Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 19

Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 19
Öl. B. Björnsson: III. KAFLI — Framhald ma BveeeAR snni skarbsheibar 1. Innri-Hólmur. Innri-Hólmur er vafalaust annað af tveim fyrstu býlunum, sem byggð voru í landnámi Akraness, og hefur þar því ver- ið byggð í meira en 1050 ár. Það má full- yrða, að á þessu langa tímabili hefur aldr- ei fallið þar niður byggð, þótt vitanlega sé óhugsandi að gera samfellda ábúenda- skrá yfir þetta ianga tímabil. Fyrsti eigandi Innra-Hólms og ábúandi þar er auðvitað Þormóður Bresason, sem hér nam fyrstur land ásamt Katli Bresa- syni bróður sínum. Af Þormóði fara litl- ar sagnir. Þeir bræður komu hingað frá írlandi, og hafa líklega haft einhver kynni af kristinni trú. Þó hafa þeir verið norræn- ir menn eins og að hefur verið vikið áður. Af heimildum má ráða, að Þormóður hafi átt a. m. k. 4 dætur, sem allar giftust mik- ilsmetnum mönnum. Varð hann mjög kyn- sæll, svo að þeir, sem gerst vita um ættar- tölur Islendinga, telja að frá þeim Bresa- sonum og sérstaklega Þormóði sé mikill fjöldi landsmanna kominn. Um þetta efni, ættir Akumesinga — frá landnámsmönn- um — vona ég að geta gefið ykkur nánari upplýsingar síðar í þessum þætti, með að- stoð þess manns, sem á þvi efni kann manna bezt skil. Enda þótt ef til vill megi deila um, hvort Ásólfur alskik frændi þeirra bræðra. hafi búið eða verið á vist á Innra- eða Ytra-Hólmi, mælir ýmislegt i sögum og örnefnum með því, að hann hafi átt heima á Innra-Hólmi. Af honrun er all merki- leg saga í Landnámu, sem bæði er helgi- og þjóðsagnakennd. I fleiri heimildum er Ásólfs getið, þótt þær sagnir eigi rót sína að rekja til Landnámu, en séu þó ekki samhljóða. Þessi saga Ásólfs verður ekki rakin hér nánar, svo kunnug sem hún er, og þeir sem vilja, eiga þess kost að lesa hana í Landnámabók. Af Ásólfi munu og ættir komnar. Strax kemur hér eyða í eignarmenn og ábúendur á Innra-Hólmi. Um hvort eða hverjir ættmenn Bresasona hafi búið hér eftir þetta vita menn ekki um sinn. Eins og áður er sagt, er dætra Þormóðs fyrst og fremst getið í heimildum. Þær giftast í burtu mektarmönnum, sem vitað er deili á og koma við sögu. Síðar koma þó afkom- endur Þormóðs að Hólmi, eins og brátt verður vikið að. Af Landnántu virðist mega ráða, að Ketill Bresason hafi átt son þann, er Bresi hét, „faðir Þorgests, föður Stara að Hólmi“. Nú hefði virzt eðlilegra að Stari þessi, afkomandi Ketils hefði búið að Ytra-Hólmi, eða í landnámi Ketils, þótt ekkert sé því að vísu til fyrirstöðu, eða óeðlilegt við, að hann hafi búið á höfuðbóli svo náins skyld- mennis, sérstaklega með hliðsjón af því, sem áður er sagt um dætur Þormóðs og gjaforð þeirra. Þar sem Stari er nú að- eins kenndur við Hólm, gat þetta því verið nokkuð vafasamt. Afkomendur Þormóðs landnámsmanns á Innra-Hólmi verða miklir höfðingjar vun Borgarfjörð, goðorðsmenn og miklir fyrir sér. Geirlaug Þormóðsdóttir var t. d. móð- ir Tungu-Odds, sem var mikill höfðingi Borgfirðinga um marga tugi ára og lifir líklega fram undr 990. Utaf Grími há- leyska og Svanlaugu Þormóðsdóttur eru Reykhyltingar komnir, sem þar verða prestar hver fram af öðrum og miklir höfð- ingjar, má þar til nefna hvorki meiri né minni menn en Snorra Sturluson og þá Sturlunga. Um 950, eða fyrir það, virðist sem fyrr- nefndur Stari búi á Innra-Hólmi. Eftir því sem Landnáma segir, hefur hann átti son, er Knöttur hét, faðir „Ásdísar, er átti Klængur Snæbjamarson, sonar Hafnar- Orms“. Um Stara þennan verður lítið annað vitað en hér fer