Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 9 Frumvarpið kippir fótun- Dómur um undan Norðurljósum álitsgjafanna „Það er alveg ljóst að þetta frumvarp kippir fótunum undan Norðurljósum," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformað- ur Norðurljósa. Stjórnin hit'tist á fundi í dag. „Það er engin spurning hvað mennirnir ætlast fyrir og þeir hafa samið frumvarpið út frá því að geta hlutað í sundur Norðurljós. „Fyrirtækið verður ekki skráð á markað úr þessu og það er sérstakt að einhverjum detti það í hug,“ segir Skarphéðinn. Hann tel- ur sérkennilegt að hver sem er geti átt prent- miðil en fáir útvaldir fái að eiga ljós- vakamiðla. „Þetta bitnar fyrst og fremst á Stöð 2," segir hann. Heim- ildir DV innan við- skipta- lífsins telja að „ mögu- legt sé fyrir eig- endur Norðurljósa framhjá ákvæðum um eignaraðild með því að breyta hlutafé í Norðurljósum í víkjandi lán þannig að nokkrir hluthafar séu eftir í félaginu. Þannig geti menn varið eign sína. Hins vegar hafa menn ekki fundið leið til að Norð- urljós geti átt bæði íslenska út- varpsfélagið og Frétt ehf. Það virð- ist því ljóst að frumvarp ríkisstjórn- arinnar gjörbreytir viðskiptamód- eli Norðurljósa eins og það var kynnt fyrir 700 starfsmönnum í janúar. Frumvarp til laga um breytingu á úfvarpslögura nr. 53/2000 og samkcppnislögum nr. 8/1993. (I-agt fyrír Alþingi á 130. löggjafiuþingi 2003-2004) i.gr. A eftir 3. mgr. 6. gr. útvarjölaga nr. 53/2000 kemur ný málsgrcin, er veröur 4. mgr. og hljóðar svo: Útgáfa úrvarpslcyfis er háð cftirfarandi skiiyröum: a. Óheimiit er að s’eita leyfi til útvarps til fyrirtekis scm hefur að mcginmarkmiðí rekstur setn er óskyidur íjölmiðlarckstri. Einnig er óheimíh að veita fyrirteki útvarpslcyfi, sem að hluta eða ðllu lcyti er í eigu fyrirtaáda cða fyrirtaricjasamsueðu i markaðsráðandi stöðu á eínhvcrju sviði viðskipta. Þá er óheimilt að veita fyrirteki útvarpslcyfi ef annað fyrirtxcki á meira cn 25% cignarhlut í þvi Sörauleiðis er óbeimilt að veiia fýrirtæki útvarpsleyfi cf fyrirtaski í sðmu fyrirtarkjasamstæðu ciga saraanlagt meira en 25% eignarhlut i þvi. Jafnframt er óheimilt að vcita | fyTÍrtxki útvarpsleyfi cf þaðeða fyrirtaéki í sömu fyriruckjasamstacðu ciga / hlut t útgctanda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leytí í eigu díks J fyrirtxkis eða fyrirtxkjasamstseðu. ivasóí a-Iíðar á eirrnig við ef á milii fvrirtakia <n>.£ Frumvarpið ífyrstu grein er talað um þau skilyrði sem þarfað uppfylla til að fyrirtæki geti fengið útvarpsleyfi. b. að komast frumvarpsins Hreinn búinn að missa trúna á flokknum „Þetta er stór dagur í mínu lífi," segir Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs og fyrrverandi aðstoð- armaður Davíðs Oddssonar og for- maður einkavæðingarnefhdar ríkis- stjórnarinnar, en hann sagði sig í gær úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég get ekki hugsað mér að vera lengur í þessum flokki þar sem menn vega að grunnreglum réttarkerfisins og lýðræðisins og stefnu Sjálfstæðis- ílokksins," segir Hreinn. Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn 17 ára. „Það voru tfmamót þegar ég gekk inn í Galtafell þar sem skrifstofur flokks- ins voru þá og gekk í Heimdall þegar ég taldi mig hafa aldur til þess,“ seg- ir hann. „Ég get ekki seúð undir því hvernig þetta fólk lætur." Hann seg- ist hafa láúð ýmislegt yfir sig ganga og ákveðið að vera áfram í flokknum eftir deilur þeirra Davíðs á bolludag- inn í fyrra. „Mér finnst þetta geðleysi varaformannsins og annarra vera með þeim hætti að ég hef misst til- trúna - ég mun ekki styðja þetta fólk.