Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 29
Áeftír
aðsakna
Atsfns
Guðmundur Rafn Geirdal kannar hvort grundvöllur sé fyrir
forsetaframboði
Timeline
Sýnd i Sambióunum
Leikstjóri: Richard Donner
Aðalhlutverk: Paul Walker
Ómar fór í bíó
Hvar er Michael J. Fox þegar
maður þarf á honum að halda?
Verið er að leggja lokahönd á
síðasta þátt Atsins sem sam-
kvæmt Villa, Vilhelm Ant-
oni Jónssy stjórnanda,
verður nokkurs konar
samantektarþáttur. Villi
segist nú ætla að snúa sér
að því sem honum þykir
skemmtilegast að gera
en það mun koma í
ljós seinna hvað það
er. „Þetta er búið að
vera alveg frábært
og mjög gaman að
vinna með þessum
krökkum. Það er
fínt að fara að gera
eitthvað annað þó
maður eigi eftir að
sakna þessa tíma-
bils. Þátturinn hef-
ur gengið mjög vel,
hefur fengið frábæra
mælingu og er langlífasti unglinga-
sjónvarpsþáttur frá upphafi. Ég
væri alveg til í að taka annað verk-
efni í sjónvarpi en myndi vega og
meta hvert verkefni fyrir sig og taka
ákvörðun út frá því,“ segir Villi.
Lokaþátturinn verður sýndur á
miðvikudaginn.
Ekkibara
geisla-
diskur
Eurovision-undirbúningurinn er
nú á lokastigi. Búið er að klæða
Jónsa upp, senda hann í dansþjálf-
un úl Selmu Björns og nú er bara
beðið eftir því að stóra stundin
renni upp. Diskurinn með laginu
okkar, Heaven, kom út um helgina
og er hann fáanlegur á McDonalds-
stöðum borgarinnar. Allar nánari
upplýsingar um gang keppninnar er
svo að finna á vefnum www.euro-
vision.is en þar verða reglulega birt-
ar myndir af Jónsa og hinum í
sendinefndinni þegar til Tyrklands
verður komið. Ef fólk ætlar sér að
geta skoðað þessar myndir verður
það hins vegar að eiga umræddan
disk en fyrir utan að innihalda
Eurovision-lag íslendinga í ár er á
disknum ákveðinn hugbúnaður sem
veitir fólki aðgang að myndunum.
Þeir sem ætla að fylgjast vel með
þurfa því að hafa Heaven-diskinn í
tölvunni sinni
þegar mynd-
irnar eru
skoðað-
sínum. Líklegt þykir að neikvæðnin
hafi verið fyrirferðameiri þar sem
Guðmundur segist ekki ætla í fram-
boð til forseta að þessu sinni.
í bréfinu sem Guðmundur Rafn
sendi frá sér fyrir helgi fjallar hann
m.a. um þá hefð sem virðist hafa
skapast á íslandi að fólk bjóði sig
ekki fram gegn sitjandi forseta. Þar
segir jafnframt að þar sem tvö
framboð gegn sitjandi forseta hafi
þegar komið fram hafi hann ákveð-
ið að kanna viðhorf almennings til
framboðs. Fjallar hann um fram-
boð Ástþórs Magnússonar og
Snorra Ámundssonar og minnist
þess að einhverjir hafi kallað það
grínframboð þegar fyrst heyrðist af
þeim. Þessu vísar Guðmundur
Rafn á bug í umræddu bréfi og vís-
ar þar m.a. til orða Ólafs Ragnars
sjálfs sem lét hafa það eftir sér á
sínum tíma að það væri lýðræðis-
legur réttur fólks að fara í framboð.
Þrátt fyrir það hefur Guðmundur
Rafn ákveðið að sitja á sér að sinni
en þó er aldrei að vita upp á hverju
hann tekur að fjórum árum liðn-
um.
Guðmundur Rafn Geirdal,
nuddari og félagsfræðingur, sendi
frá sér bréf fyrir helgi þar sem hann
kannaði viðhorf fólks til hugsan-
legs forsetaframboðs. Nokkrir aðil-
ar fengu bréfið sent heim til sín en
það var stórt og mikið í sniðum. Þar
var m.a. að finna helstu stefnumál
Guðmundar Rafns og stuðnings-
yfirlýsingar ef fólk vildi lýsa yfir
stuðningi við framboðið.
