Akranes - 01.04.1954, Qupperneq 17

Akranes - 01.04.1954, Qupperneq 17
í heild væri mikil bölvun búin af völdum brennivínsins, og sendi konungi bænar- skrá, um að banna innflutning á brenni- víni til landsins. Tveir síðustu biskuparnir í Skálholti voru ekki siður en ýmsir fyrirrexmarar þeirra merkilegir menn og mikilsvirtir, sem meira að segja skína skært á spjöld- um sögunnar. Finnur Jónsson, var hálærð- ur maður, og fyrsti Islendingurinn, sem hlaut doktorsnafnbót í guðfræði. Einda þótt hann væri mikilsvirtur kennimaður og biskup, stendur þó mestur ljómi af nafni hans sem vísindamanns og rithöfundar. Hann vann t. d. bókmenntalegt afrek með hinni miklu kirkjusögu sinni í 4 bind- um. Um önnur ritverk Finns biskups, farast Jóni biskupi Helgasyni svo orð: „Þau bera öll vott um visindalega ná- kvæmni hans og mikinn lærdóm, sérstak- lega í fornum fræðum. Einna merkust þeirra mun vera Æfi Snorra Sturlusonar, prentuð framan við Heimskringlu I. bindi 1777, og ritgerð um eyktir á Islandi, enn- fremur um tímatalið í Gunnlaugssögu Ormstungu“. Síðasti biskup í Skál'holti, sem þar gerði garðinn frægan, var svo Hannes biskup, sonur Finns Jónssonar. Hann var einnig hálærður maður sem faðir hans. Hon- um stóðu til boða ágæt embætti erlendis, eins og fleiri hálærðum Islendingum á öll- um öldum. Hannes biskup var mikill vís- indamaður og rithöfundur. Hann átti mik- inn þátt í menntun almennings, ásamt mikilvægri nýrri útgáfustarfsemi, með hinum mikla brautryðjanda á því sviði, Magnúsi dómstjóra Stephensen. Hannes og Magnús voru sannir og einlægir boðberar hinnar almennu upplýsingar- og fræðslu- stefnu, er þeir urðu fyrir miklum áhrif- um af, við námið erlendis. Þeim stóð stugg- ur af einangrun þjóðarinnar og menntun- arleysi, og vildu opna henni nýjan heim og svið víðtækrar fræðslu að alþjóðahætti. Eggert Ólafsson, sem einnig var samtíðar- maður þeirra, lagði hins vegar megin á- herzlu á vakningu sína, á algerlega þjóð- legum grundvelli. Um það bil, er Hannes tekur við em- bætti sem sjálfstæður biskup, gengu mikl- ar ógnir og þrengingar yfir land vort. Það voru Skaftáreldarnir og Móðuharðindin svonefndu. Þá féll fólk og fénaður unn- vörpum, grasið eitraðist og spratt ekki, bæir og fénaðarhús hrundu á stórrnn svæð- um, fiskurinn gekk frá landinu vegna ösku- fallsins, og svona mætti lengi telja. Það var þá, sem talað var um að flytja það fólk, sem eftir hjarði, suður á Jótlandsheiðar. I þessum miklu hamförum, hrundu öll hús í Skálholti, og Hannes biskup varð að flýja þaðan, og settist þá að á Innra-Hólmi a Akranesi um þriggja ára skeið. Finnur biskup Jánsson. Niðurlæging Skálholts hefst. 