Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 Fréttir DV Ríkið opnar nýtt kaffihús Þjóðminjasafnið hefur samið við veitingamanninn örn D. Jónsson í Matstofu Vesturbæjar um rekstur 50 gesta kaffihúss í safninu. Veitingastaðurinn er sagður munu verða á jarðhæð hússins, rétt við inngang- inn, og verða opinn á sama tíma og sýningarsalir saih- hússins. „Á boðstólum í þessu nýjasta kaffihúsi borgarinn- ar verða nútímalegar veit- ingar með áherslu á gott kaffi,“ segir á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Sérstaða nýja veitinga- staðarins er sögð felast í staðsetningunni inni í sjálfu Þjóðminjasafni ís- lendinga: „Veitingasalan er í Vest- urbænum en í göngufæri frá miðbænum, auk þess að vera staðsett á háskóla- svæðinu þar sem nokkur þúsund stúdentar og fjöldi starfsmanna starfa stærstan hluta ársins. Kaffihúsið í Þjóðminjasafninu mun þannig verða mikilvægur þáttur í að húsið verði lif- andi áningastaður mitt í háskólasamfélaginu auk þess að auka við upplifun safngesta af heimsókn í Þjóðminjasafn íslands." Hannes Hólmsteínn Gissurarson prófessor „Mér finnst einkenniiegt, að Jónatan Þórmundsson skyidi fyrirskömmu koma fram sem óháður álitsgjafi og sérfræð- ingur í sjónvarpsfréttum, en hefja nú baráttu gegn fjöi- miðlalögunum. Fleira hefég ekki um þetta að segja." Hann segir / Hún segir „Borgaraleg þátttaka og and- óf, sem endurspeglar áhuga á réttlátri og sanngjarni ákvarð- anatöku, er eðlilegur og nauð- syntegur þáttur af virku póli- tísku lýðræði - óháð efnislegri afstöðu til þessa málaflokks Herdís Þorgeirsdóttlr doktor i lögum 15 ára piltur í Vesturbænum var í gær dæmdur í tveggja mánaöa skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Foreldrar hennar kærðu hann fyrir nauðgun, en hún lýsti sambandi sínu við piltinn í jákvæðu samhengi, en sagði hann klaufskan í rúminu. Eftir á fannst henni hún hins vegar hafa upplifað nauðg- un. Hann á að borga foreldrum hennar 150 þúsund krónur. Foreldrar 13 ára stúlku sem hafði samræði við 15 ára kærasta sinn kröfðust þess að kærastinn yrði dæmdur til að greiða henni miskabætur upp á milljðn krónur vegna þess að hann hefði nauðgað stúlkunni. Drengurinn er úr Vesturbænum en stúlkan Kópavoginum, og kynntust þau í fermingarveislu í fyrravor. Drengurinn var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fýrir að hafa átt samræði við stúlkuna. Þrír dómarar komust að þeirri niður- stöðu að samræðið hefði að vísu „ekki [verið] að óvilja hennar", en taka bæri tillit til þess að „brotin beindust að mikilsverðum hagsmunum 13 ára gamallar stúlku sem ekki hafði þroska til að meta hvort hún væri reiðubúin til þess að stunda kynlíf," segir í nið- urstöðu þeirra. Samkvæmt framburði vinar stúlkunnar virðist sem svo að hún hafi átt samræði við drenginn nokkrum sinnum en síðan séð eftir öliu saman. Þá sagði hún vinum sín- um frá og sagði að pilturinn hefði a.m.k. einu sinni „eiginlega nauðgað henni". Samkvæmt frásögn eins vinar þótti stúlkunni í fyrstu „allt í lagi" að hafa samfarir við piltinn en hún hafi „séð síðar að það hefði verið rangt. Þá hafi hún farið að upplifa reynslu sfna sem eins konar nauðgun". „Mjög klaufskur..." Pilturinn þvertók fyrir að sam- band hans og stúlkunnar hefði falist í öðru en vináttu. 1 dagbók, sem stúlk- an skrifaði og dómurinn mat sem trú- verðuga heimild, lýsti hún hins vegar sambandinu sem mjög líkamlegu. Þann 29. apríl í fýrra skrifaði hún: „Ég er kannsld að fara að byrja með 15 ára strák! Hann er reyndar á föstu en hann ætlar kannski að dömpa stelpunni sem hann er með ... Ég er að fá samviskubit út af því..." Sagði hún jafnffamt að hann væri þegar „farinn að káfa á mér og eikkað svo- leiðis". Ljóst er að lýsingar stúlkunnar koma ekki heim við kæru foreldra hennar um nauðgun. Daginn eftir skrifaði hún: „Ég er byrjuð með X (þessi fimmt- án) þegar hann var að fara fórum við að kyssast. Svo kom mamma ffarn... Hún sá ekki neitt (hjúkk). Ég er búin að vera ýkt róleg og væmin frá því að „Ber að taka tillit til þess að brotin beindust að mikils- verðum hagsmunum 13 ára gamallar stúlku sem ekki hafði þroska til að meta hvort hún væri reiðu- búin tilþess að stunda kynlíf." hann fór. Það tekur samt enginn eftir því. En hann er svo mikið æði! Ég er byrjuð með strák. Við ákváðum að hafda þessu leyndu ... í bili. Mér