Akranes - 01.04.1954, Page 15
hafa öllum mönnum í sinu góðlífi". En
eftir lát Þorláks biskups komust á kreik
miklar kraftaverkasögur. Helgi hans varð
mikil, eigi aðeins hér, heldur og nokkur
um nálæg lönd. Tveir messudagar voru
honum helgaðii', svo sem kunnugt er.
Enn kemur merkur maður til stóls í
Skálholti, Páll hiskup Jónsson, af ætt Odd-
verja. Hann fór utan til náms, og naut
þar mikillar virðingar. Þegar hann kemur
frá námi, „var hann fyrir öllum mönnum
öðrum að kurteisi lærdóms síns, versagerð
og bóklist“ .... „Raddmaður var hann
svo mikill og söngmaður, að skara þótti
fram úr öllum honum samtíða hér á
landi“.
Á þessum tíma eru góðir skólar á báð-
um biskupsseti-unum, og auk þess til nokk-
ur önnur fræg menntasetur. Þrátt fyrir
hina ágætu menntunarmöguleika innan
lands, fara vigðir menn og óvígðir til lær-
dómsiðkana í öðrum löndum. Sýnir það
betur en flest annað, hve rík áherzla er
lögð á fullkomna menntun. Hver nauð-
syn það er talið fyrir líf og menningu
þjóðarinnar. Gegnir furðu, hve þetta er
almennt, og hefur vitanlega haft megin
þýðingu fyrir list og mennt og andlega
reisn þjóðarinnar í heild. Til þess má og
vafalaust rekja hin bókmenntalegu af-
rek þjóðarinnar, sem auðvitað er hennar
aðall fyrr og síðar.
Þessi dýrmæti menntafengur, sóttur á
hin dýpstu mið, — ef svo má orða það, —
varð þjóðinni þvi dýrmætari og varanlegri
eign, sem þessi dýrmæti fengur erlendrar
hámenningar, var svo sem verða mátti
samræmdur kjarna íslenzkrar menningar.
Þau sjónarmið hinna vitru manna, mættu
ráðamenn vorrar samtíðar yfirleitt taka
meira tillit til en nú á sér stað. Um allt
þetta er kirkja landsins í fararbroddi.
Verður sú forysta henni seint fullþökkuð.
né metin að verðleikum.
Það varð þjóðinni á margan hátt ör-
lagarikt, að hún gekk Noregskonungi á
hönd, og innanlands hófst hin illræmda
Sturlungaöld. Á því fékk einnig hin þjóð-
lega íslenzka kirkja að kenna, m. a. með
þvi, að hætt var að virða hina þjóðlegu
kosningu biskupanna, sem þvert á móti
lögum og landsvenjum voru skipaðir af
erlendu valdi og erlendum mönnum, en
sumir þeirra a. m. k. voru ekki af betri
endanum.
Hin íslenzka forysta hafði tekizt með
agætum. Hér varð til merkileg sósiöl sam-
hjálp í almennri tryggingarstarfsemi, bein-
línis hliðstæð því, sem í ýmsum efnum
gerist á vorri öld.
Hina staðgóðu menntun og gildi henn-
ar fyrir þjóðina, má bezt marka af af-
rekum þeim í sagnaritun, skáldskap og
listum, sem varð til í klaustrunum, og
nteira að segja á einkaheimilum. Bókmenn-
lng, sem þjóðmenning vor hefur hvílt á,
ÁKRANES
allt til þessa dags, og sem er hið eina,
sem haldið hefur uppi hróðri vorum, að
vér yrðum viðurkennd sem sérstök þjóð.
Þjóð, sem eigi aðeins varðveitti sína eigin
sögu, heldur fræddi samhliða aðrar þjóðir
um sína fortíð, sögu og menningu, — sem
hvergi annars staðar var að fá eða finna,
— og sumum þeirra hefur beinlínis orð-
ið að lífslind til að ausa af, til sjálfstæðis
og menningar.
öðrum þræði sátu á stóli í Skálholti,
búhöldar miklir og veraldarhyggjumenn,
útvegsbændur og skipsstjórnarmenn, má
þar til nefna ögmund biskup Pálsson.
Einnig hann hafði sótt menntun sína til
Englands og Hollands.
Skálholt eftir siðaskipti.
Enn vex vegur Skálholts með lífi og
starfi Odds Gottskálkssonar, er fyrstur
manna þýddi Nýja testamenntið á ís-
lenzku. Með þvi vann hann eigi aðeins
kristni landsins ómetanlegt gagn, heldur
einnig hinni dýrmætu tungu vorri, bók-
menntum og leturgerð.
Eins og kunnugt er, fór kommgur ráns-
hendi um eignir stóls og kirkju við siða-
skiptin. Allt það rot og allar þær breyting-
ar, sem þessi timamot 1 sögu þjóðarinnar
orsökuðu, gátu auðvitað ekki farið fram
hjá Skálholti, eða átakalaust orðið að óvilja
þess manns, sem þá fór þar með kirkju
vald, en það var þá vinur Odds Gottskálks-
sonar, Gizur biskup Einarsson.
Hingað til munu viðskipti ögmundar
biskups og Gizurar hafa skyggt á þann
síðarnefnda á spjöldum sögunnar. Vafa-
samt er þó, að þar séu öll kurl komin til
grafar, og að hann sitji þar i því ljósi, sem
honum ber, þegar aðstæður allar eru at-
hugaðar i réttu ljósi, eins og málum var
komið. Dr. Páll Eggert Ólason, sem einna
rækilegast hefur rannsakað þetta efni, seg-
ir m. a. svo í Menn og menntir, II. b. bls.
433: „Það má vafalaust þakka það Gizuri
biskupi, hve vandræðalaust siðaskiptin
komust á í Skálholtsbiskupsdæmi; forsjálni
hans, viturleiki og festa, hafa afstýrt hér
blóðsúthellingum og grimmdaræði, sem
orðið hefðu, ef hann hefði ekki haldið
um taumana. Það var ættjarðarást Giz-
urar, sem hamlaði þvi, að konungur leit-
aði hér frekari hefnda fyrir víg manna
sinna, Diðriks af Mynden og förunauta
hans“.
Fjárplógsmenn i sporum Gizurar, hefðu
auðveldlega getað auðgað sjálfa sig stór-
kostlega með góðu samþykki konungs, ef
sá hinn sami hefði tekið að sér að reka
duglega erindi konungs í sambandi við hið
stórfellda eignamám jarðeigna. Sem svar
við þessu líkum hugsunum segir dr. Páll á
næstu síðu: „En þvi fór víðs fjarri um Giz-
ur; óeigingimi hans er svo mikil, að hann
ber af öllum löndum sinum á þessum
umbrotatimum sem gull af eiri; hann
lætur jafnvel fé frá sér sjálfum og Skál-
holtskirkju, til þess að afstýra ránum kon-
ungsmanna. Gizur er því af þessu full-
Skálholtsstaður áriS 1772. — Mynd frá leiSangri Josephs Banks.
51