Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 20
Sport DV 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 / Keane ekki með írum Það verður einhver bið á að Roy Keane spili með írska landsliðinu í knatt- spymu en hann var valinn í hópinn fyrir leik gegn Pólverjum á morgun. Keane, sem hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var sendur heim frá HM fyrir tveimur ámm, meiddist aftan á læri á æfingu í gær og ákvað að draga sig út úr hópnum áður en hann lagði af stað til Póllands. Keane sagðist vera hundsvekktur að missa af leiknum enda hefði hann beðið eftir þessum leik lengi. Nistelrooy í slagsmálum Hollenski fram- herjinn Ruud van Nist- elrooy hjá Manchester United virðist eiga í einhverri tilvistar- kreppu þessa dagana. Hann var harðlega gagnrýndurafRoy Keane fyrir frammi- stöðu sína að undan- förnu og á föstudaginn lenti hann í slagsmál- um við David Bellion. Þeim viðskiptum lauk með því að van Nistel- rooy rauk í sturtu. Ólafuríbanni gegn KR Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, mun ekki stjórna sínum mönnum í fyrsta leik liðsins í Lands- bankadeildinni í sumar þar sem hann tekur út leikbann vegna ijögurra gulra spjalda sem hann fékk á síðustu leiktíð. Leifur Garðarsson, aðstoðarþjálfari Ólafs, mun því stýra liðinu gegn íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu 15. maí næstkomandi. Duncaníliði ársins í 7. sinn Tim Duncan, fram- herji SanAntonio, náði þeim frábæra árangri í gær að vera valinn £ lið ársins í NBA-deiIdinni í sjöunda sinn á sjö árum, aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær því. Aðrir sem voru £ liði ársins voru Kobe Bryant og Shaquille O’Neal hjá LA Lakers, Kevin Garnett hjá Minnesota og Jason Kidd hjá New Jersey. Frábær stemning Það hefur verið einstök stemning á pöllunum íHveragerði undanfarin tímabil og Hvergerðingar hafa einn besta heimavöllinn á landinu. DV-mynd Hari Hamar og Selfoss hafa náð samkomulagi um að tefla á næsta tímabili fram sam- eiginlegu liði í úrvalsdeild karla í körfubolta. Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari liðsins, sem mun spila heimaleiki sína í Hveragerði og á Selfossi. Stórsókn á Suðnrlandi Selfyssingar eru komnir upp í úrvalsdeild karla í körfubolta í fyrsta sinn en þeir hafa tekið höndum saman við nágranna sína í Hveragerði og ætla sér að byggja upp sterkt körfuboltalið á Suðurlandi á næstum árum. Síðasta vetur voru þrjú lið á þessu svæði í efstu tveimur deildunum en næsta tímabil mun lið Hamars/Selfoss spila í úrvalsdeild og lið Þórs úr Þorlákshöfn leika í 1. deildinni. Hvergerðingar og Selfýssingar til- kynntu £ gærkvöldi um samkomulag milli iþróttafélaga bæjanna að þau spiluðu undir sameiginlegum merkjum £ körfuboltanum næsta vetur. Úrvalsdeildarlið Hamars ber þvf nafnið Hamar/Selfoss £ Inter- sport-deildinni næsta vetur og eins mun samstarfið ná yfir kvennalið félagsins og yngri flokkanna. Þórsarar féllu í 1. deild Eftir þetta eru liðin orðin tvö á þessu svæði en Þórsarar úr Þorláks- höfn voru með Hamri £ úrvalsdeild- inni £ vetur en féllu niður f 1. deild. Selfoss féll hins vegar niður £ 2. deild þriðja árið £ röð. Það er greinilega sóknarhugur £ körfuboltanum á Suðurlandi, sem eignaðist nýtt lið f 1. deildinni þegar Drangur frá V£k f Mýrdal tryggði sér sæti £ deildinni næsta vetur. Sameining Hvergerð- inga og Selfýssinga mun skila af sér öflugu körfuboltastarfi