á eftir. „Ulfur hét sonur Gríms háleyska og Svanlaugar. Hann nam land milli Hvítár og suðurjökla og bjó í Geitlandi. Sonur hans var Hrólfur hinn auðgi, „faðir Hall- dóru, er átti Gizurr hvíti, þeira dóttir Vil- borg, er átti Hjalti Skeggjason“. Einn af sonrnn Hrólfs var Illugi hinn rauði. Hann bjó fyrst í Hraunsási. „Hann átti þá Sig- ríði, dóttur Þórarins ens illa, systur Múls Bölvterks; þann bústað gaf Illugi Bölverki, enn Illugi fór þá at búa á Hofstöðum í Reykjadal, því at Geitlendingar áttu at halda uppi hofi því at helmingi við Tungu- Odd. Síðast bjó Illugi at Hólmi iðra á Akranesi, þvi at hann keypti við Hólm- Starra bæði löndum ok konum ok fé öllu; þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðs Þjóstasonar af Álftanesi, enn Sigríðr hengdi sig í hofínu, þvi at hún vildi eigi manna kaupit“. Af því, sem liér var sagt sést, að þeir frændur, Illugi og Starri hafa verzlað með konur og jarðir. I þessu sambandi er þess ekki getið, hvernig kona Starra hafi unað mannaskiptunum, en Sigríður kona 111- uga kunni því illa að láta selja sig sem hvern annan fénað og stytti sér þvi aldur í sjálfu hofinu á Hofsstöðum í Hálsasveit. Ekki er hægt um vik að geta sér til um aldur Illuga, eða hvenær hann muni fæddur. Heldur ekki, hversu lengi hann hefur búið í Hraunsási og á Hofstöðum. Ekki er heldur hægt að sjá, hve lengi hann hefur búið á Hólmi með Jórunni Þormóðs- dóttur, Þjóstasonar af Álftanesi, ef þau hafa þá ekki skilið, eða hann misst hana fljótlega. Hitt greina heimildir í Harðar- sögu, að hann hafi 959 fengið Þuríðar Grímkelssonar, goða Bjamarsonar, að ölf- usvatni, og fyrstu konu hans Rannveigu Þórbjarnardóttur úr Amarholti. Þuríður virðist þá hafa verið 32 ára gömul. Af þessu er ljóst, að Illugi hefur þá verið kominn að Innra-Hólmi, og ef til vill ver- ið búinn að búa þar nokkur ár a. m. k. Líklega er haxm á lifi fram undir 990, svo að hann hefur lengi búið á þessu fræga höfuðbóli forföður síns. Dóttir Uluga á Hólmi, Þuríður, var mið- kona Snorra goða að Helgafelli, þeirra dætur Sigríður, svo og Auður, er átti Víga- Barða Guðmundsson, og síðar Sigurð Þór- arinsson, hunds i Bjarkey. (sjá Isl. æv.). Það er sagt, að Snorri goði hafi unnað mjög þessari dóttur sinni, enda hafi hún verið skörungur mikill. Vafalaust má telja að Halldór, sonur Illuga hafi búið á Innra-Hólmi eftir föð- ur sinn. Hann kemur við sögu Ásólfs, sem í draumi hótaði að sprengja augun úr hausi hans, nema hann keypti bein sín aftur slíku verði, er hann hefði selt munk- um Hróðólfs úr Bæ, en svo segir sagan: „Halldór keypti bein Ásólfs, ok lét gera at tréskrín ok setja yfir altari. Halldór sendi Illuga son sinn utan eftir kirkju- viði, .... o. s. frv.“. Það má telja vist, að Halldór Ulugason, hafi látið gera kirkju að Innra-Hólmi, hvort sem fyrr hefur ver- ið reist þar kirkja — bænahús — eða ekki. Sennilega hefur Illugi þessi Halldórsson einnig búið á Hólmi eftir föður sinn og ef til vill fleiri afkomendur Illuga rauða, þótt sagan hafi þar engin kennileiti átt til að átta sig eftir. Nú verðm enn allt móðu hulið um stund, að því er snertir ábúendur á Hólmi. Um 1250 virðist þó búa þar maður að nafni Árni Borgnýjarson. Þessa manns er einu sinni getið í Sturlungu, og er talinn vera frá Hólmi, og er hér sennilega átt við Innra-Hólm, því að þar stendur Hólm- ur við Hvalfjörð. Ef fylgst er með atburða- rás sögunnar, virðist sem Árni búi þama um 1250. I Sturlungu (útg. Sig. Kr. 1913) III. 210 stendur svo: „Um haustit eptir AKRANES 55

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.