Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 21
5- Ástríður, átti Jón sýslumann Magnús-
son eldra.
6. Guðríður, átti sira Jón Guðmundsson
í Hitardal.
7- Halldóra, f. k. Ölafs lögréttumanns
Hannessonar að Sauðafelli.
8. Guðrún, átti Magnús lögmann Björns-
son að Munkaþverá. Enn er sagt, að
hann hafi átt laundóttur, Guðríði, en
fyrri maður hennar á að hafa verið
Gísli Grímsson.
Gísli lögmaður var auðmaður mikill og
fjáraflamaður, en ekki að sama skapi út-
sjónarsamur um að gæta fengins fjár.
Er 'honum jafnvel brugðið um ágirnd og
rangsleitni í tekjuöflun. 1 heimildum er
þó sagt um hann. að hann hafi verið „föð-
urbetrungur að mjúkleik og mildi“. Gísli
lögmaður Þórðarson andaðist 1619 og hafði
verið heilsuveill síðari hluta ævinnar.
I valdatíð GísJa lögmanns var hér full-
trúi konungs Herluf Daa. Virtist fyrst í
stað fara vel á með honum og lögmanni
en kólnaði fljótlega, voru og væringar með
Daa og fleiri höfðingjum hér, svo sem
eins og Oddi biskupi.
A) Steindór Gíslason, lögmanns átti
Guðrúnu, dóttur sira Einars á Staðastað,
Marteinssonar biskups. Hvin var þá ekkja
Jóns lögmanns. Sonur þeirra var Jón á
Knör fæddur 1609, varð lögréttumaður og
dó á Leirá „af munnbita“ 1672 eins og
stendur í Smæv. II. 96. Þar stendur enn-
fremur: „Jón erfði eftir foreldra sína: Knör,
Laugarbrekku, öxnakeldu og Kirkjufell,
má þar af sjá að ekki hefur Steindór öllu
góssinu burt brjálað eða eytt“. En það mun
hafa verið sagt, að hann hafi verið óreglu-
samur og svallgefinn.
Kona Jóns var Sólveig dóttir síra Guð-
mundar Einarssonar á Staðastað, þeirra
böm:
a. Halldóra, átti síra Jón Guðmundsson á
Staðarhrauni. Þeirra börn: Síra Helgi
á Staðarhrauni og Þæfusteini, faðir síra
Jóns á Hvanneyri. Um Jón Helgason
þennan segir ennfremur svo i Smæv.
„Síra Jón Helgason var síðast prestur
til Hofs og Miklabæjar og dó í Mýra-
koti á Höfðaströnd úr ófeiti — hor í
móðuharðindunum í júní 1784 84 ára
gamall. Hann var fróður maður í mörgu
einkum tungumálum og ættfræði. I
prestaæfum meistara Hálfdáns er margt
eftir honum tekið um ættir o.ifl. Hann
átti Halldóru (d. 1741) Runólfsdóttur
Halldórssonar prentara Ásmundssonar,
og var son þeirra Helgi, varð djákn á
Reynistað og dó í april 1751, nokkru
áður en hann átti að vígjast til prests
að Tjöm á Vatnsnesi. Kona hans var
Sesselja Sveinsdóttir og áttu þau böm.
Ennfremur átti sr. Jón Guðmundsson
og Halldóra þessi börn:
Síra Guðmund á Helgafelli, hann
var tvikvæntur og átti mörg börn. Hann
drukknaði í heimreið frá Bjarnarhafn-
arkirkju 8. marz 1716.
Elín, átti síra Tonfa í Saurbæ Hann-
esson, hann drukknaði í Leirá 8. febrú-
ar 1728 á heimleið frá embættisgjörð
á Melum 58 ára gamall.
Sira Torfa og Elínar verður nánar
getið í sambandi við Saurbæ, en af þeim
er komið margt fólk, sem bjó og býr enn
á svæðinu fyrir utan Skarðsheiði og
verður getið við marga bæi.
Valgerður, f. 1663, átti Stein biskup
Jónsson á Hólum. Þeirra börn voru:
a. Jón mjög vel gáfaður, en lagðist í
óreglu í Kaupmannahöfn. Hann átti
afkomendur.
b Guðmundur skólameistari á Hólum,
drukknaði á Skagafirði 9. maíi 1723,
nýkvæntur Margréti Einarsdóttur,
elíkju Benedikts sýslumanns Bechs,
þau bl.
c. Sigfús, drukknaði með Guðmundi
bróður sínum og síra Þorkeli Þor-
steinssyni í Fagranesi.
d. Jórunn, átti fyrr Hannes Lárusson
Scheving sýslumann. Þeirra börn:
Lárus klausturhaldari, Þórunn, átti
Jón klausturhaldara á Reynistað, og
áttu þau mörg böm.
e. Helga, átti Jón eldra Pálsson Vídalin,
er úti varð á Hjaltadalsheiði 1726.,
B) Páll Gíslason á Hvanneyri varð land-
þingisskrifari 1635 en sleppti því embætti
1669 eða 70, „var maður einarður, skyn-
samur og vel á sig kominn. 1630 brann
hjá honum gjörsamlega Hvanneyrarbær
með búshlutum, en menn sakaði ekki.
