Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 Fréttir DV Með verkfær- in á djammið Aðfaranótt laugardags- ins óskuðu dyraverðir veit- ingastaðar í miðborginni eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem þeir grunuðu um að vera með vopn á sér inni á staðnum. í ljós kom að maðurinn var með eina öxi, þrjá hm'fa og skrúfjárn innanklæða. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík mun maðurinn ekki hafa ógnað neinum með þessum vopn- um og gefið þær skýringar að hann hafi ætlað til vinnu um morguninn og þurft þess vegna að hafa vopnin með sér. Svíi kryfur heilbrigðis- þjónustuna Göran Dahlgren pró- fessor frá Svíþjóð verður fyrirlesari á málþingi BSRB sem haldið verður miðvikudaginn 5. maí kl. 9.00 tUl 1.00 áHótel Lofdeiðum. Fyrirlestur hans mun fjalla um heil- brigðisþjónustuna, reynslu af kerfisbreyting- um og framtíðarsýn. Málþingið er öllum opið og hvetur BSRB alla sem láta sig heilbrigðismál varða til að koma til mál- þingsins. Göran mun svara fyrirspurnum að lokn- um fyrirlestri. Hann hef- ur síðan á níunda ára- tugnum verið áhrifa- maður á alþjóðavett- vangi á sviði heilsu- gæslu-, heilbrigðis- og lýðheilsumála. Stálu 18 feta rörabát Lögreglunni í Reykjavík barst á laugardag tilkynn- ing um að stolið hafi verið svörtum og bláum 18 feta rörabát af Sea Rover-gerð, með 70 hestafla Suzuki- fjórgengisvél, sem stóð á gráum tveggja hásinga vagni við Eyjaslóð. Að sögn lögreglunnar munu bátur- inn og vagninn hafa fundist síðar um helgina í Hafnar- firði en þá var búið að taka vélina úr bátnum. Skúli Alexandersson „Hér er mikið um aö vera því á Gufuskálum eru staddar stór- stjörnurí tengslum við kvik- mynd sem Friörik Þór er að taka hér undir Jökli," segir Skúli Alexandersson, fyrrum alþing- ismað- ur á Hellissandi, og neitar ekki aö stjörnurnar setji svip á byggðina.Já, já, leikararnir versla I Kaupfélaginu og þú getur rétt imyndað þér hvort menn hafí ekki eitthvað til að tala um þessa dagana I byggöarlaginu. Annars er at- vinnuástand gott og nóg að gera hér, mikil gróska í mann- lífinu," segir Skúli og tekur ekki undir að krlan sé komin. Stjörnulögfræðingarnir Mark Geragos og Benjamin Brafman hafa yfirgefið Michael Jackson, en Jackson hefur ráðið sér nýjan stjörnulögmann, Thomas Mesereau, sem á að bjarga því sem bjargað verður. Gert er ráð fyrir því að Jackson segist saklaus af öllum ákæruliðum. LögMingar Jagksons pakka saman Stjömulögfræðingarnir sem hafa annast barnaníðingsmál Michaels Jackson eru hættir störfum. Jackson á að svara til saka næstkomandi föstudag vegna ásakana um að hafa beitt ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Þeir Mark Geragos og Benjamin Brafman hafa ekki gefið upp ástæðu þess að þeir kjósa að hætta, það eina sem þeir láta uppi eru ósk- ir um að Jackson farnist vel. Brafman og Geragos, sem vinna nú að vörn leikarans Scott Peterson sem ákærður er fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, ætía þó að fylgja Jackson í dómshúsið næsta föstu- dag en þá verður málið gegn hon- um þingfest. Fastlega er gert ráð fyrir að Jackon muni neita sakar- giftum enda hefur hann frá upphafi sagt ásakanir um barnaníðslu úr lausu lofti gripnar. Málskjölin bera Jackson ekki vel söguna Jackson var handtekinn í desem- ber.síðastíiðnum eftir að kæra barst lögregluyfirvöldum í Santa Barbara um að hann hefði beitt tólf ára krabbameinssjúkan dreng kynferð- islegu ofbeldi. í ákæruskjali frá því fyrir áramót er greint frá því í sjö lið- um hvernig Jackson á að hafa mis- notað drenginn og auk þess veitt honum áfenga drykki í tvö skipti. f síðustu viku bárust svo fregnir úr málsskjölum sem báru Jackson