1 þessum ógnum voru örlög Skálholts ákveðin, þvi að nú var gefin út konungleg tilskipun um flutning stóls og skóla til Reykjavíkur, þar sem „ekki hafði jörð brunnið siðan er land byggðist“, eins og þar segir. Hafnarháskóli kjöri Hannes biskup heiðursdoktor í guðfræði í virðingarskyni fyrir vísindastarfsemi hans. Hann gaf út stórmerkt alþýðufræðslurit, er hann nefndi Kvöldvökur, sem áreiðanlega hafði hina mestu þýðingu fyrir menntun alþýðu, þar sem 'hann setur fram uppbyggilegt, sið- bætandi og skemmtandi efni. Um þetta segir Hannes biskup i formálsorðum fyrir Kvöldvökum sínum: „ekki er ég svo ónær- gætinn, að ég heimti af nokkrum, að lesa sífelldlega guðfræðibækur sér til gagns. Þvert á móti veit ég engan beinan veg, að gera unglingum guðlegan lærdóm væmi- saman og leiðan, en að neyða þá til að hafa hann um hönd sí og æ, einkum yfir liáls og liöfuð, undirbúnings og skilnings- litið, þegar illa liggur á þeim, eða sinnið er fullt af eftirlangan annarra hluta“. Þegar eftir siðaskipti fer konungur ráns- hendi um eignir Skálholtsdómkirkju, eins og áður er sagt, og rírir margvíslega vald kirkjunnar og biskupanna yfir málum liennar. Kirkjan er orðin ambátt ri.kis- valdsins og fólkið ánauðugir og réttlausir þrælar konungsvaldsins. Hér hefur aðeins verið minnzt á Móðu- harðindin, en það var hin síðasta stór- plága, sem yfir landið hafði gengið. Fá- tækt landsins hefur sjaldan verið meiri, né eymd almennings, ríkra og fátækra. Armóðurinn var svo mikill, að jafnvel jarðir urðu lítils virði sem eign, því að vart eða eltki gátu menn goldið afgjöld þeirra. Biskupinn á þem stóra stað Skál- holti, varð meira að segja vonlítill um Hannes biskup Finnsson. sinn liag og staðarins. Svo hafði þá sorfið að þjóðinni af völdum elds og ísa og kúg- unar liins erlenda valds. Þegar svo var komið fyrir Skálholti, hafði þar verið höf- uðstaður landsins og aðal skóla- og mennta- setur um meira en 700 ár. Átti sögu liinnar litlu þjóðar lxér að verða lokið? I>jóðar, sem braust í öndverðu undan ofríki og áþján og nam þetta land. Þjóðarinnar, sem skóp með ágætum sína eigin sögu, og færði í letur annarra þjóða sögu, af þeirri mennt, sem lifði á vörum allrar þjóðarinnar, en aukið var við og lialdið ferskri með sókn að frægum er- lendum menntabrunnum. Þessi þjóð var nú í rauninni ósjálfbjarga af örbirgð og skorti, en „verndarinn“ sjálf- ur vildi flytja liana alla á eyðistaði sína við Eyrarsund. Hann skipaði sjálfur svo fyrir, að höfuðajásn og prýði þjóðarinnar um sjö aldir, skyldi þurrkað út úr lifi liennar og vitund. Með þessu konunglega pennastriki var þetta gert svo rækilega, að metnaður þjóðarinnar hefur enn ekki náð sér gegn þessari liöfuðsynd þess herra- dóms, sem liana framdi. Svo mikið var þetta sár, að allt til þessa hefur þjóðin ekki þekkt sinn vitjunartíma um réttláta hefnd fyrir það holundarsár. Það verður ekki gert með því að vega menn, eða sak- ast um orðinn hlut, heldur með því, að þjóðin, sem heild gangi í endurnýingu líf- daganna. Með þvi að hún sjálf byggi upp það, sem brotið hefur verið niður af ein- um eða öðrum. Ilafi jafnan liið glæsileg- asta i sögunni fyrir augum sem markmið. Nálgist tindana, en leggi að sama skapi litla rækt við hið lágkúrulega. Með þvi eina móti tengjum vér saman fortið og framtíð, svo að birtu beri á, og ljóma leggi síðar af. Þá skýrist aftur sú saga, sem slit- in liefur verið úr tengslum við líf þjóðar- innar meira og minna, og tilraun gerð til að þurrka út. Til þess, að hún verði akranes 53

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.