Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 15 .Skáldaspírur á Jóni forseta Skáldaspírukvöld verður haldið á Jóni forseta í Aðalstræti í kvöld og hefst það að venju kl. 21. Fara þar fremstir Thor Vilhjálmsson, Jón Kalman, Bjarni Bjarnason og Ei- ríkur Guðmundsson en einnig lesa Kristrún Guð- mundsdóttir og Anna Dóra Antonsdóttir Ijóð sín. Að lokum verður verðlaunaskáld Ijóðasam keppni Eddu útgáfu og Fréttablaðsins kynnt, Kristín Eiríks- dóttir. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir vaktar mannlíf Rímurnar af Mábil nálægt klámi „Rímurnar af Mábil sterku eru einstakar, stundum nálægt klámi," segir Valgerður Brynjólfsdóttir ís- lenskufræðingur en hún fjallar um rímurnar á fundi Félags ís- lenskra fræða í húsi Sögufélagsins við Fischersund frá kl. 20.30 annað kvöld. Valgerður starfaði á Stofnun Árna Magn- ússonar um hríð „og þá benti forstöðumaðurinn, Vésteinn Ólason, mér á að rannsaka þyrfti rímurnar af Mábi!.“ Að sögn Valgerðar er umfjöllunarefni rímnanna erfðaréttur kvenna, Mábil sterka er meykóngur í Vallandi og verður við völd á meðan enginn kemst yfir meydóm hennar. „Rímurnar bera nafn konu og kona er í aðalhlutverki og það er nokkuð ein- stakt,“ heldur Valgerður áfram, „en það er greinilega verið að skopast að einhverjum á Vestfjörðum um eða eftir 15. öld. Ýmsar koma til greina, svo sem Ólöf ríka og a.m.k. þrjár Sólveigar í erfðamálum á þessum tíma en ég get ekk- ert fullyrt," segir Valgerður Brynjólfsdóttir að lokum. ............ Alexandra og Gróa í Salnum Alex- andra Chernyshova sópran og Gróa Hreinsdóttir píanóleik- ari bjóða til Söngvalindar í Salnum í kvöld. Gróa hefur kennt við tónlistarskóla í Reykjanesbyggð og er organisti við Ytri- Njarðvíkurkirkju. Alexandra er frá Kænu- garði í Úkraínu og að loknu píanónámi sneri hún sér að söng. Hún var einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Úkraínu við útvarpið í Kænugarði. Fyrir réttum tveimur árum var hún valin besta nýja óperuröddin í keppninni „Nýtt nafn í Úkraínu." Tónleikar þeirra Gróu og Alexöndru í Salnum í kvöld hefjast kl. 20 og takast þær á við Mozart, Gounod, Gershwin og Rachmaninoff svo nokkr- ir séu nefndir. og menningu. rgj@dv.is Miðasalan tekup kipp Guðrún Kristjánsdóttir, kynningar- stjóri Listahátíðar f Reykjavík, segir miðasöluna á Listahátíð hafa geng- ið samkvæmt áætlun en nú hafi hún aldeilis tekið kipp. „Mest hefur selst á tónleika karlakórs Sánkti Basil dómkirkj- unnar í Moskvu en Brodsky-kvartett- inn og Olga Borodina fylgja fast á eftir. Þó eru enn til miðar á allt og engin ástæða til að örvænta." Menntamálaráð- herra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, setur Listahátíð í Reykjavík 2004 f Listasafni (slands föstudag- inn 18. maí nk. og verður setning- unni sjónvarpað beint. Skipti um gír á 5 ára fresti „Mér sýnist ég skipta um gír á 5 ára fresti," segir Guðmundur Björg- vinsson myndlistarmaður en hann opnar myndlistarsýningu í Seli Galleríis Reykjavfkur við Skóla- vörðustfg kl. 17 í dag. „Ég sýni þarna nokkur nýleg akrýlmálverk með mannskepnuna í forgrunni, fígúratíf og í expressjónískum stíl. Ég sýndi á sama stað fyrir tveimur árum, síðan hef ég haldið nokkrar smásýningar hér og þar en mér sýnast verkin á þessari sýningu í nokkuð rökréttu framhaldi af því sem ég hef áður gert. En mér sýnist ég skipta um gír á svona 5 ára fresti það virðist vera mfn klukka," segir Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður. Margt nýtt og spennandi „Sýningin hans Jóns Óskars var góð en hún er búin núna. Ég er viss um að sýningin hennar Kristínar ís- leifsdóttur í Hönnunarsafninu í IH.UII.