Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Síða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1972, Síða 16
78 TlMARIT VFI 1972 PERLUSTEINN mmmmmmmmmmmm^mmmmm^mmmmmmmmmmmmm frauð ekki ósvipað frauðgleri. Armen- ar hafa hafið tilraunaframleiðslu slíks frauðs. Rúmþyngdin er ca. 0.6/m3 og þrýstiþolið 40-50 kg/cm2. Þau tæki er við höfum haft yfir að ráða eru ófullkomin og hefur okkur því aðeins tekizt að búa til frauð að rúmþyngd 0.8/cm3, en teljum þetta svið vel þess virði að því sé gaumur gefinn. Athuguð hefur verið lítillega húð- un á vikri til þess að loka honum, en notkun vikurs I steypu erlendis hefur farið minnkandi vegna sam- keppni við önnur lokaðri efni eins og þaninn leir. Þama er einnig verk- efni sem vinna þarf. Perlusteinn hefur einkum verið at- hugaður með tilliti til notkunar 1 plötur. Þaninn perlusteinn hefur þann eiginleika að auðvelt er að breyta lögun hans með pressun. Gerðar hafa verið nokkrar tilraunir með þaninn perlustein með nokkrum plastbindiefnum svo sem polyester. Tilraunir þessar virðast sýna að auð- velt ætti að vera að forma ýmis konar plötur og prófíla úr þöndum perlusteini með plastbindiefnum. Armenar hafa einnig hafið til- raunaframleiðslu á plötum og fleiru t.d. trefjum úr perlusteini og væri það tvímælalaust ómaksins vert fyr- ir okkur að huga að slíkri fram- leiðslu. Nokkrar tilraunir hafa verið gerð- ar til þess að búa til plötur og fleira með því að sjóða saman í hitaskáp perlustein og kalk og vikur og kalk. I Bretlandi er framleidd einangrun o.fl. úr calcium silicati er hugsan- lega væri unnt að búa til hér úr vikri og perlusteini bundnu með kalki. Ástæða er eflaust fyrir okk- ur að athuga þennan möguleika. Þá má benda á framleiðslu Rússa og Tékka á vörum úr bræddu basalti, en hér er gnótt af slíku hráefni. Að lokum er rétt að nefna að séu nýtingarmöguleikar þessara efna í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum gert okkur, virðast líkur fyrir því að margir tæknimenn á ýmsum sviðum gætu í framtiðinni fengið tækifæri til þróunar þeirra mögu- leika sem hér hefur verið minnzt á.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.