“ Hreinn fékk í gær leiðbeining- ar frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í því hvernig eigi að segja sig úr flokknum og hann hafði einnig sam- band við VISA og bað um að hætt yrði að draga 1.500 krónur af reikn- ingi hans í hverjum mánuði fyrir fé- lagsgjöldum í flokknum. Davíð Oddsson óskar Hreini alls hins besta og þykir lakara að hann hafi kosið að yfirgefa flokkinn. „Það er nú með flokk eins og minn og aðra flokka að menn eru þar á eigin ábyrgð og samkvæmt eigin ákvörð- un og menn ganga í flokka og fara úr flokkum. í mínum flokki er það svo að það ganga í og úr flokknum þrír til fjórir í viku. Mér finnst auðvitað sárt að Hreinn skuli kjósa að vera frekar í Baugi en Sjálfstæðisflokkn- um.“ Hallgrímur Helgason, rithöfundur „Efmaöur horfír á þetta úr lofti og til langs ttma þá erþetta mjög ein- falt mál. I hundrað ár hefur Sjálfstæðisflokk- urinn haft meirihluta- vald á fjölmiðlamark- aði. Nú loksins þegar hann missirþað vald ákveður hann að setja lög til að ná þvt aftur. Einfalt mál og ógeðslegt." 4» Örn Bárður, sóknarprestur. „Ég skil vel ótta manna út afhringamynd- un i hvaða atvinnugrein sem er. Efmaður setur sig I spor þeirra sem að eiga Norður- Ijós þá er verið að gripa inn I þeirra rekstur með mjög afgerandi hætti með lagasetningu. Mikilvæg- ast er að við getum aldrei náð að fella allt mannlegt atferli inn i lög og regtugerðir. Samskipti manna almennt talað verða að byggjast á trausti." Hugleikur Dagsson „Mér fínnst þetta lykta af því að Davið sé að reyna að gera sem mest áður en hann hættir. Það finnst mér fyrir neðan allarhellur. Hefekkisér- stakar skoðanir á stöðu fjölmiðla en ég held að þetta muni ekki leiða til betra ástands." 0» Andrés Magnússon, blaðamaður „Ég tel að það þurfi að setja lög um eignarhald á fjöl- miðium. Held að það sé rétt og nauðsynlegt. Með þetta tiltekna frumvarp þá sýnist mér að ákvæði þess geti þjón- að tiisettum markmiðum - að koma i veg fyrir eignasamþjöppun." Davíð Ólafsson, óperu- söngvari „Það má beygja öll lög - efDVog Fréttablaðið breytast bara i timarit hugsa ég að þetta sieppi." Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins „Ég erí grunninn sammála þessu frum- varpi. Norðurljós eru í mjög sterkri stöðu þrátt fyrirað markaðurinn sé afar litill. Þetta snertir Skjá Einn litið sem ekk- ert.Hugsaaðheisti vandinn sé hvermuni reka fjölmiðla eftir að frumvarpið verður að veruleika. Það er iangt siðan nokkur hefur hagnast á því að reka fjölmiðla á islandi." Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur „Ég fínn ilm afbanön- um." r\ Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur „Davið Oddsson hefur til þessa einkum lagt niöur ríkisstofnanir sem hafa ekki farið að vilja hans. Þetta er nýtt að hann sé farin að færa sig yfír áhinn frjálsa markað. iraun erþetta ógnvæniegt." Gunnar I. Birgisson hefur hótaö því að yfirgefa ekki Alþingi fyrr en skattalækk- unartillögur Geirs H. Haarde hafa verið samþykktar. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir ríkisstjórnina en Davíð Odds- son segir Jóhönnu sama við sig. Hlegið að sköttum Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur hótað að yfirgefa ekki Alþingi fyrr en að skattalækkunartillögur Geirs H. Haarde ná fram að ganga. Orðrétt sagði Gunnar: „Ég ætla ekki heim í sumar fyrr en það er búið að afgreiða skattamálin." Jóhanna Sigurðardóttir tók málið upp á Alþingi í gær og krafði forsætisráðherra svara. Hvorki Davíð né Geir gátu staðfest hvort tillögur um skattalækkanir verði að veruleika fyrir sumarfrí þing- manna. „Þeir draga lappirnar eins og þeir hafa gert hingað til,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar. „Það er greinilega lítil innistæða á bak við þau loforð sem þessir menn gáfu fyrir kosningar enda hafa skattar hækkað það sem af er liðið kjörtímabilsins en ekki öf- ugt.