeir eru og það á maður, sem ætlar að verða skáld heldur ekki að vera. Vafalaust hefur návist erlendra hersveita haft mik- il áhrif á hann. Hann er einn af þeim, sem ekki getur fellt sig við návist þeirra, hvað sem hver segir um nauðsyn þess, að þeim sé leyfð landvist. Sízt skyldi það lastað þótt ungt skáld amist við erlendum her, en vonandi fer Þorsteinn ekki að spila á þann streng einan því að þá hættir þjóð- in að hlusta á hann. Ekki vegna þess, að hún sé ánægð með nærveru hersins, held- ur hins, að um það mál er almennt skrif- að á svo ólistrænan hátt og ósmekklegan, að flestir litið spilltir menn munu kjósa, að ljóð um það séu aðeins ein af mörgum en ekki eitt og allt. Eins og áður er getið les þjóðin lítið af ljóðum enda birtast þau sjaldan í blöð- um nema þá erfiljóð. Gera má þvi ráð fyrir að þjóðin eigi hægast með að dæma um gildi erfiljóða og skal því birt hér eitt erfiljóð eftir Þorstein Valdimarsson, geta lesendur borið það saman við erfiljóð dag- blaðanna, sem væntanlega birtast næstu vikuna eftir útkomu þessa rits og síðan dæmt sjálfir um muninn. INGI LÁR. Svanur ber undir bringudúni banasár. -— Það er sevintýrið um Inga Lár. Tærir berast úr tjamarsefi tónar um fjöll. — Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumir kveðja og siðan ekki söguna meir. — Aðrir með söng, er aldrei deyr. Hitt skáldið er Gunnar Dal, sem með bók sinni Sfinxinn og hamingjan, er út kom fyrir jólin 1953 hefur tekið sér sæti meðal beztu skálda þjóðarinnar. Ekki er Framhald á síSu 67. 49

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.