síð- ur en svo vel söguna. Var þar meðal annars vitnað til fórnarlambsins í málinu, Gavins Arviso, og bróður hans. Haft var eftir þeim að Jackson hefði sýnt þeim klámmyndir á tölvu- tæku formi og síðan haft í frammi kynferðislega tilburði við gínu sem hann geymir á heimili sínu. Ekki af baki dottinn Þrátt fyrir að lögfræðingarnir séu að pakka saman er Jackson ekki af bald dottinn og hefur þegar ráðið nýjan mann til starfans. Sá heitir Thomas Mesereau og þykir af svip- Skiptir um lögfraeöing Tveir stjömutögfræðingar hafa yfir- gefið Michael Jackson. Hann hefur þegar ráðið Thomas Mes ereau, sem þykir firnasterkur í málum afþessum toga. Þrátt fyrír að lögfræð- ingarnir séu að pakka saman er Jackson ekki afbaki dottin og hefur þegar ráðl nýjan mann til starfans. uðum toga og hinir tveir. Hann er nýhættur að vinna fyr- ir aðra stórstjörnu en hann var þar til und- ir það síðasta verj- andi Roberts Blake sem ákærður e fyrir morð. Michael Jackson gengur laus gegn þriggja milljón dala tryggingu. Sjálf réttarhöldin yfir söngvaranum fara að líkind- um ekki fram fýrr en undir lok árs og ef Jackson verður sekur fundinn á hannyfir höfði sér allt að átta ára fang- elsi. íslensk auglýsing valin í SHOTS-úrvalið Símaauglýsing keppir við þær bestu „Við erum náttúrlega rosa- lega stoltir og ánægðir með þetta," segir Gunnlaugur Þrá- insson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Góðs fólks McCann, en sjónvarpsauglýs- ingin Flash Mob sem auglýs- ingastofan gerði í samstarfi við Sagafilm fyrir Símann hefur verið valin í nýjustu útgáfu breska fagtímaritsins SHOTS. „Þetta þýðir að kollegarnir er- lendis eru að meta verk okkar að verðleikum, þetta er mikill heiður í okkar bransa" segir Gunn- laugur. í auglýsingunni er vísað til tískubylgju sem gengið hefur yfir í Evrópu og Ameríku og felst í því að ókunnugir nota fjarskiptatæknina til að fremja gjörning saman. Hópur- inn safnast saman í miðbæ Reykja- vlkur og þegar klukkan slær þrjú leggjast allir niður nokkra stund. Símagjörningurinn Vekurathygli iútlöndum. Síðan stendur mannfjöldinn upp og hver heldur sína leið. Þetta er í ann- að sinn sem sem auglýsing frá Góðu fólki McCann er valin í úrval en sjónvarpsauglýsingin Beautiful Women sem auglýsingastofan gerði fyrir Thule-bjór var valin í maíútgáfu SHOTS árið 2002. Hugmynda- vinnan við Flash Mob var í höndum Gary Wake og Jóns Árnasonar hjá Góðu fólki McCann. Árni Þór Jónsson, leikstjóri Sagafilm, leikstýrði og í timaritinu er hann sérstak- lega kynntur sem nýr og áhugaverður leikstjóri. Fagtímaritið SHOTS velur annað hvert ár sautján sjó- varpsauglýsingar sem gefa eiga yfirlit yfir það besta í aug- lýsingagerð á Norðurlöndum. Það var stofnað fýrir rúmum þrettán árum með það að markmiði að gefa yfirlit yfir framúrskarandi vinnu á svði auglýsingagerðar í heiminum. Auglýsingarnar sem valdar eru fylgja tímaritinu á DVD- og VHS-formi og fá yfir fjörutíu og tvö þúsund sér- fræðingar í auglýsingagerð þær í hendur hverju sinni. Hjóluðu á braut f rá afa Lögregl- unni í Reykja- vík barst á sunnudag til- kynning um að tvö börn, þriggja og hálfs árs og fjögurra ára, værutýnd. Þau höfðu far- ið út að hjóla með afa sínum en hjólað það greitt að afinn, sem er hjartveik- ur, gat ekki fylgt þeim eftir. Börn- in fundust skömmu síðar heil á húfi. Þá var sama dag tilkynnt um óhapp þar sem hjón höfðu farið út að hjóla en ekki vildi betur til en svo að hjólin rákust saman. Við það féll konan af hjólinu og slasaðist á hné þannig að flytja varð hana á slysadeild. Lögreglan segir að það sé því Ijóst að margt beri að varast í umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.