Hann hafði fyrr átt Þóru Jónsdóttur, var
hún þá dáin og börn þeirra, en Páll kvænt-
ist aftur Ingibjörgu dóttur Bjarna Sigurðs-
sonar á Stokkseyri". Veturinn eftir voru
þau á Vatnsenda í Skorradal hjá Birni
Gislasyni. Börn Páls og Ingibjargar voru:
a. Sigurður Pálsson, talinn lögsagnari í
Dalasýslu, en mun vafasamt. Kona hans
var Þórunn Hjaltadóttir i Teigi, Páls-
sonar. Börn þeirra Hjalti, að Brekku á
Hvalfjarðarströnd, síra Gísli að Kvenna-
brekku, Bjarni og Þuríður, er átti Jón
Jónsson að Stóra-Ási.
b. Pétur Pálsson sýslumaður. Lærði í Hóla-
skóla, varð lögsagnari í Strandasýslu
1680, fékk sýsluna sama ár, sleppti
'henni 1687. Þótti atkvæðalítill og átti
erfiðan fjárhag. Hann er á lífi 1709.
Bjó í Broddanesi, Víðivöllum og Kirkju-
bóli í Steingiímsfirði. Kona hans: Sess-
elja Guðmundsdóttir í Deildartungu og
Heynesi, Árnasonar. Af bömum þeirra,
sem upp komust, var Einar, sem átti
heima í Steingrímsfirði. Launsonur Pét-
urs Pálssonar, með Guðriinu Árnadótt-
ur á Álftanesi Halldórssonar Marteins-
sonar biskups. ekkju Hannesar Árna-
sonar í Norðtungu var Bjami.
c. Ingibjörg, átti Erling Eyjólfsson lögréttu-
mann í Blönduholti i Kjós. Eyjólfur Is-
leifsson, faðir hans, var sonarson Eyj-
ólfs Halldórssonar frá Saurbæ, sýslu-
manns Rangárþings. Þeirra synir vom:
síra Jón á Ólafsvöllum, virðast tveir
þeir fyrrnefndu hafa dáið úr bólmmi
sama árið.
C) Ástríður Gisladóttir, átti Jón Magn-
ússon sýslumann, Jónssonar prúða i Ögri.
Þau giftu sig á Innra-Hólmi 1598. Hann
lærði vel utan lands og innan, enda vel
gefinn. Hann var orðinn sýslumaður í
Dalasýslu 1594 og hélt þvi embætti til
æfiloka. Hann var talinn fyrir fulltrúum
landsins, er utan fóru 1619 og fyrr hefur
verið getið. Hann bjó á Ingjaldshóli, einn-
ig i Haga á Barðaströnd. Þeirra börn:
Magnús sýslumaður í Haga og Miðhlið,
Eggert, lögréttumaður á ökrum í Blöndu-
hlíð, Guðmundur, lögréttumaður í
Hvammi á Barðaströnd, Sigurður í Rauðs-
dal. Gisli sýslumaður í Reykjarfirði, Ingi-
björg, átti fyrst Gunnar Aragrímsson,
prests lærða, Jónssonar, síðar Jón Skál-
holtsráðsmann Halldórsson, síðast Þorleif
lögmann Kortsson. Halldóra, átti síra Jón
Jónsson i Holti í önundarfirði, Jórunn.
átti Hannes Eggertsson í Snóksdal, Stein-
unn, f. k. Jóns Marteinssonar og loks Þórð
stúdent.
D) Guðríður Gísladóttir, (f. 1577, dó
1620, átti síra Jón Guðmundsson i Hítar-
dal, er f. var 1558, d. 7. febrúar 1634. For-
eldrar sira Jóns voru: Guðmundur lög-
réttumaður Jónsson að Hvoli i Saurbæ og
kona hans Þórunn Sigurðardóttir, rebba
í Búðardal Oddssonar. Hann lærði hér
innan lands, einnig i Kaupmanna'höfn og
Brimum. Var rektor í Skálholti 1584—8
og mun hafa farið utan í von um biskups-
embætti, því að sumir vildu fá hann fyrir
biskup. Vígðist 1590 að Hítardal og hélt
til æfiloka, en varð prófastur í Þverár-
þingi vestan Hvitár 1591—1625, er hann
sagði af sér. „Hann var talinn með lærð-
ustu mönnum á landinu á sinni tíð, rögg-
samlegur og mikilsvirtur, en talinn af óvin-
um sinum nokkuð kverihollur, og þvi var
það, að hann 15. ágúst 1595 sór aif fúsum
vilja tylftareið fyrir holdleg samræði við
Oddnýju hálfsystur sina, er bam hafði átt
vesur i Dölum“. Til er einhver kveðskap-
ur eftir hann. Börn þeirra: (Isl. æv.).
Guðmundur stúdent, síra Þórður í Hítar-
dal, átti Helgu, dóttur Áma lögmanns
Oddssonar á Leirá. (Þeirra börn Þorsteinn
á Skarði, Guðriður, kona Jóns biskups
Vigfússonar (bauka-Jóns) og Jón). Enn
voru böm Guðríðar og síra Jóns Gisli sútd-
Framhald á síðu 69.
AKRANES
57