ÚU.l.m-ll Garðabæ sé mjög góð. Ég á að vísu eftir að sjá hana sjálf en hún er ábyggilega spennandi því það er margt nýtt sem hún er að gera. Einnig vil ég minnast á að það er frábærtyfirlitið á Listasafni íslands. Ég sjálf er að vinna að sýningu sem verður í anddyri Hallgríms- kirkju í vor auk þess sem ég er með fjöldann allan af myndlistarsýning- um erlendis." Magdalena Maigrét Kjart- ansdóttir, naynd- Ústarmaö- Nashrin Shahinpoor, írönsk-bandarísk fræðikona, er stödd hér á landi og heldur fyrirlestur um konur, íslam og hnattvæðingu. I „Verð vör við tortryggni, ótta o jafnvel hatur í garð múslima," segir Nashrin Shahinpoor, hagfræðiprófessor í Bandarikjunum. „Þótt þeim sé skylt að bera slæður og klæðast kápum,“ segir Nashrin Shahinpoor, „em þær að laga klæðin að nýjustu tísku í litum og sniði. Um helmíngur háskólastúdenta í íran em konur, konur reka fýrirtæki og em í óða önn að hasla sér völi á ýmsum sviðum. Og þeim gengur álíka og okk- ur að samræma starf, heimilisrekstur og hlutverk eiginkonu og móður." Nashrin Shahinpoor er stödd hér á landi í boði Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ og heldur fyrirlestur í hádeginu í dag í náttúrufræðahúsi háskólans, Öskju og ræðir konur, íslam og hnattvæðingu. Hún er hagffæðingur að mennt og gestaprófessor við Butler háskóla vestra. Nashrin hefur búið í Bredandi og Bandaríkjunum frá 1978 en heim- sóttí ættingja í Teheran á síðasta ári. „Þeim er vissulega skipað að bera slæður og kápur og að því leyti getum við talað um kvennakúgun. En málið er flóknara en svo," heldur Nashrin áfram, „klæðnaðurinn hefur rætur í menningu okkar og sögu, sumt löngu fyrir útbreiðslu íslams. Kona sem hylur líkama sinn nýtur meiri virðing- ar en sú sem gerir það ekki og fjöldi kvenna í Mið-Austurlöndum hefur ekki nokkum áhuga á að flíka kynferði sínu eins og alsiða er á Vesturlönd- um“. Hnattvæðinq oq Veraldarvefur í austri Að mati Nashrin Shahinpoor hef- ur hnattvæðingin og Veraldarvefur haft áhrif á ungt fólk í íran „þau geta valið um sjónvarpsefni úr öllum heimshornum með hjálp gervihnatta og hafa aðgang að upplýsingum af öllu tagi á Netinu. Því krefjast þau aukins ffelsis, betri menntunar og opnara samfélags. En það er ekki þar með sagt að þau séu tilbúin að gleypa allt hrátt sem að vestan kemur, íranir em stoltir af menningu sinni og sögu og eins og aðrir í veraldarþorpinu leita þeir þangað eftir því sem alheims- þorpið stækkar. Þeir slíta sig ekki upp með rótum, reyna fremur að laga framandi siði og venjur að sér.