“ Jóhanna segir einnig að fróðlegt verði að fýlgjast með því hvort Gunnar Birgisson standi við stóru orðin eða hvort þetta sé í nefinu á honum. „Kannski vísar þetta til deilna innan stjórnarflokkanna,“ bætir hún við.“ Geir H. Haarde vildi ekki svara beint hvort almenningur í landinu muni sjá skattalækkanir teknar fyrir á Alþingi fyrir þinglok. Geir var í gær staddur á Hrafnistu í Reykjavík vegna fimmtíu ára afmælis Happ- drætús DAS. Hann hafði þetta að segja um málið: Geir - hvað með þessi skattamál þarna? Ég ætla ekki að svara neinum spumingum um það strax. Þetta mál erbaraívinnslu. En eins og Gunnar talaði um... Málið er í vinnslu og skýrist á næstunni hvað verður Á ekkert að samþykkja skatta- lækkanir áður en þessi þingi lýkur? Þetta þing er nú ekki búið ennþá. Það er helvíti mikill Qýtingur að ná hlutum ígegn núna - eins ogfjöl- miðlafrum varpin u ? Þingið er ekki bundið af neinni dagssetningu í rauninni. Muntu þá sitja með Gunnari fram í sumarið Við klárum það sem við ætlum okkur að klára. Jdhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, notfærði sér óundirbúnar fyrirspurnir á Al- þingi í gær og spurði Davíð hvað liði skattalækkunaráformum ríkis- stjórnarinnar. Hún vísaði í ffétt DV þar sem Gunnar Birgisson sagðist ekki ætla að yfirgefa Alþingi fýrr en skatturinn hefði lækkað. Davíð sló á létta strengi eins og honum er einum lagið og sagði spurningu Jóhönnu hafa komið sér í gott skap því aldrei hefði honum dottið í hug að hún myndi reka hann til skattalækkana. Jóhanna hrópaði fram í að það væri ekki sama hvort skattar væru lækkaðir á einstaklinga eða fyrirtæki en Davíð tók lítið rnark á hrópum Jóhönnu - hló og sagði: „Svona var hún í ríkis- stjórninni líka.“ simon@dv.is Fjöldapóstur á Framsókn Forystumenn Framsóknar- flokksins hafa sent frá sér póst á alla framsóknarmenn varðandi frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum. Þar eru þeir hvattir til að láta ekki gabbast af villandi umræðu um frumvarpið. Þá eru leiðréttar hugsanlegar rang- færslur andstæðinga Davíðs. Að lokum eru framsóknarmenn hvattir til að halda sínu og minntir á að „vegna þess hve þeim sem mestra hagsmuna eiga að gæta af óbreyttri stöðu hefur tekist að afvegaleiða umræð- una.“ TABLAÐIÐ fj 7. mars 2003 Þorgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Odda hf.,og GuðfinnaS. Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, sögðu sig úrstjórn Baugs.Ástæðan var sögð sá trúnaðarbrestur sem varð til þess að Fréttablaðið birti úrdrátt úr fundargerð stjórnar Baugs frá því í febr- úar 2002. 19. desember 2003 Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra skipaði nefnd til að kanna eignarhald á fjöl- rniðlum. Blaðamanna- félaginu neitað um að- ild að nefndinni. Nefndin átti að skila skýrslu sinni l.mars. 2. apríl 2004 % Fjölmiðlanefndin skil- aði skýrslu sinni til Þor- gerðar Katrínar Gunn- arsdóttur mennta- málaráðherra sem neitaði að veita upp- lýsingar um innihald hennar. 20. apríl 2004 Leyniskýrsla fjölmiðla- nefndarinnar lögðfyrirrík- isstjórn. Dav- íð Oddsson lagði samtímis f ram frum- varpsdrög sem m.a. kveða á um að dag- blöð og Ijósvakamiðlar megi ekki vera í eigu sömu aðila. Stöðu Norðurljósa þar með ógnað og uppskipti sögð blasa við. ÁaSLiS wTmr. 25.apríl 2004 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrum- varp forsætisráðherra. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði að hleypa yrði„þessari ógnarstjóm frá" vegna frumvarps Davíðs. 26. apríl 2004 Þingflokkum stjórnarflokkanna kynnt fjölmiðlafrumvarp Davíðs. Hreinn Lofts- son sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa verið félagi í 37 ár. 26. apríl 2004 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, sagði í DV að ríkisstjómin væri með framgöngu sinni að breyta íslandi í bananalýðveldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.