Akranes - 01.04.1954, Side 16
komlega vammlaus og meira en það; !hann
má með tiltæki sínu teljast hafa forðað
landsmönniun frá ránsferðum konungs-
manna um landið".
Ýmsir ágætir menn voru um stund
biskupar í Skálholti, svo sem Gísli bisk-
up Jónsson, sem gerðist eftirgangssamur
við presta sína og almenning, um að vanda
kenningu sina og liferni. Honum var einn-
ig annt um menntun almennings. Fyrst
og fremst af þvi tilefni lagði hann fyrir
presta að húsvitja, en húsvitjanir hafa
haft verulega þýðingu fyrir safnaðar- og
kirkjulíf í landinu, svo og aðhald rnn
menntun. Þær hafa og vakið skilning og
aukið traustari tengsl milli presta og safn-
aða.
Oddur biskup Einarsson var og mikill
kirkjuhöfðingi, en um hann segir Jón
biskup Helgason svo i Kristnisögu Islands,
II. b. bls. 128: „verður því ekki mótmælt,
að hann (þ.e. Oddur biskup, hafi verið
einn af mikilhæfustu stjórnendum Skál-
holtsbiskupsdæmis eftir siðaskiptin".
Þá kemur þar á stól um 36 ára skeið,
einn menntaðasti og aðsópsmesti kirkju-
höfðingi landsins, fyrr og síðar, Brynj-
ólfur biskup Sveinsson. Hann var hálærð-
ur maður og eftirsóttur utanlands til að
vinna þar sitt ævistarf á vegum frægra
menntasetra, en hjá honum fóru saman
gáfur, menntun og stjórnvizka í óvenju-
lega ríkum mæli. Hann bar skólahaldið
Meistari
Jón Vídalín.
mjög fyrir brjósti, var hinn mesti rausn-
armaður og óspar á að hjálpa fátækum
efnismönnum til námsframa. Hann var
og örlátur við fátæka menn og nauðlíð-
andi, og mikil hjálparhella þeirra, er til
hans leituðu.
Þá má og minnast Brynjólfs biskups í
sambandi við söfnun handrita og fombók-
mennta, sem vafalaust væri nú minna
um — á vissum stað, — ef 'hans hefði ekki
við notið. Það kemur ekki við þeirri deilu,
sem nú stendur milli þjóðar hans og fyrr-
verandi sambandsþjóðar. En þess réttar
hefði nú ekki þurft að reka, ef ekkert af
þeim hefði varðveitzt.
Þegar minnzt er á Brynjóií biskup, má
heldur ekki gleyma þeim undursamlegu
atvikirm, sem leiða saman meistarann, og
hinn mikla skáldjöfur og velgerðarmann
íslenzkrar kristni, Hallgrím Pétursson,
hinn dýrðlega djúpvitra speking, sem svo
sterklega hefur stuðlað heilræði sín og
himinborinn vísdóm, að lesinn hefur ver-
ið og sunginn rneð þjóðinni allri um hart-
nær þriggja alda skeið. Færri munu þau
böm, sem ekki hafa að einhverju leyti
nrunið þennan vísdóm harmkvælamanns-
ins þegar við móðurkné, en það verið hon-
um æ síðan nokkur styrkm: á erfiðri göngu
lífsins. Ekki verður öryggið meira fyrir
tímanlegri eða andlegri velferð þeirra ein-
staklinga eða kynslóða, sem vanrækja að
nema slík sígild spekimál við móðurkné.
Og þegar hætt verður að syngja við -hinnsta
beð látins vinar: „Ég lifi í Jesú nafni“,
.... hefur þjóð vor áreiðanlega misst úr
höndum sér nokkra kjölfestu.
Eftirmaður Brynjólfs biskups, Þórður
Þorláksson, var ekki slíkur skörungur í
embætti sem fyrirrennari hans. Það, sem
lengst mun halda minningu hans á lofti,
er áhugi hans og framkvæmdir í bókagerð,
en hanri lét flytja í Skálholt prentsmiðj-
una á Hólum, og lét þar prenta hlutfalls-
lega meira en prentað var á Hólum.
Ekki lækkar vegur Skálholts við komu
meistara Jóns á stólinn, mesta prédikara
íslenzkrar kristni, fyrr og síðar. Um hann
segir Jón biskup Helgason svo: „Hjá Jóni
Vidalín sem prédikara, má segja að fari
saman þrennt, sem á öllum tímum hefur
verið talið megineinkenni kristins kenni-
mannaskörungs: Eldur og kraftur sann-
færingarinnar, skarpleiki og dýpt hugs-
unarinnar, logandi mælska og andans
fjör og flug“. Um meistara Jón segir Ein-
ar Benediktsson, m. a. svo i meistaralegu
kvæði um Jón Vídalín:
„Höfðingi almúgans óx við hans kjör,
ástfólginn lýðnum frá grunni.
öreigi réðst hann í róðrarvör
með rómversku stefin á munni,
högum þess smáa hann unni.
Af andagift rikar hér aldrei var kennt
né auðugri hjartans brunni.
Meistari fólksins, jafnt fyrrum sem nú
förumanns herra og bróðir. —
hann signir hér ennþá byggðir og bú;
þar brenna þær fomhelgu glóðir.
Við bæina dvelja bændur og hjú, —
þótt bekkir verði nú hljóðir.
Á hillunni er bók. Hún boðar trú,
sem blessar og reisir þjóðir".
Eftir meistara Jón kemur annar Jón til
stólsins, Árnaso.n, ekki ómerkur maður,
sem i ýmsum efnum má skipa þar á
fremri bekkja röð, um skólahald og al-
menna fræðslu. Hann var og fyrstur allra
manna hérlendis, til að sjá hve þjóðinni
Q.
Rithönd Jóns Vídalín. Nafn hans og „H ver eyru hefur aö heyra hann heyri“.
52
AKRANES