“ Og vegna viðskiptabannsins segir Nas- hrin ekki mikið um ICFC og McDon- alds í fran „þar er hins vegar nóg af írönskum skyndibitastöðum af öllu tagi svo ekki sé minnst á Qibla Cola." Hnattvæðing og Veraldarvefur í vestri Nashrin Shahinpoor segir upplýs- ingaflæðið ekki ganga jafn greiðlega í núverandi heimalandi sínu, Banda- ríkjunum. „M.a.s. koflegar mínir við Butler háskólann kynna mig sem araba, en ég er auðvitað Persi. En ég er múslimi eins og flestir arabar, Indónesar og sumir íbúar Affíku." Og eins og kristni er ólík í Rússlandi, ftal- íu og á íslandi er íslam breytilegt eftir löndum og menningu. Talíbani frá Afganistan, wahabisti frá Sádi-Arabíu, sjítí úr fran og sýrlenskur súrmíti em hver með sínum hætti eins og gengur. Nashrin er úr sjítafjölskyldu eins og meirihluti írönsku þjóðarinnar, „En ég er ekki trúrækin manneskja. En það má einu gilda, eftir 11. septemberhef- ur margt breyst í Bandaríkjunum. Ég verð vör við tortryggni, ótta, jafiivel hatur í garð okkar allra. f hugum flestra Bandaríkjamanna emm við öll eins og talíbanamir, aflar íslamskar konur búa við harðræði og klæðast burkha. En írakskar konur vom t.d. komnar hvað lengst í jafiirétt- isátt fyrir innrás. Bandarískur almenningur bomar ekkert í framgangi mála í frak enda liggja stærsm og áhrifa- mestu sjónvarpsstöðvamar ekki í flóknum fréttaskýr- ingum." Gæti varla sest að í íran Nashrin hefur búið í rúman aldarfjórðung í Bretíandi og Bandaríkjun um „Þótt mér þyki ákaf- lega mikilvægt að heim- sækja vini og vandamenn í fran geri ég mér grein fyrir að þar gæti ég ekki búið nema í mesta lagi um hríð. Hugsanlega kennt hagffæði við háskól- ann í Teheran en hagfræði tengist stjómmálum og i ef ég má ekki tala tæpitungulaust um hugðarefni mín og rann- sóknir kæri ég mig ekki um að tala yfirleitt. Ef íranska ríkisstjómin vill halda völdum verður hún að halda áfram að koma til móts við kröfur þjóðarinnar sem mér sýnist mjaka sér hægt en örugglega fram á veginn," segir Nashrin Shahin- poor hagfræði- prófess- „Glæpir qeta borqað sig..." Ol „..ef menn láta duga að skrifa um þá smásögu og senda í glæpasmásagnakeppni Grand Rokks," segir Kristinn Kristjánsson í Hinu íslenska glæpafélagi. „Sam- keppnin var fyrst auglýst í desem- ber sl. og sögur eru famar að berast til okkar en hrúgast svo sennilega inn fyrir næstkomandi laugardag að íslenskum hætti, þá rennur fresturinn út.“ Kristinn segir meðlimi í Hinu íslenska glæpafélagi vera að nálgast þriðja tuginn, „En meðlimur verður að hafa skrifað eða þýtt glæpasögu • eða leikrit, nú eða ^ unnið með einhveijum hætti að framgangi glæpasögunnar." Félagið P stendur fyrir glæpasagnaupp- lestri í nóvemberlok ár hvert, en Kristinn segir mikiö fundað í félaginu þessa dagana „Því norrænu glæpasagnaverðlaunin, • Glerlykillinn, verða af- , hent hér í Norræna ^ húsinu 21. maí nk. og það þarf að undirbúa." Verðlaunin í glæpasagna- keppninni eru nokkuð vegleg, fyrstu verðlaun eru 300.000. kr., önnur 100.000. kr. og þau þriðju 50.000.kr. en helmingur þeirra er i formi kortaúttektar Viðskiptanets- ins. Handritum á að skOa undir dulnefrn og fylgi rétt nafii með í lokuðu umslagi. Þau skal senda Grand Rokk, Smiðjustíg 6, 101 R., merkt Samkeppni. Þriggja manna dómnefiid Hins íslenska glæpafé- lags velur bestu sögumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.