Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1974, Síða 18
hjálp APL hafi honum tekist að lækka kostnaö vegna endurbóta á holræsakerfi bæjarins um 12.8 milljónir danskra króna eða úr 16,4 í 3,6 milljónir. KEC býður viðskipta- vinum sinum afnot margs konar staðlaðra forrita svo sem fyrir — Pert—áætlunargerð o.fl. — Landmælingar og vegagerð. — Vatns- og holræsalagnir. — Burðarþolsútreikningar. — Tölfræði. Megnið af þessum forritum er einnig í APL kerfi SKÝRR. Þetta verður að nægja um APL að sinni, en þeim, sem vilja afla sér frekari upplýsinga má benda á APL nám- skeið, sem haldin verða, eða ein- hverja eftirtalinna bóka: — Course in APL/360 with Appli- cations, by Louis D. Grey, Addison-W esley. — An Introduction to APL, by W. Prager, Allyn and Bacon, Inc. — APL/360 Primer, IBM. .— APL/360 User’s Manual, IBM. — APL/360 Reference Manual, by Sandra Pakin, Science Resarch Associates, Inc. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, formaður EVFÍ: Ráðstefna um matvælaeftirlit á íslandi, yfirlit Efnaverkfræðideild VFl og Efna- fræðistofa Raunvisindastofnunar Há- skóla Islands stóðu fyrir ráðstefnu um matvælaeftirlit á Islandi í Krist- alsal Hótel Loftleiða dagana 11. og 12. nóvember s.l. Aðgangur var ókeypis og öllum áhugamönnum heimill. Fyrri dag ráðstefnunnar var hún sótt af yfir 200 manns, en eitt- hvað færri seinni daginn. Prófessor dr. Sigmundur Guð- bjarnason setti ráðstefnuna með ávarpi, þar sem hann minntist á til- gang hennar, sem sé að gera úttekt á matvælaeftirliti á Islandi í dag og ræða nauðsynlegar breytingar á til- högun þess. Á ráðstefnunni voru flutt 18 erindi og verður hér á eftir getið aðalat- riða erindanna. Fyrstur tók til máls dr. Jónas Bjarnason dósent og flutti erindi um fræðslu á sviði matvæla- og næring- arfræði í islenska skólakerfinu og komst að þeirri niðurstöðu, að í þeim málum væri víða úrbóta þörf. Frk. Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans, flutti er- indi um mataræði Islendinga og al- menningsfræðslu á sviði matvæla- og næringarfræði og nefndi þá m.a. skort á neyslukönnunum og þar af leiðandi erfiðleika á því að átta sig á hvernig mataræði hefði breyst hjá almenningi. Dr. Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur flutti erindi um gerlaeftirlit og nefndi t.d. að eitt aðalskilyrði fyrir gæslu hreinlætis væri að hafa hreint vatn, en þessu væri hvergi nærri alls staðar fullnægt hér á landi. Guðlaugur Hannesson gerlafræð- ingur ræddi um gerlarannsóknir og m.a. um matarsýkingar og eitranir. Hann kvað þörf á auknu gerlafræði- legu eftirliti með matvælum og neysluvamingi. Jón Óttar Ragnarsson lektor ræddi um efnarannsóknir á vegum Raun- vísindastofnunar Hl. Hann nefndi m. a. ofnotkun rotvarnarefna, t. d. nitr- its, en það stafar oft af þekkingar- skorti og eftirlitsleysi. Ennfremur ræddi hann um skort á stöðlun fyrir tilbúin matvæli. Dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, gerði grein fyrir starfsemi stofnun- arinnar og benti á, að stofnunin fylgdist náið með fiskafurðum, sem út væru fluttar, en lítið sem ekkert væri gert af efnarannsóknum á fisk- afurðum til innanlandsneyslu. Dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, ræddi um rannsóknir stofnunarinnar á fóðurvörum og lýsti aðstöðunni að Keldnaholti, þar sem húsrými er hálf nýtt í dag. Davíð Sch. Thorsteinsson, forstjóri og formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, ræddi um stöðu, vandamál og framtíð íslensks matvælaiðnaðar, en þar væri verðbólgan einn aðal- þrándur í götu auk úreltra afskrift- arlaga. Guðrún Hallgrímsdóttir matvæla- verkfræðingur ræddi um gæðaeftir- lit og vörumerkingar í matvælaiðn- aðinum, en það væri skilyrði fyrir því að auka eftirlit. Sævar Magnússon mjólkuriðnaðar- kandidat ræddi um íslenska mjólkur- iðnaðinn. Hann kvað gæði osta og smjörs í góðu lagi, en mjólkina geta verið betri. Brynjólfur Sandholt héraðsdýra- læknir gerði grein fyrir eftirliti með sláturafurðum, sem væri mjög til fyr- irmyndar. Frú Eirika A. Friðriksdóttir hag- fræðingur ræddi um hlutverk Neyt- endasamtakanna, en kvað árangur þeirra á sviði matvælaeftirlits vera engan. Olav Chr. Sundsvoll, forstjóri Her- metikkindustriens Kontrollinstitutt í Stavanger, greindi frá endurskipu- lagningu norska niðursuðueftirlits- ins vegna vaxandi gæðakrafna við út- flutning til Bandaríkjanna. Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar iðnaðarins, gerði grein fyrir starfsemi sinnar stofnunn- ar á þessu sviði og gat þess, að þær þjónusturannsóknir, sem þeir gerðu, væru trúnaðarmál gagnvart þriðja aðila. Almar Grímsson lyfjafræðingur gerði grein fyrir lyfjaeftirlitinu. Hann kvað lyfjaeftirlitið skorta eigin rann- sóknaaðstöðu. Þórhallur Halldórsson, fram- kvæmdast j óri Heilbrigðisef tirlits Reykjavíkurborgar, ræddi um eftir- lit embættisins með matvælum og hreinlæti í matvælaverksmiðjum, verslunum og víðar. Hann kvað eftir- litið mjög snúast um það, að fylgjast með sömu aðilunum, þar sem alltaf sækti í sama farið aftur. Ingimar Sigurðsson lögfræðingur rakti þau lög og reglugerðir, sem sett hafa verið um matvæli og mat- vælaeftirlit. Það kom fram i erindi hans, að löggjafinn hefur staðið vel við sitt. Þá ræddi Baldur Johnsen yfirlækn- ir og forstöðumaður Heilbrigðiseftir- lits rikisins, um framtíðarskipan þessara mála og lagði til, að komið yrði á fót sérstakri matvælarann- sóknarstöð. Húsnæði væri fyrir hendi að Keldnaholti. Ráðstefnan þótti takast hið besta og var mikið í fréttum fjölmiðla þessa tvo daga, sem hún stóð yfir. Milli erinda voru stuttar umræður, en vegna tímaskorts varð að draga mjög úr þeim. I þessum umræðum komu einmitt fram ýmis vandamál matvælaeftirlitsins, sem óspart var getið í dagblöðum næstu daga á eftir. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú, að matvælaeftirlit hérlendis væri 05 — TlMARIT V F I 1974

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.