á svæðinu. Selfýssingar hafa undanfarin ár verið að reyna að byggja upp körfu- boltalið £ bænum en ekkert hefur gengið að komast £ hóp bestu liða £ 1. deild og £ framhaldinu að komast £ hóp bestu liðanna £ úrvalsdeild. Sel- foss var áður £ samstarfi við Laug- dæli £ eitt ár og er samstarfið við Hamar mjög svipað. Lítill æfingahópur „Það hefur verið litill æfingahóp- ur hjá okkur og sem dæmi byrjaði tí- undi maðurinn hjá okkur £ vor tí'ma- bilið á að mynda leikina uppi i stúku. Við komum með stöðugleika i efstu deild inn £ þetta samstarf en á móti koma Selfyssingar með stærra markaðssvæði, fleiri iðkendur og „Það er í raun allt opið með hvernig líðið okk ar verður skipað á næsta tímabili." fleiri áhorfendur," segir Pétur Ingv- arsson, sem hefur þjálfað Hamar undanfarin sex ár en eftir að hafa unnið sig upp £ úrvalsdeildina á fyrsta árinu undir stjórn hans hefur liðið á þeim tfma alltaf komist i úrslita- keppnina. Spila á báðum stöðum „Það er f raun allt opið með hvernig liðið okkar verður skipað á næsta tfmabili. Þetta eru allt strákar af Suðurlandi sem hafa verið i okkar liði en það er enginn með samning og menn geta þvi komið og farið. Það kemur til með að ráða öllu hvaða niðurstöður koma af ársþinginu um næstu helgi,“ segir Pétur, sem hefur náð frábærum árangri með Hamars- menn i úrvalsdeildinni sfðustu fimm tfmabiL Pétur hefur skrifað undir þriggja ára samn- ing um að þjálfa lið Hamars/- Selfoss en samkomulag félaganna nær til fimm ára. Lið Hamars/Selfoss kemur til með að spila heimaleiki s£na bæði i Hveragerði og á Selfossi. Það verður lagður nýr dúkur á fþróttahúsið £ Hveragerði £ sumar og svo eru Sel- fyssingar að byggja sér nýtt glæsilegt fþróttahús. Það verður því spenn- andi að fýlgjast með þvf hvernig Selfýssingar taka undir hina grfðarlegu körfuboltastemningu i Hveragerði sem hefur sett svo mikinn svip á is- lenskan körfubolta undanfarin ár. ooj@dv.is íslandsmeistarar KR töpuöu 1-3 fyrir HB í Atlantic Cup Fyrsta tapið fyrir Færeyingum Fyrsta tapið gegn Færeyjum Willum Þór Þórsson og lærisveinar hans IKR voru fyrstir Islenskra liða til þess að tapa gegn Færeyjum. Tap KR-inga í Færeyjum um helgina er sögulegt því í fyrsta sinn tapaði íslenskt lið fyrir litla bróður í Færeyjum. íslensk félagslið og íslensk landslið höfðu leikið fyrstu 22 leikina gegn litlu ffændum sínum án þess að tapa. íslenska A-landsliðið vann það færeyska tvisvar sinnum siðasta sumar i undankeppni Evrópu- mótsins og hefur unnið 19 af 20 landsleikjum liðanna £ gegnum tiðina. Þessi eini leikur sem ekki vannst endaði með markalausu jafntefli i Þórshöfh árið 1984. íslenska landsliðið hefur oftar en ekki teflt fram B-liði £ þessum leikjum en það hefur ekki komið að sök, markatala íslands f A-lands- leikjum gegn Færeyjum er 63-11 okkur £ vil. íslensk lið höfðu enn fremur unnið Adantic-bikarinn £ bæði skiptin sem meistarar íslands og Færeyja höfðu mæst f þessum nú árlega vorleik. Skagamenn unnu B36 2- 1 i Færeyjum 2002 og KR-ingar unnu HGB 2-0 á KR-vellinum i fyrra en að þessu sinni vann HB öruggan 3- 1 sigur á KR á gervigrasinu £ Þórshöfn. Fyrir leikinn á laugardaginn höfðu færeysk lið aldrei lagt í'slensk lið að velli, rétt eins og t'slensk lið höfðu aldrei lagt dönsk lið að velli £ keppni. Nú hafa Færeyingar brotið fsinn og eru til alls lfklegir gegn íslendingum £ framtfðinni. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.