Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 25 I fékus Eurotrip Jersey Girl The Punisher Eternal Sunshine of the Spotless Mind The Chronides of Riddick er frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói í dag. Þetta er nýjasta mynd vöðvabúntsins Vin Diesel sem er á góðri leið að taka við af Stallone og Schwarzenegger sem aðalköggullinn i Hollywood. Sér til aðstoðar hefur hann svo Judi Dench til að bjarga alheiminum. Vln Dlesel bjargar alheiminum The Chronides of Riddick Harðjaxlinn og vöðvabúntið Vin Diesel er einfarinn og útlaginn Riddick sem þarfað bjarga heiminum frá hinu illa. y*r' Harry Potter og fanginn frá Azkaban The Day AfterTomorrow Van Helsing Troy Hver plánetan á fætur annarri fellur í hendur stríðsmannanna Necromongers sem bjóða fólki ein- faldan kost; að ganga í lið með þeim eða deyja. Þeir sem neita að láta að stjóm þeirra leita örvæntingarfullri leit að einhverju eða einhverjum sem getur heft útbreiðslu Necro- mongeranna. Þeir sem neita að lúta hinum illu lifa hins vegar ekki lengi og bjargvættir eru ekki á hverju strái. Það kemur að lokum í ljós að eina leiðin til að stöðva hið illa er að leita til annars konar illra afla. Þess vegna er undarleg persóna kölluð úr útíegð og beðin um að taka þátt í baráttunni. Riddick (Vm Dies- el) er nákvæmlega sama hver ræður og stjórnar í alheiminum, svo lengi sem hann fær að vera í friði. Það em komin fimm ár síðan hann yflrgaf plánetu nokkra sem var friðsæl en síðan þá hefur hinn hundelti saka- maður ekki litið til baka. Hann hefur eytt þeim tíma í að losa sig við mála- liða sem sendir hafa verið eftir hon- um. Riddick er sama um heimsendi, hann vill bara bjarga eigin skinni. En nú er eitthvað farið að gerast. Ridd- ick heyr hvert einvígið á fætur öðm og öll em þau upp á líf og dauða. Því er spáð að örlög allra séu undir í síð- ustu ormstunni, sem nálgast meira með hverjum deginum sem líður. Það er sjálft vöðvabúntið Vin Diesel sem er hér í aðalhlutverkinu í The Chronicles of Riddick. Ekki nóg með það heldur framleiðir drengur- inn myndina líka. Kvikmyndafram- leiðsla er nokkuð sem hann hefur smám saman fært sig út í, og kann það að koma mörgum á óvart sem kannski héldu að lítið væri á milli eyrnanna á honum. Diesel hefur nefnilega bara leikið í frekar heimskulegum hetjumyndum (XXX, A Man Apart, The Fast and the Furi- ous og Knockaround Guys) en það virðist búa meira í honum en marg- ur kynni að halda. Dieselinn er menntaður í ensku með skapandi skrif sem aðalfag og hefur lengi fengist við handritsskrif. Vöðvarnir eru bara bónus. Við komum því til með að sjá talsvert meira af honum á komandi árum. f öðrum hlutverkum eru gellan Thandie Newton, Keith David sem lékíDeadPresidentsogpabbaMary í Something about Mary, og svo Judi Dench sem kemur inn eins og skrattinn úr sauðarleggnum. The Chronicles of Riddick er frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói í dag. Mean Girls Sýnd i Sambíóunum og Smára- biói. Leikstjóri: Mark S. Waters. Aðalhlutverk: Lindsay Lohan, Rachel McAd- i ams, Lacey Chabert, Amanda Seyfried. ★ ★★ k Ómar fór í bíó plastgellumar sem eru algjörar ofur- tíkur og satt að segja eru flestir sem koma að þessari mynd bara mjög góðir. Bravó. Þetta er mynd um konur og talar mjög sterkt til kvenna um þeirra ýmsu vandamál þegar kemur að því að kiifra upp metorðastigann innan vinahópsins en það stoppaði mig ekki að hafa mjög gaman að henni og hló dátt, oft og mikið. Og strákar, ef þetta kveikir ekki í ykkur þá er lfka alveg tonn af þmsu kjjjjeellingum í myndinni þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfl. Ómar öm Hauksson Suddenly 30 Jennifer Garner leikur 13 ára stúlku sem vaknar þritug. Allir draumar ungu stúlkunnar virðast hafa ræst á einni nóttuenhún þarf að finna ástina. York. Loksins er hún flott og vinsæl. Eina vanda- málið er að hún veit ekk- ert hvernig hún komst þangað. Og þá þarf hún bara að byrja að leita að fyrstu ástinni. Það er Jennifer Garn- er sem fer með hlutverk hinnar þrítugu stúlku en hana ætti fólk að þekkja úr Alias-þáttunum sem sýndir hafa verið í Sjónvarpinu. í kjölfar vinsælda þeirra hefur Garner smám saman skapað sér nafri í kvikmyndaleik, til dæmis í Daredevil og Pearl Harbor. Suddenly 30 er sýnd í Smára- bíói, Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri. Tár, bros og glysgellur Suddenly 30 frumsýnd í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbiói á Akureyri Þrítug jómfrú Árið er 1987 og Jenna er 13 ára stúlka á góðri leið með að verða kona. Vandamálið er að þau umskipti ganga alit of hægt. Hallærislegir foreldramir fara í taugamar á henni, enginn virðir hana viðlits í skólanum og sæti strákurinn sem hún er skotin í veit varla hvað hún heitir. Hún býður öllum flottu krökkunum í 13 ár.a afmælið sitt en veislan er algjör hörmung. Jenna er niður- lægð þegar hún er læst inni í skáp í einhverjum leik og aliir stinga af. Inni í skápnum óskar hún sér þess að hún gæti verið orðin fullorðin og notið þess lífs sem hana hefur alltaf langað í. Ótrúlegt en satt þá rætist óskin. Þegar hún kemur út úr skápn- um daginn eftir er árið 2004 og hún þrítug. Það sem meira er, hún er stórglæsileg kona í gdðu starfi og fbúð á besta stað í New Það mætti kalia Mean Girls svona hálfgerða Saturday Night Live-mynd þar sem hún er framleidd að mestu leyti af aðstandendum þeirra þátta og flestir leikarar eru þaðan þar líka. En ólíkt öðmm SNL-myndum (að Night at the Roxbury og Super- star undanskildum) er þessi mynd í alvöru fýndin. Ég satt að segja bjóst ekki við að hlæja svona mikið að þessu öllu saman. Mínir náttúrulegu fordómar gegn „stelpumyndum" em mjög virkir en ég hafði heyrt góða hluti um þessa ræmu þannig að ég fór með opnum hug. Ég skal bara byrja á því að segja að þessi mynd er alveg þrælgóð, drepfyndin á köflum og frumleg og ég mæh með því að sem flestir drífi sig í bíó til þess að verða vitni að þessari miklu snilld. Cady er nýja stelpan í skólanum og eins og margir vita getur það ver- ið mjög slæmt og vandræðalegt. En hún er ekki bara að fara í nýjan skóla, hún er að fara í skóla í fyrsta skiptið því að henni hefur verið kennt af foreldrum sínum frá barn- æsku. Hún þarf því að læra lögmál frumskógarins mjög fljótt, vita hverja hún á að tala við og hvernig hún á að haga sér. Hún kynnist tveimur mjög ólíkum hópum, lista- spímnum og plastgellunum. Plastgellumar em þær sem ráða lögum og lofum í skólanum, em hataðar en samt elskaðar af flestum og ve^a öUum drengjum um fingur sér. Cady kemst að því að plastgeU- urnar gera ekki annað en að baktala hvor aðra og aUa aðra í skólanum og þar á meðal hana sjálfa og hún ákveður ásamt Ustapakkinu að kenna þeim lexíu. En Cady lifir sig of mikið í hlutverkið og brátt er hún sjálf orðin plastgeUa sem stingur vini sína í bakið út af sætum strák- um. Og þá em góð ráð dýr. Myndin er byggð á bókinni Queen Bees and Wannabes eftir RosaUnd Wiseman og handritið er UstUega skrifað af SNL-leikkonunni Tinu Fey sem leikur einnig kennara í skólanum. Hún er einnig skemmti- lega leikin, sérstaklega góðar em £7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.