Margir muna eftir Guðmundi
Rafni frá því árið 1996 þegar hann
lýsti yfir framboði til forseta ís-
lands. Þá náði hann þó ekki að
safna nægilega mörgum meðmæl-
endum þannig að ekkert var úr
framboðinu það árið. Tilgangurinn
með bréfasendingum Guðmundar
fyrir helgi var að kanna hug nokk-
urra manna til framboðs þetta árið.
Samkvæmt heimildum DV mun
Guðmundur hafa fengið hvort
tveggja jákvæð og neikvæð við-
brögð við þessum hugmyndum
Ég byrjaði á þessum dómi fjómm
sinnum vegna þess að ég varð alltaf að
stroka út öll ljótu orðin og andstyggi-
leikann sem hefði annars orðið aðal-
uppistaða textans og ekki vil ég móðga
neinn eða særa tilfinningar. En hvað
um það.
Richard Donner, sem gerði eina af
mínum uppáhaldsmyndum, The
Goonies, leikstýrir hér sinni fyrstu
mynd í fimm ár, síðan Lethal Weapon
4 árið ‘98. Tæknilega séð em það fjög-
ur ár því að þessi mynd var tilbúin árið
2002 og það ætti kannski líka að segja
sitt urn gæði hennar. Maðurinn þarf
annað hvort að setjast í helgan stein
eða drulla sér að gera Goonies 2 eins
og hann hefur lofað í íjöldamörg ár.
Hátæknifyrirtæki eitt hefur óvart
fundið upp tímavél og sendir prófessor
Johnston aftur til fortíðar, þar sem
mikil átök eiga sér stað á milli Breta og
Frakka. Prófessorinn lendir í vandræð-
um og fyrirtækið kallar til son hans,
Chris, og hóp af fomleifafræðingum,
sem em einmitt að vinna á því svæði
sem prófessorinn er staddm á í fortíð-
inni, til að fara og hjálpa honum að
komast til baka. Mikið vesen fylgir í
kjölfarið.
Tímaflakksmyndir em mjög erfið
fyrirbæri. Sjaldan hefúr verið gerð sú
mynd sem hefur unnið sannfærandi
með efnisviðinn. Myndir á borð við
The Terminator og Back to the Fut-
ure eru stanslaust í bullandi mótsögn
við sjálfar sig og alltaf er spuming-
unni kastað fram um hvernig atbmð-
ir tímaferðalanganna muni hafa áhrif
á framgang sögunnar. Oftar en ekki
verðm maðm bara að kasta allri rök-
hugsun út um gluggann og reyna að
hafa gaman af hlutunum. Ég reyndi.
Það mistókst.
Ég hef heyrt að bókin eftir Michael
Crichton sé mun betri en þessi ósköp
(er það ekki alltaf þannig?) og ég hef
reyndar líka heyrt því kastað fram að
myndin Black Knight með Martin
Lawrence sé betri „Nútíma-maður-
staddm-á-miðöldum-mynd“ en þetta.
Alla vega trúi ég því ekki að jafn góður
og tæknilegur höfundur og Crichton
hafi skrifað þessar ofureinfölduðu
heimskulegu útskýringar á tímaflakki
og ormagöngum sem koma ífam í
þessari ræmu og ég hreinleg neita að
trúa því að hann hafi látið sauðsvartan
franskan almúgann tala ensku, því það
er nú nógu erfitt að fá þá til að tala
ensku í dag. Handritshöfundar tala
niðm til áhorfandans svo um munar
og sagan er svo fyrirsjáanleg, klisju-
kennd og ógeðslega væmin á köflum
að það er engu lagi líkt. Það fer ekki fyr-
ir neinni spennu og bardagaatriðin em
klaufaleg og ósannfærandi. Allar per-
sónur fóm ofboðslega í taugarnar á
mér, sérstaklega þær sem Paul Walker
og Frances O’Connor léku og annað
hvort þarf David Thewlis að halda uppi
heróínfíkn eða þá að hann er bara með
mjög vondan umboðsmann því að það
er alveg óskiljanlegt að sjá jafii góðan
leikara og hann þama á meðal fyrr-
nefndra „snillinga" (af hverju er
Walker enn að fá hlutverk annars?).
Sem sagt ofboðslega léleg og leiðin-
leg mynd og ef ég ætti tímavél þá
myndi ég nota hana til þess að fara aft-
ur í tímann og koma í veg fyrir að ég
færi á hana.
