Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 19 • Morten Olsen, þjálfari Dana, hlakkar mikið til að mæta tékk- neska landsliðinu í átta liða úrslit- um Evrópumótsins á sunnudag- inn. „Tékkar spila fótbolta sem mér finnst gaman að horfa á. Þeir tengjast mjög vel og spila skemmtilegan fótbolta. Þeir vilja stjórna leikjum en ekki bíða aftar- lega og beita skyndisóknum. Það hentar okkur vel,“ sagði Olsen, sem hefði búist við öðruvísi leik ef Danir hefðu mætt Þjóðverjum eða Englendingum, sem vilja verjast aftarlega. „Ég vil frekar spila á móti liðum sem reyna að spila sóknar- fótbolta þannig að leildrnir verði skemmtilegir. Við reynum alltaf að sækja, það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er þannig að ég á von á frábærum leik á sunnudag- inn.“ • Philip Cocu, fyrirliði hollenska landsliðsins, segir að hollenska hðið hafi loksins fundið réttu leik- aðferðina í síðasta leiknum í riðla- keppninni gegn Tékkum. „Við byrj- uðum með tvo varnarsinnaða miðjumenn gegn Þjóðverjum en það kom í ljós að það hentaði okkur best að spila bara með einn mann fyrir framan vörnina og tvo al- mennilega kantmenn," sagði Cocu og bætti við að sigurinn gegn Lettum hefði gefið Mðinu mikið sjálfstraust. „Við upplifðum frábæra tilfinningu eftir sigurinn gegn Lettum og vonandi getum við upp- lifað hana aftur." • Giovanni Trapattoni, þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu, skilur ekki ennþá hvernig lið hans fór að því að komast ekki upp úr riðlinum með leikmenn eins og Francesco Totú og Alessandro Del Piero innanborðs. „Ég hafði búist við meiru frá Totti, Del Piero og Vieri en það er ekki hægt að kenna þeim um allt. Del Piero hefði gert meira ef hann hefði fengið réttu hjálpina en Totú brást okkur með atferli sínu," sagði Trapattoni. • Inaki Saez, þjálfari spænska landsliðsins, hefur boðist til að segja af sér sem þjálfari liðsins efúr háðuglega útreið Uðsins á Evrópu- mótinu. Saez var brattur strax eftir móúð og sagðist æúa að halda ótrauður áfram en eitthvað hefur hlaupið annað hljóð í strokkinn eftir að hann íhugaði stöðuna betur. Saez gekk á fund forseta spænska knattspyrnusambandsins í gær og bauð ffarn afsögn sína en forseúnn mun hafa kallað saman stjórnarfund til að taka ákvörðun um framtíð Saez. Ottmar Hitzfeld Segist vera klár tilað taka við þýska landsliðinu og segirþað eðlilegtskrefá þjálfaraferli sínum. Ottmar Hitzfeld til í að þjálfa Þýskaland Eðlilegt skref fyrir mig Ottmar Hitzfeld, sem var rekinn frá Bayern Múnchen í vor efúr heldur dapurt gengi á síðasta tímabili þar sem liðið varð í öðru sæú þýsku deildarinnar og datt snemma út úr Meistaradeildinni, þykir vera langlíklegastur úl að taka við landsliðsþjálfarastöðunni hjá Þjóðverjum efúr að Rudi Völler sagði starfl sínu lausu í gær. Hitzfeld, sem er góðvinur Gerhards Mayer-Vorfelder, forseta þýska knattspyrnusambandsins, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að hann teldi það eðlilegt skref fyrir sig að íhuga að þjálfa landslið. „Ég hef þjálfað bæði Borussia Dortmund og Bayern Múnchen, tvö stærstu Mðin í Þýskalandi, og tel mig vera tilbúinn til að taka við þýska Mðinu. Hvort cif því verður kemur í ljós á næstunni en auðvitað er það áhugavert verkefrii að taka við liðinu á þessum úmapunkú með það í huga að það er heimsmeistara- keppni á heimavelh eftir tvö ár,“ sagði Hitzfeld. Nær aUir þýskir fjölmiðlar telja það aðeins Úmaspursmál hvenær Hitzfeld verði kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari Þjóðverja - hann sé eini möguleikinn. _ friðww ómar. HIJÓMUM ^^H^KORNUM Auk annarra úrvals flytjenda s.s KK, ELLEN, BOGOMIL FONT, PAPAR, GUITAR ISLANCIO, LÚDÓ OG STEFÁN, HAUKUR HEIÐAR, HANSA, HEIÐA, ARDÍS ÓLÖF & ÞÓREY HEIÐDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.