líður ekkert smá vel. Hann er með brún augu! Ég er strax farin að sakna hans!" Daginn þar á eftir kemur fram að pilturinn vildi hafa samfarir við hana en hún lét það ekki eftir honum fyrr en viku síðar. Þá lýsti hún samförum þeirra með nokkurri velþóknun í dag- bók sinni. „Mjög klaufskur, fyrsta skipti myndi ég segja. Það verður samt skárra á laugard.," skrifaði hún. „Eiginlega nauðgað" Næstu viku til tíu daga kemur ffam að þau hafa haft ýmislegt sam- ræði nokkrum sinnum. Þann 18. maí skrifaði hún að sér fyndist hún vera „heppnasta manneskja í heimi að eiga svona æðislegan kærasta". Fjór- um dögum síðar kom babb í bátinn. Þá lýsti hún tilraunum hans til að hafa við sig endaþarmsmök sem henni fannst vont. Hún kvaðst ætla að biðja hann að fara varlegar „næst ... og ekkibyrjabara strax að hamast á mér. Ég verð nefniiega að venjast þessum fjanda," skrifaði hin 13 ára gamla stúlka. Þá voru hins vegar famar að renna tvær grfmur á stúlkuna og í stað þess að reyna frekar að „venjast þessum Unglíngar Samkvæmt hegnmgariögum erhægt að ^ÞJ'-^geisisemeiga samræði við börn undir 14 ára aldri, en það gerði 15 ára drengur úr Vesturbænum fjanda" skrifaði hún bréf til unglinga- blaðs og bað um ráðleggingar. Hún hefði látið eftir kærasta sínum að hafa við hann samfarir en síðan hefði hann „eiginlega nauðgað" henni. Bréfið fann móðir stúlkunnar og var pilturinn kærður í ffamhaldi af þvf. Upplifanir í draumum Dómurinn komst sem sé að þeirri niðurstöðu að dæma bæri drenginn fýrir að hafa mök við stúlku undir lög- aldri, þótt ekki hefði verið beinlínis farið gegn vilja hennar. Hún kvaðst raunar oft hafa neitað í fyrstu en látið undan þrábeiðni hans. Kærastinn var dæmdur til að greiða foreldrum stúlkunnar 150 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd ólögráða dóttur hennar., Auk þess þarf hann að borga 250 þúsund krónur til verjanda síns og 80 þúsund krónur til réttar- gæslumanns. Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotaffæðingur, sem átti á annan tug viðtala við stúlkuna eftir samband hennar við drenginn, sagði fyrir dómi að stúlkan bæri mörg einkenni barna sem orðið h?fa fýrir kynferðislegri misnotkun. Hún hafi haft „einkenni áfallastreitu eins og truflandi minn- ingar um atburðinn og endurteknar upplifanir í draumum um það sem gerst hafði". í janúar síðastliðnum hafi stúlkunni hins vegar liðið betur „en samt hafi hún enn verið dul, skort orku og stundum verið mjög leið," segir í dómn- li minningar ÓlöfAsta t, uppeldis- og afbrota- ir hjá Barnahúsi, segir hafa fengið truflandi ar um atburðina með m og endurteknar upplif- lumum. Hins vegar lýsti þvl, sumarið sem hún átti í i diviðdrenginn.aðhún mingjusamasta manneskja '<i.„Mér finnst ég vera ista manneskja I heimi að ma æðislegan kærasta," Ægir Björn Ólafsson stal og stal Átján ára með kókaín í tollinum Ægir Björn Ólafsson, 18 ára gamall Reykvíkingur, var dæmdur í héraðsdómi í gær til hálfs árs fang- elsis fýrir að reyna að flytja inn 125 klló af kókaíni 14. desember 2003 og fleiri brot. Meðal þess semÆgir gerði og braut í bága við lögin var að skipta um númeraplötur á bíl- um og bera járnkylfu, „ekki ætlaða til íþróttaiðkunar". Áuk þess var hann dæmdur fyr- ir að hafa ekki ökuskírteini með- ferðis og að hafa á sama tíma haft hníf og loftskammbyssu, þegar hann ók eftir Snæfellsnesvegi við Kolgrafarfjörð 25. júlí 2003. Ægi varð einnig á að stela Dodge-bifreið í Kópavogi og aka henni til Grindavíkur, stela úr henni þremur borvélum, stingsög, verkfæra- tösku, heflum, hallamáli, golfkylf- um, golfskóm, útvarpi, talstöð, slökkvitæki, vasahníf og bensíni, samtals að verðmæti tæplega 600 þúsund krónur. Ægir var fyrir skemmstu sýkn- aður af ásökunum um að hafa út- vegað byssur í rán í Bónus í desem- ber síðastliðnum. Fólkið yfirgefur Þingeyjarsveit „Það er gott að eiga met í ein- hverju," segir Jóhann Guðni Reyn- isson sveitastjóri í Þingeyjarsveit. Þar hefur orðið mest fólksfækkun frá forsetakosningunum 1996 samkvæmt nýrri EiiÍij«fi313SS kjörskrá. Fækk- unin nemur 112 ojg|g manns sem er 17,4% fækkun. Nú eru íbúamir alls 716 í fimm þúsund ferkíló- metra sveitarfélagi. „Við verðum að horfa björtum augum á Wutina en ekki vera döpur og leið því það viljum við ekki," segir Jóhann Guðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.