Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Qupperneq 13
TIMARIT VFI 1972 75 Raunvísindastofnun Háskólans Eftir Sigmund Guðbjamason Spurning- sú, sem ég mun fjalla um er þessi: Hvaða starfsskílyrði eru fyrir efna- fræðinga og efnaverkfræðinga við Raunvisindastofnun Háskólans (R. H.) og hver eru verkefni þeirra? Starfsvið Raunvísindastofnunarinn- ar er samkvæmt 2. gr. reglugerðar, undirstöðurannsóknir á sviði stærð- fræði, eðlisfræði, efnafræði og jarð- vísinda. Stofnunin skiptist því í fjórar rannsóknarstofur eftir verkefnum. Efnafræðistofa R. H. hefur í dag tvær sérfræðingsstöður ætlaðar efna- fræðingum, efnaverkfræðingum eða sérfræðingum með hliðstæða mennt- un. Stöður þessar eru til 1—3 ára I senn og einkum ætlaðar ungum sér- fræðingum, sem hafa nýlokið námi. Annað starfslið efnafræðistofu R. H. eru kennarar við Verkfræði- og raunvisindadeild, aðstoðarfólk og stúdentar. Starfsvið sérfræðinga við efna- fræðistofu R. H. er tvíþætt, rann- sóknir og kennsla við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans. Rannsóknarstörfin geta verið sem hér segir: 1) Þátttaka I rannsóknarverkefnum, sem þegar eru í gangi, þ. e. að taka að sér hluta af einu slíku verkefni og taka smám saman við verkefninu. 2) Taka að sér rannsóknarverkefni, sem hefur verið áformað, en sem er óformað eða lítið undirbúið. 3) Vinna að eigin verkefni ef aðstæð- ur eru fyrir hendi. Tilgangurinn með rannsóknarstörf- um þessum er tvíþættur: a) að vinna að lausn ákveðinna vandamála og stærri verkefna, b) að veita sérfræð- ingnum þjálfun í sjálfstæðum rann- sóknastörfum. Sérfræðingar, sem eru nýkomnir frá námi, þurfa að fá tæki- færi til að afla sér reynslu við sjálf- stæð rannsóknarstörf, reynslu sem ekki fsest við kerfisbundið og vel skipulagt nám. Því fer fjarri að menn séu orðnir vísindamenn þótt þeir hafi náð ákveðnum prófum og námstitl- um. Margir námsmenn hafa lokið doktorsverkefnum hjá prófessorum, sem hafa fjölda slíkra stúdenta og umfangsmikil verkefni, þar sem hver stúdent er einn hlekkur í langri keðju. Hljóta menn oft mjög tak- markaða reynslu við sjálfstæð störf og þurfa að afla sér aukinn- ar reynslu og þjálfunar með frek- ari samvinnu við aðra reyndari starfsbræður. Erlendis er þessari þörf fullnægt með postdoktoral rann- sóknarstörfum og tilheyrandi styrkj- um. Þjálfunin er meðal annars fólgin í því að skilgreina vandamálið betur og kljúfa það I smærri og viðráðan- legri verkefni, að velja milli mögu- legra vinnuaðferða, að notfæra sér betur reynslu annarra og ritsmíðar, o. s. frv. Nauðsynlegur þáttur í þessu starfi eru ritstörf, að vekja athygli á verk- efninu og vandamálunum, að birta niðurstöður rannsóknanna svo aðrir megi njóta ávaxtanna, því að fróð- leikur sem er og fer með einum manni er gagnslaus ef aðrir fá ekki hlutdeild í honum. Við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands er nú mögulegt að stunda nám í efnafræði og ljúka B. S. prófi eftir 3 ár, einnig er hægt að stunda þar nám til fyrri hluta í efna- verkfræði, þ. e. I tvö ár, en tvö ár þarf til viðbótar við erlendan háskóla til að ljúka náminu. Það er von okk- ar og takmark að gera stúdentum, sem ljúka B. S. prófi við Háskóla Islands, mögulegt að starfa eitt ár til viðbótar innan deildarinnar við rannsóknarstörf. Þetta ár mun notað til að vinna að rannsóknarverkefnum í samvinnu við sérfræðinga á Raun- vísindastofnuninni og Rannsóknar- stofnunum atvinnuveganna. Er ætl- unin að vekja með þessu áhuga þess- ara ungu efnafræðinga á atvinnulíf- inu og þeim fjölmörgu verkefnum, sem þar biða úrlaunsar. Er ætlunin að athuga möguleika á efnavinnslu úr innlendum hráefnum, t. d. fiskúrgangi, kísilgúr o. fl. öll ný framleiðsla krefst mikilla undir- búningsrannsókna, sem mögulegt væri að vinna að einhverju leyti inn- an veggja Háskólans. Gætu sérfræð- ingar R. H., I samvinnu við stúdenta á fjórða námsári, unnið hér mjög gagnlegt starf því vinna áhugasamra stúdenta getur verið mikilvægt fram- lag til rannsókna og stóraukið af- köstin. Ef verkefnið virðist geta leitt til arðvænlegrar framleiðslu væri næsta skrefið að fela Rannsóknar- stofnun atvinnuveganna að taka við verkefninu og sjá um frekari fram- kvæmdir, oft með því að ráða jafn- framt til sín sérfræðing þann, sem stjórnað hefur undirbúningsrann- sóknunum. Á þennan hátt mætti auka nýtingu á mannafla, húsakosti og tækjabún- aði Háskólans og auka áhuga á nýj- um framleiðsluvörum. Slik þróun tekur tlma og krefst náinnar samvinnu innlendra og er- lendra stofnana. Náið samstarf við erlendar rannsóknarstofnanir er al- gjör nauðsyn, en þangað þarf einnig að senda sérfræðinga til sérhæfðrar þjálfunar og endurhæfingar. Sérfræðingur,sem hefur hlotið þjálf- un sína fyrir 10-15 árum, er ekki lengur frambærilegur nema hann hafi kynnt sér og tileinkað sér eitthvað af þeim nýju vinnubrögðum, sem nú tíðkast I afkastamiklum rannsóknar- stofnunum. Skiptir það engu hvort rannsóknirnar kallast grundvallar- rannsóknir eða hagnýtar rannsóknir. Er það því stofnunum nauðsyn að endurþjálfa sérfræðinga slna eftir því sem vinnubrögðin breytast og fljót- virkari og afkastameiri tæki eru tek- in I notkun. Einnig er nauðsynlegt að gefa mönnum tækifæri til að komast I annað umhverfi um tíma, kynnast öðrum viðhorfum og viðfangsefnum, öðrum leiðum og lausnum til þess að kveikja á ný áhuga þeirra og fyrri hrifningu. Þarf því að koma mönn- um I starf um nokkurra mánaða skeið hjá afkastamiklum rannsóknar- stofnunum svo þeir megi smitast af áhuga þeirra sem þar starfa. 1 framtíðinni ætti að vera unnt að koma hér upp endurhæfingarnám- skeiðum I efnafræði, þar sem sér- fræðingum gefst kostur á að kynnast nýjum vinnubrögðum og nýjum tækj- um. Munu starfsmenn efnafræðistofu R. H. taka þátt I slikum námskelðum og leggja til húsnæði, tæki, sérfræði- lega þekkingu á ýmsum sviðum og áhuga.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.