Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Side 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Side 13
DR. GEIR ARNAR GUNNLAUGSSON : APLA A PROGRAMMING LANGUAGE Dr. Geir Arnar Gunnlaugsson er fœddur 30. júlí 19it3, lauk prófi í vélaverkfrœði við DTH í Kaupmanna- höfn 1970. Verkfrœðingur á Verk- frœðistofu Guðmundar og Kristjáns 1970, framhaldsnám í frceðilegri burð- arþolsfrœði við Brown University, Providence R.I., U.8.A. og lauk það- an doktorsprófi 1973. Verkfrœðingur hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykja- víkurborgar 1973—1974, settur dósent í vélaverkfrœði við Verkfrceði- og raunvísindadeild Háskóla Islands 1974. Alg-engasta og til þess dags ríkj- andi aðferð við úrvinnslu tölvuverk- efna er að safna þeim saman við tölvuna og vinna síðan úr þeim einu af öðru. Þetta er sú vinnsluaðferð sem þekktust er hér á landi og nefn- ist runuvinnsla (batch-processing). Með tilkomu nýrrar tækni eru nýir vinnsluhættir að ryðja sér til rúms, og er nú hægt að láta tölvuna vinna að fleiri en einu verkefni samtímis. Skipta má minni tölvunnar í hluta og láta hana vinna að verkefnunum eftir ákveðinni forgangsröð, sem ákvarðast af þvi í hvaða minnishluta verkefnið er. Slík vinnsla nefnist fjölvinnsla (multiprogramming) og hefur þegar haldið innreið sína hér á landi. 1 stað þess að hafa ákveðna forgangsröð háða minnishlutum má skipta niður tíma tölvunnar, tölvan vinnur þá að einhverju verkefni I ákveCinn tíma og snýr sér síðan að því næsta og gengur þannig á röð- ina þar til hún kemur að verkefninu aftur. Slík vinnsla nefnist timajöfn- unarvinnsla eða samvinnsla (time- sharing). Við þetta er svo því að bæta, að ekki þarf lengur að standa við hlið tölvunar þegar unnið er með henni. Með tilkomu fjarvinnslu má hvar sem er setja upp útstöð (termi- nal) frá tölvunni og þaðan má síðan með fjarskiptabúnaði hafa samband við tölvuna. Ein tölva getur því þjónað fjölda útstöðva, sem komið er fyrir á mismunandi stöðum. Stað- setning sjálfrar tölvunnar skiptir því orðið litlu máli. Á síðastliðnu hausti ákváðu Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur (SKÝRR) í samvinnu við Háskóla Islands að hefja starfrækslu svo nefnds APL-kerfis, en það er fjar- vinnslukerfi, sem auk þess að vera tímajöfnunarkerfi er einnig gagn- virkt (interactive). 1 orðinu gagn- virkt fellst það, að samband notenda og tölvu fer fram á eins konar sam- talsformi. Notandinn situr við út- stöð, sem likist venjulegri rafmagns- ritvél, eftirleiðis kölluð fjarriti, og gefur tölvunni skipanir og hún svar- ar síðan á fjarritann. Til að flytja boðin á milli tölvunnar og fjarritans er venjulega notuð talslmalína. Þannig má nota APL kerfið llkt og borðreiknivél eins og eftirfarandi dæmi sýna. 62 + 31 93 3X6 18 Skipun notandans er inndregin til þess að aðgreina hana frá svari tölvunnar. En APL er meira en borð- reiknivél, því geyma má margar skipanir og framkvæma þær að hentugleikum. Ein eða fleiri skipan- ir mynda forrit eða fall eins og það er nefnt í APL. Hvert fall hefur nafn og ef notandinn skrifar það á fjar- ritann þá framkvæmir tölvan allar skipanir í því falli. Sem dæmi má taka fallið STAT, sem finnur meðal- gildi, stærsta og minnsta gildi og bilið milli þeirra, af einhverju mengi talna. STAT SKRIFADU INN TOLUR □ ■•2 6 5 197 MEDAL GILDID ER 5 STAERSTA GILDID ER 9 MINNSTA GILDID ER 1 BILID ER 8 Notandinn skrifar STAT og tölurn- ar, sem beðið er um, (beiðni tölv- unnar er táknuð með □:) en tölvan hitti. APL má skipta I tvennt, þ.e. APL forritunarmálið og APL kerfið eins og það er útfært á tölvu. APL-forritunarmá!ið APL forritunarmálið er byggt á stærðfræðilegu táknmáli, sem stærð- fræðingurinn Dr. K. E. Iverson setti fram í bók sinni A Programming Typt PttNo._ RPQ APL Printlno' I Correspondence 1167987 E-62267 Element (BCO/EBCD 1167988 F 24235 APL KtybMrd fof 2741 ---- M 40174 P»rt number when ordering printing element only; BPQ when ordering terminal. Mynd 1. APL lyklaborð. REFERENCES APL 360 Ujer’s Manual GH20 0683 APL 360 Primer GH20O689 APL 1130 Primer GC20 1697 TÍMARIT VFÍ 1974 — 91

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.