Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2004, Page 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ2004 9 Kínverjar hækka hita- stigjarðar Hluti af hækkandi hita- stigi á jörðinni er talinn stafa af því hve gríð- arlega hratt borgir í Kína stækka. Mikl- um mannfjölda í borgum fylgir auk- inn lofthiti sem síð- an breiðist út. Lim- ing Zhou við rann- sóknarstofnun í Ge- orgíu í Bandaríkjunum seg- ir að stærri borgir, minni skógar og breytingar á áveitum og landbúnaði kunni að hafa jafn mikið um hitahækkun jarðar að segja og hinar alræmdu gróðurhúsalofttegundir. Kínverjar eru nú 1,2 millj- arðar. Einn fimmti þeirra býr í borgum. Það hlutfall hækkar hratt og kunna veð- uráhrif vegna þessa að stór- aukast. Dalvíski gellukóngurinn Sigvaldi Gunnlaugsson fór fyrr i þessum mánuði til London til að leita bankamannsins Normans Hood Komst að þvi að enginn banki var á uppgefnu heimilisfangi. Sigvaldi hélt sig á flugvellinum i Gatwick en fór síð- an tómhentur heim til íslands. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir svikahrappa útsmogna i að setja upp leikrit. Dalvíkingurinn leitaði dollaranna í London Hreinir hormónar hættulegir Fyrir nokkrum miss- erum kom í ljós að kon- ur sem taka hormóna- blöndu á breytingaskeiði eru í töluvert meiri hættu en aðrar að fá ýmsa sjúkdóma. Þá var talið að hreinir estrógen- hormónar væru á hinn bóginn skaðlausir. Nú hefur verið sýnt fram á að neysla á þeim eykur líkur á að konur fái hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer. Aukningin er ekki veru- leg en þó tölfræðilega marktæk. Þinqeyskur verkaíýður sameinast Verið er að vinna að sameiningu Verkalýðsfélags Raufarhafnar og Húsavíkur. „Ég sé ekki að neitt komi í veg fyrir að sameiningin nái ff am og reikna með að kos- ið verði 1. júlí í tengslum við aðalfund hér hjá okkur á Húsavík," segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Að sögn Aðalsteins eru nú um 100 manns í félaginu á Raufarhöfn en 1000 manns á Húsavík að meðaltali yfir árið. Mestur er fjöldinn 1.600 til 1.700 manns á sumrin í tengslum við ferðaþjónustuna á Húsavík. Allir fái vinnu Bæjarráð Akureyrar ákvað í gær að tryggja öllum 17 ára og eldri sem lögheimili eiga á Akureyri sex vikna vinnu í sumar, í framhaldi af könnun starfsmannastjóra bæjar- ins á því hversu margir eru atvinnulausir. „Bæj- arráð samþykkir að þeim einstaklingum, sem sam- kvæmt könnuninni höfðu ekki fengið sumar- starf, verði boðin störf í 6 vikur. Ákvörðun um hugsanlega viðbótarfjár- veitingu er frestað þar til uppgjör liggur fyrir," seg- ir bæjarráð. Dalvíkingurinn sem ætlaði að taka þátt í að ræna 20 milljónum dollara úr suður-afrískum banka flaug til London til að koma sínum hlut fengsins áleiðis inn á bankareikning á Nýfundna- landi. Sigvaldi Gunnlaugsson kom tómhentur heim. Sigvaldi Gunnlaugsson, gellu- verkandi frá Dalvík, sem tapaði 4 milljónum króna á samskiptum sín- um við nígeríska svikamyllu, fór til London fyrr í þessum mánuði til að leita uppi African Amalgamated Bank og Norman Hood, yfirmann „wire depart- ment“ sem staðfest hafði við Sigvalda að 20 milljón dollarar væru komnir frá Höfða- borg og biðu þess eins að II | :f; iMll verða millifærðir áfram á banka- reikning Sigvalda í Bank of Montreal í St. Johns á Nýfundnalandi. Sigvaldi þurfti aðeins að greiða 215 þúsund sterlingspund Hflá r.unntouoW?----- SigMkll GunrJaugnon DdtfSir, Mr. NwraanHðt ^rircDcponma til „bankans" til að peningarnir héldu áfram. Sigvaldi flaug til London frá Noregi en hafði þá um nokkurra vikna skeið reynt í ör- væntingu að út- vega þær tvær milljónir króna sem hann taldi sig þarfnast til að losa um dollar- ana. Á Gatwick- flugvelli leitaði y. ... Sr/tt Sigvaldi upplýs- inga um Afabanc sem | sagður var vera við High Street, Ux- bridge í útjaðri London. Á flugvelllinum komst hann að því að bankinn var ekki þar og því engin leið að hann gæti komist í tæri við dollarana og Norman . Hood. Hann hélt því heim til fslands með þann sterka grun að hann væri fórnarlamb svikamyllu. Sigvaldi hefur nú lýst sig fúsan til þess að vinna með lögreglunni að uppræta nígerísku svikamylluna. Hann hefur undir höndum afrit af öll- um tölvusamskiptum við Nf- geríumanninn Abiola Williams og samstarfsmenn hans