Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Side 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Side 12
74 TIMARIT VFI 1972 Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Eftir Harald Ásgeirsson Byggingariðnaðurinn er ein af atærstu atvinnugreinum hér á landi. Samkv. upplýsingnm Efnahagsstofn- unarinnar, var f járfesting í bygginga- starfsemi og mannvirkjagerð á ár- inu 1969 6,2 milljarðar króna og vissulega hefur árleg fjárfest- ing hækkað verulega síðan. Það er þess vegna mikið aðkeppnisatriði fyrir þjóðfélagið að svo stór iðnaður fái haldgóðar upplýsingar og að við hann sé stutt á þann veg að árang- ur verði sem mestur. Leiðin til þessa stuðnings liggur um rannsóknastarfsemina, og ekki nema eðlilegt, að Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sé I lykilstöðu. Hins vegar má það vera hverjum ljóst, að íslenzkan byggingariðnað skortir tilfinnanlega upplýsingar, sem rannsóknir geta látið honum í té, og eins má hitt vera ljóst, að hvergi svo vitað sér, er eins lítið hlutfallslega lagt í byggingarrann- rannsóknir og einmitt hér á landi. Þetta gildir hvort heldur miðað er við þjóðartekjur, fólksfjölda eða fjárfestingu í byggingariðnaði. Vandi okkar er þess vegna sá, að skapa grundvöll til þess að auka þessa starfsemi, að hún komi borgaranum að sem beztum notum. 1 þessu augnamiði verður að gera ráð fyrir nýrri stefnumörkun í rann- sóknamálum almennt. 1 landinu er nú þegar fjöldi hæfra manna, sem geta leyst margvíslegan vanda fyrir byggingariðnaðinn, en ný rannsókna- stefna verður að opna þeim leið til eðlilegra áhrifastarfa í þjóðfélaginu. Þegar ég nú er beðinn að gera grein fyrir því, hvert sé hlutverk efnafræðinga og efnaverkfræðinga 1 Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins, er framansagt raunverulega svar mitt. Beiðnin um greinargerð- ina kemur einmitt á þeim tíma, þeg- ar eini efnafræðingurinn, sem starf- að hefur sem slíkur við stofnunina að undanförnu, er að kveðja, og ekki er vitað hvað við tekur. Varla leikur þó vafi á því, að þörf er fyrir hand- leiðslu þessarar stéttar í ýmsum þáttum byggingariðnaðarins og má benda á silicatkemiu og plast svo eitthvað sé nefnd. En til þess að störf þessara manna geti komið að gagni, þurfa þeir að hafa sæmandi aðstöðu og nægan tíma til rannsókna sinna, og til þess að skrifa niður upplýsingar og gefa þær út. 1 ársbyrjun störfuðu við Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins 7 verkfræðingar, arkitekt og jarð- fræðingur og 11 aðstoðarmenn, og gert var ráða fyrir nokkurri aukn- ingu á starfskröftum. Nú eru hins vegar verkfræðingarnir aðeins 5 og fjöldi annarra starfsmanna óbreyttur. Ástæðan er ekki fjármálalegs eðlis, nema að því leyti, að sérfræðingar við Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins eru verr launaðir en í ytri viðmiðunarstöðum, heldur skortur á framboði hæfra starfskrafta. Tilraunir til að ráða nýja starfs- krafta hafa borið lítinn árangur. Mannaflaskortur háir þvl starfsem- inni mikið um þessar mundir, og tjón stofnunarinnar af því, þegar þjálfaðir starfskraftar hverfa úr starfsliði hennar verður ekki auð- veldlega mælt. Eðli starfanna er þannig, að gera verður ráð fyrir all- langri reynsluöflun áður en sérfræð- ingur fer að gefa út niðurstöður sínar. Nýir menn þurfa því stöðugt að bætast við, til þess að létta störf- in fyrir þeim reyndari, svo að þeir fái tóm til að birta niðurstöður sín- ar. Útgáfustörf eru nú að hefjast sem ákveðinn starfsþáttur. Á s.l. ári var hannað og gefið út sérstakt kerfi til flokkunar á upplýsingum fyrir bygg- ingariðnaðinn, Rb/SfB kerfið. Út- gáfustarfsemin verður þríþætt, sér- rit Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins, sérblöð og byggingar- vörukynning. Af sérritum eru nú tvö á útgáfustigi, annað um olíumöl en hitt um alkalíefnabreytingar. Af sérblöðum eru að koma út, a) Isetn- ing á tvöföldu gleri, b) Einangrunar- gler, gerðir og eiginleikar, c) Fúgu- þétting, verklýsing, d) Lokræsi við byggingar, jarðvatnsleiðslur, og e) Þök, hlutverk, gerðir og vandamál. Varðandi byggingarvörukynninguna hefir Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins fengið heimildir I Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Englandi til að notfæra sér útgáfu þessara þjóða á upplýsingum I SfB formi, og er jafnvel ihugað að fella I sumum til- fellum inn hin erlendu blöð óþýdd. Vonandi munu þessi störf færast verulega I aukana á næsta ári. Hver verður þróunin er spurt? Eg tel mikla nauðsyn á þvi, að reynt verði að gera ráðamönnum, og þá e. t. v. sérstaklega stjórnmálamönnum, ljóst, hvaða erfiðleikum það veldur, þegar skipt er um menn við rann- sóknastofnanirnar og lýsa fyrir þeim hvers konar starfsemi rannsóknirnar eru. Sérfræöingur við rannsóknar- störf byggir stöðugt upp þekkingu sina og hafi hann ekki gefið upp- lýsingarnar út þegar hann hverfur frá starfinu, tekur hann þekkinguna að mestu leyti með sér. Hins er líka að minnast, að nýir sérfræðingar verða ekki valdir úr stórum hópi manna hér á landi. Þess vegna er nauðsyn meiri að gera þessum mönn- um kleift að helga sig störfunum við rannsóknastofnanirnar. Af þessum sökum er stöðug þróun rannsókna- starfseminnar meiri nauðsyn hjá okkur en víða annars staðar. Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins er nú alltof fáliðuð til þess að fást við þau fjölbreytilegu viðfangs- efni, sem við blasa fyrir íslenzkan bygglngariðnaö. Á undanförnum ár- um hefur þetta leitt til þess, að þjónustuviðfangsefni stofnunarinnar sitja I fyrirrúmi og trufla hreina rannsóknastarfsemi hennar. Og raun- ar hefur stækkun stofnunarinnar á síðustu árum fyrst og fremst komið fram I auknum þjónusturannsóknum. Þetta er að mínu viti ókostur, því ég tel að sjálfstæðar rannsóknir stofn- unarinnar mun verða margfalt verð- mætari fyrir þjóðfélagið, heldur en sá starfsmáti, sem nú er ríkjandi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.