Ómai öm Hauksson
Stjörnuspá
Milan Stefán Jankovic knattspyrnuþjálf-
ari er 44 ára í dag. „Sjálfsöryggi, skipu-
lag og.agi einkennir manninn. Hann
mun vafalaust virkja
drauma sína sam-
hliða gjörðum sín-
um.Vitsmunir, vilji
og hans ómældi
hæfileiki í mann-
legum samskiptum
mun koma honum
á áfangastað," segir í
stjörnuspá hans.
Milan Stefán Jankovic
M
W Vatnsberi n n mjan.- is. febrj
VY -----------------------------------
Ef þú finnur fyrir mikilli af-
brýðisemi í garð náungans ertu ekki að
nýta orku þína til góða. Einnig ertu
minnt(ur) á hérna að í óvissunni felst
svo sannarlega sköpun og frelsi og ef
þú ert fær um að takast á við það
óþekkta hverja stund sem bíður þín eru
möguleikar þínir óendanlegir.
fískmir (19. febr.-20.mars)
Ekki reyna að þvinga fram lausn
á vandamáli sem þú gætir átt til að mikla
fyrir þér hér í lok apríl og eyða þar með
dýrmætri orku þinni í óþarfa áhyggjur.
Taktu staðfast á hverju sem verður á vegi
þínum meðjákvæðum huga.
Hrúturinn (2Um-i9.apiH)
Óvæntir atburðir gerast þar sem
þú verður eflaust hissa mjög yfir fram-
göngu mála og munu þessir atburðir eiga
hug þinn allan þegar maí hefur göngu
sína en gleymdu eigi að vera sam-
kvæm(ur) sjálfum/sjálfri þér næstu misseri.
CY)
Ö
Nautið (20. aprll-20.mai)
n
Stjarna nautsins virðist búa yfir
innri mætti sem vinnur að því að hún nái
takmarkinu sem tengist maíbyrjun á ein-
hvern hátt. Ef þú hefur nýverið upplifað
höfnun ættir þú að einblína á þann
mikla styrk sem býr innra með þér.
Tvíburarnir (21. mal-2l.júnD
Tílfinningar þínar koma þér
ekki kunnuglega fyrir sjónir og þú virð-
ist stundum eiga það til að sofna á
verðinum þegar þú ættir að hlúa betur
að eigin líðan.
Knbbrn (2ijúni-22.júií)
Q’0' Ekki láta til leiðast nema að vei
athuguðu máli næstu vikur varðandi
ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir.
Þú birtist hér sterk(ur) út þennan mán-
uð og fólk mun dragast að þeim sem
krabbamerkinu tilheyra.
LjÓnÍðfiJ. júlí- 21. ágúst)
Þú verður að læra að elska án
þess að reyna að eiga þá sem þú elskar.
Vertu meðvitaður/meðvituð um hvern-
ig og hvenær binda skuli enda á slæm
sambönd ef þú upplifir slíkt hérna.
n
Meyjan 0. ágást-22. seþt.)
Þú virðist eiga það til að leita
að öryggi í formi fjármuna. Ef þú hugar
að stórvægilegum breytingum næstu
daga eða vikur ættir þú að taka þér
tíma til að huga að öðrum meðlimum
fjölskyldunnar eða félögum þínum.
Q Vogin (2lsept.-23.okt.)
“““ Mundu að gefa ávallt eitthvað
af þér í orðum eða gjörðum og sjá, þér
veitist allt sem þú þráir. Þegar þú áttar
þig á þeirri auðlegð sem er rik af gleði,
ást, fögnuði og ekki síður þekkingu
munu óteljandi dyr opnast þér og hlut-
irnir þróast á óskiljanlegan hátt þér í hag.
TTL
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.)
Ef þú, ósjálfrátt, lætur fólk og
aðstæður ákveða viðbrögð þín stafar
það eingöngu af því að þú hefur gleymt
að þér var gefið valfrelsi á öllum stund-
um í lífi þínu. Rifjaðu upp fyrir sjálfinu
hvers þú óskar þér innra með þér.
/
Bogmaðurinnpznár.-ji.fcj
Uppfinningar, hönnun eða
jafnvel skreytingar höfða til þín af ein-
hverjum ástæðum hér. Þú ættir að
gæta þín á að verða ekki einhvers kon-
ar þræll skipulagsins um þessar mundir
því það gæti tafið þig í að ná markmið-
um þínum.
Steingeitin0.dB.-i9.jmj
Einn stærsti löstur, ef svo mætti
kalla, í fari stjörnu steingeitar er tilhneig-
ingin til að trúa ekki á sjálfið. Hafðu hug-
fast að þú ert verðug(ur) eins og þú ert.
z
SPÁMAÐUR.IS