Tavo Khumalo og Bianca Phumladua. „Markmið þessara manna er að hafa slóðina svo víða og iil- rekjanlega að ekki náist til þeirra." Sigvaldi kvaðst í gær æda að ganga á fund Jóns H. Snorrasonar, yfir- manns efnahags- brotadeildar Ríkis- lögreglustjóra. Símtöl útog _____wxlwuhtokityouknw daiiOTby »,«>»>«■« ouWcusndoiscyourfunds. A. <• h»«*:U“’ Th»nJ« for yottf coopcrtóioú- Tolvupóstur svikahrapps Daginn áður en Sigvaldi átti að fá 20 milljónir doiiara senda til Kanada barst honum staðfesting frá London um að pening- arnirværu komnirþangað og einungis þyrfti aðfara yfir málið I bankanum. Þá hafði hann þegar lagt fjórar milljónir I svikamylluna. Daginn eftir var hann krafinn um tvær milljónir til viðbótar. Jón H. Snorra- son sagði í samtali við DV í gær að svikamyllur af því tagi sem Sig- valdi átti í samskipt- um við séu erfiðar við- fangs. Jafri- vel þótt upplýsingar séu til um símanúmer sem er á fastlínu þá sé allt eins lfklegt að símtöl séu áframsend til annarra heims- álfa. Algengt sé að gefin séu upp símanúmer í Bredandi en , sá sem svarar er þá staddur í y Afríku eða Bandarfkjunum. „Markmið þessara manna er \y að hafa slóðina svo víða og illrekj- \ anlega að ekki náist til þeirra," segir Jón og vísar til þess að leit- in endi gjarnan við strákofa í Ní- geríu. Yfirvöld þar hafa lítinn áhuga sýnt á samstarfi við lögregluna. Til dæmis óskaði Interpol efúr samvinnu við yfirvöld í Nígeríu. Yfirvöld þar töldu sig ekki eiga fyrir fargjaldinu sem varð til þess að Interpol greiddi und ir sjö manna sendinefnd á fundar- stað. En reyndin varð sú að Nígeríu- mennirnir mættu ekki á fundi en nutu ferðarinnar með öðrum hætd. Jón H. Snorrason segir að þús- undir manna leggi stund á fjársvik af því tagi sem Dalvíkingurinn komst í tæri við og undrast ekki að Sigvaldi skyldi hafa fallið í gildru Nígeríu- manna líkt og margir á undan hon- um. „Þessir menn leggja gríðarlega mikið á sig dl að viðhalda leikrid sínu og sannfæra fólk," segir Jón. Meðal þess sem sannfærði Sig- valda var að á Spáni fékk hann að sjá álkistu fulla af dollarabúnmm sem átd að vera 20 milljón doUararnir. Þá sögðu svikahrapparnir honum að peningarnir væm merktír með bleki sem yrði að leysa upp með kemísk- um aðferðum til að koma þeim í um- ferð. Margir hafa undrast að Sigvaldi skyldi trúa því sem honum var sagt á Spáni. Jón segir það vera tæknilega mögulegt að merkja með bleki og leysa það síðan upp með kemískum efhum. Sigvaldi fór í gær á fund rfldslög- reglustjóra til að gera grein fyrir at- burðarásinni undanfama mánuði í þeirri von að lögreglunni takist að hafa hendur í hári fjársvikaranna. Hann er fýrstí íslendingurinn til að gefa skýrslu um slík svik. Jón H. Snorrason segist leggja sitt að mörkum í samvinnu við lögregluyf- irvöld annarra ríkja til að rannsaka málið og upp- lýsa, ef mögulegt sé. rt@dv.is I Jón H. Snorrason Yfirmaður I efnahags brotadeildar rfkislögreglu- stjórasegir nlgerfska svikahrapp I I vera útsmogna I aö setja upp leikrit I til að blekkja fórnarlömb sln. Suður-afrískir bankar frysta peninga Svikarar Suður-Afrískir glæpamenn eru í stórum stíl að reyna að notfæra sér lagabreytingu sem felur í sér að inn- eignir á bankareikningum verði frystcir þann 1. júlí gefi eigendur peninganna sig ekki fram. Eitt af því sem svikahrapparnir gera, er að gabba fólk til að gefa sér upp upplýs- ingar um bankareikninga og leyni- númer í skjóli þess að þeir sem biðja um upplýsingarnar séu lögmætar fjármálastofnanir. Bankarnir þar í landi eru, samkvæmt frétt sem birt- ist á fréttavef Independent Online í Suður Afrfku og á alþjóðlegum vef um fjárplógsstarfsemi, að reyna að reyna að ná í reikninga tryggja að eigendur peninga geti sannað að þeir eigi reikningana. Þar segir að glæpamenn reyni að afla sér upplýsinga sem nægja þeim til þess að komast í reikningana sjálfir. Samstarf Sigvalda Gunnlaugs- sonar við Nígeríumann og Suður- Afríkumann um að koma 20 milljón dollurum var reist á því að um væri að ræða peninga sem væri verið að ná út af bankareikningi sem ekki hefði verið hreifður um langt árabil. Vandinn var bara sá að svo virðist sem aldrei hafi verið neinn banka- reikningur og eini tilgangurinn var sá að hafa fé af Sigvalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.